Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 MEÐ DINNU OG HELGA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022 Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót! Við bjóðum beint flug vikulega til Ítalíu, þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna, svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Dinna og Helgi hafa mikla reynslu af skíðaferðum og ævintýrum enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur VERÐ FRÁ:129.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Annað bátskuml virðist komið í ljós við fornleifauppgröftinn sem nú stendur yfir á Seyðisfirði. Ragnheið- ur Traustadóttir fornleifafræðingur, sem stjórnar rannsókninni, staðfesti í gær að þetta væri að öllum líkind- um bátskuml. Fyrra bátskumlið fannst fyrir nokkrum dögum og voru þar tennur úr manni, bein úr hesti, spjót, næla, járnmunir og fleiri grip- ir. Bátskuml höfðu ekki áður fundist á Austurlandi. Þau eru talin vera frá því um miðja tíundu öld. Kuml er heiti yfir grafreit frá því fyrir kristnitöku. Svo virðist sem kumlin séu nokkur á svæðinu. Í næstu viku mun átta manna hóp- ur fornleifafræðinga á vegum Antikva starfa við uppgröftinn en síðan verður gert hlé. Næsta sumar stendur til að hefja uppgröft á bæj- arhólnum á landnámsjörðinni sem þarna er rétt við kumlin. Við rann- sóknina í sumar og forkönnun áður hefur komið í ljós að margvíslegar minjar um búsetu frá löngu tíma- skeiði eru á svæðinu þar sem forn- leifafræðingarnir eru að athafna sig og bíða þær frekari rannsóknar. Ljósmynd/Antikva Bátskuml Í kumlinu eru auk mannabeina bein hests og hunds. Annað bátskuml fundið á Seyðisfirði - Hlé gert á rannsókninni í næstu viku virkjun í Glámu-Vattardal, stækkun Svartsengis í Svartsengi-Eldvörp- um, Garpsdalur í Reykhólahreppi, Alviðra í Borgarbyggð og Vind- heimavirkjun í Hörgárbyggð. Verkefnisstjórn 5. áfanga Rammaáætlunar (2021-2025) er nú tekin til starfa. Formaður hennar er Jón Geir Pétursson, dósent í um- hverfis- og auðlindafræði við HÍ. Hann segir að tillögur verkefnis- stjórnar 4. áfanga séu enn í vinnslu hjá verkefnisstjórninni. „Það þarf líka að meta hvenær við auglýsum eftir nýjum virkjana- kostum. Þá mun það fara í gegnum Orkustofnun. Hvað verður um til- lögur úr 3. áfanga hefur líka áhrif á okkar vinnu. Þar eru fjöldamargir kostir í biðflokki og það þarf að halda áfram að vinna með þá. Bið er ekki varanlegt ástand,“ sagði Jón Geir. Þess má geta að í biðflokki 3. áfanga eru tíu virkjanakostir auk 28 til viðbótar frá gildandi rammaáætl- un (2013) og nýrra virkjunarkosta sem bíða frekari umfjöllunar. þingsályktunartillögu árið 2015 um að vatnsaflsvirkjunin Hvamms- virkjun í Þjórsá skyldi færð í orku- nýtingarflokk. Þessa virkjanakosti hefurAlþingi samþykkt. Verkefnisstjórn 3. áfanga Rammaáætlunar (2013-2017) skilaði lokaskýrslu í ágúst 2016. Þar var lagt til að átta virkjanakostir færð- ust í orkunýtingarflokk, þ.e. Skrokk- ölduvirkjun, Holtavirkjun og Urr- iðafossvirkjun í Þjórsá, Austurgils- virkjun, Austurengjar á Krýsuvíkur- svæðinu, Hverahlíð II og Þverár- dalur á Hengilssvæðinu og Blöndu- lundur. Verkefnisstjórn 4. áfanga Rammaáætlunar (2017-2021) lagði fram drög að tillögum um flokkun virkjunarkosta í lok skipunartíma síns. Þar var lagt til að níu virkjana- kostir færu í orkunýtingarflokk. Þeir eru Hvanneyrardalsvirkjun í Glámu – Ísafirði, stækkun Vatns- fellsstöðvar, stækkun Sigöldustöðv- ar og stækkun Hrauneyjafoss- stöðvar á Þjórsársvæðinu, Tröllár- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verði tillögur um virkjanakosti í 3. áfanga Rammaáætlunar sam- þykktar verða um 1.421 MW komin í nýtingarflokk úr 2. og 3. áfanga áætlunarinnar. Virkjanakostir úr 3. áfanga hafa þrisvar verið lagðir fyrir Alþingi en ekki fengið afgreiðslu. Í orkunýtingarflokki núgildandi Rammaáætlunar, það er 2. áfanga, eru tveir virkjunarkostir í vatnsafli og 14 í virkjun jarðvarma. Vatnsafls- virkjanirnar eru Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði og Blönduveita í Blöndu. Jarðvarmavirkjanirnar eru Reykja- nes, Stóra Sandvík, Eldvörp, Sand- fell, Sveifluháls, Meitillinn og Gráu- hnúkar og Hverahlíð á Reykjanes- skaga. Bjarnarflag, Krafla I. stækkun, Krafla II, 1. áfangi, Krafla II, 2. áfangi, Þeistareykir og Þeista- reykir, vestursvæði á Norðaustur- landi. Þingsályktunartillaga þessa efnis var samþykkt á Alþingi í jan- úar 2013. Þingið samþykkti svo Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svartsengi Virkjanakostir eru metnir í Rammaáætlun. Alþingi hefur ekki samþykkt nýja virkjanakosti síðan 2015. Virkjanakostir bíða samþykkis Alþingis - Engir nýir virkjanakostir verið samþykktir síðan 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Við lok vinnudags í gær var búið að selja 81 af 84 íbúðum í Sunnusmára 2-6 í Kópavogi. Það væri ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þá sök að þær voru auglýstar fyrir hálfum mánuði og var tekið við fyrstu til- boðum mánudaginn 27. september. Íbúðirnar kosta frá 40,9 milljónum og upp í ríflega 100 milljónir. Samanlagt á sjötta milljarð Hafa nú selst íbúðir í húsinu fyrir rúmlega fimm milljarða króna. Þórhallur Biering, löggiltur fast- eignasali hjá Mikluborg, segist að- spurður einu sinni áður hafa upplifað jafn hraða sölu á nýjum íbúðum. Nánar tiltekið á 34 íbúðum í Hrólfs- skálamel 1-5 á Seltjarnarnesi en þær hafi selst eins og heitar lummur. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að raunverð íbúða á höfuðborgar- svæðinu er nú í sögulegu hámarki. Hefur það hækk- að um 10,3% frá október í fyrra en nafnverðið um 14,1%. Fram und- an er síðasta launahækkun lífskjarasamn- ingsins, 1. janúar næstkomandi, en hún kann að hafa áhrif á íbúðaverð. Hversu mikil mun skýrast með vor- inu. Taxtar hækka um 25 þúsund en almenn laun um 17.500 krónur. Eftirspurnin þrýsti upp verðinu Þórhallur telur útlit fyrir að íbúða- verð haldi áfram að hækka. Eftir- spurnin sé nú meiri en framboðið. Spurður um hlutfall fyrstu kaup- enda í Sunnusmára 2-6 segir Þór- hallur að hamagangurinn hafi verið slíkur að ekki hafi verið tími fyrir slíka greiningu. Íbúðirnar verða af- hentar í mars, apríl og maí. Seldu íbúðir fyrir fimm milljarða á hálfum mánuði - Söluhraði nýrra íbúða í Sunnusmára 2-6 þykir vitna um skort á íbúðum Morgunblaðið/Baldur Sunnusmári 2-6 Bílastæði í kjallara fylgir flestum íbúðum í fjölbýlishúsinu. Þórhallur Biering

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.