Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 49

Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Hróðmar er sjálfmenntaður, lærði öll unglingarokklögin upp á eigin spýtur á unglingsárum en fór svo í FÍH eftir menntaskóla, með það að markmiði að verða betri, eins og hann orðaði það. Þar komst hann í kynni við djassinn og það tónmál allt, m.a. spunamöguleikann sem hann virðist heillaður af. Enda lagði Hróðmar áherslu á það í viðtalinu góða að platan væri ekki eiginleg djassplata, miklu heldur „instrumental“-verk með spunaívafi, auk þess sem Hróðmar er mikið að velta suðuramerískum djassi fyrir sér á plötunni. Hann nefndi þá, af auðheyranlegri, sannferðugri auð- mýkt, að helstan innblástur hefði hann fengið frá þessum mögnuðu samleikurum sínum og þar er m.a. einn sem hefur gefið út plötu sem er vel suðuramerísk, ásláttarleikarinn Kristofer Rodriguez Svönuson sem ég reit um á þessum síðum fyrir ein- hverjum misserum. Platan hefst þannig, „Núna“ er tæplega sjö mín- útna óður sem snertir m.a. á þessari álfu tónrænt séð en margt fleira er í gangi. Hammondinn hans Magnúsar Jóhanns orgar af krafti, brassið sömuleiðis og þetta er glannalegt lag mætti segja. „Ég er mættur!“-skila- boð í því. Lagið er brotið upp og gít- arinn hans Hróðmars tekur að ýlfra þegar rúmar tvær mínútur eru liðn- ar. Rifinn, hvass og gæjalegur … smá kúrekastælar jafnvel. Rokk, djass og ótamin orka – eins og lín- urnar séu að hóta því að fara bara eitthvað ef þeim sýnist svo. Í raun samsuða af öllu því sem Hróðmar hefur nefnt til í sinni gítarnámssögu. Platan ber þess merki að vera fyrsta verk höfundar. Það er verið að koma hlutum út og frá og heildarkonsept stýrir ekki för heyri ég. Og ég er alls ekki að segja að það sé neinn ljóður á verkinu. Það er verið að prufa eitt og annað af því að þarf að prufa eitt og annað. Ég vil sérstaklega nefna „Krupa“ sem er nokk einstakt. Upp- hafið er afar poppað mætti segja. Áhlýðilegt og gott „sving“ og grúv í gangi. Minnir mig á fönkaða popp- smíð frá síðari hluta níunda áratug- arins einhverra hluta vegna. Það er eitthvað í byggingu þess sem er ansi snjallt. Að vísu er það brotið upp undir rest með brjálsemis-töktum á píanóinu en já, eitthvað þarna fékk mig til að staldra sérstaklega við. „Gone Fishing“ er smíð sem hljómar er sólin hnígur til viðar, kveðjulag og „coda“. Allt í allt nokk sannfærandi fyrsta útspil hjá Hróðmari og það verður spennandi að fylgjast með honum vaxa og dafna á þessum tiltekna akri tónlistarmennskunnar. Göróttar gítarlykkjur Hróðmar Sigurðsson, djassgítarleikari með meiru, hefur sent frá sér sína fyrstu sólóplötu og heitir hún í höfuðið á listamanninum. Frumraun Hróðmar Sigurðsson kann að hafa gefið út sólóplötu en margmenni kemur að gerð hennar engu að síður. » Hann nefndi þá, af auðheyranlegri, sannferðugri auðmýkt, að helstan innblástur hefði hann fengið frá þessum mögnuðu samleikurum sínum. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Talsvert er um útgáfu núna hjá yngri íslenskum djössurum og er það vel. Reykjavik Record Shop hefur staðið sig vel í að þrykkja efni frá þessu fólki á plast og ég hef nánast ekki við að koma þessu öllu í orð. Nýjasta platan er frá Hróðmari Sigurðssyni gítarleikara sem hefur verið nokk at- kvæðamikill í spilamennsku undanfarin ár. Platan var tekin upp í Sundlaug- inni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn en Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði. Á plötunni leika, ásamt Hróðmari, þau Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammondorgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eli- assen