Morgunblaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331, þingl. eig. Jakub Polkowski, gerðar-
beiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðju-
daginn 16. nóvember nk. kl. 09:20.
Heiðargerði 27, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 229-1103, þingl. eig. Kristján
Markús Sívarsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga,
þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 10:40.
Heiðarholt 44, Keflavík, fnr. 208-8900, þingl. eig. Kristín Hreiðars-
dóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 16.
nóvember nk. kl. 09:00.
Urðarás 8, Njarðvík, fnr. 230-8243, þingl. eig. Guðrún Ólafsdóttir
Boyd, gerðarbeiðandi Hámarksárangur ehf., þriðjudaginn 16.
nóvember nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
8. nóvember 2021
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12:30, nóg pláss. Botsía kl.10.
Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Prjónahittingur Önnu kl.
13.30. Kaffi kl.14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir
velkomir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Leikfimi með Milan kl. 10.30. Handavinna kl. 12-16. Karlakór-
inn Kátir karlar kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könn-
unni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kirkj-
unnar kl. 20. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju.
Boðinn Ganga / stafganga kl. 10 frá anddyri Boðans. Fuglatálgun kl.
13. Brids og kanasta kl. 13. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Dalbraut 18-20 Dansleikfimi með Auði kl.12.50, félagsvist kl.13.30.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjáns-
dóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Súpa og brauð
eftir stundina. Félagsstarf kl. 13. Erla Doris Halldórsdóttir sagnfræð-
ingur flytur fróðlegt erindi um sögu smitsjúkdóma á Íslandi. Verið vel-
komin í gott og gefandi samfélag.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Salatbar kl.
11.30-12.15. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Bónusrútan kl.
13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Qi-gong í Sjálandi kl. 9. Stólajóga kl. 11. í Jónshúsi. Leikfimi í
Ásgarði kl. 12.15. Botsía í Ásgarði kl. 12.55. Smíði kl. 9 og 13 í Smiðju
Kirkjuhvoli.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 handavinna. Kl. 9 til 10.15 heilsu-qigong í
hreyfi- og aðalsal. Kl. 13-6 opin handavinnustofa. Kl. 14-15 skapandi
skrif, (annan hvern þriðjudag). Kl. 16-18 námskeið hjá Nafnlausa
leikhópnum.
Grafarvogskirkja Í dag, þriðjudaginn 9. nóvember, verður opið hús
fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er
til gamans gert. Boðið er upp á kaffi og meðlæti að opna húsinu
loknu. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12.
Að henni lokinni er léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi. Allir vel-
komnir!
Gullsmári 13 Myndlist kl. 9. Botsía kl. 10.Tréútskurður kl. 13. Kanasta
kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Dans með Auði Hörpu
kl. 10.30. Félagsvist kl. 13, þátttökugjald er 200 kr., léttar veitingar
seldar í hléi.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Dansleikfimi kl. 9. Qi-gong kl. 10.
Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Rakel Írisi kl. 9. Brids í handavinnustofu kl.
13. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar. Hádegismatur
kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Listmálun í Borgum kl. 9, botsía í Borgum kl. 10 og morg-
unleikfimi í Borgum kl. 9.45. Helgistund í Borgum kl. 10.30 og leik-
fimishópur Korpúlfa í umsjón Margrétar í Egilshöll kl. 11. Spjallhópur
Korpúlfa í Borgum kl. 13 og sundleikfimi Korpúlfa með Brynjólfi í
Grafarvogssundlaug kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Minnum á
Korpúlfabingó á morgun 10. nóv. kl. 13 í Borgum. Gleði og gaman.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar áfram um
Jón biskup Vídalín. Einnig um Hjálpræðisherinn en farið verður í
heimskókn til þeirra í dag, 9. nóvember. Kaffiveitingar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist bútasaumshópur milli kl. 9-
12. Hópþjálfun verður í setustofu 2. hæð kl. 10.30-11. Þá verður tölvu
og snjalltækjaaðstoð í setustofu kl. 11-11.30. Bókband í smiðju 1.
hæðar kl. 13-16.30. Kl. 13-14 er skák á 2. hæð. Kl. 13.30-14.30 hlustum
við saman á hlaðvarp í handavinnustofu. Við leggjum af stað í göngu
úr móttöku með viðkomu í verslun kl. 15.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur alla
morgna frá kl. 9. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl.
