Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Fákaferjur Ókunnugir gætu haldið að hér væru kynjaverur á ferð með skrítin augu en þetta eru nú bara hestakerrur í Víðidal, sem bíða eftir að flytja fáka milli staða. Kristinn Magnússon Sveitarfélögin hafa ákveðið að starfa saman á vettvangi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga til að taka stór stafræn skref í þágu íbúa. Í þessu samstarfi tekur Reykjavíkurborg þátt, enda hef- ur borgin af miklu að miðla og hefur verið í fararbroddi allra sveitarfélaga á þessu sviði. Önnur sveitarfélög munu svo njóta þeirrar þekkingar og reynslu sem Reykjavík hefur, þó svo að hvert sveitarfélag fyrir sig muni þurfa að fara í gegnum sína ferla og geti ekki tekið lausnir Reykjavíkurborgar upp hráar. Þetta kom mjög skýrt fram á fjár- málaráðstefnu sveitarfélaganna nú fyrir helgi. Styrkleiki Reykjavíkurborgar liggur ekki síst í því að borgin hefur ákveðið að leggja 10 milljarða í stafræna umbreytingu á næstu ár- um til að vera viðbúin þeim miklu breytingum sem eru að eiga sér stað. Fyrstu skrefin Þessi umbylting er þróun sem mun eiga sér stað til framtíðar. Við munum ekki vakna einn daginn og telja stafrænu þróuninni lokið. Tæknin mun halda áfram að þróast og sveitarfélögin þurfa að þróast með, líkt og aðrir. Staf- ræna umbyltingin sem við erum að tala um í dag er því bara fyrstu skrefin í mjög langri vegferð sem ekki verður hægt að mæla í kjör- tímabilum. Stafræn umbylting snýst ekki bara um að taka umsókn- areyðublöð og setja þau á vefinn. Það þarf að undirbúa það að tölvukerfi geti talað saman, að upplýsingar séu sóttar á miðlæg- an stað í stað þess að slá þær inn úr einu kerfi í annað. Notenda- búnaðurinn þarf að vera fyrir hendi og hug- búnaðarleyfin. Það þarf að endurhugsa ferla með íbúa og aðra notendur í huga, og hvernig notendur vilja nálgast upplýsingar eða þjón- ustu. Niðurstaðan verður svo aukin sjálf- virknivæðing, til að við getum öll nýtt símann okkar betur. Notendavæn þróun Sveitarfélögin þurfa að hlusta á íbúa sína um þarfir og áherslur. Hvernig hægt sé að gera þjónustu notendavænni og veita hana á forsendum íbúa, frekar en eftir því sem þægi- legt er fyrir sveitarfélagið. Stafræna þróunin mun líka eiga sér stað í samtali við sérfræð- inga, innlenda og erlenda. Sérfræðingar óskast á útboðsvef Undir þetta er Reykjavíkurborg tilbúin. Á útboðsvef borgarinnar má núna t.d. finna ósk um þátttöku í gagnvirku innkaupakerfi um þjónustu alls konar sérfæðinga, frá sérfæð- ingum í myndbandagerð til sérfæðinga um stefnumótun, hönnun, rekstri tölvukerfa og upplýsingatækni. Einnig er opið útboð um þjónustu sérfræðinga vegna notendamiðaðrar hönnunar. Þetta er samningur sem er opinn öllum fyrirtækjum og geta nýsköpunar- fyrirtæki sem og aðrir skráð sig hvenær sem þeim hentar og dregið sig út sömuleiðis. Þeim sérfræðingum sem hafa áhuga á ákveðnum hugbúnaðarlausnum má benda á út- boð um notendavænt starfsumsóknarkerfi Reykjavíkurborgar. Í fljótlegri yfirferð sýnd- ist mér 16 útboð vegna stafrænnar þróunar þegar hafa skilað niðurstöðu bara á þessu ári. Þar á meðal hugbúnaðarlausn vegna eignaum- sjónarkerfis borgarinnar. Tæp 80% af 10 ma. kr. í opinber innkaup Í innkaupastefnu Reykjavíkurborgar segir að „við innkaup Reykjavíkurborgar sé beitt út- boðum, að eins miklu leyti og unnt er og hag- kvæmt þykir og að hlutur útboða í heildar- innkaupum Reykjavíkurborgar aukist“. Í samræmi við innkaupastefnuna hefur Reykjavíkurborg metið hvar hagkvæmt er að beita útboðum í stafrænni umbyltingu borg- arinnar. Á þessu ári eru 3,2 milljarðar áætlaðir í stafræna umbreytingu. Þar af fari 2,7 millj- arðar í verkefni sem fara í gegnum opinber innkaup. Af alls 10 milljörðum er áætlað að tæp 80% fari í gegnum opinber innkaup. Einhver hluti stafrænnar þróunar, innleið- ingar og greiningarvinnu mun eiga sér stað innan borgarinnar, eftir því sem þykir hag- kvæmara og betur farið með skattfé borg- arbúa. En útboðum verður beitt og keypt þekking og reynsla af litlum sem stórum fyr- irtækjum til að vinna að verkefnum í þágu borgarbúa, sem vonandi mun svo skila sér til íbúa annarra sveitarfélaga líka. Við þurfum að gera þetta saman Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir »Hvernig hægt sé að gera þjónustu notendavænni og veita hana á forsendum íbúa, frekar en eftir því sem þægi- legt er fyrir sveitarfélagið Höfundur er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs. Tilefni þessarar greinar er að gera grein fyrir þeirri ákvörðun minni á sviði stjórnmálanna að segja skilið við þingflokk Mið- flokksins og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðunin er þungbær, en hún á sér nokkurn aðdraganda sem hefur leitt til þess að traust milli mín og forystu flokksins er brostið. Þessi staða rekur rætur sínar allt aftur til hins svokallaða Klausturmáls. Eins og kunnugt er gagnrýndi ég málið op- inberlega og viðbrögð þeirra sem í hlut áttu. Ég gat þess jafnframt að ég óskaði engum þess að vera þolandi eða gerandi í máli sem skók þjóðina dögum saman og enn er minnst á í fjölmiðlum. Að baki standa fjölskyldur sem hafa átt erfitt vegna málsins. Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í hlut áttu vegna þess að heilindi við eigin sam- visku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið. Þetta átti sér birtingarmyndir, sem ég ætla þó ekki að rekja í löngu máli. Samstaða og traust Þegar undirbúningur hófst fyrir alþingiskosningar taldi ég að þessu væri lokið. Ég var fullur til- hlökkunar og sannfærður um að við gengjum öll sameinuð til öfl- ugrar kosningabaráttu. Fljótt varð ljóst að svo var ekki. Við uppröðun á framboðslista hófst skipulögð að- för gegn mér af hálfu áhrifafólks innan flokksins. Mikið var á sig lagt, liðsauki kallaður til, nýjar reglur settar og ýmsum brögðum beitt til að koma í veg fyrir að ég yrði oddviti í Suðurkjördæmi. Þeirri stöðu hef ég gegnt síðustu fjögur ár, hlotið næstbestu kosningu flokksins á landsvísu og viðhaldið styrkleika í kjördæminu allt kjörtímabilið. Þeir sem unnu af heilindum við að velja sig- urstranglegasta framboðslistann urðu fyrir að- kasti þegar fyrir lá að ég yrði áfram oddviti. Þetta hélt áfram allt fram á síðustu metra kosn- ingabaráttunnar. Fimm dögum fyrir kjördag, þegar við frambjóðendur Suðurkjördæmis höfðum unnið vikum saman að því að afla flokknum fylgis, reyndu lykilmenn innan flokksins að draga úr trúverðugleika framboðs- ins. Voru það kaldar baráttukveðjur og særðu okkur mjög. Ég hef sinnt þingstörfunum undir merkjum Miðflokksins af samviskusemi, borið hitann og þungann af fjármálaumræðu flokksins í þinginu og sett á oddinn málefni sem hafa lað- að fólk að Miðflokknum. Málefni sem hafa ver- ið vanrækt í umræðunni en skipta okkur máli sem þjóð. Ég taldi mig einfaldlega ekki eiga þessa aðför skilið. Formaður Miðflokksfélagsins í Suður- kjördæmi, sem jafnframt gegndi stöðu for- manns uppstillingarnefndar í kjördæminu, sinnti sínum störfum af drengskap og réttsýni, með hagsmuni flokksins að leiðarljósi. Að hon- um var sótt og störf hans gerð tortryggileg. Miðflokkurinn beið afhroð í kosningunum og er í erfiðri stöðu. Margt fór úrskeiðis í kosningabaráttunni og í aðdraganda hennar. Mikið uppbyggingarstarf bíður forystunnar og flokksmanna, en endurreisnin mun aldrei takast nema full samstaða og traust ríki milli manna. Ljóst má vera að slíkt traust ríkir ekki í minn garð eins og ég hef rakið. Það er full- reynt. Einnig skal það sagt að flokksforystan hefur rofið traust mitt til hennar. Sömu áherslur á nýjum vettvangi Frá því ég var fyrst kosinn á Alþingi haustið 2017 hef ég haft vinnusemi að leiðarljósi. Ég hef lagt áherslu á ábyrga stjórn ríkisfjármála, full- veldi og sjálfstæði, réttlátt velferðarkerfi, öfl- ugan landbúnað og byggðastefnu, skilvirkt og mannúðlegt hælisleitendakerfi, verndun ís- lenskrar menningar, mannhelgi og hinn kristna menningararf þjóðarinnar. Ég get fullvissað stuðningsfólk mitt um að ég mun hvergi hvika frá öflugum málflutningi og vinnu við þessi mikilvægu mál. Það væri hins vegar ekki heiðarlegt, hvorki gagnvart eigin samvisku né kjósendum, að halda áfram innan hóps þar sem skortir á gagnkvæmt traust. Þess vegna tel ég farsælast að víkja af stjórn- málasviði Miðflokksins. Ég kveð formann flokksins með virðingu og þakklæti. Hann er öflugur stjórnmálamaður sem hefur gert margt gott fyrir land og þjóð og sumt af því er van- metið. Ég hefði hins vegar kosið að hann héldi fastar um stjórnartaumana innan flokksins. Minni baráttu ætla ég að halda áfram innan raða Sjálfstæðisflokksins. Þar er góður mál- efnalegur samhljómur og þar tel ég að kraftar mínir muni nýtast best. Í breiðum og öflugum hópi þar sem gagnkvæmt traust og virðing er til staðar næst bestur árangur, allt í senn gagn- vart eigin samvisku, kjósendum og þjóðinni allri. Samviskan og heilindi við kjósendur Eftir Birgi Þórarinsson »Minni baráttu ætla ég að halda áfram innan raða Sjálfstæðisflokksins. Þar er góður málefnalegur samhljómur og þar tel ég að kraftar mínir muni nýtast best. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.