Morgunblaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
✝
Mikael Þór Ás-
geirsson fædd-
ist á Húsavík þann
19. maí 1985. Hann
lést 1. ágúst 2021.
Foreldrar
Mikka, eins og
hann var ætíð kall-
aður, voru María
Mikaelsdóttir, f.
22.10. 1962, og Ás-
geir Arnar Jóns-
son, f. 17.11. 1955,
d. 1.9. 2005.
Alsystkini Mikka eru Íris
Hörn, f. 27.7. 1983, hennar mað-
ur er Tryggvi Þórðarson, f.
24.8. 1978, og eiga þau tvær
dætur, Ílóna Sif, f. 9.1. 1991,
hennar maður er Ragnar Rögn-
valdsson, f. 5.1. 1985, og eiga
þau tvo syni, og Aðalbjörg, f.
29.8. 1995, hennar maður er
Emil Atli Þórhallsson, f. 13.5.
1992.
Hálfsystkini Mikka samfeðra
eru Páll Skúli Ásgeirsson, f.
30.12. 1971, Eva Jóna Ásgeirs-
dóttir, f. 18.6. 1972, og Elísa
Hörn Ásgeirsdóttir,
f. 8.9. 1976.
Sonur Mikka er
Elmar Jökull, f.
28.2. 2014, móðir
hans er Ásthildur
Kristín Björns-
dóttir, f. 21.9. 1987.
Mikki ólst upp á
Húsavík í góðum
frændsystkinahópi.
Mikki fór til Kan-
ada og lærði
sjúkranudd. En svo fór að halla
undan fæti og hans sjúkdómur,
sem var fíknisjúkdómur, tók
völdin næstu árin. En Mikki náði
að komast upp úr því og fékk
inni á Draumasetrinu sem var
hans gæfa. Mikki átti góðan
tíma á Draumasetrinu og eign-
aðist marga og góða vini þar.
Hann átti góðar stundir með
Elmari syni sínum og átti hann
hug hans allan.
Útför Mikaels fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 14. ágúst
2021, og hefst athöfnin klukkan
14.
Pabbi, ég sakna þín mjög mik-
ið og mér finnst mjög leiðinlegt
að geta ekki verið meira með þér.
Takk fyrir að vera með mér í
fótbolta. Takk fyrir að kaupa
nammi með mér. Takk fyrir að
fara með mér í Rush og bíó.
Þú varst besti pabbi heimsins
og ég elskaði þig mjög mikið.
Ég vildi ég væri engill pabbi minn
þá myndi ég klæða blómum himininn
og loftin myndu óma af ljúfum söng
sem leiftraði af gleði kvöldin löng.
Og af því þú ert þreyttur vænginn
minn,
þú fengir til að hvílast –enn um sinn.
Sængin þín verður öll mín ást og allt
sem saman áttum við – ef þér er kalt
og koddann færðu úr skýjaslæðum
þeim
sem sjálfur Drottinn gerði höndum
tveim
og stjörnurnar ég set á koddann þinn
og sólina við hjartað, ljúfurinn.
Sofðu í friði pabbi, sofðu rótt.
Sofðu, ég vaki, það er komin nótt.
(Alvar Haust)
Þinn
Elmar Jökull.
Mikael Þór
Ásgeirsson
Þitt starf var farsælt,
hönd þín hlý
og hógvær göfgi
svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ókunnur)
Engin ein manneskja, ég end-
urtek engin, hefur lagt jafn mik-
ið gott af mörkum inn í mitt líf
og þú. Þegar þú hættir hjá SÁÁ
fór ég að gráta og fannst öll
sund lokast, þá sagðir þú við mig
eitthvað á þá leið að nú værum
við búnar, ég og þú, að fylla
Georgía Magnea
Kristmundsdóttir
✝
Georgía Magn-
ea Kristmunds-
dóttir fæddist 7.
apríl 1951. Hún lést
18. júlí 2021.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey.
margar andlegar
skúffur af góðu efni,
sem ég gæti leitað í
þegar þín nyti ekki
lengur við. Þetta
hef ég gert með
góðum árangri og
er enn að. Ég er
alls ekki viss um að
ég væri á lífi hefði
þín ekki notið við,
því þótt ég hafi átt
gott trúnaðarfólk
þá var ég svo illa á mig komin að
það varst bara þú ein sem með
þinni manngæsku og menntun
réðst við að hjálpa mér svo vel
gengi.
