Morgunblaðið - 12.11.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.11.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Andstaða hluta landeigenda í Reyn- isfjöru í Mýrdal ræður því að þar hefur ekki verið settur upp öryggis- búnaður eins og áformað var. Sem kunnugt er varð banaslys á þessum stað sl. miðvikudag, þegar ung kín- versk kona sem stóð í flæðarmálinu lenti í brimskafli sem bar að landi og skolaði með honum út. Þrjú önnur sem voru í sama hópi og konan voru hætt komin. Alls eru dauðaslysin í Reynisfjöru orðin fjögur frá árinu 2007 og oft hef- ur munað litlu að illa færi. Vildu setja upp viðvörunarfána og blikkljós „Við getum tekið frekari skref í ör- yggismálum á þessum stað. Mér finnst á engan hátt forsvaranlegt að andstaða hluta landeigenda þarna ráði því að ekki megi gera mikilvæg- ar úrbætur,“ segir Jónas Guðmunds- son, verkefnisstjóri hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Fyrir um tveimur árum voru komnar tillögur um öryggisráðstaf- anir í fjörunni, unnar af starfshópi á vegum Þórdísar Kolbrúnar Reyk- fjörð Gylfadóttur ferðamálaráð- herra. Til stóð þá að setja upp viðvör- unarfána og blikkljós, sem gefa myndi ljósmerki þegar mest brimar í fjörunni. Aðstæður hefðu þá verið vaktaðar til dæmis skv. veðurspám og ölduspám sem sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa nú þegar útbúið. Hugsanlega hefði þá verið kveikt á ljósinu í gegnum stjórnstöð Neyðarlínu eða með sambærilegum hætti. Einnig voru uppi hugmyndir um að setja einhvers konar fyrirstöð- ur á svæðinu, girðingar sem loka fyr- ir að fólk fari í fjöruna þegar hæstu og þyngstu öldurnar ber að landi. „Landeigendur sögðu að þetta gæti orðið of íþyngjandi. Nú veit ég ekki hvað felst í því, hvort þeir töldu sig eiga að hlaupa til og flagga þegar og ef öldulag gæfi tilefni til slíks. Mér finnst þetta undarleg rök, miðað við hvaða öryggishagsmunir eru þarna í húfi,“ segir Jónas. Bætir hann við að búið hafi verið að fá peninga, nokkr- ar milljónir króna, frá ferðamálaráð- herra til að setja öryggisbúnaðinn upp og gera allt klárt – hefðu and- staða og afsvör landeigenda ekki komið til. Málið sé því stopp, hvað sem síðar verði. Málflutningurinn er blaut tuska „Sá málflutningur að ætla að kenna okkur landeigendum um er ódýr,“ segir Guðni Einarsson í Þóris- holti í Mýrdal. „Þetta er eins og að fá blauta tusku framan í andlitið. Ég minnist þess ekki að við höfum hafn- að því að öryggisbúnaður yrði settur upp í Reynisfjöru, þó við höfum gert athugasemdir við eitt og annað sem okkur var kynnt.“ Guðni segist m.a. spyrja hverjir eigi að fylgjast með fjörunni og kveikja á aðvörunarljósunum þegar svo beri undir. Þá megi hafa í huga að banaslys í Reynisfjöru á síðustu árum hafi orðið við ýmsar aðstæður, ekki aðeins í svarrandi brimróti eins og var þegar kínversku konuna tók út í fjörunni sl. miðvikudag. Minna megi líka á ábyrgð fararstjóra og eðlilega vitund ferðafólksins sjálfs um varkárni og almenna skynsemi. Morgunblaðið/Hallur Már Reynisfjara Einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Aðstæður breytast oft mjög hratt og brimið er varasamt. Öryggisráðstafanir í fjöru mættu andstöðu - Fjögur banaslys - Ódýr málflutningur, segir landeigandi Jónas Guðmundsson Guðni Einarsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það kom