Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM karla:
Laugardalsv.: Ísland – N-Makedónía ... S16
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
HS Orkuvöllur: Keflavík – Valur .......... L14
Würth-völlur: Fylkir – Þór/KA ............. L14
Jáverkvöllur: Selfoss – Tindastóll......... L14
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – ÍBV ........ L14
Samsungv.: Stjarnan – Breiðablik ........ S12
1. deild karla, Lengjudeildin:
Domusnovav.: Kórdrengir – Fjölnir..... L14
Grindavík: Grindavík – Fram................ L14
Olísvöllur: Vestri – Þór .......................... L14
Eimskipsv.: Þróttur R. – Víkingur Ó .... S13
2. deild karla:
Hertz-völlur: ÍR – Haukar..................... L14
KR-völlur: KV – Leiknir F .................... L14
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – KF ........... L16
Grenivíkurv.: Magni – Völsungur ......... L17
3. deild karla:
Hásteinsvöllur: KFS – Ægir ................. L14
Vopnafjörður: Einherji – Sindri............ L16
Nesfiskvöllur: Víðir – Tindastóll ........... L16
Vilhjálmsv.: Höttur/Hug – Dalv/Rey.... L16
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Afturelding........ L14
Kaplakriki: FH – Víkingur R ................ L14
Meistaravellir: KR – Haukar ................ L14
Kópavogsv.: Augnablik – Grótta........... L17
Seinni leikir um sæti í 1. deild kvenna:
Fjarðab.höll: FHL – Fram .................... L13
Húsavík: Völsungur – Fjölnir................ L14
HANDKNATTLEIKUR
Meistarakeppni kvenna:
KA-heimilið: KA/Þór – Fram............ S14.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Bikarkeppni karla, 1. umferð:
Ásvellir: Haukar – Þór Ak................. S17.30
Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit:
Ásvellir: Haukar – Hamar/Þór .............. S20
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA .......................L17.45
UM HELGINA!
Evrópudeild karla
1. umferð, fyrri leikur:
Porec – Valur ........................................ 18:22
_ Liðin mætast aftur í Króatíu í dag.
Danmörk
Kolding – Lemvig................................ 32:30
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 12 skot í
marki Kolding.
Viborg – Skanderborg........................ 34:24
- Steinunn Hansdóttir skoraði þrjú mörk
fyrir Skanderborg.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Eslöv – Lugi ......................................... 28:33
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með
Lugi vegna meiðsla.
E(;R&:=/D
Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri aftur
á handknattleiksvöllinn á fimmtudag-
inn þegar lið hans Magdeburg vann
34:22-sigri gegn Erlangen í æfingaleik
í Magdeburg. Þetta var fyrsti leikur ís-
lenska landsliðsmannsins síðan í mars
þegar hann fór úr axlarlið í leik Magde-
burgar og Füchse Berlín í þýsku 1.
deildinni. Þýska deildin hefst á nýjan
leik eftir sumarfrí á fimmtudaginn
kemur en Magdeburg mætir Stuttgart
í 1. umferð deildarinnar.
_ Körfuknattleiksmaðurinn Finnur
Atli Magnússon mun ganga í raðir
Hauka á ný en hann lék með liðinu á
árunum 2015-2018. Það var vefmiðill-
inn Karfan.is sem greindi frá þessu en
Finnur hefur leikið með Val á Hlíðar-
enda undanfarin tímabil.
_ Ágúst Þór Gylfason hættir störfum
sem þjálfari karlaliðs Gróttu í knatt-
spyrnu eftir keppnistímabilið en Ágúst
er að ljúka sínu öðru ári með liðið.
Eitt
ogannað
HM 2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir Norður-Makedóníu í
J-riðli undankeppni HM 2022 á
Laugardalsvelli á morgun.
Ísland er með bakið upp við vegg
eftir 0:2-tap gegn Rúmeníu á Laug-
ardalsvelli á fimmtudaginn síðasta í
undankeppni en íslenska liðið er með
3 stig í fimmta og næstneðsta sæti J-
riðils.
Armenía er með 10 stig í efsta
sætinu, Þýskaland kemur þar á eftir
með 9 stig og Norður-Makedónía er í
þriðja sætinu með 7 stig. Rúmenía er
í fjórða sætinu með 6 stig og Liech-
tenstein rekur lestina án stiga í
sjötta sætinu.
Þrátt fyrir að vera með 7 stig í
undankeppninni hefur Norður-
Makedónía ekki riðið feitum hesti frá
undanförnum leikjum sínum. Liðið
tók þátt í lokakeppni Evrópumótsins
í sumar í fyrsta sinn síðan árið 1992
þegar mótið fór fram í Svíþjóð.
Norður-Makedónía lék í C-riðli
Evrópumótsins ásamt Austurríki,
Úkraínu og Hollandi en riðillinn var
leikinn í Búkarest í Rúmeníu og
Amsterdam í Hollandi.
Norður-Makedónar töpuðu 1:3
gegn Austurríki í Búkarest, 1:2 gegn
Úkraínu í Búkarest og loks 0:3 gegn
Hollandi í Amsterdam.
Liðið er því án sigurs í síðustu fjór-
um leikjum sínum en Norður-
Makedónía gerði markalaust jafntefli
gegn Armeníu í Skopje í und-
ankeppni HM á fimmtudaginn.
Þrátt fyrir slæmt gengi í síðustu
leikjum hefur Norður-Makedónía
spilað vel í undankeppninni en liðið
vann meðal annars 2:1-sigur gegn
Þýskalandi í Duisburg í mars þar
sem þeir Goran Pandev og Eljif El-
mas skoruðu mörk liðsins.
Liðið hefur leikið fjóra leiki í und-
ankeppninni, unnið tvo þeirra, gert
eitt jafntefli og tapað einum leik. Þá
hefur Norður-Makedónía skorað níu
mörk í undankeppninni en Aleks-
andar Trajkovski er markahæstur
með 3 mörk og Eljif Elmas kemur
þar á eftir með tvö mörk.
Heilinn í sóknarleiknum
Norður-Makedónía er sem stendur
í 72. sæti styrkleikalista FIFA á með-
an Ísland er í 53. sæti en Norður-
Makedónar hafa fallið um tíu sæti
síðan riðlakeppni Evrópumótsins fór
fram í júní.
Norður-Makedóninn Blagoja Mi-
levski er þjálfari liðsins en hann lék
sinn fyrsta og eina landsleik fyrir lið-
ið árið 1998 í vináttulandsleik gegn
Eyptalandi.
Hann vann sín stærstu afrek á
þjálfaraferlinum þegar hann stýrði
liði Vardar í heimalandinu og gerði
liðið að meisturum árið 2013. Sama ár
var hann valinn þjálfari ársins í Norð-
ur-Makedónía.
Hann stýrði U21-árs landsliði
Norður-Makedóníu frá 2014 til ársins
2018 og aftur frá 2019 til ársins 2021
þegar hann lét af störfum til þess að
taka við A-landsliðinu í byrjun sept-
ember af Igor Angelovski eftir loka-
keppni Evrópumótsins.
Hinn 38 ára gamli Goran Pandev,
markahæsti leikmaður í sögu Norð-
ur-Makedónía með 38 mörk, lagði
landsliðsskóna á hilluna eftir Evr-
ópumótið í sumar og verður því ekki
með á Laugardalsvelli. Aleksander
Trajkovski, leikmaður Aalborg í Dan-
mörku, er hættulegasti sóknarmaður
Norður-Makedóna en hann hefur
skorað 18 mörk í 69 landsleikjum. Þá
má leiða að því líkur að Adis Jahovic,
leikmaður Göztepe í Tyrklandi, verði
í fremstu víglínu, líkt og gegn Arme-
níu á fimmtudaginn. Sóknarleikur
liðsins fer svo mikið í gegnum miðju-
manninn Elif Elmas, leikmann Na-
poli.
Ísland og Norður-Makedónía hafa
mæst fjórum sinnum frá árinu 1996,
alltaf í undankeppni HM, en Ísland
hefur einu sinni fagnað sigri, einu
sinni hafa liðin gert jafntefli og tví-
vegis hefur Norður-Makedónía fagn-
að sigri.
Eini sigur íslenska liðsins kom á
Laugardalsvelli hinn 15. október 2008
í undankeppni HM 2010 þar sem
Veigar Páll Gunnarsson skoraði sig-
urmark leiksins á 15. mínútu í 1:0-
sigri íslenska liðsins. Birkir Már
Sævarsson er eini leikmaðurinn í nú-
verandi hóp Íslands sem tók þátt í
þeim leik og þá var Eiður Smári Guð-
johnsen, nú aðstoðarþjálfari Íslands,
einnig í byrjunarliðinu í október 2008.
Hætturnar leynast víða
- Ísland mætir sterku liði Norður-
Makedóníu í Laugardalnum á morgun
AFP
Lykill Eljif Elmas, til hægri, er
samningsbundinn Napoli á Ítalíu.
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ,
hefur boðað til aukaþings laug-
ardaginn 2. október. Þetta kom
fram á heimasíðu sambandsins í
gær. Þingið verður sett klukkan 11
og má gera ráð fyrir að því ljúki
síðar sama dag að því er fram kem-
ur í tilkynningu sambandsins.
Stjórn KSÍ sagði af sér á síðasta
mánudag eftir að Knattspyrnu-
sambandið hafði verið gagnrýnt
fyrir þöggun og meðvirkni með
meintum gerendum innan sam-
bandsins en á aukaþinginu verður
ný stjórn kjörin.
KSÍ boðar til
aukaþings
Morgunblaðið/Eggert
KSÍ Til stendur að kjósa nýja stjórn
innan Knattspyrnusambandsins.
Kolbeinn Sigþórsson hefur verið
settur í ótímabundið leyfi hjá
sænska knattspyrnufélaginu
Gautaborg og fær ekki að æfa eða
spila með liðinu á meðan mál hans
er rannsakað. Ekki liggur fyrir
hvenær ákvörðun um framtíð leik-
mannsins verður tekin að sögn
Håkans Mild, yfirmanns knatt-
spyrnumála hjá félaginu. Nokkrir
af stuðningsmannahópum félagsins
hafa krafist þess að Kolbeinn verði
rekinn frá félaginu vegna ásakana
um meint ofbeldi sem fjallað hefði
verið um á Íslandi.
Kolbeinn settur í
ótímabundið leyfi
Morgunblaðið/Hari
Rannsókn Mál Kolbeins eru til
skoðunar hjá Gautaborg í Svíþjóð.
Víðir Sigurðsson í Tókýó
vs@mbl.is
Sundmaðurinn Már Gunnarsson
ætlar að skoða vel og vandlega á
næstu dögum og vikum hvort hann
haldi áfram keppni í fremstu röð.
Hann sagði við Morgunblaðið eftir
að hafa synt í sinni síðustu grein á
Ólympíumótinu í Tókýó í gærmorg-
un að svo gæti alveg farið að þetta
hefði verið hans fyrsta og eina Ól-
ympíumót.
Már varð fimmti í sinni aðalgrein,
100 metra baksundi blindra, átt-
undi í 200 metra fjórsundi, þrett-
ándi í 50 metra skriðsundi og loks
ellefti í 100 metra flugsundinu í
gær þar sem hann var þremur sek-
úndum frá Íslandsmetinu.
„Núna þarf ég að hvíla mig vel og
hugsa minn gang. Ég er einn af
bestu blindu baksundsmönnum í
heimi, við erum þarna nokkrir á
sömu sekúndunni, og það er bara
eitthvað útfærsluatriði hjá mér sem
myndi koma mér ofar en þeir á list-
anum.
Ég á því gríðarlega góða mögu-
leika fyrir París 2024 en síðan er
líka gríðarlega mikill músíkant í
mér sem þarf að fá útrás og þarf að
sinna, þannig að ég ætla bara að
fara heim, taka mér frí, og hugsa
hvert ég vil fara með mitt líf og
hvað ég vil gera. Hvernig ég vil
skipuleggja mig,“ sagði Már en við-
talið við hann er í heild sinni á Ól-
ympíuvef mbl.is.
Hann keppti þar með síðastur Ís-
lendinga á Ólympíumótinu í Tókýó.
Már verður líka einn þeirra eftir í
Japan um helgina og verður fána-
beri Íslands á lokaathöfn mótsins á
morgun.
Már skoðar sín mál
á næstu vikum
Ljósmynd/Gunnar Már
Tókýó Már Gunnarsson eftir loka-
grein sína á Ólympíumótinu.
Tumi Steinn Rúnarsson átti mjög
góðan leik fyrir Val þegar liðið
vann fjögurra marka sigur gegn
Porec í fyrri leik liðanna í 1. um-
ferð Evrópudeildar karla í hand-
knattleik í Zatika-höllinni í Porec í
Króatíu í gær.
Leiknum lauk með 22:18-sigri
Valsmanna en Tumi Steinn var
markahæstur í liði Vals með fimm
mörk.
Valsmenn byrjuðu leikinn af
miklum krafti og leiddu með sjö
mörkum í hálfleik, 15:7.
Porec byrjaði seinni hálfleikinn
vel og tókst að minnka forskot
Valsmanna í 3 mörk, 13:16. Vals-
menn leiddu 20:18 þegar tíu mín-
útur voru til leiksloka og þeir juku
forskot sitt enn frekar á lokamín-
útunum.
Benedikt Gunnar Óskarsson og
Magnús Óli Magnússon átti góðan
leik fyrir Valsmenn og skoruðu
þrjú mörk hvor og þá var Björgvin
Páll Gústafsson með 39% mark-
vörslu eða 9 skot varin.
Valsmenn leiða því með fjórum
mörkum í einvíginu en liðin mætast
á nýjan leik í Porec á morgun. Sam-
anlögð úrslit tveggja leikja gilda og
því mega Valsmenn tapa með mest
þremur mörkum til þess að vinna
sér inn sæti í 2. umferð keppninnar.
Morgunblaðið/Eggert
Fimm Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur Valsmanna í Króatíu.
Valur í vænlegri stöðu