Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 14

Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Leiðtogi Kína, Xi Jinping, tryggði sér í gær stöðu við hlið Maó Zedong og Deng Xiaoping sem einn helsti leiðtogi Kommúnistaflokks Kína, sem í ár fagnar 100 ára afmæli sínu. Um leið eru allar líkur á að hann geti setið sem leiðtogi eins lengi og hann sjálfur vill. Þetta gerði Xi með því að láta miðstjórn flokksins, sem hitt- ist í gær á bak við luktar dyr, samþykkja ályktun um túlkun á sögu flokksins. Aðeins Maó og Deng hafa náð þessum ár- angri og hafa verður í huga að Kína er allt annað og voldugra ríki í dag en það sem þeir stýrðu og völd ríkisins og leið- togans meiri sem því nemur. Deng lét fyrir fjörutíu árum samþykkja ályktun um túlkun sögunnar en þá notaði hann tækifærið til að fordæma menningarbyltingu Maós sem hófst hálfum öðrum áratug fyrr og stóð í áratug. Mikill fjöldi lét lífið í menningarbylt- ingunni auk þess sem gríð- arleg menningarverðmæti voru eyðilögð enda átti að koll- varpa sögunni og úreltum við- horfum sem hentuðu ekki bylt- ingunni. Deng opnaði svo Kína fyrir markaðshagkerfinu með eftirminnilegum orðum um köttinn og mýsnar og hefur það síðan blómstrað efnahags- lega. Xi hefur farið aðra leið og í ályktun hans er ekkert upp- gjör við fortíðina, þvert á móti er staðhæft að 100 ára saga Kommúnistaflokksins fari saman við merkilegustu tíma í þúsunda ára sögu Kína. Ljóst er að þar er ekki ályktað af neinni minnimáttarkennd, hvað þá eftirsjá. Fleira skilur á milli Deng og Xi þó að Deng hafi ekki skirrst við að leyfa valdbeitingu þegar á þurfti að halda, eins og blóð- ugir atburðir á Torgi hins him- neska friðar árið 1989 stað- festu. Deng losaði um hömlur í Kína, leyfði aukið athafna- frelsi og vakti vonir ýmissa um að áfram yrði haldið á sömu braut og Kínverjar að lokum losaðir undan oki Komm- únistaflokksins með lýðræðis- legum umbótum. Engum dettur í hug að slíkt sé mögulegt undir stjórn Xi. Hann hefur hert tökin á ýms- um sviðum, jafnt innanlands sem utan. Nefna má Hong Kong sem dæmi um að Xi ger- ir ekki mikið með almennings- álitið erlendis og beitir því afli sem þarf til að berja niður ákall um umbætur innanlands. Þá hefur hann látið óþæga auðmenn finna mjög fyrir sér og hafa þau skilaboð ekki verið mis- skilin; Xi hyggst ráða og engum leyfist að vaxa upp úr skugga hans. Miklar hömlur eru lagðar á upplýsingastreymi á netinu og fjölmiðlar þjóna engu nema Flokknum og Xi, eins og sést hefur á 100 ára afmæli Komm- únistaflokksins og í aðdrag- anda hins mikilvæga mið- stjórnarfundar. Þar hefur lofið ekki verið sparað í lýsingum á mannkostum Xi, dugnaði og framsýni, enda mikilvægt að búa þjóðina alla undir þaul- setu hins farsæla leiðtoga. Utan landsteinanna hafa kínversk stjórnvöld látið æ meira fyrir sér fara og tak- markast það ekki við næsta nágrenni þó að þar beiti þau sér af hvað mestri hörku. Þetta má hvað gleggst sjá á ógnandi ferðum fjölda herflug- véla nærri Tævan að undan- förnu, en einnig í öðrum aukn- um og umdeildum hernaðarumsvifum í nágrenni Kína. Uppbygging hersins hefur verið mikil, ekki síst í flugmóðurskipum sem segir sína sögu um vilja stjórnvalda til að láta finna fyrir sér utan landamæranna eða lögsög- unnar. Fram kom í gær, sama dag og ljóst varð að Xi yrði leiðtogi lengi enn, að hann og Biden Bandaríkjaforseti hygðust hittast á fjarfundi eftir helgi. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið á fundum Bidens má telja líklegt að hann verði vak- andi á þessum fundi enda meira í húfi en oftast annars. Það má þó teljast verulegt áhyggjuefni að á meðan Kína skartar sterkasta leiðtoga sín- um um áratuga skeið hið minnsta, skuli forysta Banda- ríkjanna vera jafn veik og raun ber vitni og eiga að baki nýleg axarsköft í utanrík- ismálum sem draga enn frekar úr trúverðugleikanum. Það er í raun fátt sem getur haldið aftur af Kína á meðan svo er og líklegt að ríkinu vaxi enn ásmegin. Í það minnsta næsta áratuginn eða svo, en þá segja mannfjöldaspár að Kín- verjum taki að fækka sem get- ur valdið töluverðum efna- hagslegum erfiðleikum innanlands. Ef það gerist gæti hrikt í stoðunum, en líklegt er að þá verði Xi Jinping búinn að treysta tök Kommúnista- flokksins enn frekar en orðið er svo að enginn skyldi vænta þess að flokkurinn losi um tök- in eða missi þau í fyrirsjáan- legri framtíð. Xi Jinping hefur náð í það minnsta sömu stöðu og Deng Xiaoping og Maó Zedong} Leiðtogi til lífstíðar S kömmu eftir bankahrun hafði sá sem hér skrifar áhyggjur af að hjá Reykjavíkurborg væri unnið í kyrrþey að því að ýta flugvellinum úr Vatnsmýrinni. Viðbrögðin voru efnislega þau að enginn væri að velta fyrir sér að byggja í Vatnsmýrinni, Ísland væri að fót- um fram komið efnahagslega og engar for- sendur til að vilji stæði til uppbyggingar þar í fyrirsjáanlegri framtíð. Áhyggjur mínar væru óþarfar. Á sama tíma héldu hermaurarnir hjá borg- arskipulaginu ótrauðir áfram undirbúningi þess að þrengja svo að vellinum að hann yrði á endanum ónothæfur vegna skerts nýtingar- hlutfalls. Nú rúmum áratug síðar, þegar búið er að byggja heilt hverfi á Valssvæðinu og með fyrirhugaða byggð í Skerjafirði er ljóst að markmiðið um að slá flugvöllinn af með tæknilegu rot- höggi er að nást. Nú stöndum við frammi fyrir því að hermaurum skipu- lagsins er beitt í þágu borgarlínudrauma þeirra sem þá trú hafa tekið. Það er auðvitað sérstakt, næstum því sorglegt, að hugsa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að tjóðra sig við þá ólánslest. Í gær var kynnt í skipulags- og samgönguráði Reykja- víkur „Skipulags- og matslýsing vegna nýs deiliskipulags“ fyrir 1. lotu Borgarlínu sem innifelur Suðurlandsbraut og hluta Laugavegar. Í skipulagslýsingunni er rifjað upp að „Í frumdraga- skýrslu Borgarlínunnar (birt í janúar 2021) er lagt út með þá útfærslu að akreinum fyrir bílaumferð verði fækkað úr fjórum akreinum í tvær. Gert er ráð fyrir að sérrými borgarlínunnar verði að mestu miðlæg og ein akrein í hvora átt fyrir bílaum- ferð. Sú breyting er einnig lögð til að vinstri beygjur verði ekki lengur mögulegar nema á hluta gatnamóta.“ og síðan segir „Samhliða breytingum á göturýminu er gert ráð fyrir að bílastæðum fækki við Suðurlandsbraut.“ Þessi upprifjun ætti að ýta við þeim sem telja að til einhvers sé vinnandi að verja forsvaranlegt flæði fjölskyldubílsins á götum Reykjavíkurborgar. Þegar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, spurði mig í þinginu í júní 2020 í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgar- svæðisins hvort við værum ekki sammála um að „…meginverkefni ríkisins í þessu [séu] auka ak- reinar fyrir almenningssamgöngur innan höfuð- borgarsvæðisins?“ var ljóst að skilningur þingmannsins var sá að bætt yrði við akreinum, en þær ekki teknar frá núverandi umferð. Nú blasir við önnur mynd. Það verða teknar akreinar, það verða tekin bílastæði og það verður alveg örugglega gengið þannig frá málum að fjölskyldubíllinn þarf að stoppa eins oft og mögulegt er á vegferð sinni, með til- heyrandi auknum útblæstri. Það er ekki annað hægt en að hafa skömm á slíkum „loftslagsaðgerðum“. Þessi breytta mynd kallar á endurmat á verkefninu öllu. Bergþór Ólason Pistill Borgarlína gegn frjálsu flæði fjölskyldubílsins Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is M álefni Menntamálastofn- unar hafa verið í deigl- unni síðustu daga. Yfir- stjórn stofnunarinnar og forstjórinn Arnór Guðmundsson fengu falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast fram- kvæmdi að ósk menntamálaráðuneyt- isins. Í bráðabirgðaniðurstöðum kem- ur fram að sjö af ellefu áhættuþáttum eru metnir rauðir sem táknar óvið- unandi áhættu sem bregðast þurfi við án tafar. Í kjölfarið var greint frá því í fjölmiðlum að starfsmenn Mennta- málastofnunar hafi sent ályktun til ráðuneytisins í vikunni þar sem kallað er eftir því að Arnór forstjóri láti af störfum. Sú ályktun var