Morgunblaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
✝
Guðjón Magni
Einarsson
fæddist 14. janúar
1961. Hann lést 7.
september 2021 á
krabbameinsdeild
Landspítalans.
Guðjón, eða Gaui
eins og hann var
alltaf kallaður,
fæddist í Reykja-
vík, nánast á KR-
vellinum enda var
hann eldheitur KR-ingur alla
tíð. Hann var sonur Guðrúnar
Árnadóttur og Einars Inga Guð-
jónssonar, miðjubarn og einn sjö
systkina. Hann bjó á Holtsgöt-
með náminu og eftir að því lauk,
allt þar til hann hóf störf sem
vélstjóri hjá Hafrann-
sóknastofnun, árið 1991.
Það var einmitt um borð í haf-
rannsóknaskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni sem hann kynntist
konu sinni, Sif Guðmundsdóttur.
Með þeim tókust ástir en þau
gengu loks í hjónaband nú í
sumar eftir 22 ára samband.
Þau eignuðust tvo syni, Einar
Inga, f. 7. mars 2001, og Bjart-
mar Ás, f. 16. október 2005.
Gaui hætti á sjó síðla árs 2005
og hóf störf hjá Vinnueftirlitinu
í ársbyrjun 2007 eftir stutt stopp
í einkageiranum í millitíðinni.
Hann sá aldrei eftir því að hætta
á sjónum og geta verið meira
með fjölskyldunni.
Útför hans fór fram í kyrrþey
að hans ósk 14. september 2021
frá Garðakirkju og var hann
jarðsettur í Garðakirkjugarði.
unni en flutti í Vest-
urbergið í Breið-
holti með
fjölskyldunni þegar
hann var um það bil
12 ára gamall.
Hann fór í FB og
lauk verslunarprófi
en fór síðan í Vél-
skólann og útskrif-
aðist þaðan sem
vélstjóri.
Hann var ekki
nema 14 ára gamall þegar hann
fór fyrst á sjóinn og varð þá ekki
aftur snúið. Hann var á sjónum
með námi upp frá því og stund-
aði millilandasiglingar bæði
Það var svo sérstakt þegar við
Gaui kynntumst, við vissum frá
byrjun að við ættum samleið. Við
fórum strax að búa saman eftir
mjög stutt kynni og það var eins
og við hefðum þekkst árum sam-
an. Ég á honum svo margt gott
að þakka, en það allra stærsta
eru synir okkar. Ég hafði aldrei
haft áhuga á barneignum en
vegna löngunar hans til að eign-
ast börn varð Einar okkar til. Og
auðvitað breyttist viðhorf mitt
um leið og í kjölfarið eignuðumst
við annan yndislegan son, Bjart-
mar.
Gaui var góður faðir,
skemmtilegur, indæll og ákveð-
inn. Hann treysti strákunum
okkar og þeirra ákvörðunum í líf-
inu. Hann vildi að þeir veldu sín-
ar leiðir sjálfir og hafði almennt
ekki áhuga á að stjórnast í fólki.
Hann var stoltur af strákunum
sínum og reyndist þeim vel.
Líkt og ég hafði Gaui mikinn
áhuga á fótbolta. Hann fylgdist
sérstaklega vel með ensku deild-
inni og var Manchester City-
maður. En KR var samt alltaf
besta liðið á Íslandi, enda sagðist
hann í gríni og alvöru vera ljós-
hærður Vesturbæingur og KR-
ingur. Þegar stór mót stóðu yfir
gengu þau fyrir flestu öðru og
ekki var í boði að horfa á annað á
heimilinu. Strákarnir okkar geta
vitnað um það að einu skiptin
sem þeir heyrðu okkur Gauja
kýta var þegar City og Liverpool
mættust því við héldum hvort
með sínu liðinu. En eins og við
sögðum bæði þá kunnum við
hreinlega ekki að rífast enda
höfðum við ekki ástæðu til.
Gaui nýtti sinn tíma vel þótt
hann hefði svo sannarlega mátt
vera lengri. Ég held að hann hafi
verið sáttur við það líf sem var
hans og kunni að njóta þeirra
stunda sem hann fékk með mér
og strákunum. Hann gaf mikið af
sér, var hjálpsamur, traustur,
ráðagóður og lausnamiðaður.
