Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 31
MINNINGAR 31Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Töluvert hefur
verið rætt um það
hvort skipta eigi
út stjórnarskrá
lýðveldisins fyrir
nýja stjórnarskrá
byggða á til-
lögum stjórnlaga-
ráðs eða gera
nauðsynlegar
umbætur á þeirri
sem fyrir er. Hef-
ur því gjarnan
verið haldið fram í röðum
þeirra sem vilja nýja stjórn-
arskrá að með því að gera
breytingar á gildandi stjórn-
arskrá væri verið að hafa að
engu það ferli sem sett var af
stað á sínum tíma og gat af sér
tillögur ráðsins.
Stjórnlagaráði var hins veg-
ar aldrei falið það verkefni af
stjórnvöldum að semja nýja
stjórnarskrá fyrir Ísland. Það
sama á við um stjórnlagaþing
þótt það hafi reyndar aldrei
tekið til starfa þar sem Hæsti-
réttur komst að þeirri niður-
stöðu að ógilda bæri kosning-
arnar til þess. Einungis var
þannig lagt fyrir bæði stjórn-
lagaráð og stjórnlagaþing að
leggja fram tillögur um breyt-
ingar á stjórnarskrá lýðveld-
isins.
Tillögur um
breytingar
á stjórn-
arskránni
Þannig segir
til að mynda í
þingsályktun Al-
þingis um skip-
un stjórnlag-
aráðs sem
samþykkt var
hinn 24. mars
2011: „Alþingi
ályktar að skipa
25 manna
stjórnlagaráð sem fái það
verkefni að taka við og fjalla
um skýrslu stjórnlaganefndar
og gera tillögur um breytingar
á stjórnarskrá lýðveldisins Ís-
lands, nr. 33/1944.“ Þings-
ályktunin var forsenda þess að
ráðið var skipað og á þeim
grundvelli fór starfsemi þess
fram.
Hið sama má lesa á vef
stjórnlagaráðs: „Verkefni
ráðsins væri að taka við og
fjalla um skýrslu stjórnlaga-
nefndar og gera tillögur um
breytingar á stjórnarskrá lýð-
veldisins Íslands.“ Þá sagði í
greinargerð með frumvarpi til
laga um stjórnlagaþing frá
2010: „Í frumvarpinu er ráð-
gert að stjórnlagaþing hafi
tímabundið og afmarkað hlut-
verk sem er að endurskoða og
gera tillögur um breytingar á
stjórnarskrá lýðveldisins.“
Farið á skjön við þings-
ályktun Alþingis
Með öðrum orðum hafði
stjórnlagaráð í raun aldrei
heimild til þess að leggja fram
frumvarp að nýrri stjórn-
arskrá heldur einungis frum-
varp sem innihéldi tillögur um
breytingar á gildandi stjórn-
arskrá lýðveldisins sem fyrr
segir. Sú ákvörðun ráðsins að
ganga mun lengra en lagt var
fyrir það og leggja fram frum-
varp að nýrri stjórnarskrá var
þannig ljóslega í fullkominni
andstöðu við það verkefni sem
því var falið að vinna.
Krafa um að lýðveldis-
stjórnarskránni verði skipt úr
fyrir nýja er fyrir vikið þvert á
móti algerlega á skjön við
þingsályktun Alþingis sem lá
til grundvallar skipun stjórn-
lagaráðs. Vert er einnig að
hafa í huga að ráðið var Al-
þingi einungis til ráðgjafar í
þessum efnum eins og tekið
er skýrt fram meðal annars í
greinargerðinni með þings-
ályktuninni. Rétt eins og
þjóðatkvæðið sem fram fór
haustið 2012 um tillögurnar.
Lokaorð Alþingis
áréttað á kjörseðlinum
Það stóð einfaldlega aldrei
til að tillögur stjórnlagaráðs
yrðu sjálfkrafa samþykktar.
