Morgunblaðið - 09.10.2021, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.10.2021, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI T H E T E L E G R A P H S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T 90% F R Á L E I K S T J Ó R A T H E R I T U A L R E B E C C A H A L L N I G H T H O U S E T H E T O D A R K A N D D A N G E R O U S P L A C E S” “A F I L M T H A T A L L O W S T H E M I N D T O G O S I L V E R S C R E E N R I O T 86% O R I G I N A L C I N T H E A U ST I N C H R O N I C L E SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ 84% S kolhærði Bond-inn hefur yfirgefið sviðið og við aðdá- endur njósnarans kveðjum hann með trega. Þegar til- kynnt var árið 2005 að hinn lítt þekkti leikari Daniel Craig myndi taka við þessu eftirsótta hlutverki supu marg- ir hveljur. Átti ljóshærður og lágvax- inn leikari virkilega að fara með hlut- verk Bonds?! Gengu mótmælendur svo langt að stofna vefsíðu, craignot- bond.com, til að mótmæla leikaraval- inu og hótuðu að sniðganga fyrstu Bond-mynd Craigs, Casino Royale, sem er ein sú allra besta í þessum 25 mynda bálki. Vonandi hafa þessir mótmælendur étið hattinn sinn því Craig gerði hlutverkið strax að sínu og gott betur. Hann er besti Bond- inn. Nú svelgist eflaust mörgum Bond- aðdáandanum á kaffinu og skal tekið fram að þetta er ekki vísindalega fengin niðurstaða heldur álit ofanrit- aðs. Með Craig hefur Bond þróast úr því að vera tilfinningasnauður harð- haus, flagari og egóisti yfir í að vera breyskur maður, bæði harður og mjúkur, sem áhorfendur geta fundið til með. Nýjasta myndin og sú síðasta sem Craig leikur í, No Time To Die, mótar þessa persónu enn frekar og sýnir okkur nýja hlið á manninum, hinn brothætta Bond sem þó var far- ið að kræla á í fyrri myndum. Craig er orðinn 53 ára og hrukk- urnar hafa eðlilega dýpkað á þeim 15 árum sem liðin eru frá því hann tók fyrst að sér hlutverkið og steig upp úr sjónum vöðvastæltari en nokkur forvera hans, í franskri skýlu og með glott á vör. Ólíkt Roger Moore, sem gat varla hlaupið upp eina hæð í Eiff- el-turninum í sinni síðustu Bond- mynd, er Craig í fantaformi og reyndar lygilega góðu miðað við ald- ur. Og hasaratriðin eru auðvitað margfalt betri og raunverulegri en í eldri Bond-myndum, fyrir tíð Craigs, og greinilegt að hann hefur lagt sig allan fram og jafnvel gengið mjög nærri sér. Sjá til að mynda langt skotbardaga- og slagsmálaatriði í stigagangi í No Time To Die sem virðist vera ein samfelld taka. Cary Fukunaga leikstýrir Bond í fyrsta sinn og er jafnframt einn nokkurra handritshöfunda mynd- arinnar. Hakað er í öll Bond-boxin svo aðdáendur fái sinn nauðsynlega skammt. Bond kynnir sig með hinu góðkunna „Bond … James Bond“, pantar sér vodka martini, hristan en ekki hrærðan, og svo framvegis. Hnyttiyrðin eru líka mörg þótt ekki nái þau hæðum Connerys og Moores enda tímarnir breyttir og maðurinn með. Konur eru blessunarlega ekki lengur bara augnakonfekt og þær falla ekki lengur í stafi við það eitt að sjá Bond í smóking. Þær eru ger- endur í sögunni, jafnvígar Bond, ögra honum með háði og láta ekki segja sér fyrir verkum. Gaman er líka að sjá hvernig handritshöfundar gera grín að fyrri myndum með gamla Bond með því að láta áhorfendur halda að ákveðin kvenpersóna fái ekki staðist kynþokka hans og vilji stökkva í bólið með honum tafarlaust. Málin þróast á annan veg, svo ekki sé meira sagt, og Bond er líkt við gamalt flak. Þá kitlar það líka nostalgíu- taugina að heyra gamla góða Bond- lagið „We Have All the Time in the World“ hljóma undir myndskeiði af gullfallegri Aston Martin-bifreið þar sem hún liðast um sveitavegi á Ítalíu. Margan slíkan virðingarvottinn má finna við eldri myndir, plottið til að mynda skemmtilega gamaldags á köflum og líka kjánalegt og vekur hugrenningatengsl við fyrstu myndir bálksins og um leið grínmyndirnar um Austin Powers. Óvænt ánægja Nú þarf auðvitað að fara varlega í að rekja söguna og sem betur fer hafa flestir gagnrýnendur gert það því eitt og annað kemur á óvart í No Time To Die sem er óvenjulegt fyrir hinar frekar fyrirsjáanlegu Bond-myndir og kærkomin tilbreyting. Þær hafa ævinlega fylgt ákveðinni formúlu, þurfa að