Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 38

Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Deildarstjóri skólaþjónustu Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða starf deildar skólaþjónustu á fjölskyldusviði Árborgar. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu og þekkingu á skólaþjónustu og almennu skólastarfi. Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 11 þúsund manns og lögð er áhersla á öflugt skólastarf og góða frístunda- og velferðarþjónustu. Skólaþjónustan og aðrar deildir fjölskyldusviðs vinna af miklum krafti að eflingu þverfaglegs samtarfs og snemmtæks stuðnings sem er liður í að styrkja heildstæða nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Meginþjónustuþættir skólaþjónustu eru kennslufræðileg ráðgjöf, talmeinaráðgjöf og þjálfun, sálfræðiráðgjöf, stuðningur við starfsþróun í skólum sem og ýmsar skimanir og greiningar. Í Sveitarfélaginu Árborg eru sex leikskólar og fjórir grunnskólar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022 eða eftir nánari samkomulagi. Meginverkefni • Fagleg forysta á sviði skólaþjónustu í samræmi við lög og menntastefnu Árborgar • Stýra og bera ábyrgð á daglegu starfi og rekstri skólaþjónustu • Næsti yfirmaður starfsfólks skólaþjónustu, m.a. kennsluráðgjafa, sálfræðinga og talmeinafræðinga • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs í Árborg • Innleiðing á nýju verklagi og þróun teymisvinnu í samstarfi við aðra stjórnendur • Stjórnsýsluverkefni og ábyrgð á rekstri skrifstofu skólamála ásamt sviðsstjóra • Tryggja gott samstarf við stofnanir á sviði heilbrigðis- og skólamála Menntun og færnikröfur • Háskólamenntun í menntavísindum eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Framhaldsmenntun er kostur • Leiðtogahæfileikar og hæfni í teymisvinnu • Þekking og reynsla af rekstri og opinberri stjórnsýslu • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæði • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku • Góð færni í ensku og fleiri tungumálum er kostur Nánari upplýsingar Umsóknarfrestur er til 18. október 2021. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Sveitarfélagsins Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, thorsteinnhj@arborg.is eða í síma 480-1900. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, ásamt greinargóðum rökstuðningi fyrir hæfni í starfið og er skilað í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins, starf.arborg.is ARKITEKT / BYGGINGAFRÆÐINGUR Vegna spennandi verkefna framundan óskum við eftir bygg- ingafræðingi eða arkitekt með gott vald á fullnaðarhönnun bygginga. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á Revit eða sambærilegu BIM forriti. Við bjóðum upp á lifandi og skemmtilegan vinnustað þar sem unnið er af metnaði að fjölbreyttum verkefnum. Arkþing-Nordic er hluti af Nordic Office of Architecture sem er 270 manna fyrirtæki með starfsemi í fjórum löndum. Hér á Íslandi starfa 31 hjá fyrirtækinu. Umsóknir sendist til hh@arkthing.is fyrir 21. október. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. www.nordicarch.com Viðskiptavit ehf. er framsækið fyrirtæki í byggingariðnaði sem sinnir verktöku ásamt alhliða verkefnastjórnun og ráðgjöf. Viðskiptavit hefur innan sinna raða reynslumikið og hæfileikaríkt starfsfólk á sviði byggingarstarfsemi og verkefnastjórnunar. Verkstjóri / Staðarstjóri Frábær verkstjóri óskast Viðskiptavit ehf vantar hörkuduglegan verkstjóra / staðarstjóra til daglegrar verkstjórnunar og reksturs á byggingarsvæðum sínum. Um er að ræða skemmti- legt, krefjandi og fjölbreytt starf þar sem öryggi, gæði og afköst skipta meginmáli. HÆFNISKRÖFUR Viðeigandi menntun, reynsla vegur þungt, góð færni í samskiptum og drifkraftur. Meistararéttindi í húsasmíði eru áskilin. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Rekstur byggingarsvæðis með öllu því sem tilheyrir. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR Húsasmíðameistari Umsóknarfrestur er til 18. október 2021. Umsóknir fara í gegnum alfred.is. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár hagvangur.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.