Morgunblaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
„Þær stóðu sig rosalega vel allar
þrjár og þetta var ógleymanleg
helgi í Malmö,“ segir Brynja Pét-
ursdóttir danskennari, sem rekur
dansskólann Dans Brynju Péturs.
Þrír nemendur á hennar vegum
kepptu í götudanskeppni í Malmö í
Svíþjóð um helgina, líkt og greint
var frá í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag.
Emilía Björt Böðvarsdóttir, Van-
essa Dalia Blaga Rúnarsdóttir og
Kristín Hallbera Þórhallsdóttir úr
danshópnum TheSuperKidsClub:
Xtra Large kepptu í götudansi (e.
street dance). Bestum árangri náði
Vanessa, hún var meðal fjögurra
efstu dansara í yngri einstaklings-
flokki, þar sem 30 dansarar kepptu.
Átta voru svo valdir í einvígi, eða til
að „battla“.
Götudansarar Emilía Björt, Vanessa og
Kristín Hallbera í Malmö um helgina.
Stóðu sig vel í götu-
dansinum í Malmö
Ráðstefnunni
„Maturinn, jörð-
in og við“, sem
boðað hafði verið
til í menningar-
húsinu Hofi á
Akureyri 10. og
11. nóvember,
hefur verið frest-
að af óviðráðan-
legum ástæðum.
Félagið Auður norðursins stend-
ur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við
Byggðastofnun og með stuðningi
fleiri aðila. Á ráðstefnunni verður
fjallað um áskoranir og tækifæri í
innlendri matvælaframleiðslu frá
mörgum sjónarhornum, meðal ann-
ars umhverfis- og loftslagsmála, al-
mennrar samfélagsþróunar og
neyslubreytinga og byggða- og at-
vinnuþróunar um land allt.
Matvælaráðstefnu
í Hofi frestað
STUTT
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Skrifstofa Langanesbyggðar er
flutt í nýtt húsnæði á Langanesvegi
2 á Þórshöfn og var íbúum byggð-
arlagsins af því tilefni boðið að
koma og skoða húsið og þiggja veit-
ingar. Húsið hefur allt verið end-
urnýjað og er öll aðstaða hin besta
og mikil breyting frá fyrra hús-
næði, sem löngu var orðið of lítið
fyrir starfsemina.
Auk starfsmanna Langanes-
byggðar eru fleiri þjónustuaðilar
með aðstöðu í húsinu en það eru
starfsmaður sýslumanns á Norður-
landi eystra, skrifstofa Verkalýðs-
félags Þórshafnar, sálfræðingur og
starfsmaður Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins. Vínbúðin er einnig
í hluta hússins, með sérinngang og
þrjár íbúðir eru í suðurhluta húss-
ins.
Húsið við Langanesveg 2 er vel
staðsett í litla miðbænum á Þórs-
höfn og hentar því vel sem þjón-
usturými. Það var byggt árið 1980
sem byggingarvörudeild Kaup-
félags Langnesinga og jafnan kallað
Jónsabúð í daglegu tali heima-
manna en hefur í gegnum tíðina
hýst ýmiss konar þjónustu.
Langanesbyggð keypti húsið fyr-
ir þremur árum af Byggðastofnun
og var þá kominn tími á mikið við-
hald og engin bæjarprýði að húsinu.
Vel hefur tekist til með endurbætur
og vænta má þess að skrifstofur
Langanesbyggðar séu loks komnar
í varanlegt húsnæði eftir allmikla
flutninga á síðustu árum eins og
oddvitinn Þorsteinn Ægir Egilsson
greindi frá við opnunina.
Þorsteinn upplýsti einnig við það
tækifæri að Langanesbyggð hefði
nú fest kaup á húsi Landsbankans
við Fjarðarveg 5 en það hefur verið
á sölu síðan Landsbankinn flutti
starfsemi sína í lítið rými innan
Kjörbúðarinnar á Þórshöfn. Að
sögn Þorsteins hyggst sveitarfélag-
ið skapa þar aðstöðu fyrir ný störf í
sveitarfélaginu.
Langri ferðasögu
skrifstofu loks lokið
- Skrifstofa Langanesbyggðar komin í nýtt húsnæði
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Húsið við Langanesveg 2 hefur tekið miklum breytingum og sómir sér vel í miðbænum.
Húsnæði Landsbankahúsið á Þórshöfn er nú eign Langanesbyggðar.
9. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.39
Sterlingspund 175.59
Kanadadalur 104.73
Dönsk króna 20.195
Norsk króna 15.189
Sænsk króna 15.167
Svissn. franki 142.24
Japanskt jen 1.1468
SDR 183.49
Evra 150.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.4955
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Undirbúningur byggingar knatt-
húss á Ísafirði er í biðstöðu. For-
maður bæjarráðs segir að verið sé
að fara yfir málið. Hann telur að
enn sé fullur vilji hjá bænum til
þess að byggja þetta hús en það
muni ef til vill taka lengri tíma en
áform voru um.
Allt kjörtímabil núverandi bæjar-
stjórnar Ísafjarðarbæjar hefur ver-
ið unnið að undirbúningi byggingar
fjölnota knatthúss á íþróttasvæðinu
á Torfnesi á Ísafirði. Hugmyndin
er að byggja hús sem svarar til
hálfs knattspyrnuvallar á núverandi
gervigrasvelli.
Illa hefur gengið að koma verk-
inu í framkvæmd. Mannvirkið hef-
ur tvisvar verið boðið út. Í fyrra
útboðinu barst ekkert tilboð og í
því síðara kom tilboð sem talið var
ófullnægjandi og var því vísað frá.
Tilboðið var auk þess langt yfir
kostnaðaráætlun, að því er áður
hefur komið fram.
Dýrara en reiknað var með
Í minnisblaði sem Birgir Gunn-
arsson bæjarstjóri lagði nýlega fyr-
ir bæjarráð kemur fram að í við-
ræðum við fyrirtæki á byggingar-
markaði hafi komið í ljós að
forsendur útboðs og kostnaðaráætl-
unar væru gjörbreyttar. Hráefnis-
kostnaður hefði til að mynda hækk-
að verulega.
Bæjarstjórinn sagði að ef bjóða
ætti húsið út miðað við óbreyttar
kröfur þyrfti að gera ráð fyrir mun
meiri kostnaði en reiknað hefur
verið með. Veltir hann því upp
hvort vilji sé til að draga úr kröf-
um, til dæmis með byggingu óein-
angraðs húss eins og víða hefur
verið gert.
Stjórn HSV lýsti nýlega þungum
áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við
blasir varðandi byggingu knatt-
húss. Í erindi héraðssambandsins
er lögð áhersla á að þörfin fyrir
bætta aðstöðu er mikil, ekki ein-
ungis fyrir iðkendur og keppendur
í knattspyrnu heldur fyrir alla
íþróttahreyfinguna. Húsið muni
nýtast fleirum en iðkendum knatt-
spyrnu auk þess sem það losi um
æfingatíma í íþróttahúsinu á Torf-
nesi. Það hús sé löngu sprungið og
ekki hægt að bjóða félögum sem
leika í efstu deildum eða yngri
flokkum upp á að missa sífellt úr
æfingum vegna þess þess hve þétt
setið íþróttahúsið er.
Daníel Jakobsson, formaður bæj-
arráðs, segir að verið sé að fara
yfir málið. Hann telur að enn sé
fullur vilji til að byggja knatthús en
það muni ef til vill taka lengri tíma
en áætlað hefur verið. Sjálfur telur
hann að byggja eigi húsið af metn-
aði og slá ekki um of af kröfum.
Spurning sé hvort hægt sé að
áfangaskipta verkinu eða fara svo-
kallaða leiguleið í samvinnu við
íþróttafélögin eins og gert er í
Hafnarfirði.
Rúmast ekki í áætlun
Fjárveiting til byggingar knatt-
húss hefur verið tekin út úr frum-
varpi að fjárhagsáætlun Ísafjarðar-
bæjar fyrir næsta ár. Daníel segir
að bærinn sé í fjárfrekum fram-
kvæmdum við höfnina og ekki
hægt að koma fjárhagsáætlun sam-
an með bæði þessi stórverkefni.
Hann telur þetta ekki þýða að hús-
ið verði ekki byggt á næsta ári en
það þurfi að fjármagna sérstaklega.
Nefnir hann leiguleiðina eða sölu
eigna. Knatthúsið verði síðan sett
inn á fjárhagsáætlun þegar málin
hafi skýrst betur.
Bygging knatt-
húss á Ísafirði
dregst enn
- Fyrirkomulag verður endurskoðað
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is