Morgunblaðið - 09.10.2021, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Hafnargata 29 í miðbæ Keflavíkur
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Ný 2ja herbergja íbúð á annarri hæð í
vandaðri nýbyggingu. Sjávarútsýni
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 40.900.000 Birt stærð eignar er 107,6m2
H
inn 30. september sl. var haldið
málræktarþing í tilefni af ár-
legri ályktun Íslenskrar mál-
nefndar um stöðu íslenskrar
tungu. Skömmu áður hafði ég spjallað við
upplýstan mann sem tjáði mér, eftir að hann
heyrði að ég ynni á Árnastofnun, að hann
leiddi ekki oft hugann að stöðu íslenskunnar
nema hvað honum fyndist hún alltaf vera í
nauðvörn og í miklum vanda stödd; hann
saknaði þess að tungan bærist í tal undir já-
kvæðum og skemmtilegum formerkjum.
Ályktun málnefndarinnar útfærir þessa
tilfinningu því að þar er skrifað um ímynd-
arvanda þjóðtungunnar; að í huga nemenda
sé „íslenska stundum tengd sérstaklega við
skólaverkefni, einkunnir, leiðréttingar, virð-
ingu og eldra fólk en enska aftur á móti við
skemmtun, afþreyingu, ferðalög og framtíð-
artækifæri.“ Í tengslum við námsefni er
haft á orði að það þurfi að endurspegla nýja
fagþekkingu, til dæmis í því „hvernig fjallað er um málbreytingar í ís-
lensku, tilbrigði í máli og málviðmið eins og hvaða atriði þyki eða þyki
ekki við hæfi.“
Þá er vakin athygli á útbreiddu tvítyngi meðal leikskólabarna og mik-
ilvægi þess að þau fái öll góða
þjálfun í sínu móðurmáli um
leið og þurfi að efla fagþekk-
ingu leik- og grunnskóla-
kennara á íslensku máli, ekki
síst þegar kemur að því að
kenna íslensku sem annað
mál og fá börn og unglinga til
að lesa. Eins og Jón Yngvi Jóhannsson sagði á þinginu: „Það lærir eng-
inn að lesa sér til gagns nema lesa sér til gamans fyrst.“
Alkunna er að íslensk málstefna hefur einkennst af málstýringu og
hreintungustefnu sem lengst af hefur ríkt sátt um í samfélaginu. Að
frumkvæði menntamanna hlaut sú hugmynd brautargengi að skapa
tungunni nýyrði, hreinsa burt slettur og erlend áhrif og laga beygingar
og fleiri málfarsþætti að fyrirmynd forna málsins. Þannig varð nútíma-
íslenska líkari máli fornsagna en tungutaki 17. aldar. Þó að þessi mál-
stýring hafi komið að ofan var henni tekið opnum örmum því að með
hreintungustefnunni varð íslenskan gegnsærri og auðskildari en ef
tökuorð hefðu verið gripin upp með hverri nýrri hugmynd sem nútíminn
færði tungunni.
Gangi málstýring að ofan of langt er hætt við að stuðningurinn dvíni
og að börn fái málóttatilfinningu fyrir því að „rétta“ íslenskan sé ekki
þeirra mál — eins og Hanna Óladóttir kom inn á og vildi fremur virkja
áhuga barna á að tala um tungumálið, m.a. sem valdatæki og á sínum
forsendum.
Með breyttum tíðaranda kvikna nýjar hugmyndir um hvernig sé við
hæfi að tala saman og beita tungumálinu. Og þá skiptir máli að fólk finni
að sú málstefna og málstýring sem því finnst endurspegla réttlæt-
iskennd sína sé ekki barin niður af mályfirvöldum með heitstrengingum
um að ekki megi breyta málinu með nýjum hugmyndum. Í því samhengi
er vert að minnast þess að málstýring byggð á tiltekinni hugmyndafræði
hefur verið eitt helsta einkenni íslenskrar málstefnu undanfarnar aldir.
Málstýring og
hugmyndafræði
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Ljósmynd/Unsplash, Gaelle Marcel
Þjálfun Mikilvægt er að fá
börn til að lesa.
Þ
egar rætt er um gerð nýs stjórnarsáttmála til
fjögurra ára minnist enginn á utanríkis-, örygg-
is- eða varnarmál. Þessi mál bar ekki heldur
hátt í kosningabaráttunni. Túlki einhver þögn-
ina á þann veg að málaflokkurinn skipti litlu eða engu er
um misskilning að ræða.
Í byrjun vikunnar, mánudaginn 4. október, komu for-
ystumenn nágranna okkar á Grænlandi og í Færeyjum
saman til fundar með forsætisráðherra Danmerkur í
Kaupmannahöfn og rituðu undir yfirlýsingu sem stað-
festir skipun samstarfsnefndar ráðherra landanna um
utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þetta er nýmæli innan
danska ríkjasambandsins.
Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen sagði
mikilvægt að styrkja samstarf Dana, Færeyinga og
Grænlendinga á grundvelli gagnkvæmrar virðingar og
jafnréttis. Í samstarfsnefndinni yrði skipst á upplýs-
ingum, afstaða samræmd og rætt náið um utanríkis-,
öryggis- og varnarmál að því er varðar Færeyjar og
Grænland sérstaklega.
Nefndin kemur til sögunnar vegna óska stjórna Fær-
eyja og Grænlands um meira svig-
rúm til áhrifa á ákvarðanir í þess-
um mikilvægu málaflokkum.
Lokaúrlausnir í utanríkis- og
varnarmálum eru á valdi dönsku
ríkisstjórnarinnar.
Múte B. Egede, formaður
grænlensku landstjórnarinnar,
Naalakkersuisut, segir skipun
nefndarinnar sýna vilja til að efla innra samstarf ríkjanna
en einnig til að viðurkenna ólíka hagsmuni þeirra innan
samstarfsins. Með þessu sé ýtt undir að Grænlendingar
verði virkari þátttakendur í alþjóðasamstarfi.
Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, segir
nauðsynlegt að nútímavæða ríkjasambandið með því að
stuðla að meiri samvinnu milli þjóðanna þriggja. Fær-
eyingar verði varir við sífellt meiri áhuga stórveldanna á
landi sínu og væntir lögmaðurinn þess að samstarfs-
nefndin verði til að auka áhrif Færeyinga sjálfra á
ákvarðanir í öryggis- og varnarmálum sem snerti þá á
komandi árum.
Hér er með öðrum orðum enn eitt dæmið um nýmæli í
norrænum öryggismálum sem brýnt er að skoða ræki-
lega frá íslenskum sjónarhóli. Allar ákvarðanir ná-
grannaþjóðanna snerta okkur á einn veg eða annan.
Sömu sögu er að segja um ákvarðanir hér á landi og
hagsmuni þessara þjóða. Til að um trúverðugar varnir
Færeyja og Grænlands sé að ræða verður Ísland að
standa við hlið þeirra. Hvorki í Færeyjum né á Græn-
landi verður flugher eða kafbátaleitarvélum NATO-ríkja
sköpuð sambærileg aðstaða og er á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli.
Ákvarðanir um þessa nýskipan í samskiptum stjórn-
valda innan konungsríkisins Danmerkur eru ekki teknar
í tómarúmi eða að óathuguðu máli. Þær má rekja (1) til
nýrrar og sjálfstæðari stöðu Grænlands og Færeyja inn-
an ríkjasambandsins, (2) til niðurstaðna fræðilegra rann-
sókna danskra stjórnmála- og herfræðinga og (3) til auk-
ins strategísks áhuga stórveldanna á Norður-Atlantshafi
og Arktis (norðurslóðum).
Skömmu áður en ritað var undir Kaupmannahafnar-
yfirlýsinguna 4. október kom út bókin Sikkerhedspolitik í
Arktis og Nordatlanten þar sem 15 fræðimenn í þremur
löndum danska konungsríkisins skrifa fræðilegar greinar
sem snúast einkum um áhrif breyttra aðstæðna í öryggis-
málum á hagsmuni ríkisins og stjórnarhætti þess.
Annar ritstjóra bókarinnar, Jon Rahbek-Clemmensen,
lektor við danska Varnarmálaháskólann, hefur lengi
stundað rannsóknir á stöðu Grænlands í ljósi breyttra
aðstæðna á norðurslóðum. Í grein sinni færir hann rök
fyrir nýrri kenningu um að Danir líti ekki á hlut sinn og
afskipti á Grænlandi einungis sem „tæki“ til að ná hnatt-
rænum strategískum markmiðum heldur sem markmið í
sjálfu sér. Sé áhugi Dana á Græn-
landi einungis vegna áhrifa
strategískrar þýðingar landsins á
alþjóðavettvangi hefði afstaða
Dana átt að breytast eftir lok
kalda stríðsins á tíunda áratugn-
um og í upphafi 21. aldar þegar
Grænland reyndist ekki lengur
„tæki“ í samkeppni stórveldanna.
Við blasi að danskir stjórnmálamenn kjósi að standa vörð
um konungsríkið vegna þess sjálfs og þeir vilji verja
verulegum fjárhæðum í því skyni.
Jon Rahbek-Clemmensen segir meirihluta Grænlend-
inga líta á aðild að ríkjasambandinu sem „tæki“ til verja
velferðarríkið Grænland þar til sjálfstæðir Grænlend-
ingar hafi einir burði til að tryggja eigin velferð. Í sam-
skiptum Dana og Grænlendinga ríki þögn um fjárhags-
legan ávinning af núverandi skipan. Þögnina verði að
rjúfa, annars séu öll spilin ekki lögð á borðið.
