Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 1
Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins gerir ráð fyrir að heildartekjur vegna sjúkraflutninga verði um 130 milljónum króna hærri á þessu ári en áætlun fyrir árið gerði ráð fyrir og verði samtals einn og hálfur milljarður króna yfir árið. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri segir að fjölgun sjúkraflutn- inga sé umfram íbúaþróunina á svæðinu og margar ástæður séu fyr- ir henni, m.a. faraldur kórónuveir- unnar en stór hluti flutninga sé á Covid-göngudeild Landspítalans, al- menn veikindi og fjölgun sem hefur orðið í hópi fólks 60 ára og eldri. Áætlað er að tekjur af sjúkraflutn- ingum verði 1.663 milljónir króna á næsta ári og hækki um 21,5% á milli ára. Samtals gæti heildarkostnaður vegna sjúkraflutninga á höfuðborg- arsvæðinu því orðið á fjórða milljarð króna á tveimur árum. Heilbrigðisráðuneytið áformar að bjóða út Covid-19-flutninga fyrir þá sjúklinga sem geta setið við flutning. »2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkrabifreið Ýmsar ástæður eru fyrir fjölgun sjúkraflutninga. 130 milljónum hærri tekjur af sjúkraflutningum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði 0:0 jafntefli við landslið Rúmeníu í undankeppni heimsmeistaramóts- ins í gær. Leikurinn þótti ekki mikið fyrir augað, en rúmenska landsliðið þurfti á sigri að halda til þess að halda vonum sínum um umspil á lífi. Varnarleikur Íslands var hins vegar vel skipulagður og dugði til að næla í stig. Leiksins verður helst minnst fyrir þær sakir að Birkir Bjarnason fyrirliði lék í gær sinn 104. landsleik, en með því náði hann að jafna landsleikjamet Rúnars Kristinssonar. Birkir átti mjög góðan leik að þessu sinni, en allt stefnir í að hann muni bæta metið á sunnudaginn. »26 Ljósmynd/Alex Nicodim Birkir jafnaði landsleikjamet Rúnars í jafntefli í Búkarest F Ö S T U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 266. tölublað . 109. árgangur . BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is RENAULT ARKANA Náttúrulegur Hybrid 5ÁRAÁBYRGÐ NÝR www.renault.is FJÖLSKYLDAN Í FYRIRRÚMI HJÁ ARNARI GAUTA GERIR UPP OFBELDISSAM- BAND Á SHOOK FRÁVIK FANNST Í VETTVANGSFERÐ NEFNDARINNAR BREIÐSKÍFA ZÖE 28 NEFNDIN Á LOKAMETRUM 4ARNAR GAUTI FIMMTUGUR 24 Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir að tilboðsdagarnir þrír í nóvember, dagur einhleypra (Singles Day), svartur föstudagur og netmánudagurinn, hafi jákvæð áhrif á Smáralind og innlenda verslun yfir höfuð. Dagur einhleypra var í gær og bauð þá metfjöldi verslana um allt land vörur á tilboði á netinu. „Þessir tilboðs- dagar hafa markvisst verið að styrkj- ast ár frá ári og eiga einhvern þátt í því að jólaverslun er að dreifast yfir lengra tímabil, þ.e.a.s. hún byrjar fyrr með hverju árinu. Tveir þessara daga eru með nær allan fókus á vefverslun en þá daga sjáum við hins vegar ekki fall í heimsóknatölum í Smáralind. Margir okkar viðskiptavina vilja miklu fremur koma í verslanir, snerta vörurnar, eiga mannleg samskipti og upplifa físíska þjónustu,“ segir Tinna í skriflegu svari. Skiptir máli að taka þátt Kristján Geir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri húsgagnaverslunarinn- ar Ilvu, segir að það skipti verslunina miklu máli að taka þátt í tilboðsdög- unum þremur. „Singles Day er að verða mjög sterkur. Við finnum að við- skiptavinir eru mjög kaupmiðaðir og innkaupin eru markviss. Við sjáum að neytendur bíða eftir þessum dögum og hafa undirbúið sig vel. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í okkar sölutímabil- um, eitthvað sem við gerum ráð fyrir í okkar vöruvali og öllum áætlunum.“ Ólafur Vigfússon eigandi Veiði- hornsins segir að tilboðsdagarnir á þessum tíma ársins séu nýr veruleiki. „Maður verður að taka þátt í gleðinni,“ segir Ólafur sem nýverið opnaði nýja netverslun. Jólaverslunin byrjar fyrr - Viðskiptavinir á degi einhleypra kaupmiðaðir og innkaupin markviss MÞunginn í jólaverslun »12 Morgunblaðið/Eggert Tilboð Ólafur Vigfússon eigandi Veiðihornsins undirbýr póstlagn- ingu á vörum til viðskiptavina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.