Það er ekki að ástæðulausu að
rætt var um tillögur í því
sambandi og ítrekað áréttað í
gögnum málsins, þar á meðal
bæði í kynningarbæklingi
sem sendur var á heimili
landsins í aðdraganda
þjóðaratkvæðisins og á kjör-
seðlinum, að Alþingi ætti
lokaorðið lögum samkvæmt
um það hvort, og þá að hve
miklu leyti, tekið yrði mið af
tillögunum.
Stefna ríkisstjórnarinnar,
um að gerðar verði þær
breytingar á stjórnarskrá lýð-
veldisins sem talin er þörf á í
sem breiðastri sátt og með
eðlilegri hliðsjón af þeirri
vinnu sem fram hefur farið á
undanförnum árum í þessum
efnum, er þannig í fullu sam-
ræmi bæði við þingsályktun
Alþingis um skipun stjórnlag-
aráðs sem og þær forsendur
sem lágu til grundvallar þjóð-
aratkvæðinu sem fram fór um
tillögur ráðsins.
Var aldrei falið að semja
nýja stjórnarskrá
Eftir Hjört J.
Guðmundsson » Stjórnlagaráði
var aldrei falið
að semja nýja
stjórnarskrá fyrir
Ísland. Einungis að
leggja fram tillögur
að breytingum á
stjórnarskrá lýð-
veldisins.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðingur
og alþjóðastjórnmála-
fræðingur.
hjortur@fullveldi.is
✝
Hulda Frið-
bertsdóttir
fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð
24 maí 1933. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
fjarða, Ísafirði, 28.
september 2021.
Foreldrar henn-
ar eru Jóna Reyn-
hildur Magn-
úsdóttir, f. 12.
janúar 1905, d. 11. júlí 1991, og
Friðbert Guðmundsson, f. 30.
nóvember 1900, d. 27. janúar
1973.
Systkin Huldu eru: Magnús,
Stefanía Aðalheiður, Þorsteinn
Erlingur, Marteinn, Sigríður,
Reynhildur Berta, Ingibjörg,
Lilja og Haukur, þau eru látin.
Á lífi er Elvar Jón. Hulda var
sú sjötta í röðinni.
29. desember 1956 giftist
Hulda Kristjáni R.V. Þórarins-
syni frá Hrauni í Keldudal í
Dýrafirði og eignuðust þau
saman sjö börn. Fyrir átti
Hulda tvo syni sem eru: 1) Mar-
teinn Einar Viktorsson, f. 31.
desember 1951, d. 16. mars
2019, eiginkona hans er Sigríð-
ur M. Gestsdóttir, hann á tvö
börn. 2) Jón Þórður Stefánsson,
f. 31. desember 1953, hann var
alinn upp hjá kjörforeldrum frá
níu mánaða aldri, eiginkona
hans er Mette Nielsen, hann á
tvo syni.
Börn Huldu og Kristjáns eru:
3) Guðmundur Magnús Krist-
jánsson, f. 6. september 1955,
eiginkona hans er Hjördís Guð-
mundsdóttir, hann á þrjá syni.
4) Ólafur Benóný, f. 28. nóv-
ember 1956. 5) Barði, f. 11. des-
ember 1958, sambýliskona
Matthildur Björk Gestsdóttir,
hann á þrjú börn.
6) Friðbert Jón, f.
2. desember 1960,
eiginkona hans er
Ásta G. Krist-
insdóttir, hann á
fjögur börn. 7)
Birkir, f. 28. mars
1962, hann á sex
börn. 8) Valdís
Bára, f. 30. maí
1969, eiginmaður
hennar er Björn
Drengsson, hún á eina dóttur
og fjögur stjúpbörn. 9) Hafliði
Þór, f. 4. nóvember 1972, eig-
inkona hans er Alda Alberts-
dóttir, hann á fimm börn.
Heildarfjöldi afkomenda Huldu
eru í dag 63.
