Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
annan kringlukastþjálfara. Ég var
því fenginn til að þjálfa þennan
strák og hann verður heimsmeist-
ari sjö árum seinna og ólympíu-
meistari átta árum seinna.
Það er auðvitað lyginni líkast. En
varðandi Svíana er þessu öðruvísi
farið, því ég hef búið í Svíþjóð í
þrjátíu og fimm ár. Ég er giftur
sænskri konu og börnin mín eru
hálfsænsk og hálfíslensk. Þótt ég
sé alltaf Íslendingur í hjartanu þá
hef ég búið svo lengi í Svíþjóð. Þess
vegna er enn skemmtilegra fyrir
mig að ná þessum árangri með
sænska íþróttamenn. Fyrir utan
hversu óvænt það var að Simon
færi á verðlaunapallinn með Daniel.
Ég bara næ því ekki enn þá. Þetta
á eiginlega ekki að geta gerst og
hefur ekki gerst í sænskri íþrótta-
sögu frá árinu 1948. Það er ótrúlegt
að fá að upplifa þetta.“
Keppni þarf að læra
Eitt af flóknustu viðfangsefnum
sem þjálfarar afreksíþróttamanna
fá í fangið er að stilla spennustigið í
keppni. Gildir þá einu hvort um er
að ræða einstaklings- eða hóp-
íþróttir. Slíkt verkefni verður eðli
málsins samkvæmt snúnara eftir
því sem viðburðirnir eru mikilvæg-
ari. Hver er galdurinn þegar kem-
ur að því að ná spennustiginu réttu
á stærsta mótinu?
„Endalaus og þrotlaus vinna. Ég
er með visst kerfi í þessu og vinn
með fjölda sérfræðinga sem ég fæ
frá ólympíusambandinu í Svíþjóð
og sænska frjálsíþróttasamband-
inu. Ef við skoðum Daniel Ståhl og
Gerd Kanter þá voru þeir ekkert
sérstakir keppnismenn þegar þeir
voru yngri. Í báðum tilfellum sendi
ég þá á öll mót sem við gátum fund-
ið, þegar þeir voru 19 eða 20 ára
gamlir, til þess að læra að keppa.
Ég hef auk þess verið með íþrótta-
sálfræðing á mínum snærum í tíu
ár sem hefur unnið með Daniel. Á
endanum gengur þetta upp.
Ég lít þannig á að fyrst og
fremst þurfi afreksfólkið að eiga
sæmilegt líf og eiga gott fólk að
sem styður það. Þannig að þetta
félagslega sé í lagi. Síðan þarf að
vinna mjög mikið í andlega þætt-
inum ef fólk er ekki með það í
byrjun. Styrktarþjálfunin og kast-
þjálfunin er svo tiltölulega einföld
ef maður kann sitt fag. Þetta
gengur út á að læra að keppa og
Daniel kunni það ekki, þar af leið-
andi gekk fátt upp hjá honum þeg-
ar hann var yngri. Gerd var ekk-
ert sérstakur í því heldur, en
Simon er annars konar dæmi.
Hann hafði það í sér frá fyrsta
degi að keppa og keppir alveg
svakalega vel,“ útskýrir Vésteinn.
Reynir að einfalda hlutina
Í tveimur tilfellum hefur Vé-
steinn þjálfað menn sem hafa orð-
ið ólympíumeistarar í kringlu-
kasti. Í báðum tilfellum urðu þeir
heimsmeistarar í greininni árið
áður. Vésteinn segir það vera allt
annað en auðvelt að fara á Ólymp-
íuleika þegar andrúmsloftið er á
þá leið að allt annað en fyrsta sæti
sé tap.
„Daniel er meira eða minna
ósigraður síðustu tvö til þrjú árin.
