Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tjaldið nefnist ný leiksýning eftir
leikhópinn Miðnætti sem frumsýnd
verður á morgun, sunnudag, kl. 11 í
Borgarleikhúsinu. Sýningin er ætluð
allra yngstu leik-
húsgestunum, frá
þriggja mánaða
aldri til þriggja
ára og um leið for-
eldrum eða öðr-
um fullorðnum
líka, eins og gefur
að skilja. Er verk-
inu lýst sem
upplifunarleik-
húsi þar sem áhersla er lögð á sjón,
heyrn og snertingu í stað talaðs máls.
Agnes Wild er leikstjóri verksins
og einn höfunda en hinir eru Sigrún
Harðardóttir, Nick Candy og Eva
Björg Harðardóttir. Sigrún og Nick
leika í verkinu og Eva sér um leik-
mynd, búninga og leikgervi. Sigrún
sér um tónlist og hljóð, lýsing er í
höndum Ólafs Ágústs Stefánssonar
og um sviðshreyfingar sjá Agnes og
Juliette Louste. Nick er leikari og
sirkuslistamaður og Sigrún fiðluleik-
ari og semur alla tónlistina, auk þess
að leika á sviðinu. Hún leikur þar á
ýmis hljóðfæri, m.a. ukulele og
klukkuspil, sem eflaust munu hrífa
börnin.
Eitthvað fyrir alla
Miðnætti hefur samið og sýnt fleiri
sýningar fyrir yngstu leikhúsgesti og
má nefna Geim-mér-ei, Á eigin fótum
og sýningar og sjónvarpsþætti um
álfana Þorra og Þuru.
Tjaldið er ætlað þriggja mánaða
börnum til þriggja ára, sem fyrr seg-
ir, og Agnes er spurð hvort einhvern
tíma hafi komið svo ung börn á sýn-
ingar Miðnættis, þ.e. þriggja mán-
aða. „Já, við vorum með prufusýn-
ingu í gær og þar voru tvíburar sem
ég held að hafi verið fjögurra mán-
aða,“ svarar Agnes. Sýningin sé
hugsuð þannig að eitthvað sé fyrir
alla og allra yngstu börnin nái að
taka inn rýmið og skynja eitt og ann-
að. „Það eru sterkir kontrastar í lit-
unum, þú getur horft á þá og það er
tónlist til að hlusta á og eldri börnin
geta verið með, kallað fram í eða sagt
eitthvað og verið raunverulegir þátt-
takendur í sýningunni. Þetta eru per-
sónumiðaðar upplifanir,“ segir
Agnes og bendir á að dans- og sviðs-
hreyfingar séu mjög mikilvægur
hluti verksins þar sem tjáning fer
ekki fram með orðum.
Einfaldur söguþráður
– Hvernig er verkið byggt upp?
Það er varla nein saga í gangi?
„Jú, það er í rauninni mjög einfald-
ur söguþráður þannig að fyrir elstu
börnin, þau sem eru þriggja ára, er
söguþráður sem þau geta fylgt og
persónur sem leiða okkur í gegnum
verkið.
Sýningin heitir Tjaldið því hún
gerist inni í risastóru tjaldi sem
áhorfendur sitja inni í og þar eru
leikararnir líka. Þar er maríubjalla
sem heitir María og á heima í tjald-
inu og svo kemur ferðalangur í heim-
sókn sem heitir Leifur og er lirfa.
Þetta er staðurinn þar sem hann ætl-
ar að verða stór, kannski fiðrildi, og
hann er þangað kominn til að borða.
Þau kynnast, verða vinir, leika sér og
fara í leiki sem krakkarnir geta farið
í með þeim, spila á hljóðfæri og
syngja og svona. Svo í rauninni
hverfur Leifur, hann týnist og kemur
svo aftur sem fiðrildi,“ segir Agnes.
Sagan sé afar einföld og börnin geti
tengt við persónurnar og það sem
fram fer.
Verða hluti af sýningunni
Verkið hefur verið sýnt börnum í
þremur rennslum og segir Agnes
þau hafa gengið ótrúlega vel. „Það er
svo gaman að sjá hvernig þau verða í
raun hluti af sýningunni. Leikararnir
geta tekið sinn tíma til að hleypa
þeim inn í verkið og við erum inni í
þessum töfraheimi þar sem allt er
mjúkt og kósí, gestir sitja á teppum
og púðum og eiga rólega stund sam-
an,“ segir Agnes. Börnunum hafi
þótt yndislega gaman á rennslunum.
Eftir sýningu geta gestir sest fram
í forsal leikhússins, notið veitinga og
börnin fá að leika sér. Sýningin er 45
mínútur að lengd.
Ljósmynd/Eyþór Árnason
Töfrandi Frá rennsli á Tjaldinu í Borgarleikhúsinu. Börn og foreldrar fylgjast með Maríu maríubjöllu og Leifi lirfu.
Agnes Wild
Persónumiðaðar upplifanir
- Upplifunarverkið Tjaldið frumsýnt í Borgarleikhúsinu - Sýning ætluð börnum frá þriggja mán-
aða aldri til þriggja ára - María maríubjalla og Leifur lirfa leika við börnin - Fer fram í stóru tjaldi
Erla Axels opnar sýningu á nýjum verkum, sem hún
vann með olíu á striga og blandaðri tækni, í dag, laugar-
dag, kl. 14 í Listaseli við Selvatn á Miðdalsheiði á Nesja-
vallaleið. „Það er þægileg tilfinning þegar ég mála, að
leyfa því að koma sem kemur og fyrirfram ákveðnum
hlutum að hverfa. Ég hugsa með þakklæti um þá sköp-
unargáfu sem mér er gefin og æskuminningar birtast
ljóslifandi og fá nýtt líf,“ skrifar Erla meðal annars í til-
kynningu. Vinnustofa og sýningarsalur Erlu er í Lista-
seli og er þetta 29. einkasýning hennar.