Hulda er fædd og uppalin á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Þar lifði hún í takt við það sem
tíðkaðist á þeim tíma, fór í
barnaskólann, lærði að synda
og var ung farin að vinna við
að gæta barna, var send til að
hjálpa til á öðrum heimilum
þegar þörf var á. Ung fór
Hulda sem vinnukona til
Reykjavíkur en kom aftur heim
í Súgandafjörðinn og fluttist
svo þaðan með Kristjáni eig-
inmanni sínum í Dýrafjörð
1955. Bjuggu þau fyrst á Húsa-
túni í Haukadal, svo á Brekku-
götu 40 á Þingeyri þar sem þau
byggðu sér stórt og mikið
steinhús utan um fjölskylduna.
Hulda bjó á Brekkugötunni þar
til í janúar 2021 er hún fluttist í
þjónustuíbúð tengda Dval-
arheimilinu Tjörn á Þingeyri.
Streymi á útför Huldu má
finna á fésbókarsíðu Þingeyr-
arprestakalls.
Hulda verður jarðsungin frá
Þingeyrarkirkju í dag, 9. októ-
ber 2021, klukkan 14.
Elsku Hulda. Það voru forrétt-
indi að fá að kynnast þér þegar ég
var að alast upp en mikill sam-
gangur var á milli fjölskyldna
okkar og oft sem við vorum hjá
ykkur Stjána en hann var föður-
bróðir minn. Einhvern tímann, ég
sem barn, þá borðuðum við hjá
ykkur Stjána soðinn fisk og kart-
öflur, allt stappað vel saman og
svo var gert „kóngulóarhús“.
Man að mér fannst þetta flott og
gerði þetta lengi vel bæði fyrir
mig og seinna svo fyrir börnin
okkar Siggeirs og svo núna fyrir
barnabörnin okkar, sem borða
helst ekki matinn fyrr en
kóngulóarhúsið er komið á disk-
inn, þannig að það lifir með okk-
ur.
Þegar ég var unglingur, og
rúmlega það, var ég svo heppin að
fá vinnu í kaupfélaginu bæði
„uppi og niðri“, þ.e bæði í mat-
vöruversluninni sem og „altmu-
ligt“-versluninni uppi. Þá var nú
gott að hafa Huldu til að vinna
með og leiðbeina manni með ým-
islegt. Oft sást þú um baksturinn
á morgnana og þar sem ég mætti
fyrr en aðrir áttum við oftar en
ekki góð samtöl yfir morgunboll-
anum. Talandi um morgunboll-
ann. Eftir að ég fór svo að búa og
eignast börn þá var það partur af
lífi mínu og barnanna að rölta við
á nr. 40 og fara í kaffi til Huldu og
Stjána. Alltaf mætti okkur bros,
hlýja og yndislegar stundir. Ég
segi oft að Elías okkar hafi nú
lært sitthvað frá afabróður sín-
um, svo oft vorum við þarna
heimagangar og móttakarinn hjá
stráknum vel virkur. Og klein-
urnar, maður minn, bestar, Elías
og Sólrún voru dugleg að gera
þeim skil og komu stundum með
poka heim, höfðu verið úti að leika
og ákváðu að koma við hjá þér og
fengu þá gjarnan nesti. Fáir sem
gera jafn góðar kleinur og þú
elsku Hulda en veit það þó að hún
Valdís dóttir þín er með sömu
hæfileikana og þú í því verki,
enda haft góða leiðsögn.
Nú þegar ég lít um öxl og
lengra varð á milli okkar þar sem
við fluttum á Þórshöfn hefði ég
viljað vera duglegri að heimsækja
þig á ferðum mínum vestur,
fannst ég alltaf hafa nægan tíma
en svo voru dagarnir flognir út í
buskann og ég á leið austur, heim,
aftur án þess að koma við hjá þér.
Mikið er ég þó þakklát fyrir að
hafa átt góða stund með þér og
mömmu úti á Tjörn sl sumar, þú
full af æðruleysi, þrátt fyrir að
það væru krefjandi tímar fram
undan hjá þér, og sátt við hlut-
skipti þitt í lífinu.
