Morgunblaðið - 09.10.2021, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sveitarfélög
á Íslandi
eru mörg í
stórkostlegum
vandræðum.
Reksturinn er
þungur og tekj-
urnar standa engan veginn
undir honum. Miklar launa-
hækkanir eru illviðráðan-
legar og stytting vinnuvik-
unnar hefur reynst verulega
íþyngjandi fyrir pyngju
sveitarfélaganna.
Sigurður Á. Snævarr,
sviðstjóri hag- og upplýs-
ingasviðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, dró
upp dökka mynd þegar hann
fór yfir stöðuna á fjármála-
ráðstefnu sambandsins á
fimmtudag. Hann gekk svo
langt að segja að ört vax-
andi launakostnaður væri
ein helsta ógnin í fjármálum
sveitarfélaga. Greining Sig-
urðar sýnir að 35 sveitar-
félög eru rekin með halla og
sagði hann að staðan nú
væri jafnvel verri en árið
2009 eftir að bankarnir
hrundu.
Aldís Hafsteinsdóttir, for-
maður stjórnar Sambands
íslenskra sveitarfélaga,
ræddi einnig vaxandi launa-
kostnað í setningarræðu
sinni á ráðstefnunni og
sagði allt útlit fyrir að fjár-
hagsstaða sveitarfélaganna
myndi enn versna á þessu
ári vegna þess að aukin út-
gjöld vegna launa virtust
vera langt umfram tekju-
aukningu vegna útsvars. Í
ofanálag rynnu út kjara-
samningar við fimm stétt-
arfélög innan Kennarasam-
bandsins og fjögur stéttar-
félög innan BHM í lok árs.
Minnti hún á að hið opin-
bera ætti ekki að leiða
launaþróun í landinu, heldur
almenni markaðurinn, og þá
sérstaklega þær greinar,
sem sköpuðu gjaldeyri.
Laun hafa hækkað veru-
lega á Íslandi undanfarin
misseri. Öfugt við fyrri tíma
hefur tekist að búa svo um
hnútana að þessar launa-
hækkanir hafa skilað raun-
verulegri kaupmáttaraukn-
ingu. Fyrir vikið hefur
kaupmáttur aukist mun
meira hér en allt í kringum
okkur og á það sérstaklega
við um lægstu launin.
Launahækkanirnar hafa
hins vegar ekki verið auð-
veldar og hafa mörg fyrir-
tæki átt fullt í fangi með að
laga sig að þeim. Kórónu-
veirufaraldurinn hefur ekki
auðveldað róðurinn.
Þá hefur stytting vinnu-
vikunnar reynst
mun dýrari en
ætla mátti af um-
ræðunni þegar
um hana var
samið. Hvað sem
líður fullyrð-
ingum um að styttri vinnu-
vika skili slíkri lífsgleði að
framleiðni rjúki upp er stað-
reyndin sú að stór hluti
þeirrar starfsemi, sem sveit-
arfélögin reka, er þess eðlis
að hún er háð því að það eru
24 klukkustundir í sólar-
hringnum og hann styttist
ekki þótt vinnutíminn sé
styttur.
Tónninn í kjaraviðræðum
hefur verið mjög herskár
upp á síðkastið og málflutn-
ingur málsvara launþega oft
ekki í neinu samhengi við
raunveruleikann.
Með þessu hefur tekist að
knýja fram hækkanir hjá
hinu opinbera langt umfram
það sem gerist á almennum
vinnumarkaði. Þá hafa
hækkanirnar verið hlutfalls-
lega meiri hjá sveitarfélög-
um en ríkinu vegna þess að
um var að ræða krónutölur,
sem voru hærri á kauptaxta
en yfirborguð laun. Fyrstu
sex mánuði þessa árs hafa
laun á almennum markaði
hækkað um 7,2%, hjá ríkinu
um 12,1% og um 16,2% hjá
sveitarfélögunum.
Margt er að í rekstri
sveitarfélaga. Oft háir sveit-
arfélögum hversu lítil þau
eru. Sameining sveitarfélaga
getur verið viðkvæmt mál
og getur vakið ótta um að
hagsmunum verði kastað
fyrir róða. Hagkvæmnirök
ættu þó að vega þungt.
Kenningunni um hag-
kvæmni stærðarinnar í
rekstri er síður en svo alls
varnað þótt ráðandi meiri-
hluti í Reykjavík hafi gert
sitt besta til að afsanna
hana með óráðsíu og glund-
roða í fjármálum.