11.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu
kl. 14. Örnámskeið / roð og leður kl. 15.30 á neðri hæð félagsheimilis.
Minni á bingóið í golfskálanum nk. fimmtudag kl. 14.
Smá- og raðauglýsingar
✝
Elín Jóhanna
Ágústsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 12.
júní 1925. Hún and-
aðist á Hrafnistu,
Laugarási, 13.
október 2021. Elín,
eða Ellý frá Að-
albóli eins og hún
var oft kölluð, var
dóttir hjónanna
Ágústar Þórð-
arsonar frá Ámundakoti í Fljóts-
hlíð, f. 1893, d. 1977, og Viktoríu
Guðmundsdóttur frá Baugs-
stöðum í Stokkseyrarhreppi, f.
1897, d. 1995. Hún var fjórða í
röðinni af sex systkinum, en þau
voru Betsý Gíslína, Guðmundur
Siggeir, Magnús Þórður, Ester
og Viktoría Ágústa. Þau eru nú
öll látin.
Ellý giftist árið 1949 Sighvati
Bjarnasyni, fæddur 1919, látinn
1998. Þeim varð 6 barna auðið:
1) Bjarni, f. 1949, maki Aur-
óra Guðrún Friðriksdóttir, f.
látin sama dag.6) Elín, f. 1961.
Fyrir átti Sighvatur dótturina
Kristínu, f. 1942, d. 2012. Maki
hennar Charles Lynch, f. 1938.
Synir þeirra eru: Michael, f.
1961, John, f. 1964 og Steven, f.
1966 búsettir í Bandaríkjunum.
Barnabörn Ellýjar eru 11 og
barnabarnabörnin 9.
Ellý fór ung að vinna og afla
til heimilisins enda kreppan í al-
gleymingi. Hugurinn stóð til
náms í hárgreiðslu sem ekki gat
orðið en hún sinnti því sem
áhugamáli heima og nutu ætt-
ingjar og vinir þess. Hún fór til
náms á Húsmæðraskólann Ósk á
Ísafirði á stríðsárunum og eftir
það vann hún á símstöðinni í
Eyjum þar til hún giftist. Vend-
ingar urðu í lífi þeirra hjóna er
þau ásamt fjölskyldu þurftu að
flýja gosið í Eyjum. Þau settust
að í Reykjavík og þar fór hún
aftur út á vinnumarkaðinn. Hún
vann lengi í blómabúðinni
Alaska í Breiðholti og síðar í
dauðhreinsunardeild ríkisspít-
alanna. Hún var virkur félagi í
Oddfellowreglunni og einnig fé-
lagi í kvenfélaginu Heimaey.
Útför Ellýjar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 9. nóv-
ember 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1953. Þau eign-
uðust tvo syni: a)
Sighvat, f. 1975, b)
Ágúst, f. 1978, d.
2006.
2) Gísli, f. 1950,
d. 1987. Maki Ólöf
Helga Þór, f. 1956.
Sonur hennar og
fóstursonur Gísla
er Gunnar Sveinn
Magnússon, f. 1978.
Maki hans er Inga
Hrönn Kristjánsdóttir, f. 1976.
3) Viktor Ágúst, f. 1952. Maki
Viktors er Jóna Margrét Jóns-
dóttir, f. 1958. Dætur þeirra eru:
a) Ester, f. 1988. Sambýlismaður
Steinn Einar Jónsson, f. 1987, b)
Brynja, f. 1992. Fyrir átti Viktor
Kristínu, f. 1979, með fyrri konu
sinni, Margréti Ísdal. Maki
Kristínar er Guðmundur Jó-
hannsson, f. 1980. 4) Ásgeir, f.
1955, maki Hilda Torres, f. 1961.