Alltaf spurðir þú um krakkana
okkar og þegar við hittumst síð-
ast, einmitt í sumar, og ég sýndi
þér mynd af barnabörnunum
okkar og talaði um að Elíasdóttir
væri ansi fjörug, þá hlóstu nú
bara og sagðir: „Er hún ekki bara
lík pabba sínum eins og hann
var?“
Hulda, takk fyrir að vera vin-
kona mín öll þessi ár. Takk fyrir
að leiðbeina mér ef ég á þurfti að
halda. Takk fyrir að vera til. Takk
fyrir að vera þú.
Nú hafin er ferðin til frjálsari staða
og fegurðin slík að í hjartanu brenn.
Himinninn sálir með sólinni baða
sindra þar brosin í hvolfinu enn.
Ég kveð þig nú Hulda og helst
þess ég bið
að hafir þú komist í stjarnanna sali.
Er hittumst við síðar þá legg ég þér lið
og líðum um hvanngræna dýrðlega dali.
Hugur minn á flakkið fer
fagrar góðar myndir sér.
Í eldhúsinu oft hjá þér
við áttum góðar stundir.
Um síðir koma sælir endurfundir.
(HÖE)
Börnum og fjölskyldum þeirra
sem og öðrum aðstandendum
sendum við Siggeir okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, minning
um góða konu mun lifa í hjarta
okkar, alltaf.
Hrafngerður og Siggeir.
Hulda
Friðbertsdóttir
Léttar veitingar í safnaðarsal að messu
lokinni. Sunnudagaskóli í kapellunni kl.
11. Abbamessa í Hjallakirkju kl. 17.
Prestar eru Sunna Dóra Möller og Bolli
Pétur Bollason. Tónlist Matthías V.
Baldursson og söngvarar. Friðrik Karls-
son á gítar. Matur að messu lokinni.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11.
Prestur er Elínborg Sturludóttir, Dougl-
as Brotchie er organisti og Dómkórinn.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón
Ómar Gunnarsson þjónar og predikar.
Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir
stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Ásgerð-
ur Sara Hálfdánardóttir spilar á píanó
og Ingunn Sigurðardóttir syngur ein-
söng. Það verður söngur og gleði í
sunnudagaskólanum í umsjá Mörtu og
Dagnýjar. Kaffisopi eftir stundina.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helga-
son þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir
söng. Organisti er Gísli Magna Sigríð-
arson. Sunnudagaskóli er á sama tíma
á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa
sr. Magnús Erlingsson og Ásta Jó-
hanna Harðardóttir. Undirleikari er
Stefán Birkisson.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Fermingarfjölskyldur vorsins 2022
boðnar sérstaklega velkomnar. Þjón-
ustan er í höndum sr. Maríu og messu-
þjóna safnaðarins ásamt Antoníu He-
vesi og kirkjukór Grensáskirkju. Heitt á
könnunni fyrir og eftir messu. Þriðju-
dagur 12.10.: Kyrrðarstund kl. 12.
Hannes Guðrúnarson leikur á gítar.
Fimmtudagur 14.10.: Núvitundarstund
með sr. Maríu kl. 18.15-18.45, einnig
á netinu. Bleikur október í Bústaða-
kirkju kl. 12.05 á miðvikudögum og kl.
13 á sunnudögum.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli.
Pálínuboð Dalskóla. Sr. Leifur Ragnar
Jónsson predikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Guðríðarkirkju syngur undir
stjórn Hrannar Helgadóttur organista.
Gengið verður til altaris. Fermingarbörn
og foreldrar þeirra eru hvött til að koma
til messu. Fermingarbörn úr Dalskóla
bjóða upp á veitingar eftir messu.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í
umsjá Ástu Guðmundsdóttur og félaga.
Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl-
skylduguðsþjónusta 10. október kl.
11. Barnakórinn syngur undir stjórn
Brynhildar Auðbjargardóttur. Organisti
Guðmundur Sigurðsson. Helga Magn-
úsdóttir sunnudagaskólaleiðtogi segir
sögu. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson
leiðir stundina. Kaffi, djús og með því á
eftir. Nánar: www.hafnarfjardarkirkja-
.is.
