Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
✝
Anna fæddist
18. nóvember
1934 í Pausram í
fyrrverandi Tékkó-
slóvakíu. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
un Norðurlands á
Siglufirði 4. ágúst
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Johann
Hauk járnbraut-
arstarfsmaður, f.
6. desember 1894 og d. 7. apríl
1974, og Sophie Axmann hús-
móðir, f. 20. janúar 1902 og d.
20. nóvember 1956. Anna sem
alla tíð var kölluð Anni (Anní)
átti einn bróður, Joseph Hauk,
hann lést ungur. Eftir stríð bjó
fjölskyldan í Bayern í Suður-
Þýskalandi.
Anní bjó lengi í Munchen í
Suður-Þýskalandi þar sem hún
stundaði nám í klæðskeraiðn.
Hún tók þar meistarapróf í
þeirri iðn.
Þar kynntist hún síðan eigin-
manni sínum, Jóhanni Sv. Jóns-
syni, f. 14. mars 1934, d. 11.
apríl 2021, sem einnig stundaði
Árnýju Dögg Heimisdóttur, f.
16. febrúar 2001, og eru þau
búsett í Reykjavík, og Andri
Leó, f. 22. ágúst 2007.
Anní og Jóhann fluttust til
Siglufjarðar 1961. Á Siglufirði
starfaði Anní við ýmis störf,
m.a. kenndi hún handavinnu og
þýsku við gagnfræðaskóla
Siglufjarðar, hún starfaði líka í
rækjuvinnslu hjá Rammanum
um tíma, kenndi eldri borg-
urum alls konar handavinnu og
föndur, og vann við heimilis-
aðstoð, en þó var hennar að-
alstarf lengst af saumaskapur
og fataviðgerðir ásamt fleiru
því tengdu.
Anní átti ýmis áhugamál, og
má þar helst nefna margs kon-
ar handavinnu og saumaskap
og svo garð- og blómarækt.
Sund stunduðu hún og eigin-
maður hennar daglega um
langt árabil og farið var á
gönguskíði á vetrum. Einnig
stunduðu þau bæði badminton
yfir vetrartímann.
Hún starfaði í nokkrum fé-
lögum á Siglufirði eins og Sina-
wik og kvenfélagi bæjarins.
Anní var heilsuhraust lengst
af en veiktist 2014 þá rétt að
verða 80 ára gömul. Hún og
eiginmaður hennar sálugi flutt-
ust á Skálarhlíð 2018 og loks
fluttist hún svo yfir á sjúkra-
húsið á Siglufirði 2020.
Útför Anníar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju 14. ágúst
2021 kl. 11.
þar nám, og giftu
þau sig í Munchen
hinn 5. september
1958.
Börn Anníar og
Jóhanns eru: 1)
Bylgja, f. 28. des-
ember 1961, búsett
á Siglufirði, fyrr-
verandi eigin-
maður Bylgju er
Pálmi Aðalbjörns-
son, f. 21. febrúar
1960. Barn þeirra er Elín
(Ellý), f. 20. febrúar 1994, bú-
sett í Reykjavík. 2) Jón
Tryggvi, f. 23. ágúst 1964, og
er hann kvæntur Fjólu
Kristjánsdóttur, f. 6. desember
1965, og eru þau búsett í
Reykjavík. Börn þeirra eru:
Aron Ármann, f. 21. september
1992, kvæntur Juliönu Nogu-
eira, f. 26. september 1994, og
eru þau búsett á Sólheimum í
Grímsnesi. Jóhann Felix, f. 21.
september 1992, í sambúð með
Önnu Sunneborn Guðnadóttur,
f. 28. maí 1992, og eru þau bú-
sett í Reykjavík. Alex Harri, f.
21. ágúst 1997, í sambandi með
Elsku mamma mín kvaddi
snemma að morgni 4. ágúst síð-
astliðinn. Eftir nokkuð erfið veik-
indi í um 1 – 2 vikur gafst lík-
aminn upp og kallið var komið.
Sumarlandið beið mömmu þar
sem ég veit að pabbi tók vel á móti
henni opnum örmum. Þau tvö
voru enda svo samrýnd hjón að
ekki kom það mér mikið á óvart
hversu stutt varð á milli þeirra.
Einungis eru nú liðnir tæpir 4
mánuðir síðan pabbi minn yfirgaf
þessa jarðvist.
Margs er að minnast og þakk-
látust er ég fyrir þann yndislega
tíma sem við áttum saman und-
angengin 7 ár, en þann tíma hef
ég einmitt varið með þeim for-
eldrum mínum hér í heimabæn-
um Siglufirði.