Það er hárrétt hjá Aldísi
Hafsteinsdóttur að hið opin-
bera eigi ekki að ráða för í
launaþróun. Báknið er trútt
eðli sínu og stækkar jafnt
og þétt ef ekki er gætt stöð-
ugs aðhalds. Hinn almenni
vinnumarkaður þarf að bera
báknið uppi. Augljóst hlýtur
að vera, hvað sem líður öll-
um yfirlýsingum um að nóg
sé til, að báknið má ekki
vera stærra en svo að einka-
geirinn standi undir því.
Það er einföld spurning um
burðarþol. Þessi einfalda
staðreynd hefur verið virt
að vettugi og afleiðingarnar
láta ekki á sér standa.
Það ætlar að reyn-
ast þungur baggi að
hafa leitt launaþró-
un í landinu}
Vandi sveitarfélaganna
Á
tímamótum reikar hugurinn til
baka. Á síðustu fjórum árum í
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu höfum við lagt allt kapp á
að styrkja menntakerfið. Eitt
stendur upp úr; hvernig okkur tókst með öflugri
samvinnu að snúa vörn í sókn í menntamálum
hér á landi.
Við sáum fram á mikinn nýliðunarvanda í
kennarastétt, að brotthvarf framhaldsskóla-
nema væri hátt, að samkeppnishæfni okkar færi
minnkandi á alþjóðavísu og að fjölga þyrfti iðn-
menntuðum. Við hófumst strax handa við að
greina þessar áskoranir, svo við gætum brugðist
hratt og örugglega við. Hér dugðu engin vett-
lingatök, við boðuðum stórsókn í menntamálum.
Við vitum að starfsánægja kennara og trú
þeirra á eigin getu hefur bein áhrif á frammi-
stöðu og hvata nemenda. Kennarar eru hið sanna hreyfiafl
framfara innan skólasamfélagsins. Við þurfum að treysta
kennurum og leyfa árangursríkum starfsháttum þeirra að
festa sig í sessi.
Til að sporna gegn nýliðunarvandanum þurfti að fjölga
kennaranemum, minnka brotthvarf úr kennarastétt, koma
á einu leyfisbréfi kennara og auka virðingu kennara í sam-
félaginu. Við kynntum til sögunnar launað starfsnám og
styrki til kennaranema. Við stuðluðum að bættri móttöku
og leiðsögn kennaranema og nýliða, styðjum markvissar við
nýliða í starfi og fjölguðum kennurum með sérhæfingu í
starfstengdri leiðsögn.
Við hófum kortlagningu á brotthvarfi nemenda í fram-
haldsskólum til þess að greina markvissar ástæður og þró-
un brotthvarfs nemenda. Ljóst er að brott-
hvarfið hefst ekki í framhaldsskóla heldur miklu
fyrr, og því þarf menntakerfið að halda þétt
utan um nemendur frá upphafi til enda.
Hindrunum var rutt úr vegi í iðnnáminu í
samvinnu við Samtök iðnaðarins og fræðslu-
aðila. Rafræn ferilbók tekin upp, vinnustaða-
námið tengt skólunum og jöfnuðum aðgengi að
háskólanámi. Kynnt voru áform um að reisa
nýjan Tækniskóla sem svara þörfum framtíð-
arinnar.
Til þess að efla samkeppnishæfni fórum við í
fjölmargar aðgerðir. Við litum til Svíþjóðar til
að efla starfsþróun kennara og skólastjórnenda,
hófum samstarf við Efnahags- og framfara-
stofnunina og settum af stað mennta-
rannsóknasjóð. Stærsta skrefið var þó að
marka nýja menntastefnu til ársins 2030, hvers
markmið er að tryggja framúrskarandi menntakerfi hér á
landi.
Við erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur á und-
anförnum fjórum árum, hann hefur styrkt grunnstoðir
menntakerfisins svo um munar, brotthvarf hefur minnkað
og brautskráningarhlutfall framhaldsskólanemenda aukist
um 37%. Umsóknum um kennaranám hefur fjölgað um
118% og fjöldi nemenda í húsasmíði og í grunnnámi bygg-
inga- og mannvirkjagreina hefur aukist um 56% á síðustu
tveimur árum.
Ég þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg til þess
að breyta stefnu skútunnar. Við erum á réttri leið!
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Áskorun mætt
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
F
ramtíð Póllands innan Evr-
ópusambandsins (ESB) er
í verulegri óvissu eftir að
stjórnlagadómstóll lands-
ins komst að þeirri niðurstöðu í gær
að pólsk lög gengju framar Evrópu-
rétti. Með því kastast enn í kekki
milli Póllands og Evrópusambands-
ins, sem gæti hæglega varðað veg
Pólverja út úr Evrópusambandinu.
