Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Helga
rútgá
fanEinar
bárða
- anna
magg
a - yn
gvi ey
stein
s
Alla l
augar
daga
frá k
l 9-12
F
rekar hljótt hefur verið um
hryðjuverkamenn að und-
anförnu miðað við oft áður
en þeir eru öflug upp-
spretta efnis fyrir spennusagnahöf-
unda og Kaldaslóð eftir Kim Faber og
Janni Pedersen kemur úr þeim far-
vegi. Spennandi frásögn, en lopinn er
ansi mikið teygður.
Sagan gerist í Danmörku um jól og
áramót 2017. Rannsóknarlögreglu-
maðurinn Martin
Junckersen, kall-
aður Juncker, hef-
ur verið fluttur til í
starfi eftir að hafa
farið út af sporinu
í einkalífinu. Hann
þarf fljótlega að
taka til hendi í
sveitaþorpinu, þar
sem hann ólst upp
og heilabilaður
faðir hans býr án opinberrar að-
stoðar. Um svipað leyti falla 19 manns
í sprengjuárás á jólamarkaði í Kaup-
mannahöfn og í stað friðsælla jóla og
áramóta snýst allt um að finna
hryðjuverkamennina, sem hafa horfið
sporlaust.
Frásögnin snýst annars vegar um
helstu viðfangsefni Junckers í Sand-
sted, morð og nauðgun, og hins vegar
um viðamikið verkefni Signe Kristi-
ansen og félaga hennar í Kaupmanna-
höfn. Vandamál fyrrverandi starfs-
félaga fléttast inn í gang mála og sér
ekki fyrir endann á þeim. Reyndar
eru nokkrir lausir endar þegar upp er
staðið og kemur það niður á sögunni.
Eins er frásögnin af ástandi föður
Junckers allt of stór hluti bókarinnar.
Prófarkalestur mætti vera betri og
fyrsta málsgreinin á bls. 236 er dæmi
um óþarfa hroðvirkni.
Spennan er mikil og tíminn nauð-
ur. Allur tiltækur mannskapur er
kallaður til vegna sprengjuárás-
arinnar og þrátt fyrir að þörf fyrir
fleiri menn sé óvænt mikil í Sandsted
er ekki hægt að verða við óskum
Junckers og peningaleysi borið við.
Sama er uppi á teningnum í sam-
bandi við aðstoð við föður hans.
Kunnuglegt stef.
Kaldaslóð er hrottaleg frásögn sem
teygir anga sína til stríðandi fylkinga
í Sýrlandi og Afghanistan. Vandamál
vegna flóttafólks og hælisleitenda eru
í brennidepli sem og hættulegir öfga-
hópar, en á sama tíma búa innviðir
samfélagsins við skort sem dregur
dilk á eftir sér.
Ljósmynd/Les Kaner
Dönsk Kim Faber og Janni Pedersen, höfundar bókarinnar Kaldaslóð.
Danskir stríðsmenn
láta til sín taka
Glæpasaga
Kaldaslóð bbbnn
Eftir Kim Faber & Janni Pedersen.
Þýðing: Ólafur Arnarson. Kilja. 504 bls.
Krummi bókaútgáfa 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Nöfnurnar Kristín Helga Ríkharðs-
dóttir og Kristín Karólína Helga-
dóttir opna nú í dag kl. 16 listasýn-
ingu í MUTT galleríi á Laugavegi.
Sýningin verður þá opin milli 14.
ágúst og 5. september og ber heitið
Vinsamlegast bíðið og er biðin meg-
inþema sýningarinnar. Verk sýning-
arinnar eru unnin í heimsfaraldri og
bera merki um óvissu.
„Við byrjuðum að vinna að þessari
sýningu fyrir rúmu ári, í miðjum
heimsfaraldri. Við ætluðum okkur
að opna miklu fyrr en svo samhliða
seinkunum og biðinni sem þeim
fylgdu stækkaði sýningin í sniðinu.
Við fórum svona í bið að vinna með
biðina,“ segir Kristín Karólína í
samtali við blaðamann.
Ljósmyndir úr skúlptúrum
Á sýningunni verða um tuttugu
verk til sýnis sem hanga uppi á vegg.
Kristín segir þau ljósmyndir unnar
út frá skúlptúrum. „Við erum með
þessar tuttugu ljósmyndir en við lít-
um samt á þau sem myndlistaverk
þar sem þetta eru ljósmyndir af
skúlptúrum. Þá hönnuðum við þá,
stilltum upp í raunveruleikanum og
svo koma þessir skúlptúrar fram í
myndunum sem og reyndar mynd-
bandinu.“
Einnig er sýnt stutt myndband,
sjö til átta mínútna langt, á sýning-
unni. Er það nátengt myndunum.
Upplifa biðina
Kristín segir þá gesti og gangandi
sem leggja leið sína á sýninguna
geta upplifað biðina sem birtist í
myndbandinu. „Það er biðstofa á
sýningunni en fólk getur þá sest nið-
ur á biðstofunni og upplifað biðina
sjálft, sem og hvernig hún birtist í
myndbandinu.“ Biðin er eins og áður
segir meginþema sýningarinnar og
segir Kristín biðina undirliggjandi
og vera hinn rauða þráð sem fer í
gegnum bæði ljósmyndirnar og
myndbandið.
Hún segir ennfremur biðina vera
alltumlykjandi í okkar daglega lífi og
biðin hafi orðið þeim nöfnum hug-
leikin við undirbúning sýningar-
innar. „Biðin getur líka verið mynd-
hverfing fyrir margt annað, biðin
eftir dauðanum, bíða eftir símtali,
flugi útborgun, bóluefni og þar fram
eftir götunum.“
Sýningin verður opnuð í dag og
verður boðið upp á léttar veitingar.
Spurð við hverju gestir og gangandi
megi búast við á sýningunni segir
Kristín: „Bara að finna sjálfa sig í
þessum myndum og verkum. Það er
hægt að gera svo margar tengingar
að ég tel að allir geti skapað sín eigin
hugrenningatengsl og fundið sig í
myndunum og myndböndunum.“
steinar@mbl.is
Kanínumaðurinn Hér ber að líta stillu úr myndbandi sýningarinnar.
BBBBB
Biðin skóp
enn meiri bið
- Allir geti fundið sig í verkunum
- Efnisleg og myndhverf biðstofa
Forvitnilegt Ljósmyndaskúlptúr.
Ber brjóst virðast oft fara fyrir
brjóstið á samfélagsmiðlinum Insta-
gram. Fréttastofa BBC greinir frá
því að fyrirtækið Facebook sem á
miðilinn hafi beðist afsökunar á því
að hafa bannað myndir af auglýs-
ingaveggspjaldi fyrir nýja kvik-
mynd Pedro Almodóvar. Á því má
sjá nærmynd af geirvörtu sem úr
lekur mjólkurdropi.
Kvikmyndin ber titilinn Madres
Paralelas, sem þýða mætti sem
Hliðstæðar mæður, og fjallar um
það þegar leiðir tveggja ófrískra
kvenna skarast þegar komið er á
fæðingadeildina. Penélope Cruz fer
með eitt af aðalhlutverkum mynd-
arinnar og það gerir einnig Rossy
de Palma. Myndin verður frumsýnd
á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
september.
Hönnuður veggspjaldsins Javier
Jaen, segir Instagram eiga að
skammast sín fyrir þessa ritskoðun.
Samfélagsmiðillinn hefur strang-
ar reglur um nekt og kynferðislegt
efni en gerir þó venjulega undan-
tekningar ef um skýrt listrænt sam-
hengi er að ræða.
Veggspjaldið Geirvarta með mjólkur-
dropa á plakati kvikmyndarinnar.
Geirvarta fór fyrir brjóstið á Instagram