Hann var jarðbundinn og ef til
vill tókst honum einmitt þess
vegna að njóta líðandi stundar í
stað þess að vera alltaf að bíða
eftir einhverju öðru. Gaui vildi
aldrei láta hafa neitt fyrir sér og
setti mig og strákana alltaf í
fyrsta sæti, þannig var hann
bara gerður. Hann var alla tíð
skipulagður, meira segja í lokin
þegar við vissum hvert stefndi.
Og auðvitað hugsaði hann fyrst
og fremst um hag fjölskyldu
sinnar og skipulagði allt þannig
að það væri sem best fyrir okkur.
Gaui var mikill húmoristi, tók
sjálfan sig ekki of hátíðlega og
það breyttist aldrei. Honum
tókst oft að sjá spaugilegar hlið-
ar tilverunnar og átti sína frasa,
sér og öðrum til skemmtunar.
Hann var alltaf fljótur að svara
mér þegar ég sagðist ætla að
vera enga stund að gera eitt-
hvað, „engin stund er ekki til“ og
það er sannarlega mikill sann-
leikur í því. Allar stundir hljóta
að vera til og það hlýtur að
skipta máli hvernig við nýtum
þessar stundir okkar. Þær koma
ekki til baka þegar þær eru liðn-
ar.
Hann var líka vanur að segja
fólki að „passa sig á bílunum“
þegar hann skildi við það og ef
honum fannst einhver ætla að
hreyfa sig meira en hann þurfti
sagði hann „ekki eyða kaloríum í
vitleysu“.
Hann var skemmtilegur og
lífsglaður maður sem gerði mér
og strákunum okkar og öðrum í
kringum sig lífið léttara. Hann
var yndislegur eiginmaður, faðir,
vinur, sonur, bróðir og svo margt
annað. Sorg okkar er mikil, því
við höfum svo sannarlega misst
mikið. Við söknum hans og lífið
er tómlegra en áður, en við
minnumst hans með ást og kær-
leika og varðveitum þær yndis-
legu og góðu minningar sem við
eigum um hann. Blessuð sé
minning þín elskulegi eiginmað-
ur minn.
Meira á: www.mbl.is/andlat
Sif Guðmundsdóttir,
Einar Ingi Guðjónsson,
Bjartmar Ás Guðjónsson.
Þannig er í þessu lífi að eng-
inn veit hver er næstur til að
falla frá. Nú er orðið ljóst að það
var Guðjón Magni vinnufélagi
okkar.
Guðjón sem var vélfræðingur
hóf störf hjá Vinnueftirlitinu árið
2006 við almennar vinnuvéla-
skoðanir og kennslu. Hans mála-
flokkur var fyrst og fremst við
skoðanir á fólkslyftum en hann
hafði mjög góða þekkingu á
þeim. Segja má að hann hafi
áunnið sér traust þeirra fjöl-
mörgu sem hann átti í samskipt-
um við í starfi sínu. Guðjón var
með reynslumestu starfsmönn-
um Vinnueftirlitsins og var alltaf
boðinn og búinn að gefa góð ráð
þegar að fólkslyftum kom. Það
var dugnaður hans, eljusemi og
ósérhlífni sem einkenndu hann
öðru fremur sem samstarfs-
mann.
Við sem störfuðum með Guð-
jóni söknum ekki bara góðs sam-
starfsmanns heldur félaga sem
lagði gott til mála þegar á þurfti
að halda og gladdist með okkur á
góðri stundu. Við söknum góðs
vinnufélaga.
Við þökkum fyrir árin sem við
störfuðum saman.
Við viljum senda innilegar
samúðarkveðjur til Sifjar, Einars
og Bjartmars auk fjölskyldu og
vina.
Vertu sæll, kæri félagi.
Fyrir hönd starfsmanna
Vinnueftirlitsins,
Steinar Helgason.
Guðjón Magni
Einarsson
Við jarðarför
Snorra þann 1. nóv-
ember sl. fóru í gegn-
um hugann margar
ljúfar og skemmtilegar minningar
um samleið mína með Snorra,
fyrrum tengdaföður mínum, sem
mig langar að rifja upp í fáum orð-
um. Við áttum það sameiginlegt að
fá það „verkefni“ að missa heils-
una að hluta til og er hann ákveðin
fyrirmynd, hvernig hann tókst á
við það af æðruleysi. Ég umgekkst
Snorra í yfir 26 ár þegar ég var
kvæntur Sigríði dóttur hans og
aldrei man ég eftir því að sjá hann
skipta skapi. Eins og allir vita sem
þekktu hann þá var hann aðili sem
maður gat alltaf leitað til með nán-
ast hvað sem var sem hann hafði
þekkingu á og gat hjálpað manni
með. Til dæmis þegar eitthvað var
að bílnum þá gerði hann við hann
og reddaði því fljótt.