Athugun á norrænum öryggismálum undanfarin
umbreytingaár sýnir að nokkur óvissa hefur ríkt um
hvaða stefnu samskipti Dana við Færeyinga og þó eink-
um Grænlendinga tækju. Spurningar hafa vaknað um
hvort öryggis- og varnarmál skuli aðeins ræða við danska
embættismenn í Kaupmannahöfn en ekki líta til Nuuk
eða Þórshafnar. Nú liggur fyrir að um þrjá jafnréttháa
aðila er að ræða þótt málum sé formlega ráðið til lykta í
Kaupmannahöfn. Í höfuðborgum landanna verða sér-
stakar tengi-skrifstofur um þessi mál og formennska í
samstarfsnefndinni færist á milli landanna. Færeyingar
sitja á formannsstóli árið 2022.
Hér á landi er málum því miður þannig háttað að
hvergi, hvorki innan háskóla né annars staðar, er fyrir
hendi þekking og því síður stundað rannsóknarstarf sem
jafnast á við það sem birtist í danska ritinu fyrrnefnda
um öryggismálin á norðurhveli. Þetta er alvarlegur ann-
marki á íslenskri hagsmunagæslu hvort heldur litið er til
öryggis- og varnarmála eða EES-mála. Þarna ættu þau
sem sitja nú og semja stjórnarsáttmála til næstu fjögurra
ára úr að bæta.
Nýmæli í danska konungsríkinu
Til að um trúverðugar varn-
ir Færeyja og Grænlands sé
að ræða verður Ísland að
standa við hlið þeirra.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Félagsvísindamenn, lög-
regluþjónar og fangaverðir
komu saman á ráðstefnu á Akureyri
6. október 2021 til að ræða um lög-
gæslu, refsingar og afbrotavarnir.
Framlag mitt var erindi um, hvernig
löggjafinn gæti fækkað verkefnum
lögreglunnar, svo að hún gæti ein-
beitt sér að þeim, sem brýnust væru.
Þetta mætti gera með því að hætta
að eltast við þær athafnir manna,
sem ættu sér engin fórnarlömb, og
nefndi ég í því sambandi vændi,
klám, innherjaviðskipti og skatta-
hagræðingu.
Leiðarljós mitt var frá heilögum
Tómas af Akvínas, sem segir í riti
sínu um lögin (96. spurning, 2. grein,
í þýðingu Þórðar Kristinssonar):
„Lög manna eru sett fjölda manna,
sem að meiri hluta eru ekki full-
komlega dygðugir. Og þess vegna
banna mannalög ekki alla þá lesti,
sem dygðugir menn forðast, heldur
einungis alvarlegri lesti, sem meiri
hlutanum er fært að forðast, og eink-
um þá, sem eru öðrum til sársauka
og sem eru þannig, að væru þeir ekki
bannaðir, væri ekki unnt að viðhalda
samfélagi manna; þannig banna
mannalög morð, þjófnað og þess
háttar.“
Ég hef áður rætt hér um vændi og
klám, en minni á, að aðstaða vænd-
iskvenna og klámleikara hefur snar-
batnað við það, að milliliðir eru þar
að hverfa úr sögunni. Á netinu geta
þessir hópar nú átt viðskipti beint við
þá, sem vilja kaupa af þeim þjónustu.
Margir eiga hins vegar erfitt með að
skilja, að innherjaviðskipti eigi sér
ekki alltaf fórnarlömb. En lítum á
einfalt dæmi. Hluthafi í fyrirtæki fær
innherjaupplýsingar um það á
fimmtudegi, að fyrirtækið muni
hækka í verði á mánudag. Hann
kaupir fleiri hlutabréf og hagnast
talsvert, þegar þau hækka. Þá spyrja
einhverjir: Töpuðu ekki hinir hlut-
hafarnir, sem fengu ekki þessar upp-
lýsingar? Svarið er nei. Það er rangt
að draga hið háa verð hlutabréfanna
á mánudag (sem allir hluthafar njóta)
frá hinu lága verði þeirra á fimmtu-
dag (sem öllum stóð til boða) og skil-
greina það sem tap annarra hluthafa.
Þeir eru ekki verr settir en áður. Þeir
áttu ekki rétt á, að innherjinn deildi
upplýsingum sínum. Þeir eru engin
fórnarlömb. Þá er auðvitað gert ráð
fyrir, að upplýsingarnar hafi verið
fengnar án svika eða blekkinga.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Á að refsa fyrir fórn-
arlambalaus brot?