HALLGRÍMSKIRKJA | Bleik fjöl-
AKUREYRARKIRKJA | Geðveik
messa kl. 11 í tilefni af alþjóða geðheil-
brigðisdeginum Samstarf við geðvernd-
armiðstöðina Grófina sem flytur fjöl-
breytta tónlist í messunni. Prestur er
Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sig-
rún Magna Þórsteinsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Brúðuleikrit, Biblíu-
saga og mikill söngur. Andrea Anna
Arnarsdóttir, Thelma Rós Arnarsdóttir,
Ingunn Jónsdóttir djákni og sr. Þór
Hauksson þjóna. Aðalheiður Þorsteins-
dóttir leikur á flygilinn.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barna-
starf kl. 13. Séra Davíð Þór Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Þorsteinn
Jónsson og Emma Eyþórsdóttir annast
samverustund sunnudagaskólans. Kór
Laugarneskirkju syngur, orgelleikari El-
ísabet Þórðardóttir. Heitt á könnunni
eftir guðsþjónustuna.
ÁSTJARNARKIRKJA | Afmælisguðs-
þjónusta í tilefni 20 ára afmælis
Ástjarnarsafnaðar. Sönghópur undir
stjórn Hrafnhildar Blomsterberg syng-
ur. Davíð Sigurgeirssson leikur á gítar.
Nýr prédikunarstóll verður vígður og
kross í altarisgarði. Geir Jónsson fv. for-
maður sóknarnefndar flytur ágrip af
sögu safnaðarins. Prestar kirkjunnar,
sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr.
Kjartan Jónsson, þjóna. Að lokinni
guðsþjónustu býður Inga Rut kirkju-
vörður upp á góðar veitingar.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón
með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur
og Þórarinn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson. Kór Breiðholtskirkju syngur,
organisti er Örn Magnússson. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma í umsjá Stein-
unnar Þorbergsdóttur djákna. Alþjóð-
legi söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14.
Prestar eru sr. Toshiki Toma og sr. Ása
Laufey Sæmundsdóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudaginn 10.
október 2021. Bleikur október í Bú-
staðakirkju. Barnamessa kl. 11. Sóley
Adda, Jónas Þórir og séra Eva Björk
leiða stundina. Bolvíkingamessa/Jazz-
messa kl. 13. Einsöngvarar úr Kamm-
erkór Bústaðakirkju. Djasstríó, Björn
Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson
á bassa og Jónas Þórir á píanó. Gestir
frá Bolungarvík taka þátt í messunni og
m.a. verður flutt lag og ljóð Benedikts
Sigurðssonar â Bolungvarvík. Séra
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og séra Þor-
valdur Víðisson þjóna fyrir altari.
DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta í
Digraneskirkju sunnudaginn 10. októ-
ber kl. 11. Prestur er Gunnar Sigurjóns-
son. Samkór Kópavogs sér um tónlist.
skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurð-
ur Árni Þórðarson og Kristný Rós Gúst-
afsdóttir djákni stjórna stundinni.
Messuþjónar aðstoða. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson. Kaffi á eftir
í safnaðarsal.
HÁTEIGSKIRKJA | Verið hjartanlega
velkomin í messu kl. 11. Ingibjörn Nat-
an Guðmundsson spilar á flygilinn. Fé-
lagar úr kór Kordíu leiða söng undir
stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista.
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnu-
daginn 10. október verður Abbamessa
í Hjallakirkju kl. 17.00 í umsjón sr.
Bolla P. Bollasonar og sr. Sunnu Dóru
Möller. Matthías V. Baldursson sér um
tónlistina ásamt Áslaugu Helgu, Katr-
ínu Hildi, Kristjönu og Friðriki Karlssyni
sem er á gítar. Eftir stundina verður
boðið upp á mat í safnaðarsalnum á kr.
500 og allur ágóði af matnum rennur
óskiptur til Krabbameinsfélagsins.
Verðum einnig með sölu á bleiku slauf-
inni.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | ATH. Sam-
koma fellur niður þessa helgi vegna
haustmóts kirkjunnar í Vatnaskógi.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa
sunnudag kl. 11. Kórfélagar syngja við
undirleik Arnórs Vilbergssonar organ-
ista. Helga Bjarnadóttir er messu-
þjónn. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma í
umsjón Alexanders, Helgu og Marínar.
