Morgunblaðið - 09.10.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.10.2021, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Árið 2020, sem að öllu leyti var markað af kórónuveirunni, lék fyrirtæki misjafnlega. Þetta birtist m.a. í nýjum tölum sem Creditinfo hefur tekið saman í tengslum við verkefnið Framúrskarandi fyrir- tæki 2021 sem hleypt verður af stokkunum 21. október næst- komandi. Sérfræðingar Creditinfo hafa m.a. tekið saman gögn um mið- gildi EBITDA- hagnaðar þeirra fyrirtækja sem skilað hafa árs- reikningi síðustu fimm árin, þ.e. frá 2016 til og með 2020. Í tölunum hefur fyrirtækjunum verið raðað niður eftir atvinnugreinum og sjón- um sérstaklega beint að sjávar- útvegi, fjármála- og vátrygginga- starfsemi, ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð. „Það vekur sérstaka athygli hversu mikill gangur hefur verið í fjármála- og vátryggingastarfsem- inni. Þar hefur miðgildi EBITDA hækkað verulega milli ára eða um 224% eftir að hafa lækkað um 30% milli áranna 2018-2019,“ útskýrir dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðu- maður fyrir Greiningu og ráðgjöf hjá Creditinfo. Hann bendir á að hentugt geti verið að notast við miðgildi þegar þróun atvinnugreina er skoðuð. Það virki betur en að horfa til meðaltals, þar sem fáein fyrirtæki geti í slíku mati skekkt heildarmyndina verulega. Miðgildið taki öfgarnar á jöðrunum út úr jöfnunni. Miðgildið segir sögu „Þetta dregur úr hættunni á því að örfá eða jafnvel eitt afgerandi fyrirtæki skekki myndina. Við sjáum t.d. í tölunum í fjármála- þjónustunni að samanlögð EBITDA stóru viðskiptabankanna þriggja lækkaði úr 61 milljarði árið 2019 í 42 milljarða árið 2020. Hins vegar hækkaði samanlögð EBITDA allra annarra fjármála- fyrirtækja í greiningunni hjá okkur (133 fyrirtæki og eignarhaldsfélög ekki tekin með í reikninginn) úr 14 milljörðum 2019 í 41 milljarð í fyrra,“ útskýrir Gunnar. Sömu töl- ur sýna að EBITDA jókst milli ára hjá 62% fyrirtækja í þessari grein. Með sama hætti og fjármála- starfsemin sker sig úr með bættu gengi vitna tölurnar um hvers kon- ar auðnubrigði urðu í ferðaþjónust- unni á síðasta ári. „Miðgildi EBITDA í ferðaþjón- ustu var 2,8 milljónir króna árið 2019 en reyndist -17 þúsund krón- ur árið 2020. Það er lækkun sem nemur 101%,“ segir Gunnar. Ekki alslæmt í ferðaþjónustu Athygli vekur að í hópi þeirra fyrirtækja sem uppfylla skilyrðin um að teljast framúrskarandi í ferðaþjónustu hækkaði um 4% milli ára og fór úr 41 milljón króna í 43 milljónir. „Það er ljóst að höggið er mikið á ferðaþjónustuna. Það sést m.a. á því að hlutfall þeirra fyr- irtækja sem voru með jákvæða EBITDA fór úr 73% í 50%,“ segir Gunnar. Sé litið til byggingastarfsemi og mannvirkjagerðar hækkaði mið- gildi EBITDA um 16% milli ára og hlutfall þeirra fyrirtækja sem reyndust með jákvæða EBITDA í greininni fór úr 77% í 79%. Í sjáv- arútvegi var hlutfallið óbreytt en miðgildi EBITDA lækkaði hins vegar um 11%. Stórt mengi Í greiningu Creditinfo er unnið með stórt mengi fyrirtækja og ætti hún því að gefa góðan þverskurð af íslensku viðskiptalífi. Þannig eru 502 fyrirtæki að baki úttektinni á stöðu sjávarútvegsins, í fjármála- og vátryggingastarfsemi eru þau 133. Í ferðaþjónustu eru fyrirtækin 951 og í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð hvorki fleiri né færri en 1.699. Framúrskarandi fyrirtæki sigldu í gegnum faraldurinn - Fjármála- og tryggingafyrirtæki upplifa gósentíð - Ferðaþjónustan haltrar Þróunmiðgildis EBITDAeftir atvinnugreinum Reikningsárin 2016 til 2020, m.kr. 14 12 10 8 6 4 2 0 2016 2017 2018 2019 2020 Heimild: CreditinfoByggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Ferðaþjónusta Fjármála- og vátryggingarstarfsemi Sjávarútvegur Framúrskarandi 2021 » 842 fyrirtæki reyndust framúrskarandi 2020 » Senn kemur í ljós hversu mörg þau verða í ár » Listinn verður kynntur 21. október á viðburði í Hörpu » Samhliða útgáfu listans gef- ur Morgunblaðið út veglegt blað þar sem listinn er birtur og rætt við forsvarsmenn fyrir- tækja á listanum Gunnar Gunnarsson 22 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum STUTT « Nýskráningar einkahlutafélaga voru 6% færri í september 2021 en sama mánuð ári fyrr. Voru skráningarnar nú 250 talsins. Nýskráningum í fjármála- og vátryggingastarfsemi fjölgaði hins vegar úr 36 í 54 frá fyrra ári. Þeim fækkaði hins vegar úr 42 í 25 í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vél- knúnum ökutækjum. Nýskráningum einka- hlutafélaga fækkar Elon Musk, stofnandi Tesla, segir það munu taka heiminn 30-40 ár að rafvæða bílaflotann en nú séu um tveir milljarðar fólksbifreiða og at- vinnubifreiða í notkun í heiminum. Með hliðsjón af endurnýjun og hlut- falli rafbíla í dag, sem sé innan við 1%, taki rafvæðingin e.t.v. 30-40 ár. Þetta kom fram í svörum Musks við spurningum úr sal eftir að hann hafði farið yfir starfsemina í tilefni aðalfundar Tesla árið 2021. Höfuðstöðvarnar til Texas Meðal þess sem kom fram í máli Musks er að fyrirtækið hyggst flytja höfuðstöðvarnar frá Kaliforníu til Austin í Texas. Fyrirtækið hafi reist þrjár nýjar bílamiðjur í Texas, Shanghai og Berlín og lagt allt kapp á þróun Tesla Model 3 rafbílsins. All- ir hefðu verið kallaðir upp á dekk í þessu skyni en ella hefði Tesla ekki lifað af. Þróun sólarhlaðna hefði set- ið á hakanum en færi nú í forgang. Musk var jafnframt spurður hvaða áhrif aðgengi að litíni hefði á smíði Tesla á litínjónarafhlöðum. Svar Musks var að litín væri auð- fundið og aðgengið ekki vandamál. Fyrirtækið myndi áfram nota nikkel í orkumeiri rafhlöður en til framtíðar væri stefnt að notkun járns í rafhlöð- ur Tesla-bifreiða með hefðbundinni drægni. Sagði Musk fyrirtækið þeg- ar farið að endurvinna rafhlöður úr fyrstu kynslóðum Tesla. Verði sölumesti bíll heims Musk vék einnig að markaðssetn- ingu á rafbílnum Tesla Y. Stefnan væri að sá bíll yrði sá söluhæsti í heiminum á næsta ári í dollurum talið og í fjölda eintaka árið 2023. Vegna þrýstings á aðfangakeðjur hefði fyrirtækið þurft að hækka verð á bílum. Meðal annars vegna mikils kostnaðar við fraktflug. Musk væntir þess að spurn eftir orkustöðvum á heimilum verði með tímanum jafn mikil og eftir rafbílum. En stöðvarnar geymi orku sem sé þýðingarmikið ef framboð endurnýj- anlegrar orku er óstöðugt. Rafbílavæðingin tekur 30-40 ár - Musk boðar bílarafhlöður úr járni AFP Athafnamaður Musk hefur sem endranær mörg járn í eldinum. Birna Ósk Ein- arsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjón- ustusviðs hjá Ice- landair Group, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Kom þetta fram í til- kynningu til Kaup- hallar Íslands snemma í gærmorgun. Skömmu síðar tilkynnti hún á samfélagsmiðlum að hún hyggi á flutninga til Hollands þar sem hún mun á nýju ári taka við starfi á vettvangi framkvæmdastjórnar APTM, dótturfélags flutningarisans Maersk. Í tilkynningu frá Icelandair segir að Birna muni aðstoða fyrir- tækið við „yfirfærslu verkefna þegar þar að kemur“. Ekki kemur fram hvort ráðið verði í stöðu Birnu Óskar eða hvort uppstokkun verði á ábyrgð- arsviðum þeirra sem í fram- kvæmdastjórn félagsins sitja. Átta manns sitja í framkvæmda- stjórn Icelandair Group en í liðnum mánuði var greint frá því að Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs félagsins, hefði ákveðið að láta af störfum. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni bíða hans. Verði ekki gerð uppstokkun á verk- efnum framkvæmdastjórnar bíður forstjórans það verkefni að fylla stöð- ur Jens og Birnu Óskar. Í maí var greint frá því að Eva Sól- ey Guðbjörnsdóttir hefði ákveðið að láta af störfum sem framkvæmda- stjóri fjármálasviðs flugfélagsins. Hún hefur tekið við starfi aðstoð- arforstjóra og fjármálastjóra at- North, sem áður hét Advania Data Centers. Við starfi hennar tók Ívar S. Kristinsson. Tíðar breyt- ingar hjá Icelandair Birna Ósk Einarsdóttir - Framkvæmda- stjóri sölu- og þjón- ustusviðs hættir 9. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.69 Sterlingspund 175.01 Kanadadalur 102.3 Dönsk króna 20.0 Norsk króna 14.971 Sænsk króna 14.667 Svissn. franki 138.91 Japanskt jen 1.1556 SDR 181.61 Evra 148.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.2675

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.