Erla sýnir í Listaseli við Selvatn
Erla Axels
Málþing verður haldið í dag frá kl. 13 til 15.30 í Lista-
safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í tengslum við sýningu
sem þar stendur nú yfir og nefnist Iðavöllur: Íslensk
myndlist á 21. öld.
„Markmiðið með málþinginu er að rýna í umgjörð og
inntak sýningarinnar, verk hennar og viðfangsefni frá
ólíkum sjónarhornum. Framsögumenn munu leitast við
að greina ýmsa samfélagslega, pólitíska og/eða stofn-
analega þætti sem túlka má út frá stærra samhengi
hennar, og spyrja hvort og þá hvernig sýning á verkum
samtímalistamanna getur afhjúpað heimsmynd okkar
tíma, líkt og titill sýningarinnar vísar til,“ segir í tilkynn-
ingu um málþingið sem hefst með ávarpi Ólafar Krist-
ínar Sigurðardóttur safnstjóra og því næst flytur Mark-
ús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar í
safninu, inngang og kynningu.
Erindi flytja svo Jóhannes Dagsson, dósent í mynd-
listardeild LHÍ; Hanna Styrmisdóttir, prófessor í sýn-
ingagerð við LHÍ, og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, dokt-
orsnemi í safnafræði. Eftir kaffihlé fara fram pallborðs-
umræður sem Kristín Dagmar Jóhannesdóttir stýrir. Í
umræðunum taka þátta listamennirnir Anna Júlía Frið-
björnsdóttir, Bjarki Bragason og Páll Haukur Björns-
son. Aðgöngumiði á safnið gildir á málþingið og þarf að
skrá sig á vef safnsins. Frítt er inn fyrir handhafa árs-
korts Listasafns Reykjavíkur og menningarkorts
Reykjavíkur.
Rýnt frá ólíkum sjónarhornum
- Málþing haldið í tengslum við sýninguna Iðavöll
Morgunblaðið/Eggert
Í Hafnarhúsi Gestir á myndlistarsýningunni Iðavöllur.
Oliver Paglia, höfundur þríleiksins The Animal Kingdoms,
mun fjalla um framsetningu skrímsla í goðsögum og lesa
upp úr bókum sínum The Merewyrm’s Tooth og Gauntlet
of Wrath í dag, laugardag, kl. 15 í Gröndalshúsi. Verða
áritaðar bækur til sölu eftir lesturinn. Paglia er enskur rit-
höfundur og kvikmyndagerðarmaður og býr og starfar í
Reykjavík. Fyrsta bókin hans, Merewyrm’s Tooth, var gef-
in út árið 2016 og þar á eftir Gauntlet of Wrath, seinni bók-
in í The Animal Kingdoms-þríleiknum, árið 2018. Hann
vinnur nú að þriðju bókinni, The Tree of Life. Listrænn
áhugi Olivers tengist goðsögum, segir í tilkynningu.
Paglia ræðir um framsetningu skrímsla
The Merewyrm’s
Tooth eftir Paglia
Prins Póló og hirð
hans standa fyrir
Haustpeysufagn-
aði á Kaffi Dal í
Laugardal á
morgun kl. 14.
Níu ár eru liðin
frá því fyrsti fagn-
aðurinn var hald-
inn og tilgang-
urinn að fara í
sína uppáhaldshaustpeysu og mæta
hress á samkomu. Nú mun Prinsinn
bæta um betur og kynna til sögunn-
ar sína eigin haustpeysu. Fékk hann
aðstoð hjá Sigrúnu Höllu Unnars-
dóttur fatahönnuði og prjónaverk-
smiðjunni Glófa við peysugerðina.
Peysan er úr íslenskri lambsull og
mun fást í takmörkuðu upplagi í
Havaríi. Borko mun frumflytja eigin
útgáfu af laginu „Autumn Sweater“
eftir Yo La Tengo á samkomunni.
Haustpeysufagn-
aður Prinsins
Prins Póló
Kvikmyndin Dýrið verður sýnd á 600 bíótjöldum í Bandaríkjunum og segir
í tilkynningu að íslensk kvikmynd hafi aldrei fengið jafnmikla almenna
dreifingu vestanhafs sem segi allt um það hversu mikla trú A24, dreifingar-
aðili myndarinnar, hafi á myndinni. Segir ennfremur að stjórnendur A24
séu vissir um að myndin fá góða aðsókn og muni höfða til hóps yngri áhorf-
enda í Bandaríkjunum en þeirra sem sækja Bond-myndirnar en sýningar á
nýjustu Bond-myndinni hefjast þar sama dag og á Dýrinu. „Myndin hefur
alla burði til að slá í gegn hér í Bandaríkjunum og við erum ofboðslega
spennt fyrir því að frumsýna hana svona stórt,“ er haft eftir David Laub,
yfirmanni dreifingar á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum hjá A24.
Úr Dýrinu Noomi Rapace í kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrinu.
Dýrið sýnd í 600 bíósölum í BNA