Mér fannst ég kynnast foreldr-
um mínum alveg upp á nýtt hér á
þeirra efri árum. Ýmislegt var
spjallað og gert, og við mamma
sátum heilu kvöldin og prjónuð-
um eða hekluðum saman, og svo
var kvöldkaffið ómissandi fyrir
háttinn. Við pabbi vorum svo
meira í pólitíkinni og ættfræðin
var líka rædd miklu meira en áð-
ur. Pjakkur hundurinn okkar var
hér lengi með okkur og höfðu
mamma og pabbi ómælda ánægju
af honum.
Mamma var einstaklega góð
manneskja sem vildi ávallt gera
allt fyrir alla. Hún var hörkudug-
leg kona, og var snillingur á
mörgum sviðum. Bæði í sauma-
skap og allri handavinnu en líka í
eldamennsku. Mamma var frá-
bær kokkur og hjá henni fékk
maður alltaf góðan mat og minn-
isstæðast er hennar frábæra
þýska kartöflusalat og svo þýsku
smákökurnar alltaf fyrir jólin.
Eins bláberjaskyrkökurnar henn-
ar og svo möndluhornin sem hún
bakaði svo oft og sendi okkur
systkinum stundum suður til
Reykjavíkur. Eins var hún mjög
dugleg að tína bláber á haustin,
og tíndi oft heilu lítrana og þau
sendi hún okkur líka oftar en ekki
suður yfir heiðar.
Garðrækt og blóm voru líka
stórt áhugamál hjá mömmu og
hún var tímunum saman í garð-
inum að dytta að og gera hann fal-
legan, enda fengu þær stöllur hún
og Dúdda heitin, nágranni okkar,
verðlaun fyrir fallegasta garð
bæjarins eitt sumarið.
Mamma tók upp ýmsa íslenska
siði eins og sláturgerð, gerði rab-
arbarasultu og gróf marga laxana
sem pabbi veiddi í gegnum árin.
Eins var mjög gjarnan til reyktur
lax á heimilinu, og mamma
smurði oft brauð handa okkur
með þessu góðgæti. Eins bakaði
hún mjög oft pönnukökur og
vöfflur og gerði silungssalöt, því
pabbi koma með ófáa silungana
heim úr veiðitúrum sínum.
Já það vantaði nú ekki mynd-
arskapinn hjá henni mömmu.
Hún elskaði barnabörnin sín mik-
ið og fannst erfitt núna síðustu
æviárin að geta ekki sjálf sinnt því
að pakka inn og senda þeim gjafir.
Yndislegar minningar ylja
manni um ókomin ár og takk inni-
lega fyrir allt elsku besta mamma
mín.
Algóður Guð blessi þig og varð-
veiti um alla eilífð.
Þín dóttir
Bylgja.
Anna Johanna
Jóhannsdóttir
Hauk
Jón í Hala hefur kvatt okkur og
gengið til Austursins eilífa. Jóni
kynntist ég fyrir alvöru árið 2004
Jón Vilberg
Karlsson
✝
Jón Vilberg
Karlsson fædd-
ist 17. janúar 1933
á Hömrum í Gríms-
nesi. Hann lést 29.
júní 2021. For-
eldrar hans voru
Guðrún Jónsdóttir
og Karl Ólafsson.
Foreldrar hans
bjuggu á Hömrum
1927-1934, síðan í
Vallarhjáleigu í
Flóa 1934-1936. Fjölskylda Jóns
flutti í Hala 1936.
Útförin fór fram í kyrrþey.
þegar hann birtist
þar sem ég var að slá
upp fyrir sökkli.
Myrkur var og og
snjókoma en unnið
við birtu frá ljósköst-
urum. Þar kom hans
fyrsta ráðgjöf til
mín, varðandi verk-
efnið sem ég var að
vinna við. Ég hafði
hafið framkvæmdir
við fyrstu hesta-
sundlaugina á landinu. „Ég ætla
að kenna þér hvernig á að fara á
hausinn,“ sagði hann og skellihló.
Upp frá þessum degi tókst með
okkur vinátta sem entist út hans
líf.
Milli þess að við hittumst í Hala
eða í Áskoti höfðum við símasam-
band vikulega eða oftar sl. 17 ár.
Þar ræddum við stjórnmál en mest
hross, hrossarækt og hrossarækt-
endur.