Sem ungur maður var ég þess
heiðurs aðnjótandi að búa í smá
tíma hjá tengdaforeldrum mínum
Brynju og Snorra í Bröndukvísl.
Þar var ég á hálfgerðu hóteli í
góðu yfirlæti og leið fljótlega eins
og heima hjá mér þó að við Sigríð-
ur værum ekki með sér rými. Í
Bröndukvísl var bílskúr sem var
innangengt í frá íbúðinni og þar
gerði Snorri oft við bíla fyrir stór-
fjölskylduna en Snorri var bifvéla-
virki, mjög fjölhæfur á því sviði og
rak réttingaverkstæði í mörg ár.
Ég man einu sinni þegar ég var í
skúrnum að vinna með honum þá
kom Brynja og sagði að kvöldmat-
urinn væri tilbúinn og kominn á
borðið. Snorri svaraði að hann
kæmi ekki alveg strax, hann ætlaði
að skipta um bremsuklossa á ein-
Snorri Kristinn
Þórðarson
✝
Snorri Kristinn
Þórðarson
fæddist 16. júní
1942. Hann andaðist
20. október 2021.
Útför Snorra fór
fram 1. nóvember
2021.
um bíl en hann var
ekki byrjaður á því.
Ég kunni ekki að
skipta um klossa,
reyndar aðstoðaði
ég hann við að taka
dekkin af og setja
þau á. Þegar við
mættum í matinn
var Snorri búinn að
skipta um bremsu-
klossa á bílnum og
maturinn var enn þá
heitur þegar við settumst við borð-
ið. Ég hugsa að hann hafi örugg-
lega verið nálagt Íslandsmetinu!
Ég man líka eftir því þegar ég
bjó í Bröndukvíslinni, þá fór hann
með mig í Laugardalshöll á sunnu-
dagsmorgnum þar sem við æfðum
fluguköst. Í framhaldi tók hann
mig með í Elliðaárnar þar sem ég
fékk og missti maríulaxinn minn.
Seinna fékk ég að kíkja í Vatnsdal-
inn þegar Snorri var að veiða þar
en hann var í veiðifélagi sem fór
þangað árlega í einhvern tíma.
Snorri hafði góða frásagnagáfu
og var gaman að hlusta á hann
þegar hann kom af karlakórsæf-
ingu og endursagði brandarana
sem þar voru sagðir. Ég á einnig
óskaplega ljúfar minningar frá
ferðum sem börn Snorra og
Brynju, makar og barnabörn fóru
á hverju sumri í kringum afmælið
hans (16. júní). Þá var leigður bú-
staður hjá Hagkaup í Húsafelli en
Brynja starfaði þar. Þar var oft
ótrúlega gaman og mikið hlegið og
fíflast. Bústaðurinn var ekki stór á
þann mælikvarða sem miðað er
við í dag en hann var að mig minn-
ir um 44 fermetrar og gistum við
þar um 15 manns en ég hugsa að
það hafi einmitt myndast
skemmtileg stemning og nánd við
að vera svona margir í litlu rými.
Þetta voru ferðir sem maður
hlakkaði alltaf mikið til að fara í.
Ég vil votta Brynju og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveður
en frábærar minningar lifa.
Gylfi Guðmundsson.
✝
Anna Ragn-
arsdóttir fædd-
ist í Stykkishólmi
30. september
1930. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 3. nóv-
ember 2021. For-
eldrar hennar voru
Ragnar Hinrik Ein-
arsson, f. 15.8.
1901 í Stykk-
ishólmi, d. 29.9.
1948, og kona hans Sólveig
Þorsteina Ingvarsdóttir, f. 10.6.
1901 á Búðum á Snæfellsnesi,
d. 7.6. 1972.
Systkini Önnu eru Ingvar, f.
3.9. 1924, d. 25.5. 1996, Hulda,
f. 13.11. 1925, Ólöf, f. 1.12.