Það er ekki bara ég sem hef
blómstrað heldur fjölskyldan
mín, maðurinn, dóttir og barna-
börn. Þannig að nú á ég ham-
ingjusama fjölskyldu, nokkuð
sem aldrei áður hefur gerst í
mínu lífi.
Ég hitti þig 1985 og var hjá
þér í þrettán ár, mér finnst skylt
að geta þess að síðan 2003 hef ég
verið hjá alveg dásamlegum geð-
lækni, sem hefur byggt vel ofan
á okkar vinnu, en þú áttir upp-
hafið.
Þú sagðir mér stundum glefs-
ur úr þínu lífi, sem hjálpaði mér
alltaf mjög vel.
Ég sá ykkur Einar þinn eitt
sinn dansa saman á árshátíð og
sagði við þig í næsta tíma
„óskaplega ertu góð og brosmild
við hann Einar þinn“. Ég hef
aldrei gleymt svipnum sem kom
á þig þegar þú svaraðir „mikið
þykir mér vænt um að heyra
þetta“.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elsku Georgía mín, mér finnst
illbærilegt að þurfa að kveðja
þig í síðasta sinn. Þú varst ein-
hvern veginn alltaf þarna, þótt
sambandið hafi ekki verið mikið
síðari ár. Ég ákvað að taka það
alvarlega að virða mörk skjól-
stæðings og kennara, sem þú
kenndir mér að væri farsælast.
Einu sinni þegar ég lá á St. Jós-
eps sagðir þú mér eftir á að þú
hefðir alveg orðið að halda þér til
að heimsækja mig ekki. Svo
lengi sem ég lifi mun ég draga
upp minningarnar og ylja mér
við þær, sem og allt það góða
sem þú kenndir mér.
Ég sendi þér, Einar, allar
mínar bestu samúðarkveðjur og
bið allar góðar vættir að gefa þér
styrk í sorginni. Megi minning-
arnar um þessa einstöku konu
ylja þér svo lengi sem þú lifir.
Einnig bið ég öllum hennar ætt-
ingjum og vinum allrar blessun-
ar.
Það er eins og yfir svífi
enn og hljóti að minna á þig
þættirnir úr þínu lífi,
þeir, sem kærast glöddu mig.
Alla þína kæru kosti
kveð ég nú við dauðans hlið,
man er lífsins leikur brosti
ljúfast okkur báðum við.
(Steinn Steinarr)
Rúna Knútsdóttir.
Elsku mamma,
þau eru nú orðin
mörg árin síðan þú
hoppaðir upp í bíl-
inn þinn og brunaðir af stað og
sinntir þínum erindum hvar sem
var. Svo gerði Alzheimer-sjúk-
dómurinn vart við sig og smátt
og smátt réð hann sífellt meiru í
lífi þínu. Það var oft erfitt fyrir
þig að átta þig á því hvað var að
gerast umhverfis þig. Síðustu
fjögur árin hefur þú verið á
hjúkrunarheimilinu Mörk við
góða umönnun.
Mamma fæddist í Reykjavík,
flutti í Kópavog og bjó þar nærri
40 ár. Þegar við fluttum á Þing-
hólsbraut í Kópavogi var aðeins
hluti hússins byggður. Hún hafði
yndi af blómum og bjó til ynd-
islega blómabrekku. Mamma var
mikill dýravinur og hafði finkur í
Sigurvaldís Guð-
rún Lárusdóttir
✝
Sigurvaldís
fæddist 19. júní
1927. Hún lést 13.
júlí 2021.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar
látnu.
búri og ófáar kisur
áttu athvarf hjá
henni.
