Morgunblaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 Höfðatorg Turninn á Höfðatorgi ber hátt við himin og nýtur hann sín ekki síst í haustblíðunni, jafnvel þótt napurt sé úti við. Kuldinn bítur þó ekki á turninum sjálfum, þótt fólkið flýti sér inn. Kristinn Magnússon Nýlega kom út bók sem skríður hratt upp metsölulistann en vekur hjá mér vondar minningar í hvert sinn sem ég sé hana auglýsta. Bókin er „Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir“. Það eru vissar staðreyndir um Krist- in E. Andrésson sem er ekki getið í bók- inni og ég finn mig knúna til að segja frá, staðreyndir sem hafa elt mig allt lífið þó að ég hafi sem bet- ur fer ekki látið það eyðileggja fyrir mér meira en nauðsynlegt er þegar barn ber leyndarmál sem ekki einu sinni mamma og pabbi mega vita um. Kristinn var einn helsti bók- menntafrömuður Íslands á síðustu öld. Pabbi minn var bókmennta- maður sem átti undir högg að sækja, það vissi ég þótt ung væri, kannski þess vegna þagði ég. Þegar ég var níu ára fékk ég boð frá Kristni og Þóru um að koma heim til þeirra að lesa Sálm- inn um blómið. Þau voru vinahjón foreldra minna og þessi bók var ekki til á mínu heimili. Ég fór því í heimsókn þangað enda hvött til þess af foreldrum mín- um. Þegar ég var búin að koma mér fyrir í stóra sófanum í fínu stofunni hjá Kristni og Þóru lét Þóra sig hverfa fram en Krist- inn varð eftir í stof- unni. Áður en ég vissi af færði hann sig að mér, tók bókina af mér og lét mig standa upp þétt að sér. Hann þuklaði mig alla og rak tunguna upp í munninn á mér. Þetta ætlaði engan enda að taka. Hann hélt áfram drykklanga stund, stundi þungan, talaði um hve falleg augu ég væri með og nuddaði bringuna og klofið á mér. Þegar hann loks sleppti mér fór ég fram þar sem ég sá að Þóra var að skipta á rúmum og ég sagðist þurfa að fara heim. Þá kom ekkert annað til greina en að Kristinn æki mér heim og undan því komst ég ekki. Á leiðinni stöðvaði Kristinn bílinn á Sogaveginum, andaði þungt, ótt og títt og spurði hvort ég vildi koma með sér upp í Heið- mörk. Þótt ég væri hrædd gat ég stunið því upp að ég vildi fara heim og þannig slapp ég í það skiptið. Þegar heim var komið sagði ég ekki frá þessu. Ég veit að ég skammaðist mín og var eins og lömuð. Það eru víst þekkt viðbrögð barna sem lenda í slíku. Ég þarf ekki að taka það fram að ég fór aldrei aftur heim til þeirra hjóna. Það varð ekki meira úr lestri á Sálminum um blómið. Kristinn og Þóra ítrekuðu heimboð og mömmu fannst ég vanþakklát að þiggja það ekki. En sagan er ekki alveg búin. Nokkrum mánuðum síðar gekk ég beint í flasið á Kristni á mínu eigin heimili þar sem ég taldi mig óhulta. Ég var að koma að utan og opnaði dyrnar að íbúðinni, sem alltaf var ólæst. Inni var allt slökkt, enginn heima en á gang- inum stóð Kristinn, sem hafði gengið inn óboðinn. Ég upplifði mikla skelfingu um leið og hann greip mig og viðhafði sömu hegðun og heima hjá honum eins og áður er lýst. Þegar hann var búinn að fá nóg fór hann og skildi eftir bók sem hann ætlaði að gefa okkur. Það var opinbert tilefni heimsókn- arinnar. Mér er minnisstætt í eitt skipti þegar Kristinn og Þóra litu inn heima og ég var á leiðinni út í strætisvagn til að fara vestur í bæ. Þau tóku ekki annað í mál en Kristinn myndi keyra mig. Meðan fullorðna fólkið talaði saman laum- aðist ég út og tók strætisvagn, því ein í bíl með Kristni vildi ég ekki vera. Eftir dágóðan akstur stopp- aði vagninn á biðstöð og inn kom yngri bróðir minn og sagði: „Guðný, komdu.“ Ég elti hann for- viða út og þar stóð Kristinn og beið eftir að ég settist inn í bílinn hans. Ég gleymi ekki talandi augnaráði hans og hvað mér leið illa. Þetta var ógnandi hegðun en sem betur fer var grunlaus bróðir minn með í ferðinni. Ég sá Kristin síðast í jólaös í bókabúð Máls og menningar. Við mamma vorum þar staddar og þau ræddu saman. Ég stóð hjá fegin að vera utan seilingar. Þegar þau kvöddust og við gengum burtu sagði mamma við mig: „O, ég sá hvernig Kristinn horfði á þig. Það var eins og hann langaði til að kyssa þig.“ Ég sagði ekkert. Mað- ur spyr sig nú hvort þetta sé í lagi, að móður minni hafi ekki þótt neitt athugavert við þessa hugmynd hennar, en svona var tíðarandinn og kannski snobbið fyrir Kristni. Árið 1965 fluttist fjölskylda mín til Noregs og ég sá þennan mann aldrei aftur. Löngu síðar umgekkst ég Þóru vegna tengsla hennar við foreldra mína og tengdamóður. Ég þagði yfir þessu og skamm- aðist mín í áratugi. Skammaðist mín fyrir minningu sem ég bað ekki um og gat ekkert að gert. Ég sagði maka mínum frá þessu en aldrei foreldrum mínum. Ég ákvað að þau fengju að deyja án þess að heyra þetta. Síðan liðu árin og þjóðfélagið tók breytingum. Metoo-bylgjan skall á, móðir mín dó 100 ára göm- ul í fyrra og þessi bók kemur nú út. Ég hef ekki lesið hana (og ætla mér ekki) en mér skilst að hún fjalli aðallega um óforbetranlegan kommúnisma þeirra hjóna. Ef ég væri spurð myndi ég segja að Kristni hafi verið alveg sama um þjáningar allra þeirra milljóna sem týndu lífi í Gúlaginu, svo lengi sem hann fengi sínar rúblur. Höfundur bókarinnar hefur hlustað á mína frásögn og tekið mér vel og fyrir það er ég þakklát. Sjálf vona ég að mér takist nú að skila skömminni frá mér, nú loksins þegar ég kem mér að því að skrifa um þessa lífsreynslu, sem ég hefði svo sannarlega viljað vera án þegar ég var níu ára gömul, nú sextíu árum síðar. Að skila skömm 60 árum síðar Eftir Guðnýju Bjarnadóttur Guðný Bjarnadóttir » Það eru vissar stað- reyndir um Kristin E. Andrésson sem er ekki getið í bókinni og ég finn mig knúna til að segja frá. Höfundur er móðir, amma og læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.