Svipað var uppi á teningnum hjá
Gerd þegar hann fór á leikana
2008. Þá er öll pressan á þeim og
ég verð alveg var við það. Þeir
finna alveg fyrir þessu, enda eru
þetta ungir menn. Fyrir vikið
verður mikil vinna hjá mér,
íþróttamanninum og íþróttasál-
fræðingnum að finna rétta
spennustigið. Fyrir Daniel var tíu
sinnum erfiðara að fara á Ólymp-
íuleikana heldur en Simon sem
hafði allt að vinna. Fyrir Daniel
hefði annað sætið verið ósigur.
Pressan er gígantísk eins og við
sjáum hjá Simone Biles og Naomi
Osaka sem finnst þetta bara of
mikið. Ég skil það mjög vel.
Hjá mér gengur kerfið út á ein-
faldleika. Þegar þú keppir í und-
ankeppninni á Ólympíuleikum þá
fá menn bara þrjú köst en allt
ferlið tekur tvo og hálfan tíma. Í
þessu umhverfi er auðvelt að tapa
áttum meðan á því stendur. Ég
legg áherslu á að menn einbeiti
sér í eina mínútu fyrir hvert kast.
Á milli eru menn bara hressir og
kátir en einbeita sér í þrjár mín-
útur á heildina litið. Eða sex mín-
útur í úrslitum þegar eru sex köst.
Þá verður þetta miklu einfaldara
og menn hugsa bara um eitt atriði.
Þá ertu bara að kasta kringlunni
og reynir þitt besta en ert ekki að
hugsa um hversu margir eru að
horfa á þig. Ég hef unnið með
þetta í tuttugu ár og það virkar
yfirleitt þegar farið er í mót þar
sem spennustigið er hátt.“
Er Íslendingur en ekki Svíi
Aðspurður hvort hann verði var
við að Íslendingar fylgist vel með
honum í kringum stórmótin segist
Vésteinn hafa fundið fyrir því eftir
magnaðan árangur í Tókýó.
„Ég fékk margar kveðjur að
heiman og mér þykir mjög vænt
um það. Ég er fyrst og fremst Ís-
lendingur en ekki Svíi þótt ég eigi
sænska konu og hafi búið lengur í
Svíþjóð en á Íslandi. Ég hef alla
tíð haldið ríkisborgararéttinum.
Þegar ég var með Gerd var fylgst
vel með því sem ég var að gera, en
einnig að mörgu leyti þegar ég
þjálfaði Joachim. Svo minnkaði
það um tíma en núna kom gusa af
kveðjum að heiman og ég hef
rosalega gaman af því,“ segir Vé-
steinn Hafsteinsson sem nær að
koma í heimsókn til Íslands í
næsta mánuði.
„Ótrúlegt að fá að
upplifa slíkan árangur“
- Vésteinn Hafsteinsson náði árangri sem Svíar náðu síðast árið 1948
AFP
Tókýó Svíarnir bregða á leik þegar tvöfaldur sigur var í höfn. Ólympíu-
meistarinn Daniel Ståhl í fanginu á Simoni Pettersson sem fékk silfrið.
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Selfyssingurinn Vésteinn Haf-
steinsson hefur náð ævintýralegum
árangri sem frjálsíþróttaþjálfari. Á
nýafstöðnum Ólympíuleikum í Jap-
an bætti hann við skrautfjöðrum í
hattinn. Þrír íþróttamenn á leik-
unum eru undir hans handleiðslu,
Daniel Ståhl, sem sigraði í kringlu-
kastinu, Simon Pettersson, sem var
annar í sömu grein, og Fanny Ro-
os, sem hafnaði í 7. sæti í kúluvarpi,
en öll eru þau frá Svíþjóð. Vésteinn
segir árangurinn vera hápunktinn á
ferlinum.
„Ég verð að segja að þetta er
toppurinn á ferlinum hingað til. Ég
hef gjarnan verið með þrjá til sex
keppendur á þessum stórmótum.