byrja á góðu hasaratriði til dæmis og svo kemur glæsileg grafík með kreditlista þar sem skugga- myndir af konum og byssum eru oft- ar en ekki í fyrirrúmi og hvert mynd- skeiðið sekkur inn í það næsta. Undir ómar svo Bond-lagið sem þekktir söngvarar og hljómsveitir hafa ætíð flutt og að þessu sinni er það Billie Eilish og lagið hennar algjör Bond- standard með brassi og tilheyrandi. Líður hægt áfram, tregafullt, rís hátt og hnígur. En upphafsatriðið er þó eitt af þeim sem koma á óvart og það er krassandi, svo ekki sé meira sagt. Bond er í fríi með unnustu sinni Madeleine sem Léa Seydoux leikur og kom við sögu í síðustu Bond- mynd, Spectre. Ekki líður á löngu þar til gamlir fjendur gera vart við sig og Bond kemst í hann krappan, líkt og svo oft áður. Böndin berast að erkifjanda hans Blofeld sem þó er bak við lás og slá. Málið er allt hið dularfyllsta og Bond telur Madeleine hafa svikið sig og leiðir þeirra skilur. Mörgum árum síðar hittast þau aft- ur. Madeleine er geðlæknir og sú eina sem Blofeld hleypir að sér og Bond þarf að ná tali af kauða sem Waltz leikur skemmtilega sem fyrr. Ástæðan er háþróað vopn sem ógnar stórum hluta mannkyns og ómenni nokkurt, Lyutsifer Safin (nafn sem kemst býsna nærri því að vera Lús- ífer Satan), leikið af pollrólegum Rami Malek, vill auðvitað drepa eins marga og hann mögulega getur. Og eins og sést vel í stiklu myndarinnar er ekki allt sem sýnist og Bond þarf bæði að vernda þá sem standa hon- um næst og bjarga stórum hluta mannkyns. No Time To Die er lengsta Bond- myndin í bálkinum, nær þrjár klukkustundir að lengd og fólki ráð- lagt að tæma vel þvagblöðruna ef ekki skyldi vera hlé. En myndin stendur ágætlega undir lengdinni, verður aldrei langdregin eða leið- inleg og þess gætt að brjóta upp dramatíkina með góðum hasar reglu- lega. Hasaratriðin eru afar vel tekin og útfærð enda hafa Bond-myndir alltaf boðið upp á það allra besta í þeim efnum. Fágaðra verður það varla og allt útlit myndarinnar óað- finnanlegt sem og hönnun búninga og leikmyndar, enda í engu til spar- að. Tökustaðirnir eru sem fyrr undurfallegir og tilkomumiklir og lýsing vekur líka athygli, til að mynda notkun ljóss og skugga í at- riði sem gerist í klúbbi á Kúbu (sjá meðfylgjandi stillu) og tónlist Hans Zimmer og hljóðmynd magna vel upp spennuna, ekki síst í atriði þar sem óþokki skýtur hvað eftir annað í skothelda rúðu með taugatrekkjandi höggum á hlustir bíógesta. Nái fólk ekki að lifa sig inn í þessi atriði renn- ur varla í því blóðið. Óljóst framhald Craig gefur sig sem fyrr allan í hlut- verk Bonds og túlkun hans nær nýj- um hæðum í lokaatriði myndarinnar. Seydoux er að sama skapi góð í sínu erfiða hlutverki og leikaravalið al- mennt mjög vandað með Ralph Fien- nes, Ben Wishaw og fleiri reynslu- boltum. Þó verð ég að segja að túlkun Davids Denciks á rússneskum vísindamanni er helst til spaugileg og Malek hefði gjarnan mátt fá úr meiru að moða, persóna hans er ansi mikil Bond-klisja um illmennið sem vill tortíma heiminum og telur sig um leið eiga margt sameiginlegt með njósnaranum. Malek nær ekki að vera nógu ógnvekjandi, sem er miður en kemur þó ekki svo mjög niður á heildarupplifuninni af þessari Bond- mynd. Að öllu samanlögðu er þetta stór- góður endir á fimm mynda Bond- syrpu Craigs og verður hans sann- arlega saknað. Hvaða stefnu syrpan tekur nú er algjörlega óljóst og lík- lega langt í næstu mynd. Vonandi verður þó ráðgátan um arftaka Craigs leyst sem fyrst og vonandi verður frumsýningu ekki frestað um eitt og hálft ár út af Covid-19, líkt og í tilfelli No Time To Die. Vertu sæll, herra Bond Aðþrengdur James Bond í kunnuglegum kvöldklæðnaði í vafasömum félagsskap í No Time To Die. Sambíóin, Laugarásbíó, Smára- bíó, Háskólabíó og Borgarbíó No Time To Die bbbbn Leikstjórn: Cary Fukunaga. Handrit: Cary Fukunaga, John Hodge, Neal Purv- is, Phoebe Waller-Bridge, Robert Wade og Scott Z. Burns. Byggt á bókum Ians Flemings um James Bond. Aðalleikarar: Daniel Craig, Léa Seydoux, Rami Malek, Lashana Lynch, Ralph Fiennes, Jeffrey Wright, Naomie Harris, Christoph Waltz og Ana de Armas. Bandaríkin, Bretland, 2021. 163 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.