Þennan dag kl. 17 býður Keflavíkur-
kirkja upp á orgeltónleika þar sem
Björn Steinar Sólbergsson, organisti
við Hallgrímskirkju, leikur valin orgel-
verk.
Kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl.
13. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Vox
Populi leiðir söng. Undirleikari er Gísli
Magna Sigríðarson.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Sr.
Sigurður Arnarson prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur
djákna. Kór Kópavogskirkju syngur
undir stjórn Lenku Mátéovu kantors. Á
eftir guðsþjónustu verður stuttur fund-
ur um fermingarstarfið í vetur en ferm-
ingarbörnum vetrarins, foreldrum og
forráðafólki er boðið sérstaklega til
guðsþjónustunnar. Sunnudagaskóli kl.
11 í kapellu safnaðarheimilis, Hjördís
Perla Rafnsdóttir og Laufey Brá Jóns-
dóttir guðfræðingar leiða.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11
sunnudaginn 10. október. Sr. Aldís Rut
Gísladóttir þjónar, organisti er Magnús
Ragnarsson og Graduale Futuri-kórinn
syngur undir stjórn Dagnýjar Arnalds.
Sunnudagaskólinn í safnaðarheimili
kirkjunnar.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð-
vík | Guðsþjónusta kl. 11 í Njarðvík-
urkirkju (Innri). Sr. Baldur Rafn þjónar
fyrir altari og félagar úr kirkjukórnum
leiða söng undir stjórn Stefáns H. Krist-
inssonar. Streymt verður frá guðsþjón-
ustunni á facebooksíðu Njarðvíkur-
prestakalls.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudag-
inn 10. október kl. 14 verður galdra-
messa og kaffisala Óháða kórsins eftir
messu. Séra Pétur sér um messuhald
og Óháði kórinn leiðir messusöng undir
stjórn Kristjáns Hrannars organista sem
mun jafnframt töfra fram galdratónlist
úr hammondinum. Einar Aron töframað-
ur eða Einar einstaki mun einnig koma
og töfra fram einstök atriði fyrir kirkju-
gesti. Petra mun aðstoða og Ólafur mun
taka á móti gestum að venju.
Sandgerðiskirkja | Fjölskyldumessa
kl. 13. Skólakórinn syngur undir stjórn
Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Barn borið
til skírnar. Hátíðleg og gleðirík stund.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og
Tómas Guðni spilar á píanóið. Söngur,
saga, líf og fjör. Guðsþjónusta kl. 13.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predik-
ar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór
Seljakirkju leiða safnaðarsönginn.
Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu-
morgunn kl. 10. Að eldast vel – öldr-
unarinnsæi. Sr. Bára Friðriksdóttir öldr-
unarfræðingur talar. Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Dr. Jón Ásgeir
Sigurvinsson héraðsprestur þjónar.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu. Sól-
veig Ragna, sr. Bára og Messíana sjá
um sunnudagaskólann. Félagar úr
Kammerkór kirkjunnar syngja. Kaffi-
veitingar eftir athöfn í safnaðarheim-
ilinu. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Prestsþjónustuna annast sr.
Óskar Hafsteinn Óskarsson. Organist-
ar eru Jón Bjarnason og James D.
Hicks.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Fjölskyldumessa
kl. 17. Fermingarbörn aðstoða við þjón-
ustu. Almennur söngur.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11 í
Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir þjónar og predikar. Félagar úr kór
Vídalínskirkju syngja, organisti Jóhann
Baldvinsson. Sunnudagaskóli í Urriða-
holtsskóla kl. 10 og kl. 11 í Vídalíns-
kirkju, ath. gengið inn um Safnaðar-
heimili. Biblíusögur, brúðuleikhús og
söngur.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæ-
mundssonar og sr. Bragi J. Ingibergs-
son þjónar með aðstoð messuþjóna
kirkjunnar. Kaffihressing að messu lok-
inni.
Messur á morgun