á trommur, Kristofer Rodrigu- ez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugel- horn, Tumi Árnason á tenórsaxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Örn Eldjárn leggur þá til stálgítar- leik í laginu „Gone Fishing“. Tómas Ævar Ólafsson hjá Víðsjá átti forvitnilegt spjall við Hróðmar í endaðan ágúst á þessu ári, sama dag og hann hélt útgáfutónleika vegna plötunnar. Þar kom m.a. fram að snöfurmannleg vinnubrögð voru í heiðri höfð er herlegheitunum var rúllað „inn á band“ en platan var öll hljóðrituð í tveimur dagslöngum upptökulotum, í maí og ágúst á síð- asta ári, og svo var minniháttar eftir- vinnsla. Merkilegt líka að heyra að Óskar Thorarensen opnar í dag, laugardag, kl. 15 sýningu í Gallerí 16 á Vitastíg 16. Á sýningunni verða 33 vatnslita- myndir, meðal annars frá Reykja- vík, Hofsósi og Flatey. Óskar er starfandi lögmaður og hefur sótt námskeið í vatnslitamálun í nokkr- um löndum. Hann hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum hér á landi en einig sýnt í Portland í Bandaríkjunum. Sýningin er opin milli kl. 15 í dag og aftur á morgun, sunnudag, en kl. 13 til 17 aðra daga. Vatnslitamyndir Óskars í Gallerí 16 Tjarnargata Eitt verka Óskars Thor- arensen á sýningunni í Gallerí 16. Brúin sem var fyrirmynd þeirrar sem kemur við sögu í bókunum um Bangsímon, þeirrar í Hundraðekru- skógi, hefur nú verið seld fyrir 131.000 sterlingspund, jafnvirði um 23,5 milljóna króna. Kaupandi brú- arinnar er lávarðurinn De La Warr en hann á Buckhurst-landareignina í Austur-Sussex og þar er skógur- inn sem höfundur Bangsímons, A.A. Milne, gerði frægan í bók- unum um Bangsímon. Brúin er nokkuð lúin að sjá en það virðist þó ekki hafa komið niður á verðmæti hennar. Hún verður nú færð á nýj- an stað, náælgt þeim sem hún stóð á upphaflega í skóginum, að því er fram kemur í frétt The Guardian. 23 milljónir fyrir brú Bangsímons Sögufræg Brúin góða og verðmæta. „Ljóð um ljóð og geit á beit“ er yfir- skrift dagskrár í Salnum í Kópa- vogi á morgun, sunnudag, kl. 16 sem hverfist um verk eftir Þórarin Eldjárn. Dagskráin samanstendur af „upplestri Þórarins Eldjárns á eig- in sprenghlægilegu ljóðum og flutningi á lögum við ljóð hans af tónlistarkonunum Lilju Guðmunds- dóttur sópran, Erlu Dóru Vogler mezzósópran og Evu Þyri Hilm- arsdóttur píanóleikara,“ eins og segir í tilkynningu. Á efnisskránni eru lög eftir Hauk Tómasson, Jóhann G. Jóhannsson, Tryggva M. Baldvinsson, Michael Jón Clarke, Kjartan Ólafsson, Atla Heimi og Jónas Tómasson, meðal annars úr hinum vel þekktu ljóða- flokkum Heimskringlu og Grann- metislögum. Ljóð um ljóð og geit á beit í Salnum Morgunblaðið/Eggert Skáldið Dagskráin hverfist um ýmis ljóð sem Þórarinn Eldjárn hefur ort. Sýningin Augmented Reality Dis- order (ARD) verður opnuð í sýn- ingarrýminu Midpunkt í Hamra- borginni í Kópavogi í dag, laugar- dag, klukkan 17. Listafólkið Hákon Bragason og Katerina Blahutova taka höndum saman í þessari nýju innsetningu og „bjóða áhorfendum að endur- skoða skilning sinn á stafrænu hliðarsjálfi nútímamannsins“, seg- ir í tilkynningu. Til að skoða áhrif og afleið- ingar stafræna sjálfsins buðu sýn- ingarstjórarnir Dorothea Olesen Halldórsdóttir og Þorsteinn Ey- fjörð listafólkinu að skapa inn- setningu sem tjáir þetta félags- lega fyrirbæri. Sýningin verður opin um helgar til loka mánaðar- ins. Skoða stafrænt hliðarsjálf mannsins Hliðarsjálf Listamennirnir, Hákon Braga- son og Katerina Blahutova, í salnum. HEIMILI ENSKA BOLTANS Á VEFNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.