Niðurstöðunni var hreint ekki
fagnað í aðalstöðvum Evrópusam-
bandsins í Brussel, þar sem embætt-
ismenn og stjórnmálamenn kepptust
við að fordæma hana. Fram-
kvæmdastjórn ESB, valdamesta
stofnun þess, sagði að hún myndi
ekki hika við að beita öllu afli til þess
að verja forgang Evrópuréttar. Hol-
lenski Evrópuþingmaðurinn Jeroen
Lenaers, bætti um betur og sakaði
Mateusz Morawiecki, forsætisráð-
herra Póllands, um að hafa komið
landinu á braut „Polexit“, þar sem
vísað var til úrgöngu Breta úr ESB.
Pólsk lög og Evrópuréttur
Deilan milli Pólverja og Evr-
ópusambandsins er margþætt. Í
Brussel telja menn pólsku stjórnina
vera að hverfa frá vestrænu frjáls-
lyndi og stjórnarháttum, en í Varsjá
líta stjórnvöld svo á að þar sé tekist á
um fullveldi Póllands, hvort Evrópu-
sambandið sé ríkjasamband eða ein-
hvers konar bandaríki, sem hafi yfir
aðildarríkjunum að segja.
Í Evrópusambandinu gangast
aðildarríkin að vissu leyti undir ok
Evrópuréttarins, einstakra samn-
inga og rammalöggjafar, sem taka til
afmarkaðra, sameiginlegra þátta, en
ekki allra. Þar á Evrópudómstóllinn
í Lúxemborg að eiga síðasta orðið.
Mörgum aðildarríkjum hefur
þótt ESB gerast æ frekara til fjár-
ins, það var ein ástæða úrgöngu
Breta, en eins hefur stjórnlagadóm-
stóll Þýskalands öðru hverju sagt
sambandinu að halda sig á mottunni.
Sumt sé ekki umsemjanlegt eða
framseljanlegt af hálfu aðildarríkj-
anna.
Pólski stjórnlagadómstóllinn
komst að sams konar niðurstöðu og
segir berum orðum að pólska stjórn-
arskráin gangi framar öðrum lögum
í Póllandi.
Af þessu tilefni sagði Davide
Sassoli, forseti Evrópuþingsins, að
við svo búið yrði ekki unað. „Það er
óhjákvæmilegt að pólski úrskurð-
urinn hafi afleiðingar. Forganga
Evrópuréttarins verður að vera
óumdeilanleg.“
Fyrir sitt leyti sagði Didier
Reynders, framkvæmdastjórn-
armaður ESB sem hefur dómsmál á
sínu forræði, að Brussel myndi grípa
til aðgerða til þess að tryggja það að
Evrópurétturinn væri landslögum
æðri og að Evrópudómstóllinn hefði
æðsta vald um það.
Ljóst er að á næstu mánuðum
verður tekist harkalega á um vald
Evrópusambandsins og fullveldi að-
ildarríkjanna. Sú barátta er raunar
þegar hafin, því framkvæmdastjórn-
in ákvað að fresta útborgun á 57
milljörðum evra til Póllands, sem
koma áttu úr endurreisnarsjóði
vegna kórónukreppunnar, en hún
lék Pólland grátt.
Nú þegar heyrast raddir í
Brussel um að stöðva eigi allar
greiðslur þaðan til Póllands og
sömuleiðis eigi að svipta fulltrúa Pól-
lands atkvæðarétti á þeim vettvangi.
Hvort það lægir öldurnar er óvíst.
Óvissa um framtíð
Póllands innan ESB
AFP
Varsjá Pólskir lögregluþjónar á verði utan við stjórnlagadómstól Póllands,
en þar fyrir utan voru tveir hópar, Evrópusinnar og fullveldissinnar.
Pólland hefur frá aldaöðli verið
vettvangur átaka stórvelda í
Evrópu. Þar hófst seinni heims-
styrjöldin þegar Þýskaland Hitl-
ers og Sovétríki Stalíns gerðu
með sér leynilegt samkomulag
um að skipta landinu bróður-
lega á milli sín. Í lok heimsstyrj-
aldarinnar varð það leppríki
Sovétríkjanna uns þau liðuðust
í sundur. Þá lögðu
Pólverjar á það mikla áherslu
að komast í Atlantshafs-
bandalagið (1999) og Evrópu-
sambandið (2004), til að kom-
ast undan hrammi rússneska
bjarnarins og verða sjálfstætt
vestrænt ríki. Af sömu ástæðu
var tekið upp náið varnarsam-
starf við Bandaríkin. Þessi
staða gagnvart Evrópusam-
bandinu er því bæði óvænt og
erfið viðfangs.
Í innsta hring
í Evrópu
PÓLLAND