Hún var heima-
vinnandi og var
mjög þolinmóð við
okkur. Mér verður
hugsað til þess þeg-
ar ég fór að fara í
bíó. Eftir bíóförina
þurfti auðvitað að
segja mömmu frá
hverju einasta smá-
atriði. Það var ekkert hugsað út
í hvað hún var að gera, alltaf
hlustaði mamma jafn þolinmóð á
þessar frásagnir.
Á sumrin var farið í tjaldúti-
legur. Bíllinn hlaðinn af mat og
öllu sem tilheyrði slíkri ferð og
þrjár stelpur tróðu sér inn í aft-
ursætið að lokum. Ég minnist
margra, góðra ferða austur að
Barkarstöðum í Fljótshlíð til
Sigurðar, móðurbróður Tómas-
ar, og Maríu, konu hans, og fjöl-
skyldu.
Birna, systir mömmu, og
Sævar fluttu til Kaliforníu 1958.
Mamma fór oft til þeirra og ferð-
aðist með þeim upp og niður
strönd Kaliforníu, niður til
Mexíkó og víðar, m.a. til Hawaii.
Eftir að Sigurbjörg systir og
fjölskylda fluttu til Danmerkur
fór hún oft til þeirra.
Það var erfiður tími þegar
Tómas, stjúpi minn, lést á besta
aldri árið 1980 úr krabbameini.
Nokkrum árum seinna flutti
mamma í Ártúnsholt nær Ingi-
björgu systur og fjölskyldu og
var til aðstoðar með börn henn-
ar. Það átti vel við mömmu, að
taka að sér það hlutverk.
Um fimmtugt fór mamma að
vinna úti, og eftir að hafa unnið
skrifstofustörf í mörg ár, starf-
aði hún á Kópavogshæli í nokkur
ár. Þar þótti henni gott að vinna,
því umönnun átti vel við hana,
hvort sem í hlut áttu menn eða
dýr.
Í mörg ár kom mamma til
okkar Ingu systur til skiptis í
helgarmat. Þegar á leið og hún
var kominn í hjólastól lögðust
þessar ferðir af.
Elsku mamma, þú þekktir
okkur framan af þegar við heim-
sóttum þig, en er á leið fór að-
eins að draga úr því, þú þekktir
kannski ekki nöfnin en kannaðist
við andlitin. Brostir alltaf og
hélst í hendur okkar og við ósk-
uðum þess að það væri vegna
þess að þú þekktir okkur.
Við sátum við gluggann þinn
og horfðum út og þú tókst alltaf
eftir fuglunum og fólkinu.
Myndaalbúmin þín vöktu líka
mikinn áhuga og þú skoðaðir
myndirnar mjög vel. Og á eftir
fengum við okkur kaffi við
gluggann þinn.
En nú ert þú farin, elsku
mamma mín, þú varst orðin
þreytt og hvíldinni fegin.
Á meðan sumrin mild og björt og hlý
að mínu hjarta leggja blómin sín,
ég verð það barn, sem vildi helst á ný
sér varpa að brjósti þínu, mamma
mín.
(Kjartan Ólafsson)
Hvíldu í guðs friði.
Ólöf Sif.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita,
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Elsku mamma mín, takk fyrir
öll árin og alla aðstoð sem þú
hefur veitt mér.
Þín dóttir,
Sigurbjörg (Sirí).
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar,
DAGNÝJAR ERLENDSDÓTTUR
leikskólakennara,
Heinabergi 23, Þorlákshöfn.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Stefán Hauksson
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður,
stjúpmóður, ömmu og langömmu,
KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Árskógum 6, Reykjavík.
Eyrún Magnúsdóttir
Andrés Magnússon Áslaug Gunnarsdóttir
Jón Magnússon Guðrún Bergþórsdóttir
Ásmundur Magnússon Ásdís Þrá Höskuldsdóttir
Steinunn Magnúsdóttir Jesper Madsen
Sæmundur Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg systir mín og föðursystir okkar,
KRISTÍN GÍSLADÓTTIR
frá Litla-Lambhaga, Hvalfjarðarsveit,
áður til heimilis að Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 7. ágúst. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 11.