ábending frá Vinum Saltfiskmóans og við sendum í kjöl- farið ábendingar til borgarinnar og Veitna og óskuðum eftir að friðaða svæðið yrði girt af. Við höfum fundað um þetta og þetta lítur allt saman vel út núna,“ segir Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefna- stjóri fornleifa hjá Borgar- sögusafni. Á útboðsgögnum fyrir væntan- legar framkvæmdir á Sjómanna- skólareit sem tilheyra gatnagerð og lögnum var skilgreint verndarsvæði menningarminja ekki afmarkað. Á skýringarmyndum var fram- kvæmdasvæði skilgreint innan verndarsvæðis og því óttuðust Vin- ir Saltfiskmóans, sem beitt hafa sér fyrir vernd svæðisins, að stórslys væri í uppsiglingu. Anna Lísa segir við Morgun- blaðið að ekki sé óalgengt að við framkvæmdir séu þeir sem koma að þeim misvel upplýstir um minja- vernd og því sé gott að hnykkja á að allt sé á hreinu áður en þær hefjast. „Einn partur í minjavernd er að biðja um að fornleifar séu girtar af meðan á framkvæmdum stendur til að koma í veg fyrir tjón á minjunum. Það verður gert þarna,“ segir hún. Ljósmynd/Vinir Saltfiskmóans Sjómannaskólareitur Verndarsvæði verður girt af við framkvæmdir. Svæði við Sjómanna- skólann verður girt af - Fundahöld til að vernda fornminjar Sala á jólabjór í Vínbúðunum var umtalsvert minni fyrstu viku sölu- tímabilsins í ár en á sama tíma í fyrra. Salan frá fimmtudegi í síðustu viku til og með miðvikudegi í þessari viku nam 146 þúsund lítrum á móti 184 þúsund lítrum í fyrra. Þannig var salan 20,6% minni í ár en í fyrra. Vert er að taka fram að í fyrra voru flestir veitingastaðir lokaðir vegna samkomutakmarkana og sala í Leifsstöð lítil sem engin. Því er ef- laust ekki óeðlilegt að salan minnki á milli ára. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu nýverið verða alls 108 teg- undir jólabjórs í boði í ár og hafa aldrei verið fleiri. Þar er að finna ýmsar nýjar tegundir en það eru þó kunnugleg nöfn á lista yfir mest seldu jólabjórana. Alls seldust 76 þúsund lítrar af Tuborg julebryg, eða 52% af allri sölunni. Næstvinsælasti jólabjórinn er frá Víking, þá kemur jólabjór Thule, því næst Jóla Kaldi og Jóla- gull situr í fimmta sæti. hdm@mbl.is Sala dróst saman um 21% milli ára - Tuborg langvinsælasti jólabjórinn „Við höfðum farið þarna upp eftir á þriðjudeginum í fínu færi en síðan snjóaði mikið um nóttina og leiðin varð torsótt á miðvikudeginum,“ segir Hrefna Hagalín hjá kvik- myndaframleiðslufyrirtækinu Arc- tic Production sem vinnur nú með hópi Bandaríkjamanna frá New York að gerð auglýsingar fyrir er- lent vörumerki. Á leiðinni í Land- mannalaugar festist fjallarúta frá ferðaþjónustufyrirtækinu Activity Iceland skammt frá Sigöldu, í bak- grunni er Hrauneyjalónið. Hrefna segir að þeim bandarísku hafi þótt mikið til koma og flestir þeirra aldrei séð jafn mikinn snjó. Íslendingarnir séu þó öllu vanir á ferðum sínum um hálendið. „Það náðu allir að taka sínar myndir og voru glaðir eftir þetta litla ævintýri. Bíllinn var nú ekki svo mikið fastur, snjórinn var blaut- ur á leiðinni í Landmannalaugar en á bakaleiðinni um kvöldið hafði fryst og færið mjög gott. Bílstjórinn frá Activity var alveg frábær og stóð sig vel,“ segir Hrefna. Vetrarlegt orðið um að litast á hálendinu og færðin víða erfið Festust á leið- inni í Land- mannalaugar Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.