Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 20

Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 20
20 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S 4. september 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.13 Sterlingspund 175.29 Kanadadalur 100.78 Dönsk króna 20.253 Norsk króna 14.632 Sænsk króna 14.775 Svissn. franki 138.83 Japanskt jen 1.1557 SDR 181.14 Evra 150.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.9462 « Rekstrarhagn- aður hátækni- fyrirtækisins atNorth á Íslandi nam 1,6 millj- ónum dollara á síðasta ári, eða rúmum tvö hundruð millj- ónum króna og lækkaði um 2,2 milljónir dollara á milli ára, eða 279 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að tekjur atNorth af íslenskri starfsemi hafi numið 36 milljónum dollara árið 2020, eða tæplega 4,6 milljörðum króna, og hafi lækkað um tæp 30% frá fyrra ári. EBITDA-hlutfallið árið 2020 nam 27% af tekjum félagsins, en var 20% á árinu 2019. Í tilkynningunni segir að reksturinn á árinu 2020 hafi markast mjög af Co- vid-19 heimsfaraldrinum. Eftirspurn á gagnavers- og ofurtölvuþjónustu- markaði hafi dregist saman með hag- sveiflunni, en með skjótum viðbrögðum hafi náðst veruleg hagræðing í rekstri og kostnaðarlækkun sem að hluta sé varanleg. Þá hafi tafir á afhendingu nýs tölvubúnaðar frá birgjum orðið til þess að uppsetningum nýrra verkefna seink- aði með tilheyrandi tæknilegum áskor- unum, eins og einnig kemur fram í til- kynningunni frá fyrirtækinu. atNorth hagnast um 200 milljónir króna Tækni Eyjólfur Magnús Kristinsson forstjóri atNorth. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Landsbankinn hefur hafnað beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um afhendingu gagna sem varpað geti ljósi á endanleg áhrif yfirtöku SpKef á efnahag bankans. Vísar bankinn til þess að um þau gögn ríki trúnaður þar sem þau tengist við- skiptamálefnum viðskiptavina hans og að þagnarskylda hvíli á bankanum lögum samkvæmt. „Ekki væri fyrir hendi lagaheimild fyrir bankann að afhenda ráðuneytinu þessi gögn og skipti ekki máli í þessu samhengi að ekki væri um að ræða beiðni um af- hendingu persónuupplýsinga,“ segir í skýrslu ráðuneytisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðuneytið hefur birt á heimasíðu sinni en í henni er að finna svör við fyrirspurnum sem Birgir Þórarins- son, þingmaður Miðflokksins, og fleiri, lögðu fyrir fjármálaráðherra þann 27. apríl síðastliðinn. Með beiðn- inni vildu þingmennirnir varpa ljósi á „forsendur og afleiðingar af samningi ríkisins um yfirtöku Landsbankans á rekstri, eignum og skuldbindingum SpKef sparisjóðs með ríkisábyrgð“. Forsaga málsins er sú að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafði forgöngu um það um mitt ár 2010 að stofnaður yrði nýr sparisjóður SpKef sparisjóður á rúst- um Sparisjóðs Keflavíkur sem ratað hafði í miklar ógöngur. Var þá svip- aðri aðferðafræði beitt og þegar nýir bankar voru reistir á grunni hinna föllnu í árslok 2008. Áttu þá eignir þær sem fylgdu inn í hinn nýja sjóð að nægja fyrir skuldbindingum hans. Fljótlega kom þó á daginn að svo var ekki og rataði nýreistur sjóðurinn því í meiri háttar ógöngur. Var að lokum leist úr klemmunni með því að Lands- bankinn tók SpKef yfir með samningi við ríkið sem neyddist til að láta ríf- legan heimanmund fylgja sköpunar- verki sínu frá árinu 2010. Sagði Steingrímur J. í skýrslutök- um hjá rannsóknarnefnd Alþingis að getgátur hefðu verið uppi um að eigið fé væri orðið lítið sem ekkert þegar sparisjóðurinn var tekinn yfir „en þó ekki verra en það“. Þegar uppi var staðið gaf ríkissjóð- ur út skuldabréf, RIKH 18, upp á 19,2 milljarða og var sú fjárhæð ákvörðuð af sérstakri úrskurðarnefnd sem skipuð var í tengslum við ágreining um yfirfærsluna. Ofan á þessa fjár- hæð þurfti ríkið svo, samkvæmt mati árið 2012 að greiða sex milljarða í vexti af bréfinu og næmi kostnaður við yfirtöku sparisjóðsins þá 25 millj- örðum króna. Um mögulegt tjón eða ávinning Landsbankans af yfirtöku SpKef áréttar ráðuneytið þó „[...] að ríkis- sjóður er langstærsti eigandi Lands- bankans og því hefur tap eða hagn- aður bankans af yfirtökunni með beinum hætti áhrif á virði eignarhlut- ar ríkisins í bankanum.