Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Útför Styrmis Gunnarssonar, rit-
stjóra Morgunblaðsins til áratuga,
fór fram í Hallgrímskirkju í gær.
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir
jarðsöng. Fjöldi tónlistarmanna lék
tónlist við útförina, þeirra á meðal
Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari, Harpa Ósk Björnsdóttir
sópran, Helga Bryndís Magnús-
dóttir píanóleikari, Hanna Dóra
Sturludóttir messósópran og Lára
Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari.
Kórinn Schola Cantorum undir
stjórn Steinars Loga Helgasonar
söng við útförina.
Irma Sjöfn flutti minningarorð
ásamt þeim Héðni Unnsteinssyni og
Fríðu Björk Ingvarsdóttur.
Kistuna báru úr kirkju (talið frá
fremsta manni til vinstri): Ágúst
Páll Haraldsson, Hrafnhildur Huld
Smáradóttir, Styrmir Hjalti Har-
aldsson, Grímúlfur Finnbogason
Ginter, Corto Jabali, Halla Gunn-
arsdóttir, Ómar Jabali og Thurayn
Harri Hönnuson Thant Myint-U.
Styrmir fæddist í Reykjavík hinn
27. mars 1938. Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi 20. ágúst síðastlið-
inn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Styrmir
Gunnars-
son jarð-
sunginn
Frá Hallgrímskirkju Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir jarðsöng. Á meðfylgjandi mynd má sjá moldun fara fram.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Reykjavíkurborg hefur slegist við
okkur í tvö og hálft ár. Þetta er vald-
níðsla á hæsta stigi. Það er gjá á milli
framkvæmdadeildar og skipulagsyf-
irvalda í borginni. Þegar búið er að
gera skipulag og kynna kemur fram-
kvæmdadeildin og gerir það sem
henni dettur í hug,“ sagði Hilmar
Páll Jóhannesson hjá Loftkastalan-
um.
Fyrirtækið keypti þrjár fasteignir
og byggingarrétt í Gufunesi árið
2018. Um var að ræða verksmiðju-
hús sem áður hýstu hluta Áburðar-
verksmiðjunnar. Gólfkóti húsanna
(hæð gólfs yfir sjó) er mjög svipaður
eða frá 8,36-8,4 metrar. Lóðin er um
1.800 fermetrar. Félagið vinnur að
nýsmíði, leikmyndagerð, nýsköpun,
hönnun og þróun á búnaði fyrir end-
urvinnslu á frauðplasti.
„Við ætluðum að setja upp leik-
myndaverkstæði og lítið stúdíó á lóð-
inni en við höfum ekki getað haldið
áfram þeim framkvæmdum því það
er ekki enn búið að gefa út réttan
hæðarkóta. Það kemur ekki til
greina að hafa 60 sentimetra hæð-
armun á gólfinu inni í húsunum,“
sagði Hilmar.
Hann segir að deiliskipulagið geri
ráð fyrir því að lóðin sé slétt en borg-
in hafi skipt henni upp í misháa
hluta. Baklóðin var þannig höfð 60
sentimetrum hærri en framlóðin.
Það er engan veginn í samræmi við
vilja Loftkastalans eða hagsmuni því
þau vilja hafa gólfin í húsunum sem
næst í sömu hæð. Þá bendir Loft-
kastalinn á að samkvæmt sam-
þykktu deiliskipulagi sé lóðin slétt
en ekki stölluð eins og borgin hafi
ákveðið einhliða.
Fyrirspurn lögð fram
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu fram fyrirspurn um málið á
fundi skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar 1. september.
Erindinu fylgdi yfirlýsing frá Orra
Steinarssyni, arkitekt hjá jvantspij-
ker & partners í Rotterdam. Hann
vann deiliskipulag fyrir kvikmynda-
þorp í Gufunesi fyrir borgina 2016-
2019. Deiliskipulagið var auglýst og
staðfest. Það gerði ráð fyrir bland-
aðri byggð með áherslum á skapandi
iðnað og hagkvæmar íbúðir.
„Rekstrarforsendur Loftkastal-
ans voru frá upphafi skýrar: að geta
rennt stórum hlutum hindrunarlaust
á milli húsa. Hvað Loftkastalann
varðar var vel upplýst af þeirra hálfu
að til stóð að útbúa verkstæði á lóð
þeirra, m.a. fyrir framleiðslu á og
flutning á stærri leikmyndum og
byggingarefni. Þá lét Loftkastalinn
hanna stækkun á húsum sem fyrir
voru og var ráðgert að svipuð gólf-
hæð yrði á öllum fasteignum lóðar-
innar,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.
Hæðarkótarnir eru rangir
Einnig skrifar Orri að eitthvað
hafi farið úrskeiðis því fyrirhugaðir
hæðarkótar í landinu umhverfis lóð
Loftkastalans séu ekki í samræmi
við þessar rekstrarforsendur, né
heldur í samræmi við samráðsfundi
eða kynningar sem haldnar voru
með Loftkastalanum. Þar segir einn-
ig að hlutaðeigandi aðilar hafi kvart-
að yfir þessu lengi vel og því sé mik-
ilvægt að brugðist verði við
mistökunum sem allra fyrst.
„Þetta er valdníðsla á hæsta stigi“
- Loftkastalinn er ekki sáttur við framkomu Reykjavíkurborgar - Lóð í Gufunesi breytt þvert gegn
vilja eigandans - Bygging leikmyndaverkstæðis og stúdíós hefur tafist vegna afstöðu borgarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Gufunes Breytingarnar samræm-
ast ekki deiliskipulagi svæðisins.