Nú var ég með þrjá keppendur. Við
fórum á leikana með þær vonir að
Daniel ynni, Simon yrði á meðal
átta efstu og næði kannski 5. eða 6.
sæti, og Fanny yrði á meðal átta
efstu. Það gekk eftir. Sem þjálfari
fékk ég árangur út úr þessu sem er
enn betri en ég vonaðist eftir. Ég
bjóst aldrei við því að þeir yrðu í
tveimur efstu sætunum í kringlu-
kastinu. Það er alveg stórkostlegt
og ég hef aldrei upplifað annað
eins. Það er ótrúleg lífsreynsla að
ganga í gegnum þetta og ég hef
aldrei fengið annað eins af ham-
ingjuóskum, sem ég er auðvitað
mjög þakklátur fyrir. Ég hef verið
lengi í þessu og að fá þetta á mín-
um tíundu Ólympíuleikum er
svakalegur bónus,“ segir Vésteinn.
Áður þjálfaði hann Gerd Kanter
frá Eistlandi. Sá varð heims- og ól-
ympíumeistari 2007 og 2008 auk
þess að ná í brons í London 2012.
„Erfiðara er að ná í ólympíu-
verðlaun heldur en í verðlaun á EM
eða HM. Þetta er allt gert svo stórt
og fyrir vikið er mjög erfitt að ná í
verðlaun á Ólympíuleikum. Á mín-
um þjálfaraferli gerðist það fyrst
þegar Daninn Joachim Olsen fékk
bronsverðlaun í Aþenu 2004 í kúlu-
varpinu en það breyttist átta árum
síðar í silfurverðlaun út af lyfjamis-
ferli. Síðan vann Gerd gull í Peking
2008 og þá var það hápunkturinn á
ferlinum. Ég hafði þá unnið með
honum í átta ár og það var stór-
kostlegur tími. Í rauninni var lyg-
inni líkast hvernig það gekk, en ég
þjálfaði hann í tólf ár þegar upp var
staðið. Það var hápunkturinn á
ferlinum en þessi árangur núna
toppar hann.“
Þóttu ekki nógu efnilegir
Vésteinn segir að Gerd Kanter
og Daniel Ståhl eigi það sameigin-
legt að hafa ekki þótt líklegir til af-
reka á yngri árum. Ef til vill hafi
þeir endað undir handleiðslu Vé-
steins vegna þess að aðrir þjálfarar
hafi ekki haft mikla trú á þeim.
Upphafið að samstarfi Vésteins og
Kanters er með nokkrum ólík-
indum.
„Ég hef verið með Daniel í tíu ár
en enginn hafði trú á þessum strák.
Saga hans og Gerds er ósköp svip-
uð því enginn virðist hafa viljað
þjálfa þessa stráka. Gerd Kanter
þótti ekki nógu góður miðað við það
sem eistneskir þjálfarar vildu sjá.
Ég fékk hringingu frá eistneskum
íþróttafréttamanni. Hann hafði þá
setið við hliðina á Ingólfi Hannes-
syni og Samúel Erni Erlingssyni á
Ólympíuleikunum árið 2000. Hafði
sá eistneski spurt Ingólf og Samma
hvort þeir þekktu einhvern
kringlukastþjálfara. Þeir bentu
bara á mig enda þekktu þeir engan
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Peking Vésteinn gefur Gerd Kanter fyrirmæli á Ólympíuleikunum árið
2008 en Kanter sigraði þá í kringlukastinu eins og Ståhl gerði nú.
Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik – Valur .................................... 0:1
Staðan:
Valur 15 12 2 1 40:15 38
Breiðablik 15 10 1 4 49:22 31
Stjarnan 13 6 2 5 16:18 20
Þróttur R. 13 5 4 4 28:25 19
Selfoss 14 5 4 5 20:19 19
ÍBV 13 5 1 7 20:28 16
Þór/KA 14 3 6 5 15:21 15
Fylkir 13 3 3 7 13:30 12
Tindastóll 13 3 2 8 10:21 11
Keflavík 13 2 3 8 11:23 9
Lengjudeild karla
Selfoss – Grindavík .................................. 3:2
Þróttur R. – Grótta................................... 1:2
Staðan:
Fram 15 13 2 0 41:10 41
ÍBV 15 10 2 3 29:13 32
Kórdrengir 14 8 4 2 24:15 28
Vestri 15 8 1 6 25:28 25
Grótta 16 7 2 7 32:30 23
Fjölnir 15 7 2 6 19:18 23
Grindavík 16 5 5 6 29:33 20
Þór 15 5 4 6 29:26 19
Afturelding 15 5 4 6 30:28 19
Selfoss 16 4 3 9 25:36 15
Þróttur R. 16 3 1 12 26:38 10
Víkingur Ó. 14 0 2 12 15:49 2
England
Brentford – Arsenal ................................ 2:0
- Patrik Sigurður Gunnarsson var vara-
markvörður Brentford.
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal vegna veikinda.
Þýskaland
1. deild:
Möncheng. - Bayern München ............... 1:1
B-deild:
Schalke – Aue........................................... 1:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Schalke og var fyrirliði liðsins.
C-deild:
Freiburg II – Dortmund II ..................... 2:5
- Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn hjá
Dortmund II
Rúmenía
CFR Cluj – Farul Constanta................... 1:0
- Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 66
mínúturnar með Cluj.
Pólland
Termalice BB – Lech Poznan ................ 1:3
- Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna-
hópi Lech Poznan vegna meiðsla.
Danmörk
SönderjyskE – Midtjylland..................... 0:2
- Mikael Anderson kom inn á sem vara-
maður á 78. mínútu hjá Midtjylland. Elías
Rafn Ólafsson var varamarkvörður liðsins.
- Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á
sem varamaður á 66. mínútu hjá Sönder-
jyskE.
B-deild:
Esbjerg – Horsens ................................... 0:0
- Andri Rúnar Bjarnason lék fyrstu 74
mínúturnar með Esbjerg en Ísak Óli Ólafs-
son var ekki í hópnum.
- Aron Sigurðarson lék fyrstu 70 mínút-
urnar með Horsens en Ágúst Eðvald
Hlynsson var ónotaður varamaður.
>;(//24)3;(
EM U19 karla
Leikið í Króatíu:
Ítalía – Ísland........................................ 17:30
E(;R&:=/D
Forkeppni HM karla
Danmörk – Ísland................................. 91:70
Stig Íslands:
Elvar Már Friðriksson 30, Hörður Axel
Vilhjálmsson 11, Sigtryggur Arnar Björns-
son 9, Kári Jónsson 8, Ægir Þór Steinars-
son 8, Tryggvi Snær Hlinason 7, Kristófer
Acox 5, Kristinn Pálsson 5.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Pepsi Max-deild karla:
Greifavöllurinn: KA – Stjarnan ..............S16
Kaplakriki: FH – Leiknir R. ...................S17
Hlíðarendi: Valur – Keflavík..............S19:15
Lengjudeild karla:
Olísvöllurinn: Vestri – Fram ..................L13
Extra-völlurinn: Fjölnir – Afturelding..L14
Domusnovavöllur: Kórdrengir – ÍBV ...L16
SaltPay-völlurinn: Þór – Víkingur Ó .....L16
Lengjudeild kvenna:
Víkingsv.: Víkingur R. – Augnablik.......L18
2. deild karla:
KR-völlur: KV – ÍR .................................L12
Húsavík: Völsungur – Reynir S ..........LL13
Akraneshöllin: Kári – Leiknir F. ......L13:30
Rafholtsv.: Njarðvík – Fjarðabyggð .....L14
Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – KF..........L16
Grenivík: Magni – Haukar......................L16
UM HELGINA!