Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 s/fo sa Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Kristjana S. Williams heldur nú í mánuðinum, milli 14. og 28. ágúst nánar til tekið, einkasýningu með verkum sínum í Gallerí Fold á Rauðarárstíg. Kristjana er þekkt fyrir verk sín víða um heim og er stíll hennar einkennanlegur og auðþekkjanlegur. Hún vinnur alla jafna bæði með prentverk sem gefin eru út í takmörkuðu upplagi en einnig með frumgerðir af prentuð- um þrívíddarverkum. Á sýningunni verður fjöldi nýrra verka sem Kristjana vann með íslensku þema og hafa verkin ekki verið sýnd áður hér á landi. Kristjana er fædd á Íslandi og stundaði nám við Central St. Mart- ins lista- og hönnunarháskólann í London. Árið 2011 hóf hún feril sinn sem myndlistarmaður auk þess að myndlýsa bækur og vinna að hönnun ýmissa muna. Dagblaðið The New York Times hefur lýst verkum hennar sem hluta nýrrar fornmunastefnu en upprunalegu þrívíddarverkin hennar, prent í tak- mörkuðu upplagi og innanhúss- munir, innihalda leturgröft frá vikt- oríanska tímabilinu sem hún gjarnan blandar við gróður og dýra- líf. Hefur samspil þessara áður- nefndu hluta oft töfrandi áhrif ef marka má lýsingar í dagblaðinu. Fjarlægðin veitir nýja sýn Í samtali við blaðamann segir Kristjana sýninguna snúast að lang- mestu leyti um Ísland, og þá aðal- lega frá sjónarhorni hennar sem er að vissu leyti sérstakt. „Ég er búin að búa í London meira en helming ævi minnar og þess vegna er sjón- arhorn mitt á Ísland pínu eins og að horfa á Ísland úr fjarska í gegnum kíki. Þetta er ekki sjónarhorn túr- istans en ekki sjónarhorn heima- manns heldur,“ segir Kristjana. Verk Kristjönu eru oft innblásin af ferðalögum hennar víða um heiminn. Gjarnan með táknrænum heimskortum skreyttum dýrum, gróðri og marglitum fiðrildum. Fram kemur í tilkynningu að sýn- ingin sé rannsókn Kristjönu á Ís- landi úr fjarlægð. Fjarlægðin við Ísland mun þá hafa veitt henni nýja sýn á náttúruna, land og þjóð. Haft er eftir Kristjönu úr til- kynningu: „Svo mörg verka minna hafa fjallað um það sem ég hef upp- götvað langt frá ströndum Íslands. Ég man hvernig mig dreymdi um fjarlægar strendur með gulum skeljasandi, án þess að kunna að meta svörtu ströndina sem ég stóð á.“ Þá segir hún enn fremur; „fjar- lægðin við Ísland í öll þessi ár hefur kennt mér að skynja og meta til fullnustu sérstæða töfra íslenskrar náttúru.“ Þrívíddarverkin heilla Auk prentverka Kristjönu verða á sýningunni þrjú þrívíddarverk þar sem dýpt er framkölluð með því að forma og vinna áprentaðan lista- verkapappírinn í þrívídd. Verkin fanga hugann og eru stórbrotin og margslungin. Auðvelt er að gleyma amstri hversdagsins við það eitt að skoða verkin og stöðugt er hægt að koma auga á ný smáatriði í þessum þrívíddarverkum Kristjönu. Einnig verða þá fjögur önnur þrívíddar- verk til sýnis og eru þau innblásin af ævintýraferðum nútíma land- könnuðarins Bens Fogle, en hann hefur ferðast og myndað hér á landi fyrir sjónvarpsþætti sína, Lives in the Wild. Spurð hvernig listamaður hún sé segir hún: „Í grunninn vinn ég mest með svona klippimyndir. En auk þess vinn ég mikið í stafrænni list og hinu stafræna rými. Einnig hef ég mikið byggt verk mín á letri frá viktoríanska tímabilinu, sem ég skanna og kem fyrir á sértilgerðum pappír. Það eru þessar þrívíddar- myndir sem koma bara út í tak- mörkuðu upplagi.“ Ljósmynd/Marina Longo Skapandi Kristjana að störfum á vinnustofu sinni í London. Ísland Hluti klippimyndar eftir Kristjönu, eitt verkanna á sýningunni. Öðlaðist nýja sýn á Ísland - Kristjana Williams sýnir fjölda nýrra verka í Gallerí Fold - Starfar í stafrænni list- Þrívídd í bland við klippimyndir - Kristjana segir sýninguna eins og að horfa á Ísland í gegnum kíki Hulda Vilhjálmsdóttir opnar sýn- inguna Pönk rómantík (Fullkom- inn ófullkomleiki) í dag, laugar- dag, kl. 14 í Galleríi Þulu. Um sýninguna segir Hulda að á henni séu verk sem hún hafi unnið á undanförnu ári og að þau séu sam- tal milli abstrakt og fígúratífs, náttúrunnar og abstrakts, hins gamla og nýja. Hulda útskrifaðist úr Listahá- skóla Íslands með BA-gráðu í mál- un árið 2000 og stundaði diplóma- nám í leirmótun og keramiki við Myndlistarskólann í Reykjavík vet- urinn 2007-8. Árið 2007 var hún tilnefnd til Carnegie-myndlistar- verðlaunanna og árið 2018 til Ís- lensku myndlistarverðlaunanna fyrir einkasýningu sína Valbrá í Kling & Bang. Árið 2019 hlaut hún myndlistarverðlaunin Tilberann. Hulda hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum hér á landi og er- lendis og eru verk eftir hana í eigu ýmissa listasafna. Árið 2003 opnaði hún og rak gallerí Angelicu Smith í þrjá mánuði sem var nokk- urs konar gjörningur, eins og seg- ir í tilkynningu. Hún hefur einnig gefið út nokkrar ljóðabækur og myndabækur, þ. á m. Valbrá árið 2017 og Dagur líður sem kom út í fyrra. Hulda hefur starfað sjálf- stætt að myndlist frá því hún lauk námi og segir um verk hennar að þau séu tilfinningarík en þó yfir- veguð. Verk og feril Huldu má kynna sér á huldavil.com. Listakonan Hulda Vilhjálmsdóttir innan um verk sín í Galleríi Þulu. Samtal milli hins gamla og nýja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.