Þeirra synir eru: a) Andrés Gísli,
f. 1994, b) Elías Andri, f. 1996. 5)
Stúlka, fædd 30. janúar 1960,
Þá hefur elsku amma loksins
fengið hvíldina sína.
Til Ellýjar ömmu var ég alltaf
velkomin og þar var alltaf notalegt
og hlýtt. Amma lagði mikið upp úr
því að vera snyrtileg og vel tilhöfð.
Hárið var rauðleitt og varaliturinn
brúnappelsínugulur. Eyrnalokk-
ar, hringar, armbönd og hálsmen.
Amma var alltaf svo fín.
Ég á bara góðar minningar um
ömmu. Margar tengdar mat.
Fresca á náttborðinu, Prins Póló í
eldhússkápnum í Keilufellinu,
kótelettur í raspi, ísblóm með
sultu og heimabakaðar skonsur.
Kaffi, kökur og konfekt. Maður
fór aldrei svangur frá ömmu.
Amma var ekki langskólageng-
in en hún var eldklár. Hún fylgdist
vel með, las blöðin og hlustaði á
fréttir og var ávallt tilbúin að ræða
málefni líðandi stundar. Hún hafði
einlægan áhuga á afkomendum
sínum og vildi alltaf vita hvernig
lífið gengi hjá mér og mínum. Hún
var stolt af sínu fólki.
Ömmu fannst gaman að segja
sögur og hafði frá mörgu að segja.
Hún upplifði kreppuna miklu og
flúði eldgosið í Vestmannaeyjum.
Hún tók ung ábyrgð og byrjaði
snemma að vinna. Passaði litla tví-
bura þegar hún var bara barn
sjálf. Sögurnar frá því þegar
amma vann á símstöðinni í Eyjum
með hinum skvísunum voru
skemmtilegar og augljóst að það
var góður tími í hennar lífi. Þegar
ég sjálf var orðin mamma fannst
mér áhugavert að heyra sögurnar
frá því þegar amma var ung móð-
ir. Fjórir strákar (hræðilegir
prakkarar) og ein stelpa og svo
allir vinirnir sem fylgdu með. Til
ömmu voru allir velkomnir. Á
þessum tíma var allt heimagert og
heimalagað.
Amma var einstaklega góður
mannþekkjari og hún var ekki
mikið fyrir að dæma. Hún tók
fólki eins og það var og talaði frek-
ar um kosti hvers og eins. Hún
horfði ekki á félagsstöðu og gat
einhvern veginn mætt öllum,
sama hver aldur eða þroski þeirra
var. Börnum þótti gott að leita til
hennar og hún tók vel á móti þeim
enda talaði hún við börnin en ekki
til þeirra. Ég er þakklát fyrir að
dætur mínar náðu að kynnast
henni og skapa sínar minningar
með henni.
Amma átti líka sínar sorgir eins
og allir aðrir þrátt fyrir að tala
ekki mikið um þær. Hún missti
börn og barnabarn og mér þykir
einstaklega vænt um að nokkrum
mánuðum áður en hún lést sagði
hún mér alla sólarsöguna um litlu
telpuna sína sem hún eignaðist og
missti á sama deginum. Ég vissi
alltaf af þessari telpu en þarna
sagði amma mér hins vegar frá
sinni upplifun og sinni líðan og það
þykir mér svo dýrmætt.
Nú get ég ekki lengur kíkt í
kaffi til ömmu. En ég geymi hana í
öllum góðu minningunum og
þangað get ég alltaf leitað, hitað
mér kaffi og sest niður með henni í
sögustund þegar ég vil.
Fyrir það er ég þakklát.
Kristín.
Elín Jóhanna
Ágústsdóttir
Elsku hjartans afi
minn. Núna ertu far-
inn, og hélt ég nú
einmitt að þú kæmir
heim aftur til ömmu,
mér fannst mjög skrítið að ná í föt-
in þín sem við amma vorum ný-
búnar að fara með upp á spítala.
Miklar tilfinningar koma upp
þegar ég sest niður og byrja að
skrifa, sem veita mér hlýju í hjart-
að.
Ég á svo ótrúlega margar og fal-
legar minningar um okkar tíma því
ég eyddi jú miklum tíma með þér,
sérstaklega þegar ég var yngri.
Þegar mamma og pabbi fóru til út-
landa, í öllum mínum skólafríum og
skólaverkföllum var mér skutlað
upp í Keiló til ykkar ömmu, þú
tókst alltaf svo vel á móti mér, og
alveg tilbúinn í daginn með mér.
Þú tókst mig oft í einkakennslu, þá
aðallega í ensku, sem kom sér
einkar vel þegar verkföllunum
lauk. Þú varst nú sterkastur í
henni, enda ekki margir afar sem
höfðu gefið út orðabók á ensku eða
bókaseríur, auðvitað um flug, þú
elskaðir allt tengt því.
Það eru svo ótrúlega margar
minningar sem ég á um þig, og get
ég auðvitað ekki talið þær allar
upp hérna, en mig langar að
þakka þér fyrir að sýna mér og
taka mig með þér á alla þessa staði
og hitta allt þetta fólk þegar ég
var yngri, þá er ég aðallega að tala
um alla þessa vini og frændfólk
þitt sem þú áttir úr 101 Reykjavík.
Ég er líka alveg ofsalega þakk-
lát fyrir allt sem þú kenndir mér,
þótt það væri ekkert endilega allt-
af gaman hvernig maður var
„gripinn við verkið“ í miðjum klíð-
um og leiðréttur á núll-einni (en
ég skrifa nú þetta með bros á vör).
Arngrímur
Sigurðsson
✝
Arngrímur
Sigurðsson
fæddist 11. febrúar
1933. Hann lést 7.
október 2021.
Útför hans fór
fram í kyrrþey.
Þú varst auðvitað
að kenna mér og
sýndir mér alveg
ótrúlegustu hluti
sem enginn annar
var kannski að
kenna ungu barni.
Ég er svo þakklát
samt í dag hvernig
þú ráðlagðir mér að
spara og fara vel
með peninga mjög
snemma og þá tækni
sem þú hafðir. Þú kenndir mér
einnig að fara vel með marga hluti
sem við notum dags daglega, en
ég held að ég hafi verið frekar sér-
vitur í augum margra annarra
sem pæla ekkert í svona hlutum,
eins og að skrúfa fyrir rennandi
vatn, það var sérstök aðferð sem
þú notaðir. Einnig hvernig maður
ætti að bíta í kex eða prinspóló svo
að öll mylsnan færi ekki niður og
hvernig þú kláraðir allt úr skálinni
þegar þú fékkst þér súrmjólk.
Þér fannst margt líka vera
óþarfi, en aldrei varstu nískur,
stundum fannst þér óþarfi að opna
einhverja glugga en það er annað
mál. Við fórum oft saman í bæinn,
ég var löngu hætt að telja hversu
oft, ég elskaði það alveg. Við kíkt-
um í bankann, þar kenndir þú mér
að fá mér sykur í kaffið, við fórum
til hans Guðbrands gullsmiðs þar
sem ég þurfti að sitja alveg kjurr
og ekki koma við neitt, það var erf-
itt sem barn. Ég er alveg ofsalega
þakklát fyrir tímann sem við átt-
um saman núna í lokin, og í sumar
þegar við fórum í bíltúr í bæinn og
þú sagðir mér frá öllu frændfólk-
inu okkar, hvar það bjó og bak-
aríinu/sjoppunni sem mamma þín
rak og þess háttar.
Mér hlýnaði einnig alveg í
hjartanu þegar við amma komum
úr FK og þá sagðir þú alltaf þegar
ég spurði þig: „Hvað segirðu gott,
afi?“ „Já ég segi nú bara allt ljóm-
andi gott þegar ég sé þig!“ Ég
elska þig elsku afi minn.
Knús! Þín
Ellen og Lísa.
