Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Bí 110
Tr
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g fékk hugmyndina
að því að yfirfæra
svona keppni á Ísland
þegar ég fór út til
Mongólíu árið 2014 og
keppti þar í þolkappreið sem voru
þúsund kílómetrar á tíu dögum á
villihestum. Mér fannst rakið að
bjóða upp á þolkappreið á Íslandi
og aðlaga hana íslensku landslagi
og íslenska hestinum. Við erum með
allt sem til þess þarf, sterkt hesta-
kyn og þvílíkt flott og fjölbreytt
landslag. Svona þolkappreiðar eiga
að vera óútreiknanlegar og mikið
ævintýri. Þetta á ekki bara að vera
þolkappreið heldur líka upplifun,“
segir Aníta Aradóttir, knapi og
tamningakona, en hún skipulagði, í
samstarfi við Landssamband hesta-
mannafélaga, þolkappreið yfir há-
lendi Íslands sem var prufukeyrð
nú í lok ágúst.
Þolkappreið er íþrótt sem
snýst um að ríða hesti ákveðna
vegalengd á tíma og að hesturinn sé
í góðu líkamlegu ástandi á endastöð.
Fjögur lið kepptu og lögðu af stað
frá Lýtingsstöðum í Skagafirði það-
an sem riðið var yfir Kjöl. Komu
keppendur í mark á Skógarhólum á
Þingvöllum eftir um 240 kílómetra
reið um hálendi Íslands á fjórum
dögum. Þrír voru saman í liði, einn
knapi, tveir aðstoðarmenn og þrír
hestar. Tveir hestar voru notaðir
hvern dag og einn hvíldur. Hverjum
hesti var riðið um 25-35 km leið í
senn og aðrir hestar keyrðir á milli
áfangastaða. Helgi Sigurðsson
dýralæknir var með í för og fylgdist
vel með ástandi hesta allan tímann.
Á hverjum áfangastað var mæld
öndun, púls og líkamlegt ástand
hestanna metið og refsistig gefin
fyrir of háan púls og fyrir áverka ef
einhverjir voru.
„Engin meiðsl eða áverkar
urðu á hestum eða mönnum og eng-
inn hestur missti skeifu á leiðinni,“
segir Aníta og bætir við að tveir
knapar hafi verið íslenskir og tveir
erlendir. „Ung kona frá Bandaríkj-
unum og ungur maður frá Svíðþjóð,
sem hafa bæði keppt í þolreiðum
víða um heim á hestum sem eru af
öðru hestakyni.“
Iðunn er frábær fyrirmynd
Guðni Halldórsson, formaður
Landssambands hestamannafélaga,
segir að þolkappreið sé hluti af nýj-
um áherslum hjá landssambandinu,
að reyna að setja meiri fókus á
fleira en keppni á hringvelli og inni
á lokuðum brautum.
„Við höfum viljað setja meiri
fókus á útreiðar, ferðalög og al-
menna hestamennsku, sem lang
flestir eru að stunda. Ég sá strax
tækifæri í því að með þolkappreið
gætum við náð inn á annan mark-
hóp, fólk bæði hér heima og erlend-
is sem er ekki endilega spennt fyrir
því að keppa inni á hringvöllum en
hefði hugsanlega áhuga á að þjálfa
hross og sjálft sig fyrir þolkappreið.
Hún Iðunn sem sigraði í þolkapp-
reiðinni, er frábær knapi og fyrir-
mynd, hún er ótrúlega flott íþrótta-
manneskja sem fékk þarna að njóta
sín, af því að boðið var upp á þetta
keppnisform.“
Guðni segir að ákveðið hafi ver-
ið að taka lítil skref í byrjun og hafa
keppnina sem prufu.
„Við vildum athuga hvort þetta
væri hægt og hvort hestarnir
myndu þola þetta vel, sem kom í
ljós að þeir gerðu. Markmiðið er að
koma keppninni upp í miklu stærri
viðburð, hugsanlega með beinum
útsendingum og öðru, og við þannig
náð til breiðs hóps áhorfenda bæði í
sjónvarpi og á vefnum. Þetta er
tækifæri til að komast inn um þenn-
an alþjóðlega glugga hestaáhuga-
fólks, sem er ekki endilega gang-
hestaáhugafólk.“
Sterkir og þolnir hestar
Þegar þau Aníta og Guðni eru
spurð að því hvaða eiginleikum
hestur þurfi að búa yfir í þolkapp-
reið, segja þau að hestarnir sem
tóku þátt núna hafi allir verið hest-
ar sem hafa undanfarin ár verið í
hestaferðum allt sumarið.
„Þeir eru því rosalega sterkir
og þolnir. Þeir voru í toppformi,
púlsinn hjá þeim var kominn í 44
slög á mínútu, hálftíma eftir stopp,
þegar þeir höfðu farið 30 kílómetra
leið. Það er mjög gott, því þeir
verða að vera með undir 56 slög á
mínútu til að knapi fái ekki refsi-
stig,“ segir Aníta og Guðni bætir við
að flestir hestarnir hafi verið 15 til
17 vetra, sem er nokkuð eldra en í
öðrum keppnum.
„Keppendur treystu þessum
hestum og þekktu þá vel. Hryssa
sem Hermann var með í keppninni
er 17 vetra, hún hefur verið sýnd í
kynbótadómi með fyrstu verðlaun
og hefur átt fjögur folöld. Þetta
voru því alls konar hross, þjálfaðir
góðir hestar, stórir og sterkir.
Kúnstin er að leyfa hestinum að
vera á þeim gangi sem honum
finnst þægilegast, að knapinn finni
hvar hesturinn damlar á sínum
þægilegasta hraða og gangi. Þetta
er gríðarlega tæknileg grein, því
um leið og knapinn fer of hratt, þá
er hætta á að hann sprengi hestinn,
og ef hann fer of hægt þá nær hann
ekki nógu góðum tíma. Það þarf líka
að meta landslagið og aðstæður,
hvernig hraði hentar hverju sinni
og undirlaginu, hvenær er rétt að
slaka hestinum niður og hvenær
rétt að gefa í. Þetta er mikil íþrótt
og ef knapi fær ítrekað refsistig, þá
er viðkomandi rekinn úr keppninni
og ef meiðsl verða á hesti þá fer sá
hestur úr keppni.“
Uppeldi hests skiptir máli
Þau segja að margir hafi eðli-
lega verið með áhyggjur af því að
gengið yrði of nærri hestunum í þol-
kappreiðinni, en það stóð að sjálf-
sögðu aldrei til og þess vegna var
Helgi Sigurðsson dýralæknir með í
för.
„Hann hefur kynnt sér þol-
kappreiðar í þaula í öðrum löndum.
Hann stóð fast á því að vegalengdir
væru vel innan marka, og það kom
á daginn. Hann skoðaði hvern hest
hátt og lágt á hverjum einasta
stoppistað, þuklaði bak, hvern ein-
asta fót, tók púls og mældi öndun.
Það voru engin meiðsli, nuddsár,
bólgur eða neitt slíkt. Þetta er
ánægjulegt og sýnir hvað íslenski
hesturinn þolir. Það kom okkur á
óvart hversu þessi tegund af álagi,
þolkappreið, hentar íslenska hest-
inum vel. Hann er orðinn stærri og
sterkari en hann var fyrir fímmtíu
árum, af hverju eigum við á sama
tíma að gera ráð fyrir að hann þoli
minna en hann hefur gert í gegnum
tíðina? Hestar sýna til dæmis mikið
úthald í smalamennskum og löngum
hestaferðum. Íslenski hesturinn elst
sem betur fer enn þá upp í einhvers
konar hjörðum og þar lærir hann að
fara um fjölbreytt landslag, á með-
an hestar sem alast upp í sléttum
hólfum öðlast ekki þennan félags-
þroska, fótafærni og kjark. Við
þurfum að hampa þessu frjálsræði
og öðru sem íslenski hesturinn hef-
ur umfram marga aðra.“
Að kunna að lesa í hestinn
Þegar Aníta er spurð að því
hvað knapi þurfi að hafa til að bera í
þolkappreið, segir hún að hann
þurfi fyrst og fremst að kunna að
lesa í hestinn hverju sinni.
„Það er mikil fegurð í þessari
grein. Ég er búin að vera í hesta-
mennsku allt mitt líf, verið að temja
og þjálfa og mikið í hestferðum.
Fyrir vikið er þetta á einhvern hátt
komið í vöðvaminnið hjá mér. Það
er orðið mér eðlislægt að vera lengi
í einu á hestbaki, dögum saman.
Þetta er innprentað í mig, að lesa í
hestinn.“
Þau Aníta og Guðni segja að
klárlega verði haldin önnur þol-
kappreið á næsta ári.
Hann þolir meira en við höldum
Þolkappreið er þekkt keppnisgrein um veröld víða og nýtur vinsælda. Í ágúst fór þolkappreið fram hér á landi þar sem riðið var yfir há-
lendi Íslands. Vonir standa til að í framtíðinni veki hún athygli og áhuga á íslenska hestinum, ferðalögum á honum og Íslandi almennt.
Ljósmynd/Landssamband hestamannafélaga
Blíða Iðunn Bjarnadóttir vann keppnina, kemur hér í mark við Bugaskála ásamt Hermanni eftir fyrsta legg.
Ljósmynd/Landssamband hestamannafélaga
Leikslok Knapar í sigurröð: Iðunn fyrir lið Riding Iceland Saltvík, Annie
Whelan frá Bandaríkjunum fyrir lið Íslandshesta, Hermann Árnason fyrir
lið Hermanns hestaferða og Musse Hasselvall frá Svíþjóð fyrir lið Eldhesta.
Aníta
Aradóttir
Guðni
Halldórsson