1926. d. 6.11. 2019, Gústaf, f.
28.2. 1929, d. 1.1. 1930, Einar,
f. 4.2. 1932, d. 29.7. 2013, Ottó,
f. 8.10. 1933, Steinar, f. 21.9.
1935, Bára, f. 8.7. 1940, Baldur,
f. 19.9. 1941, og Ragnar, f. 22.9.
1947.
með fyrrverandi sambýlis-
manni, Antoni Guðmundssyni.
Anna bjó á æskuárum í Pét-
urshúsi í Stykkishólmi ásamt
foreldrum og systkinum. Hún
flutti um tvítugt til Eyja og
vann þar ýmis þjónustustörf.
Í Vestmannaeyjum kynntist
Anna manni sínum Sigurbergi
og giftu þau sig 1954 og eign-
uðust fimm börn. Þau byggðu
húsið á Skólavegi 6 og bjó fjöl-
skyldan þar en flutti til Reykja-
víkur eftir gosið í Vest-
mannaeyjum 1973. Þau bjuggu
á Tungubakka 28 í Reykjavík,
en síðustu æviárin áttu þau
heima í Fensölum í Kópavogi.
Sigurbergur lést árið 2015.
Anna keypti vefnaðarverslun
í Breiðholti sem hún rak í
nokkur ár. Þá vann hún til
fjölda ára sem verslunarstjóri í
vefnaðarversluninni Vogue.
Eftir að hún fór á eftirlaun
vann hún sjálfboðavinnu í sölu-
búðum kvennadeildar Rauða
krossins á Landspítalanum. Síð-
ustu æviár sín dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Eir í
Reykjavík.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 9. nóvember
2021, kl. 15.
Anna giftist Sig-
urbergi Hávarðs-
syni frá Vest-
mannaeyjum, f.
12.11. 1927, d. 30.8.
2015, hinn 17. apríl
1954. Börn þeirra
eru: 1) Eyþór, f.
2.8. 1954, maki Tu-
rid Lismoen, barn
þeirra Hermann. 2)
Ómar, f. 26.9. 1958,
maki Sif Gunn-
arsdóttir, börn frá fyrra hjóna-
bandi með Dagbjörtu Guð-
mundsdóttur eru Halldór,
Ragnar og Anna Birgit. 3) Ívar,
f. 7.7. 1963, maki Auður Ög-
mundsdóttir, sonur þeirra er
Birgir. 4) Edda, f. 3.8. 1965,
hún á tvö börn með fyrrverandi
eiginmanni, Sævari Guðmunds-
syni, þau Thelmu og Andra. 5)
Ester, f. 1.8. 1968, hún á þrjú
börn, Bjarka, með fyrrverandi
sambýlismanni, Oddsteini
Björnssyni, Eyþór og Söru Rún
Elsku amma. Þótt það sé
alltaf erfitt að kveðja þá er gott
að vita af því að þið afi séuð
sameinuð í sumarlandinu. Þú
orðin sama amma Anna aftur.
Vonandi bakar þú fyrir afa
brúnköku og býður honum upp
á soðið brauð. Þið sitjið saman í
eldhúsinu á Tungubakkanum
og leysið krossgátu undir
hljómi útvarpsins.
Á svona stundu leitar hug-
urinn til baka til notalegra
stunda þegar ég var hjá ykkur
sem barn. Swiss miss og brauð
með skinku og osti í örbylgju-
ofni, stóra klukkan slær í stof-
unni, flugvél flýgur yfir og út-
varpsauglýsingar lesnar á Rás
1. Þannig var það nefnilega
alltaf hjá ykkur á Tungubakk-
anum, allt eins og það átti að
vera. Allt svo kunnuglegt, yfir-
vegað og notalegt. Föndrað,
púslað, rótað í glingri og göml-
um skóm. Fuglunum gefið á
efri svölunum og stolist í krem-
ið þitt í silfruðu perudósinni á
fallega snyrtiborðinu þínu.
Sungið Siggi var úti með afa í
bílnum og horft á sjónvarpið
með þér og afa. Helst á Murder
she wrote með Jessicu Lans-
bury, mikið sem hún var alltaf
góð í að leysa gátuna.
Takk elsku amma fyrir að
þið voruð akkerið, stoðin sem
aldrei hrikti í. Þið afi voruð
nægjusemin og heiðarleikinn
uppmálaðar, ekkert prjál og
ekkert vesen. Gott fólk inn að
beini sem ól af sér gott fólk.
