Morgunblaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 32
Alda Ingibergsdóttir
sópran kemur ásamt
Antoníu Hevesi píanó-
leikara fram á hádeg-
istónleikum í Hafnar-
borg í dag kl. 12.
Yfirskrift tónleikanna
er Hún er sæt en
ákveðin og á efnis-
skránni eru aríur eftir
Puccini.
Alda er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún lauk ein-
söngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og fór síð-
an í framhaldsnám við Trinity College of Music í Lond-
on. Meðal hlutverka Öldu eru Pamina og Nætur-
drottningin í Töfraflautunni, Dísa í Galdra-Lofti Jóns
Ásgeirssonar, Arzena í Sígaunabaróni Strauss og káta
ekkjan í samnefndri óperettu Lehárs. Þá hefur Alda
haldið tónleika víða og komið fram sem einsöngvari
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Tufts Symphony
Orchestra í Boston.Tónleikarnir standa yfir í um hálfa
klukkustund og er aðgangur ókeypis.
Alda og Antonía í Hafnarborg
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða
Lay Low hefur fundið fyrir takmörk-
unum í heimsfaraldrinum, en hún átti
meðal annars að vera á tónlistarhátíð-
inni Heima-Skaga, sem var aflýst um
helgina. „Þessi óvissa fer illa með
mann og veldur öryggisleysi og óþæg-
indum,“ segir listakonan. Hún hitar
upp fyrir Of Monsters and Men á tón-
leikum í Gamla bíói í kvöld og reiknar
með að spila og syngja í Danmörku um
helgina.
Lovísa byrjaði sem barn að læra á
blokkflautu. Fljótlega sneri hún sér að
píanói og síðan varð gítar fyrir valinu.
„Bassinn var svo mitt helsta hljóðfæri
frá því ég var unglingur og þar til ég
fór að semja lög um tvítugt,“ rifjar hún
upp. Þá spilaði hún á hljómborð og gít-
ar og söng í rokkbandinu Benny Cres-
po’s Gang.
Í byrjun árs 2006 varð Lay Low til.
„Ég var í svonefndum „country“
saumaklúbbi, við dýrkuðum Dolly Par-
ton og ákváðum að stofna band, en ég
var sú eina sem spilaði á hljóðfæri. Við
ætluðum að fá söngkonu, ég lét undan
áskorunum um að syngja og svo fór
sem fór.“ Söngur hennar vakti athygli
hjá Senu, hún samdi lög á eina plötu á
nokkrum mánuðum, tók upp lista-
mannsnafnið Lay Low og boltinn rúll-
aði hratt.
Lay Low býr í sveit fjarri skarkala
landsins og segist fyrst og fremst
hugsa um ung börn sín, en vinni auk
þess við að skapa tónlist og taka upp í
hljóðveri sínu. Fyrsta plata hennar,
Please Don’t Hate Me, kom út haustið
2006 og von er á nýjum plötum frá
henni innan skamms.
Kvartar ekki
„Þótt ég hafi ekki verið nógu dugleg
við að gefa út efni að undanförnu man
fólk eftir mér,“ segir hún. „Ég hef spil-
að og sungið á tónleikum, þegar færi
hefur gefist, og er að vinna í tveimur
plötum, annarri á íslensku og hinni á
ensku, í þeirri von að gefa út nýtt lag á
næsta ári.“
Áður en faraldurinn skall á skemmti
Lay Low oft í útlöndum, meðal annars
í Kanada og þá gjarnan á eða í
tengslum við menningarhátíðina núna
(now), sem varð til við eldhúsborðið
hjá Atla Ásmundssyni, þáverandi
aðalræðismanni í Winnipeg, og Þrúði
Helgadóttur, eiginkonu hans, fyrir
rúmum áratug. „Ég hef spilað bæði í
Winnipeg og á Gimli og það var mjög
skemmtilegt en til stendur að fara í
hina áttina í vikulok, vera með tónleika
skammt fyrir utan Kaupmannahöfn á
laugardag. Ég hlakka mikið til enda
langt síðan ég spilaði erlendis.“
Þrátt fyrir áföll kvartar Lay Low
ekki en viðurkennir að staðan sé frek-
ar þreytandi. „Ástandið hefur eflaust
verið erfitt fyrir marga og hætt hefur
verið við mörg fyrirhuguð verkefni
mín, en ég hef líka verið heppin.“ Í því
sambandi nefnir hún verkefni sem hún
fékk í tengslum við tvær kvikmyndir,
Leyndarmálið og Láttu þá sjá. „Þar
kom stúdíó mitt í góðar þarfir því ég
gat unnið við gerð tónlistarinnar hérna
heima. Sú vinna var skemmtileg.“ Hún
hefur líka samið og leikið tónlist fyrir
leikrit og þá spilað sem hljóðfæraleik-
ari sem tengist ekki listamannsnafninu
Lay Low. „Það gengur upp sem geng-
ur upp og vonandi fer þessari óvissu að
ljúka.“
Morgunblaðið/Eggert
Heimakær Lay Low semur og tekur upp tónlist heima og nýtur þess að spila í heimahúsum.
Jákvæð en óörugg
- Lay Low vill ekki taka áhættu í heimsfaraldrinum
Efni í þætti kvöldsins:
Halldór S.Guðmundsson er sérfræðingur í
öldrunarmálum og skilað ítarlegri skýrslu í sumar
til heilbrigðisráðherra um stöðu þessarar mála
og tillögur til framtíðar. Hvar er þessi skýrsla
stödd um þessar mundir og hvað verður um
tillögurnar?
Íslensk Bridgesveit hélt til Japan á heimsmeistara-
keppni árið 1991 og sigraði mjög óvænt. Sveitin
kom heim með Bermudaskálina í farteskinu og
glæsileg mótttaka var í Leifsstöð. 30 ár eru liðin
frá þessum atburði og fyrr í haust fagnaði Bridg-
esambandið þessum tímamótum með veglegri
Bridgehátið í höfuðstöðvum sínum. Rætt er við
þá Björn Eysteinsson og Jón Baldursson.
Árni Jörgensen starfaði um áratugaskeið á
Morgunblaðinu og síðast sem ritstjóri. Hann segir
á skemmtilegan hátt frá blómatíma á ritstjórninni
þegar þetta langstærsta dagblað landsins var á
hátindi íslenskrar blaðaútgáfu og hlutirnir gerðust
með öðrum hætti en nú tíðkast. Hann stofnaði
Helgarpóstinn en ekkert varð úr starfi hans þar.
Umsjónarmaður er Sigurður K.Kolbeinsson
Dagskráin
á Hringbraut í kvöld
Fréttir, fólk og menning
á Hringbraut og hringbraut.is
Lífið er lag
kl. 21.30 á Hringbraut
í kvöld
Árni Jörgensen
Björn Eysteinsson
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Ég var ekkert lengi að hugsa málið þannig lagað. En
nýtti þó tímann vel sem ég þó hafði til að fara yfir stöð-
una. Ég fann fyrir einhverri spennu. Mér þykir vænt um
þessa stöðu: þjálfarann, þótt einhverjir kunni að segja
að það sé einhver froða,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson,
körfuboltaþjálfarinn reyndi, sem í gær tók við þjálfun
karlaliðs ÍR-inga. »27
Var ekki lengi að hugsa málið
ÍÞRÓTTIR MENNING