Morgunblaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Höfum opnað á Selfossi
komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar
GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ
www.tengi.is
Kópavogur – Smiðjuvegur 76
Akureyri – Baldursnes 6a
Selfoss – Austurvegur 69
414 1000
414 1050
414 1040
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, minnir á
smæð íslenskra sjávarútvegsfyr-
irtækja í pistli í Viðskiptablaðinu í
liðinni viku.
- - -
Hún vísar í al-
þjóðlegan
samanburð
sjávarútvegs-
fyrirtækja og segir
tvö íslensk fyrir-
tæki komast inn á
lista stærstu fyr-
irtækjanna: „Það
er Samherji í 38. sæti og sölufyr-
irtækið Iceland Seafood Inter-
national í 67. sæti. Hér ber að taka
með í reikninginn að stór hluti af
starfsemi beggja fyrirtækja er á
erlendri grundu.“
- - -
Heiðrún bendir líka á að tekjur
stærsta sjávarútvegsfyr-
irtækis heims, sem er japanskt,
eru ríflega þreföld útflutnings-
verðmæti Íslendinga af sjávaraf-
urðum. Og ef öll íslensku fyrir-
tækin væru sameinuð í eitt þá
næðu þau aðeins í 11. sæti listans.
- - -
Íslenskur sjávarútvegur hefur
staðið sig vel í alþjóðlegri sam-
keppni og fyrirtæki sem sprottið
hafa upp í kringum sjávarútveg-
inn einnig. En það má ekki
gleyma því að íslensku fyrirtækin
eru að keppa við alþjóðlega risa.
- - -
Hér á landi er stundum talað
eins og verðmætin í sjávar-
útvegi verði til fyrirhafnarlaust,
en staðreyndin er sú að verðmæt-
in verða til með öflugu markaðs-
starfi sem aftur kallar á traust út-
gerðarfyrirtæki sem búa við
stöðugt umhverfi og geta skipu-
lagt starfsemi sína fram í tímann
og boðið viðskiptavinunum það
hráefni og þau gæði sem þeir
sækjast eftir.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Smæð íslenska
sjávarútvegsins
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Skipulagsstofnun hefur fallist á matsáætlun
STEAG Power Minerals um vikurnám á Mýrdals-
sandi en setur ýmis skilyrði sem fyrirtækið þarf
að uppfylla við gerð umhverfismatsskýrslu. Eins
og fram hefur komið stendur til að hefja vikurnám
við Hafursey og getur árleg efnistaka orðið 1,43
milljónir rúmmetra á ári þegar starfsemin er
komin í fullan gang. Flytja á vikurinn með vöru-
bílum til Þorlákshafnar og þaðan til Evrópu og
verða 30 stórir vörubílar í stöðugum flutningum.
Í niðurstöðum Skipulagsstofnunar kemur m.a.
fram að greina þarf áhrif mismunandi valkosta um
flutningsleiðir og fyrirkomulag á flutningum milli
Mýrdalssands og Þorlákshafnar. Meta þarf áhrif
flutninganna á umferðarmannvirki, umferð og
umferðaröryggi og gera grein fyrir sýnileika efn-
istökusvæðisins og aðkomuvegar með sýnileika-
myndum frá hringvegi og helstu ferðaleiðum og
áfangastöðum ferðamanna, s.s. leiðum að Hafurs-
ey, Hjörleifshöfða og af Höfðabrekkuheiði á leið-
inni í Þakgil. Einnig þarf að meta áhrif fram-
kvæmdanna á umferð ferðafólks um gamla
þjóðveginn að Hafursey og Kötlujökli o.fl.
Meta þarf áhrif flutninga á vikri
- Fallist á matsáætlun um
vikurnám við Hafursey
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Mýrdalssandur Taka á vikurinn úr Háöldu sem
er austan við Hafursey.
„Ég bið Freyju og áhöfn hennar
Guðs blessunar um ókomna tíð og
langar að afhenda þessa vægast
sagt mikið notuðu og snjáðu bók
þessu skipi til eignar, og fer þess á
leit að hún verði varðveitt hér um
borð í tilhlýðilegri hirslu. Hún er
með eiginhandaráritun alþýðuhetj-
unnar, fiskimannsins og kristniboð-
ans sem átti hana upphaflega,“
sagði séra Sigurður Ægisson, sókn-
arprestur á Siglufirði, þegar hann
blessaði nýja varðskipið Freyju á
laugardaginn var.
Bókin sem hann gaf er lúin og
snjáð og var í eigu Gústa guðs-
manns, Guðmundar Ágústs Gísla-
sonar, sem setti mikinn svip á bæj-
arlífið á Siglufirði. Stytta af honum
stendur á ráðhústorginu. Sigurður
skrifaði sögu Gústa sem kom út ár-
ið 2019. Þegar hann aflaði heimilda
vegna bókarinnar áskotnaðist hon-
um kassi úr fórum Gústa.
„Í þessum kassa var þversnið af
ævi Gústa,“ sagði Sigurður. „Þar
var þessi Biblía, merkt honum, og
afladagbókin, bréf og fleira. Í Biblí-
unni er handskrifaður miði þar sem
stendur: „Guð er oss hæli og styrk-
ur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því
hræðumst vér eigi.““ gudni@mbl.is
Afhenti snjáða Biblíu
Gústa guðsmanns
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Siglufjörður Freyja mun gera út frá sömu höfn og Gústi guðsmaður gerði.
Séra Sigurður Ægisson á Siglufirði blessar hér nýtt varðskip Gæslunnar.