Jón var sjálfstæður í skoðunum
og ófeiminn að segja skoðanir sín-
ar. Ekki reyndi hann að geðjast
einum né neinum skoðanalega en
var þolinmóður við að hlýða á skoð-
anir annarra. Aldrei sló í brýnu á
milli okkar en ef honum leist ekki á
hvað ég hafði fram að færa var við-
kvæðið alltaf: „Nei hættu nú,
Kobbi.“
Mér finnst hrossarækt Jóns
ekki hafa fengið þá athygli sem
hann átti skilið en úr framræktun
frá honum, þ.e. Þokka frá Garði,
hafa komið margir af bestu gæð-
ingum landsins. Sagði Jón mér að
ekki hefðu menn haft trú á Þokka
sem ræktunargrip en raunin varð
önnur. Ræktaði hann undan hon-
um fyrstu árin með nánast ein-
vörðungu heimahryssum sem gáfu
af sér gríðarlega góð afkvæmi,
margar hverjar.
Jón sagði mér ekki alls fyrir
löngu að hans tími færi að koma og
hann ætti sér þá ósk að fá að
kveðja þennan heim heima hjá sér.
Hann gat ekki hugsað sér að enda
á stofnun, því hreinlega nennti
hann ekki. Enda varð honum að
ósk sinni.
Oft kom ég í heimsókn til hans
og hafði þá með mér börn sem voru
í fóstri hjá okkur hjónum. Dáðist
ég að því hversu nærgætinn og
ljúfur hann var við þessi börn.
Hann gaf þeim tíma, bar á borð
fyrir þau mjólk og kökur, spurði
um uppruna, áhugamál og ættir
en fáir menn sem ég hef kynnst
hafa verið sterkari og fróðari um
ættir í Rangárþingi en Jón í Hala.
Sterkar stjórnmálaskoðanir
sínar var hann ófeiminn við að
setja fram og fannst honum lítið til
þingheims þjóðarinnar koma. Þar
væri stór hluti þingmanna sem
hefðu lítið fram að færa, væru illa
inni málum og ættu sér yfirhöfuð
engar hugsjónir. Hann saknaði
gömlu mannanna á þingi sem voru
fastir fyrir og unnu meira fyrir
hagsmuni heildarinnar en nú væri
gert.
Þó svo Jón byggi ekki í Ása-
hreppi var hann félagsmaður í
Ungmennafélagi Ásahrepps. Tók
virkan þátt í félagsstarfinu á sín-
um yngri árum.
Allt fram undir nokkur síðustu
ár tók Jón virkan þátt í bústörfum
í Hala, bæði heyskap og sauð-
burði.
Jón var maður með stórt hjarta
og mátti ekkert aumt sjá. Að-
standendum hans votta ég samúð
mína.
Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
Jakob S. Þórarinsson.
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR AÐALSTEINSSON,
lést laugardaginn 31. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 15.
Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/EKeP7EGkubQ
og má einnig nálgast á mbl.is/andlát á útfarardaginn.
Steinunn Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn Guðmundsson Ásta S. Aðalsteinsdóttir
Birgir Örn Guðmundsson Gunnlaug Guðmundsdóttir
Guðm. Gylfi Guðmundsson Helga Aspelund
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA SIGRÚN HELGADÓTTIR,
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 13.00.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina. Innilegar þakkir til starfsfólks D-deildar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og
hlýtt viðmót.
Helena Rafnsdóttir Vilberg Jóhann Þorvaldsson
Helgi Ingólfur Rafnsson Þórdís Árný Sigurjónsdóttir
Ólöf Elín Rafnsdóttir Róbert Jóhann Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Mín yndislega fósturmóðir,
UNNUR JÓNSDÓTTIR,
áður Lindasíðu 4,
Akureyri,
er látin.
Hún var kvödd hinstu kveðju frá
Akureyrarkirkju 13. ágúst, í kyrrþey að hennar ósk.
Fyrir hönd fjölskyldunnar allrar,
Unnur Huld
Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR GUÐBJARTSSON
bólstrari,
Kristjánshaga 2, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
6. ágúst. Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey, að ósk hins látna.
Soffía Einarsdóttir Bjarni Jónsson
Eva Einarsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Hagamel 50, Reykjavík,
lést 30. júlí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 16. ágúst klukkan 15. Blóm afþökkuð en þeim sem
vilja minnast Katrínar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Helgi Magnússon Arna Borg Einarsdóttir
Sigurður Gylfi Magnússon Tinna Laufey Ásgeirsdóttir
Magnús Örn Helgason
Sunna María Helgadóttir
Arnar Þór Helgason
Pétur Bjarni Einarsson
Ástkær bróðir, mágur og frændi okkar,
ÓSKAR HELGI S. MARGEIRSSON,
áður til heimilis á Brávallagötu 26,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 17. ágúst klukkan 15.
Útförinni verður einnig streymt, hlekk
á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Guðjón Margeirsson Margrét Jónsdóttir
Jóhanna Jónasdóttir
og aðrir aðstandendur
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Hafi æviágrip þeg-
ar verið sent er ráðlegt að senda
myndina á netfangið minning-
@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar