Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 6

Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 6
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon forseti Al- þingis mun sitja Heimsráðstefnu þingforseta sem fram fer í Vínar- borg dagana 7. til 8. september næstkomandi. Daginn eftir situr hann þingmannaráðstefnu á vegum IPU, heimssamtaka þjóðþinga, í sömu borg. Þetta verður eitt af síðustu emb- ættisverkum Steingríms, sem lætur af þingmennsku á kjördag hinn 25. september nk. En nú er það spurning hver muni taka við keflinu af Steingrími og gegna embættinu þar til nýtt þing hefur verið kallað saman og nýr for- seti kosinn. Ekki getur gengið að hafa engan þingforseta starfandi enda er hann einn að þremur hand- höfum forsetavalds í fjarveru forseti Íslands. Hinir eru forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar. Líklegast má telja að Brynjar Níelsson þing- maður Sjálfstæðisflokksins verði sá útvaldi. Í sjöttu grein þingskaparlaga seg- ir að fráfarandi forseti og varafor- setar skuli gegna störfum frá kjör- degi og fram til þingsetningar nýkjörins Alþingis hafi þeir verið endurkjörnir alþingismenn. Sé for- seti ekki endurkjörinn gegnir störf- um hans sá varaforseti sem næst honum gengur í röð endurkjörinna varaforseta, ella aldursforseti, sbr. 1. gr., sé enginn þeirra þingmaður lengur. Í forsætisnefnd Alþingis sitja auk Steingríms Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti, Brynjar Níelsson, 2. varaforseti, Þorsteinn Sæmundsson, 3. varaforseti, Willum Þór Þórsson, 4. varaforseti, Björn Leví Gunn- arsson, 5. varaforseti og Bryndís Haraldsdóttir, 6. varaforseti. Guðjón S. Brjánsson og Þorsteinn Sæmundsson láta nú af þing- mennsku líkt og Steingrímur og koma því ekki til greina. Brynjar, Willum, Björn Leví og Bryndís eru öll í framboði. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru þrjú þau síð- astnefndu í næsta öruggum sætum en Brynjar tæpastur, nú í Reykja- víkurkjördæmi norður. Ef Brynjar nær ekki kjöri er Willum því næstur til að taka við keflinu. Tekur Brynjar við af Steingrími sem forseti? - Nýr forseti Alþingis mun taka við að kosningum loknum Steingrímur J. Sigfússon Brynjar Níelsson Morgunblaðið/Eggert 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 NÝTT LEÐUR- JAKKAR Verð 42.900,- 3 litir TRAUST Í 80 ÁR LAXDAL ER I LEIÐINNI – SKOÐIÐ LAXDAL.IS Andrés Magnússon andres@mbl.is Alþingismenn geta ekki farið sínu fram við skattlagningu borgaranna, þeir eru bundnir af stjórnarskrá í slíkri löggjöf sem annarri. Sérfræð- ingur í skattarétti telur að fram- komnar tillögur um stóreigna- skatt séu ómark- vissar og hæpið að ná þeim fram. Dómur Hæsta- réttar um lög- mæti auðlegðar- skatts skjóti ekki stoðum undir þær, öðru nær. Teitur Björn Einarsson, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, vakti athygli á því í samtali við Morgunblaðið í gær, að tillaga Samfylkingarinnar um stóreignaskatt stæðist tæplega stjórnarskrá. Jóhann Páll Jóhanns- son, frambjóðandi Samfylkingarinn- ar, vísaði því á bug í gær með orðum um að „löggjafanum [hefði] verið ját- að mjög ríkt svigrúm til að ákveða hvernig skattheimtu er háttað“. Stjórnarskráin er sú sama Morgunblaðið spurði Jón Elvar Guðmundsson, lögmann hjá Logos og sérfræðing í skattarétti, um þessa deilu og forsendur stóreignaskatts. „Það væri gengið mjög greitt um gleðinnar dyr löggjafans að túlka dóma Hæstaréttar svo, að það sé nóg að pólitíkusa langi til að ráðstafa fé til þess að líta megi fram hjá stjórn- arskránni.“ En dygði að setja tíma- mörk á slíkan stóreignaskatt, t.d. eitt kjörtímabil? „Já, mögulega, en þó því aðeins að tiltekin séu sérstök rök fyrir fjárþörfinni.“ Jón Elvar segir að Jóhann Páll vísi til algengs en almenns orðalags Hæstaréttar um hið pólitíska skatt- lagningarvald. „Um sértækan eign- arskatt dugir það varla, því Hæsti- réttur lagði sérstakt mat á auðlegðarskattinn 2013 og var nokk- uð skýr um skilyrði hans. Þar var ríkið að leita leiða til að fjármagna grunnþjónustu, ekki einhver gælu- verkefni eða jafna stöðu manna. Ef það þurfti sérstaka réttlætingu fyrir því þá, þá á það engu síður við nú. Stjórnarskráin er sú sama.“ Hann segir um grátt svæði að ræða og erfitt að finna meðalhófið. „Ef menn ætla að finna afmarkaðan hóp til þess að skattleggja, þá þarf að finna mjög veigamikla réttlætingu fyrir því að velja tiltekinn hóp sam- félagsins, sem beita á þyngri álögum en aðra. Ég fæ ekki séð að þær óvenjulegu aðstæður séu fyrir hendi nú,“ segir Jón Elvar. „Vissulega má benda á mikil útgjöld vegna heims- faraldursins, en miðað við fjármála- áætlun þá er ekki komið í nein þau óefni að grípa megi til slíkra óyndis- úrræða,“ segir hann. „Löggjafanum er ekki heimilað frjálst pólitískt mat til þess að mis- muna fólki og velja úr hóp, sem á að fara verr með en aðra. Það verður að fara að stjórnarskránni um það.“ Um framkvæmdina treystir Jón Elvar sér ekki að fullyrða, en minnir á að þeir auðugustu í þessum hópi séu jafnframt þeir sem hafa mestan hvata og eiga auðveldast með að flytja sig um set. Lítið svigrúm fyrir álagningu stóreignaskatts - Sérfræðingur í skattarétti segir Alþingi settar skorður í stjórnarskrá Jón Elvar Guðmundsson 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er eitt af 60 prufueintökum sem til eru í heiminum og virkilega ánægjulegt að fá afnot af bílnum,“ segir Bjarni Ingi- mar Júlíusson, sölustjóri hjá Stillingu. Nú standa yfir tökur á kvikmynd um Thule-vörur og vörumerkið í nánu samstarfi við alþjóðlega talsmenn og áhrifavalda vöru- merkisins. Tök- urnar fara meðal annars fram á Hvolsvelli og verður áhersla lögð á sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Eitt af þeim farartækjum sem not- ast verður við í tökum fyrir markaðs- efni ferðavörufyrirtækisins Thule er Ineos Grenadier sem er hugarfóstur breska auðmannsins Jim Ratcliffe sem á fjölda jarða á Norðausturlandi og hefur gefið sig að verndun villta laxastofnsins þar. Að sögn Bjarna var umræddur bíll þegar á landinu og hafði verið í prófunum fyrir aust- an. Mun Ratcliffe persónulega hafa lánað Grenadier-jeppann til Thule til að nota við tökurnar. „Þetta er spennandi, alvörujeppi og ég hugsa að hann eigi eftir að selj- ast vel hérna. Við ætlum að reyna að sýna hann í Reykjavík við tækifæri,“ segir Bjarni. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í sumar var Grenadier frum- sýndur á bílahátíð í júní og ráðgert er að hann komi á markað á næsta ári. Jeppanum hefur verið lýst sem „andlegum arftaka“ Land Rover Defender. „Er ljóst að fólkið sem hannaði Grenadier var ekki með endurskoð- endur á bakinu í hönnunarferlinu og jeppinn smíðaður með þarfir notand- ans í huga frekar en að reyna að há- marka tekjur og lágmarka útgjöld Ineos,“ sagði í umfjöllun í bílablaði Morgunblaðsins. Ratcliffe lánaði nýja jeppann sinn í tökur Thule á Hvolsvelli - Umfangsmiklar tökur á markaðs- efni fyrir Thule Nýsköpun Grenadier-jeppi auðmannsins Jim Ratcliffe hefur vakið athygli. Bjarni Ingimar Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.