Snæbjörn Gíslason
Hrefna Sigurðardóttir
Ármann Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Þóra Gísladóttir
Gísli Gíslason
Björgvin Ómar Gíslason
Amma Silla er
farin í sumarlandið
á fund afa sem situr
og bíður eftir henni
í grænni brekku.
Hún hafði beðið þess lengi að
hitta loks Bjarna sinn. Þar bíða
hennar vafalaust líka blóm og
annar gróður að sjá um, því
amma var mikil blómakona og
Sigurlaug
Sigurjónsdóttir
✝
Sigurlaug Sig-
urjónsdóttir
fæddist 20. sept-
ember 1926. Hún
lést 1. ágúst 2021.
Útförin fór fram
11. ágúst 2021.
garðskálinn hennar
og gluggakistur vel
skreytt blómum.
Ýmislegt var
ömmu til lista lagt.
Þar voru hannyrðir
framarlega í röð-
inni. Sauma- og
prjónaskapur lá vel
fyrir henni og var
alltaf hægt að reiða
sig á að amma gat
gert við saumsp-
rettur, skipt um rennilása og
stytt buxur á Sjonna sinn þegar
á þurfti að halda. Enda keyrði ég
ömmu með ánægju á Selfoss,
meðan hún bjó enn á Reykjum,
til að fara í hannyrðabúð að
gramsa. Ég hafði líka gaman af
því að skreppa með hana í bíltúr í
Grímsnesið, hennar æskusveit,
til að hitta afa Sigurjón og ömmu
Guðrúnu í sumarbústaðnum. Því
hafði hún líka virkilega gaman
af.
Amma var afkastamikil í eld-
húsinu, það verður ekki annað
sagt. Hún eldaði ofan í mann-
skapinn, hvort sem það voru
hleðslumenn, kostgangarar úr
réttunum, börn og barnabörn
eða gestir hvaðanæva að, sama
hversu margir komu. Alltaf var
hægt að ganga að því vísu að
maturinn væri tilbúinn á réttum
tíma. Hádegismatur þurfti að
vera klár klukkan tólf svo afi
gæti lokið við að borða og búinn
að koma sér fyrir inni á dívan áð-
ur en hádegisfréttirnar byrjuðu í
útvarpinu. Svo rann honum að-
eins í brjóst áður en hann reis á
fætur og fór út að puða. Á meðan
gekk amma frá öllu, þvoði upp og
fór svo strax að sinna einhverju
öðru. Hún þurfti ekkert að
leggja sig eftir matinn, slík var
orkan og drifkrafturinn í henni.
Hún var líka alltaf með bakk-
elsi á boðstólum. Pönnukökur
bakaði hún á mörgum pönnum
og fór létt með það. Einnig
steikti hún ástarpunga sem voru
sérstakt lostæti. En aðalsmerkið
í bakstrinum voru samt flatkök-
urnar; þær bestu sem ég hef um
ævina smakkað og mun smakka.
Í þeirri deild stendur henni eng-
inn á sporði. Ég man nokkur
skipti þegar amma stóð við
helluna í gamla mjólkurhúsinu,
veltandi flatkökunum í slíkum
reykjarmekki að móðuharðindi
mætti kalla. En afurðirnar voru
gulls ígildi og ekki kvartaði
amma yfir kófinu. Það var ekki
hennar stíll. Bara drífa sig.
Í búrinu var alls kyns gúm-
melaði að finna. Ég á margar
æskuminningar þar sem ég kem
inn bakdyramegin í eldhúsið og
veð beint inn í búr í leit að ein-
hverju gómsætu. Aldrei kom ég
að tómum kofanum. Alltaf voru
til kökur, ástarpungar, flatkökur
eða annað bakkelsi sem kætti lít-
inn dreng og rann ljúflega niður
með mjólkursopa.
Hvíl í friði, elsku amma mín,
og njóttu þess að iðja við eitthvað
með afa í sumarlandinu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þinn dóttursonur,
Sigurjón.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar