Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 Bralette án spanga, opnanlegur að framan, með vasa, sem hentar skálastærðum 30-38 DD-H Verð 13.850 kr. S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending Rofa –White Label Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Ný haustlína Opið í dag kl. 11-15 Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 Við erum á facebook Stakir jakkar Kr. 9.990 Str. S-XXL Björgunarsveitarmenn ásamt sjálf- boðaliðum frá Skógræktarfélagi Ís- lands og Skógræktarfélagi Reykja- víkur gróðursettu um 4.000 rótarskot í Heiðmörk í vikunni, við svæði sem varð illa úti í gróður- eldum í vor. Um er að ræða rótarskot sem björgunarsveitir seldu um síðustu áramót undir merkjunum Skjótum rótum, þar sem fólki var boðið að kaupa tré sem gróðursett yrði víða um land en um leið að styðja við starf björgunarsveita. Fleiri plöntur hafa verið gróðursettar víða um land. Mikill gróðureldur kviknaði í maí sl. við Hnífhól í suðvesturhluta Heiðmerkur. Miklir þurrkar höfðu verið vikurnar á undan og gróður orðinn mjög þurr. Svæðið sem brann var rúmlega 50 hektarar fjarri alfaraleið og því erfitt að- gengi fyrir viðbragðsaðila. Gróðursettu um 4.000 rótarskot í Heiðmörk Morgunblaðið/Unnur Karen Rótarskot Björgunarsveitir gróðursetja rótarskot í Heiðmörk í vikunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins og ráðleggur að ekki verði veiddar nema um 20 þúsund rjúpur í haust. Það eru fjórir fuglar á hvern veiði- mann. Veiðistofn rjúpu er metinn 248 þúsund fuglar að þessu sinni. Mælingar sýna fækkun rjúpna 2020-2021. Stofninn er að nálgast lágmark í sumum landshlutum en rétt að byrja að falla í öðrum. Rjúpnastofninum hefur hnignað til lengri tíma litið, að sögn Náttúru- fræðistofnunar. Viðkoma rjúpunnar var mæld í tveimur landshlutum á þessu ári. Hún var þokkaleg á Norðaustur- landi en léleg á Vesturlandi. Þá hef- ur afkoma unga versnað frá síðustu aldamótum, samanborið við áratug- ina á undan. Forsendur mats Náttúrufræði- stofnunar byggjast á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar. Stofninn á að geta sveiflast á milli lágmarks- og há- marksára innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum. Enginn ágreiningur var um ástand rjúpnastofnsins árið 2021 og árangur veiðistjórnar á árunum 2005-2020 á samráðsfundi Nátt- úrufræðistofnunar, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Umhverfis- stofnunar, Skotveiðifélagsins og Fuglaverndar 7. september sl. Morgunblaðið/Ingó Rjúpnaveiðar Þúsundir veiðimanna ganga til rjúpna á veiðitímanum. Fjórar rjúpur á veiðimann - Ráðlögð heildar- veiði er 20.000 rjúpur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.