sam- þykkt af yfir 80% starfsmanna og kváðust þeir ekki treysta Arnóri til að byggja upp innri starfsemi stofnunarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málefni Menntamálastofnunar ber á góma. Stofnunin hefur á liðnum árum til að mynda legið undir ámæli fyrir klúður við framkvæmd samræmdra prófa auk þess sem deilt hefur verið um framkvæmd Pisa-kannana og út- gáfu námsbóka. Tvær stofnanir runnu í eina Menntamálastofnun tók að fullu til starfa haustið 2015 og er stjórn- sýslustofnun á sviði menntamála sem skal stuðla að auknum gæðum skóla- starfs og framförum í þágu mennt- unar eins og það er orðað. Við stofnun Menntamálastofn- unar voru Námsgagnastofnun og Námsmatsstofnun lagðar niður en stofnunin tók einnig við verkefnum sem áður voru hjá mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu. Í dag starfa 56 starfsmenn hjá Menntamálastofnun, samkvæmt lista á vef stofnunarinnar. Af stórum verkefnum MMS ber stofnuninni til dæmis að sjá grunn- skólanemendum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum sem eru í samræmi við aðalnámskrá auk þess að geta haft hlutverk varðandi náms- gögn á öðrum skólastigum. MMS á að hafa eftirlit og meta með mælingum árangur af skólastarfi, svo sem með umsjón samræmdra prófa í grunn- skólum, og MMS undirbýr skim- unarpróf sem nær til bæði leik- og grunnskóla. Að því er fram kemur á heima- síðu Menntamálastofnunar sér hún um framkvæmd aðgangsprófa í Há- skóla Íslands og hefur einnig að segja um eftirlit og mat á leik-, grunn- og framhaldsskólum. Stofnunin sinnir eftirliti og mælingum á stöðu skóla- kerfisins út frá alþjóðlegum við- miðum, annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga um menntamál og veitir á grundvelli þeirra stjórnvöld- um, fagaðilum og almenningi upplýs- ingar og leiðbeiningar. MMS kemur sömuleiðis að fram- kvæmd ýmissa stjórnsýsluverkefna, til dæmis viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi og framhalds- fræðsluaðila, innritun nemenda í framhaldsskóla og undirbúningi að staðfestingu námsbrauta- og áfanga- lýsinga framhaldsskóla, m.a. í tengslum við styttingu náms til fram- haldsskóla. Ýmsar athugasemdir voru gerð- ar þegar frumvarp um Mennta- málastofnun var lagt fram á Alþingi árið 2015. Ekki var mikið deilt um þörfina á nýrri stofnun en þeim mun meira um framkvæmdina og skil- greiningu á hlutverki hennar. Kvartað var til umboðsmanns Alþingis um að flutningur starfsmanna hafi hafist áð- ur en lög um Menntamálastofnun voru sett. Þá þótti furðu sæta að ekki var auglýst eftir forstjóra Mennta- málastofnunar þegar hún var stofnuð heldur var búið að ráða hann tæpu ári fyrr. Þannig var í mars 2014 auglýst eftir forstöðumanni Námsmatsstofn- unar og í auglýsingu tekið fram að sá sem ráðinn yrði myndi verða forstjóri nýrrar stofnunar. Í lok júlí var til- kynnt um ráðningu Arnórs Guð- mundssonar, skrifstofustjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyt- inu, í starfið. Hann var svo formlega skipaður forstjóri MMS 4. ágúst 2015. Óljóst hlutverk í upphafi Í umræðum á Alþingi og í um- sögnum um lög um Mennta- málastofnun kom fram ýmiss konar gagnrýni. Meðal annars var fundið að því að hlutverk stofnunarinnar væri of óljóst, stjórnsýslulegt sjálfstæði hennar ekki tryggt, vald forstjóra væri víðtækt og námsefnisgerð væri ekki gert nægilega hátt undir höfði í lögunum. Eins var bent á að engin stjórn væri yfir stofnuninni líkt og var með hinar fyrri en það gæti leitt til þess að lýðræði skertist á mennta- vettvangi hér á landi, enda væri stofnuninni ætlað mikilvægt hlutverk í menntakerfinu. Eftir umræður í þinginu var ákveðið að stofna sér- staka ráðgjafarnefnd við hlið for- stjórans en í henni eiga sæti fulltrúar þeirra aðila sem áður áttu sæti í stjórnum hinna stofnananna. Menntamálastofnun umdeild frá upphafi Morgunblaðið/Eggert Skóli Starfsemi MMS er nú undir smásjánni eftir svarta skýrslu. Arnór Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.