Þið voruð stolt af því og ég er
stolt af þessum grunni mínum.
Þið tókuð líka mömmu að ykk-
ur þegar hún þurfti á að halda
sem ung stúlka, fyrir það veit
að ég að hún verður ævinlega
þakklát.
Ég mun hugsa til þín alltaf
elsku amma þegar ég baka
pönnukökur á pönnukökupönn-
unni frá þér, þú gafst bestu
jólagjafirnar. Svo nytsamlegt
allt saman. Ég mun hugsa til
þín þegar ég horfi niður á vísi-
fingurna á mér, sem líkjast svo
mikið þínum. Mun muna sög-
urnar sem þú sagðir mér og
segja pjökkunum mínum sögur
af þér og ykkur afa í Tungu-
bakkanum.
Takk fyrir allt elsku hjartans
amma mín og knúsaðu afa frá
okkur.
Þín
Anna Birgit.
Anna
Ragnarsdóttir
Hann Vignir
jafnaldri minn og
fyrrum mágur er
látinn langt um ald-
ur fram. Þegar við vorum ungir
menn var, eins og stundum fyrr
og síðar, erfitt en nauðsynlegt
fyrir ungt fólk að eignast eigið
húsnæði. Við stóðum saman í því
og fórum þá leið að kaupa sam-
Vignir Einar
Thoroddsen
✝
Vignir Einar
Thoroddsen
fæddist 18. júlí
1948. Hann lést 20.
október 2021.
Útför Vignis fór
fram 28. október
2021.
an litla kjallaraíbúð
sem við leigðum út
í eitt ár og seldum
svo. Þá keyptum
við stærri íbúð við
Vífilsgötuna sem
við hjónin, ég og
stóra systir hans,
fluttum í með elstu
börnin okkar og
Vignir leigði okkur
sinn hluta. Einu eða
tveimur árum síðar
keyptum við hjónin hans hlut og
hann keypti sér litla íbúð við
Grettisgötuna. Þannig komumst
við í eigið húsnæði, auðvitað með
skuldir upp fyrir haus með víxla
á bakinu sem þurfti að fram-
lengja á eins til þriggja mánaða
fresti. Þetta voru verðbólgu-
tímar eftir miklar gengisfelling-
ar vegna síldarbrests og verð-
bólgnar kauphækkanir. Feður
okkar ábyrgðust greiðslu
skuldanna, en aldrei reyndi á
það.
Þegar Vignir hætti námi í Há-
skólanum var hann í atvinnuleit
og spurði mig, sem þá var byrj-
aður að vinna í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, hvort ég vissi um
laust starf hjá stofnunum ráðu-
neytisins. Ég bar það undir
minn ágæta yfirmann sem hafði
ráð undir rifi hverju og niður-
staðan varð sú að Vignir sótti
um vinnu hjá Skrifstofu rann-
sóknastofnana atvinnuveganna,
sem þjónustaði rannsóknastofn-
anir ríkisins í sjávarútvegi, land-
búnaði og iðnaði. Ef ég man rétt
var þetta starf sem Vignir réðst
til hvorki vel launað né sérlega
eftirsótt en það var þó trygg
vinna. Hann gegndi starfinu í
mörg ár og með trúmennsku,
glöggskyggni, lipurð í samstarfi
og góðri yfirsýn vann hann sig
svo upp í það að verða í áratugi
aðalfjármálamaður og aðstoðar-
forstjóri Hafrannsóknastofnun-
ar, einnar stofnunarinnar sem
SRA þjónaði. Þetta er eins og
góð dæmisaga úr biblíunni um
það að vera trúr yfir litlu í byrj-
un.
Ég sendi hlýjar kveðjur til
Kristínar eiginkonu Vignis,
Hönnu Kristínar dóttur hans,
Siggu, Freyju og Bjössa systk-
ina hans og sérstaklega til Erlu
móður hans sem verður 100 ára
eftir eitt og hálft ár en hún vann
það þrekvirki í fyrra, fyrir til-
komu bóluefna og fór létt með
það, að lifa það af háöldruð að
veikjast af Covid-19 þegar sú
pest geisaði á Landakoti, þar
sem hún dvaldi í nokkrar vikur.
Guðjón Smári Agnarsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til
birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar