Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Ennþá meira úrval af
listavörum
Listverslun.is
Um síðustu helgi var í Safnahúsinu
á Húsavík opnuð sýning Péturs
Jónssonar ljósmyndara þar í bæ,
sem var valinn Listamaður Norð-
urþings 2020. Pétur hefur myndað
stærstu stundir margra kynslóða
Norðlendinga og búið til skóla-
spjöld og fleira.
Pétur er fæddur á Suðureyri við
Súgandafjörð árið 1941. Hann fór
sautján ára til náms í Reykjavík en
að því loknu, árið 1962, stofnaði
hann ljósmyndastofu á Húsavík; og
hefur rekið hana síðan. Á þeim tíma
tæpu sextíu árum hafa orðið miklar
breytingar í ljósmyndum. Framan
af voru myndirnar svarthvítar og
handlitaðar. Síðar varð Pétur ann-
ar tveggja ljósmyndara sem fyrstir
framkölluðu ljósmyndir í lit á Ís-
landi. Síðar kom stafræna ljós-
myndatæknin, sem öllu hefur
breytt. Þá tækni tileinkaði Pétur
sér snemma. „Ég hef kynnst öllu í
ljósmyndatækni. Myndað á gler-
plötu og síma og allt þar á milli,“
segir Pétur við Morgunblaðið.
Aðdragandinn að sýningu Péturs
er langur sbr. að hann var listamað-
ur heimabyggðar sinnar á síðasta
ári. Samkomutakmarkanir vegna
veirunnar lokuðu á sýningarhaldið,
en loks var lag. Á sýningunni eru
alls 45 myndir.
„Mér finnst sýningin koma vel út
og mannlífið sem ég hef myndað í
áratugi nýtur sín vel,“ segir Pétur.
Sýninguna settu upp dóttir Péturs,
Sigríður, kvikmyndafræðingur og
útvarpsmaður, og tengdadóttirin,
Patra Tawatpol.
Þá er við Gamla Bauk, veit-
ingastað við Húsavíkurhöfn, uppi
önnur sýning með gömlum mynd-
um sem Pétur hefur unnið í tölvu.
Yfirskriftin þar er Frá fátækt til
fengsældar og sýnir brot úr útgerð-
arsögu Þórs og Stefáns Péturssona,
sem voru útgerðarmenn og kunnir
borgarar á Húsavík. Upplýsingar
um myndirnar má nálgast á sýning-
arstað með símaappi. sbs@mbl.is
Pétur með sýningu
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Fjölskylda Pétur hér með börn-
unum sínum, Sigríði og Helga.
- Ljósmyndari á Húsavík Listamaður
Norðurþings - Mannlífið nýtur sín
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Slysavarnaskóli sjómanna í Sæ-
björgu mun á næstunni flytja frá
Austurhöfn að Bótarbryggju í
Gömlu höfninni í Reykjavík. Bótar-
bryggja liggur úti af Grandagarði,
milli Slysavarnahússins og Bakka-
skemmu, húss Sjávarklasans. Það
mun ekki taka nema nokkrar mín-
útur að færa Sæbjörgu milli staða og
óhætt að fullyrða að þetta er sá skóli
á Íslandi sem tekur skemmstan tíma
að flytja.
Sæbjörgin hefur legið í Austur-
höfninni síðustu 14 árin. Miklar
breytingar hafa orðið á þessu svæði
undanfarin ár. Fyrst reis tónlistar-
húsið Harpa, því næst stór fjölbýlis-
hús og á næstunni verður tekið þar í
notkun nýtt lúxushótel, Reykjavík
Edition-hótelið.
„Skólinn er að flytja vegna
breyttra aðstæðna, ekki síst vegna
þeirrar uppbyggingar sem hefur
orðið við Austurbakkann, þ.m.t. hót-
elið,“ segir Magnús Þór Ásmunds-
son, hafnarstjóri Faxaflóahafna.
„Sæbjörginni hefur verið fundinn
góður staður við Bótarbryggju. Þar
er góð aðstaða fyrir æfingar en einn-
ig er þar t.d. góður aðgangur að veit-
ingastöðum, almenningssamgöngum
og ágætur aðgangur að bílastæðum,
allt sem hentar skólanum vel,“ bætir
Magnús við.
Undirbúningur er hafinn
Nú er unnið að undirbúningi fyrir
flutninginn en það þarf að tengja
Sæbjörgina við rafmagn, vatn, frá-
rennsli og ljósleiðara. Einnig verða
settar upp aðgangsstýringar fyrir
akandi umferð að bryggjunni.
„Það verður áfram viðlega fyrir
skip við Austurbakka og Faxaflóa-
hafnir munu alfarið stýra nýtingu
bakkans,“ segir Magnús.
Ekki er komin dagsetning á flutn-
inginn, að sögn Hilmars Snorrason-
ar skólastjóra Slysvarnaskólans,
enda sé eftir að koma fyrir aðstöðu
fyrir skipið.
Hilmar tekur undir með Magnúsi
að hin nýja staðsetning sé að mörgu
leyti heppileg fyrir Slysavarnaskól-
ann. Til að mynda muni nemendur
skólans hafa úr fleiri veitingastöðum
að velja en hingað til. „Það verður
sannarlega glatt á hjalla hjá þeim í
Mathöllinni að það sé kominn skóli
við hliðina á þeim,“ segir Hilmar.
Slysavarnaskóli sjómanna er í
eigu Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar en hann var stofnaður árið
1985 til að sinna öryggisfræðslu fyr-
ir sjómenn. Árið 1998 gaf ríkisstjórn
Íslands félaginu ferjuna Akraborg
til nota fyrir starfsemi skólans en
skipið var þá að hætta siglingum
vegna tilkomu Hvalfjarðargang-
anna. Þeir eru margir sem eiga góð-
ar minningar frá ferðum með
„Boggunni“ milli Reykjavíkur og
Akranes.
Sæbjörgin er smíðuð 1974 og er
nýkomin úr slipp. Hún liggur nú ný-
máluð og glæsileg í Austurhöfninni.
„Þetta er fallegt og vinalegt skip í
alla staði,“ segir Hilmar.
Á árum áður sigldi Sæbjörgin á
valda staði á landsbyggðinni á sumr-
in, þar sem námskeið voru haldin
fyrir sjómenn. Þessi starfsemi lagðst
af eftir 2015, þegar skipið var ekki
lengur haffært. Ástæðan var sú að
kjölfesturtankar voru orðnir lélegir.
Skrokkur skipsins er í góðu lagi og
nýleg þykktarmæling kom vel út, en
hún var framkvæmd þegar skipið
var í slipp fyrir skömmu.
Starfsemi Slysavarnaskólans er
komin á fullt eftir sumarleyfi og
verður kennt óslitið fram í júlí á
næsta ári. Aðsóknin er mikil og oft-
ast fullbókað í námskeiðin. Boðið er
upp á 30 mismunandi námskeið fyrir
sjómenn. Það standa allt frá hálfum
degi upp í fimm daga mest. Milli
2.500 og 3.000 sjómenn hafa sótt
skólann árlega.
Í heimsfaraldri Covid var byrjað
að bjóða uppá námskeið í fjarnámi í
bóklegu og síðan koma nemendur til
Reykjavíkur til að taka verklega
hlutann. Þetta hefur reynst sér-
staklega gott fyrirkomulag fyrir sjó-
menn á landsbygðinni og því verður
þetta það áfram í boði að sögn Hilm-
ars. Við skólann starfa 10 manns og
þar af koma átta beint eða óbeint að
kennslu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Austurhöfnin Sæbjörgin nýmáluð og flott eftir slipptöku nýlega. Skólinn flytur innan Gömlu hafnarinnar vegna mikillar uppbyggingar við Austurhöfn.
Skóli fluttur á nokkrum mínútum
- Slysavarnaskóli sjómanna í Sæbjörgu færður að Bótarbryggju - Mikil uppbygging í Austurhöfn
Morgunblaðið/sisi
Bótarbryggja Sæbjörgin mun framvegis liggja við bryggjuna að norðan-
verðu. Í nágrenni Bakkaskemmu, sem í dag nefnist Hús sjávarklasans.