“ Á tali hjá Þjóðskjalasafninu Þjóðskjalasafn varðveitir gögn rannsóknarnefndar Alþingis um að- draganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Kallaði fjármála- og efnahagsráðuneytið eftir gögnum frá stofnuninni sem undirbyggt gætu svar þess við fyrirspurn þingmann- anna. Þaðan hefur þó aðeins borist þögnin ein. „Ráðuneytinu hefur ekki borist svar frá Þjóðskjalasafni við gagnafyrirspurninni,“ segir einfald- lega í skýrslunni. Landsbankinn neitar að upplýsa Alþingi um SpKef Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Tæpra sex milljarða króna munur á kröfu Landsbankans og mati úrskurðarnefndar um leiðréttingu á mati lánasafns 400 stærstu skuldara SpKef. - Þjóðskjalasafn svarar ekki fyrirspurn fjármála- og efnahagsráðuneytisins Eignir íslenskra lífeyrissjóða námu 6.242 milljörðum króna í lok júlímán- aðar og jukust þær um 81 milljarð frá fyrri mánuði. Eignirnar hafa aukist um 511 milljarða frá áramót- um. Jafngildir það tæplega 9% vexti yfir tímabilið. Þetta má lesa úr ný- birtum hagtölum Seðlabanka Ís- lands. Innlendar eignir aukast um 36,4 milljarða frá fyrri mánuði en erlend- ar eignir um 45,3 milljarða. Er hlut- fall erlendra eigna sjóðanna nú 34,4% og hefur aldrei verið hærra. Hefur hægur stígandi verið í hlutfalli erlendra eigna af heildarsafni sjóð- anna á þessu ári en um áramót var það 33,7%. Hægir á samdrætti Líkt og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa útlán sjóðanna til sjóðfélaga dregist viðstöðulaust saman frá því í júní í fyrra og nema upp- og umframgreiðslur umfram ný útlán 64,3 milljörðum króna á tíma- bilinu. Í júlímánuði er samdráttur í lánaflokknum hins vegar talsvert minni en í fyrri mánuðum ársins og nam tæpum 1,6 milljörðum. Óverð- tryggð útlán aukast líkt og fyrri mánuði en það eru upp- og umfram- greiðslur verðtryggðra lána sem trompa þá aukningu. Ný óverð- tryggð útlán umfram umfram- og uppgreiðslur námu tæpum 3 millj- örðum í júlí. Umfram- og upp- greiðslur verðtryggðra lána voru 4,5 milljörðum meiri en ný útlán af þeirri tegund.Heildarfjöldi sjóð- félagalána sem eru útistandandi hjá lífeyrissjóðunum er nú 34.110 og fækkar um 185 frá fyrri mánuði. Hafa lánin ekki verið jafn fá síðan í desember 2016. Flest urðu þau 41.276 í maímánuði 2020. Erlendis Eignir sjóðanna utanlands nema nú 34,4% af heildareignum. Eignirnar halda áfram að aukast - Eignir lífeyris- sjóðanna aukist um 511 milljarða á árinu Bjarni Benediktsson kallaði eftir svörum árið 2012 frá þáverandi ríkis- stjórn um málefni SpKef og var þá vændur um ómálefnalega gagnrýni. Í þingræðu 11. júní það ár sagði hann: „Á fyrri stigum þessa máls þegar það fyrst kom inn á borð ríkisstjórn- arinnar sagði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magn- ússon, að ríkið teldi mögulegt að leysa þann vanda sem upp væri kominn án kostnaðar fyrir ríkið. Síðan leið um það bil eitt ár og í ljós kom að eignir SpKef voru annaðhvort að rýrna eða höfðu verið stórkostlega of- metnar og okkur var tjáð að skynsamlegt væri að leggja SpKef inn í Landsbankann til að takmarka tjón ríkisins. Tjón ríkisins var þá metið á 11,2 milljarða, ef ég man rétt. Nú er þessi tala sem sagt orðin 25 millj- arðar. Það sem átti í upphafi ekki að verða neitt er orðið að 25 millj- örðum.“ Nú er fátt um svör frá ráðuneyti Bjarna, þegar vilji stendur til að varpa ljósi á lyktir þessa máls sem kostaði ríkissjóð tugi milljarða króna. Kallaði eftir svörum 2012 ENGINN KOSTNAÐUR VARÐ AÐ 25 ÞÚSUND MILLJÓNUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.