Pabbi var yngst-
ur sjö systkina en
hann var tólf ára
þegar faðir hans
féll frá. Fjölskyldan
bjó við þröng kjör en með sam-
heldni tókst henni að koma ár
sinni fyrir borð. Á Bergþórugötu
12 var oft glatt á hjalla en til er
mynd af pabba sjö ára gömlum
þar sem hann stendur á tunnu
og syngur fullum hálsi fyrir her-
menn „Its a long way to Tipper-
ary“. Pabbi hafði alla tíð mikinn
áhuga á tónlist en hann söng um
árabil með kórum. Pabbi stund-
aði söngnám og sótti meðal ann-
ars kennslu til Guðrúnar Á. Sím-
onardóttur en hún vildi að hann
færi til náms erlendis en af því
varð ekki. Söngurinn var honum
alltaf kær og tók hann oft lagið
fram eftir aldri. Mér er minn-
isstætt þegar hann söng á
ströndinni í Tyrklandi fyrir rétt-
um tveimur árum við góðan
orðstír. Pabbi var mikill fagur-
keri og lagði metnað sinn í að
hafa snyrtilegt í kringum sig.
Snyrtilegur og fallegur klæðn-
aður var honum hugleikinn og
hann gat endalaust glaðst yfir
fallegri flík þó ekki væri annað
en ný skyrta. Pabbi ætlaði sér
alltaf að verða klæðskeri en á
iðnskólaárum sínum var honum
snúið frá því vegna augnáverka
en hann missti sjónina á öðru
auga á unga aldri. Þess í stað
sneri hann sér að smíðum þar
sem klæðskerinn kom svo vel
fram í allri hans listasmíð með
timbur en pabbi varð húsa-
smíðameistari að mennt. Pabbi
missti fyrri konu sína á unga
aldri en þau hjón höfðu þá eign-
ast Holberg sem var aðeins
tveggja ára þegar hún féll frá.
Aðstæður urðu svo þær að
tengdaforeldrar pabba tóku Hol-
Már Bjarnason
✝
Már Bjarnason
fæddist 12.
september 1933.
Hann lést 26. októ-
ber 2021.
Útför Más fór
fram í kyrrþey.
berg í fóstur og ólu
hann upp. Vegir
móður minnar og
pabba lágu saman
þegar mamma
stundaði nám í
Ljósmæðraskólan-
um í Reykjavík eft-
ir dansleik sem þau
hittust á í Alþýðu-
húskjallaranum.
Pabbi bað þessa
fallegu stúlku að
gefa sér upp númerið en honum
tókst ekki betur til en svo að
hann skráði niður rangt númer.
Það var svo vinkona mömmu
sem vann í mjólkurbúðinni sem
gat miðlað málum. Mamma og
pabbi eiga sama afmælisdag og
eiga sama fæðingarár. Mamma
hefur þó sagt að þar sem hún
fæddist örlítið fyrr á fæðingar-
daginn teljist hún eldri og vitr-
ari. Við fjölskyldan eignuðumst
okkar fyrsta eigið heimili í
Álftamýrinni. Mamma og pabbi
ferðuðust víða um heim á yngri
árum. Fjölskyldan öll bjó um
árabil í Noregi en dæturnar
þrjár hafa ílengst þar og búa
þar enn þann dag í dag. Síðar á
ævinni fluttist öll fjölskyldan í
Hlíðargerði 8 þar sem til varð
fallegt og hlýlegt heimili. Í æv-
intýrum foreldra minna tók
pabbi meðal annars að sér hús-
vörslu í einni af byggingum
Noregskonungs í Ósló. Seinustu
tólf árin hafa mamma og pabbi
búið í Hveragerði. Pabbi var
kominn yfir á Öldrunarheimilið
Ás og kunni vel við sig þar. Við
systurnar og mamma áttum svo
síðustu stundirnar með pabba
þegar hann kvaddi þennan heim
sæll og glaður í faðmi okkar
systra. Við kveðjum nú þennan
ástríka og glaðlynda föður sem
alltaf var hrókur alls fagnaðar.
Hann var alltaf litríkur persónu-
leiki sem gustaði af. Við syst-
urnar vorum stoltar af honum.
Við sjáumst síðar pabbi í sum-
arlandinu og góða ferð.
Brynhildur Pálína,
Guðrún S. og Anna
Jónína Másdætur.