Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 18

Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 ✝ Ríkarður var fæddur 15. júní 1946. Hann lést 25. október 2021. Foreldrar hans voru Anna Sigríð- ur Johnsen, f. 1913, d. 2004, og Poul Larsen Christoffersen, f. 1920, d. 1994. Systkin Ríkarðs, samfeðra, eru Linda Chas Mad- sen, f. 1956, Hanne Busse Jonnerhag, f. 1957, og Thomas Christoffersen, f. 1964, öll búsett í Danmörku. Útför Ríkarðs fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 12. nóvember 2021 kl. 15. Richard Ørn Christoffersen, eins og Rikki hét upphaflega, var alinn upp í Kaupmannahöfn. For- eldrar hans skildu og um 1960 flutti hann til Íslands með móður sinni. Er bekkjarfélagar hans í MR hittu hann fyrst 1964 mátti taka eftir honum sem nærsýnum pilti er reikaði um beygingakerfi íslenzkunnar með orðfæri byggðu á frjórri ímyndun og frumlegri ályktunarhæfni. Var þetta bekkn- um til mikillar skemmtunar. Lét hann sér það vel líka og stóð jafn- an á sama hvort hlegið væri að honum eða með, svo lengi sem gaman var að. Fljótt mátti finna til tónlistar- áhuga hans. Hann tileinkaði sér allan aðgengilegan fróðleik um tónlist löngu áður en í tónlistar- skóla kom. Hann pældi mjög í tungumálum, orðvenzlum og mál- sögu, og leitaði skýringa á upp- runa og þróun beyginga. Hann røri óhikað á dýpstu mið. Danska var honum alltaf töm og saknaði hann þess að hafa ekki kynnzt ís- lenzku þegar á barnsaldri. Hann hafði gaman af að þýða íslenzkan kveðskap og söngtexta á dönsku og margt af því er afar vel gert. Ríkarður samdi einnig ljóð, gjarn- an utan hefðbundinna braghátta. Oft er að finna í þeim skondinn húmor og andstæður á milli stein- runnins virðuleika og léttúðar. Var hann og afburðasögufróður. Mátti til dæmis leita til hans um ártöl langt aftur fyrir Karlamagn- ús. Ekki þurfti hann að læra þau utanbókar heldur var honum kunnugt um samspil löngu liðinna atburða og gat ályktað frá einu tímamarki til annars. Hann var gjarnan niðursokkinn í hugðar- efni öldungis ótengd daglegu amstri. Flestir minnast líklega Ríkarðs sem tónlistargagnrýnanda Morg- unblaðsins. Ef honum þótti hnökrar á verki eða framsetningu ræddi hann gjarnan um vand- kvæði þess að koma skoðun sinni á framfæri í okkar litla samfélagi og hvernig unnt væri að setja hana fram af ýtrustu trúmennsku við listagyðjuna. Honum var ljóst að gyðjunni mislíkar ef gagnrýni, þótt réttmæt sé, verður síðar Þrándur í Götu þeirra sem þjóna vilja henni í einlægni. Hann hafði að leiðarljósi að leita af kostgæfni að jákvæðum atriðum og draga ekki kjark úr listamönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref. Nokkrar setningar eru minnis- stæðar úr gagnrýni hans, svo sem „verkið var búið allt of seint“ eða „gekk síðan á með hvössum hryðj- um, unz upp hófst púlsrytminn í öllu sínu djöfullega veldi“. Ríkarður var alla tíð efnalítill og því nægjusamur, þó að hann léti það ekki hindra sig í að njóta matar og drykkjar. Smekkvísi hans var ekki einskorðuð við tón- list, heldur mótaði hann sér einnig skoðanir á samhljómi bjórs, matar og vindla. Hann fór þannig gá- lauslega með líkama sinn, ofól hann og leið honum agaleysi. Ríkarði varð ekki konu eða barna auðið. Hann var þó mynd- arlegur að vallarsýn og alls ekki ófríður. Eitthvað kynntist hann hinu fagra og vitra kyni en ekkert af því varð til frambúðar. Hann hafði ómæld áhrif á þá sem kynnt- ust honum, bæði til umhugsunar og skemmtunar. Þau áhrif endast og vega upp söknuð af fráfalli hans. Þrátt fyrir aðdáun sína á klassískum, kirkjulegum og kristilegum tónverkum taldi Rík- arður sig trúlausan. Hann mun nú vita betur. Meira á www.mbl.is/andlat Lúðvík Emil Kaaber fyrir hönd skólabræðra í MR Eftir stúdentsprófið spurði ég Ríkarð Örn Pálsson á hvað hann hygðist leggja stund. Íslensku, svaraði hann, þar hefði hann ekki staðið sig sem skyldi á prófinu. Ég hváði. Var þetta aðferðin við að velja sér háskólanám? En þetta reyndist ekki svo vitlaust. Síðar átti Ríkarður langan feril sem tónlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins, þar sem hann vakti ein- mitt athygli fyrir frumlegan og lit- ríkan stíl. Orðgnóttin gaf til kynna víðtæka kunnáttu á íslensku máli. Vert er þá að minnast þess að Rík- arður flutti ekki til Íslands fyrr en um fermingu. Stúdentsprófið tók hann eftir margra ára baráttu við að tileinka sér íslenskuna. Í stað Háskólans hafnaði Rík- arður Örn í Tónlistarskólanum. Hljóðfæri hans var kontrabass- inn, en áhugi hans lá ekki síður á sviði tónfræði, tónlistarsögu og kontrapunkts. Hann fór snemma að semja tónverk, ennfremur lagði hann fyrir sig útsetningar, jafnt fyrir nýgilda sem sígilda tón- list. Eigin verk hans búa stundum yfir nútímalegri tilvísun í músík fyrri tíma, ekki síst átjándu ald- arinnar. Það er einkum sakir formgerðarinnar sem Bach og jafnvel eldri tónskáld koma stund- um í hug hlustandans. Almennt var Ríkarður maður formsins. Einn afmælisdag minn fékk ég t.d. frá honum haganlega orta sonnettu. Á ensku. Alhliða þekking Ríkarðs á tón- list kom að góðum notum í Kontrapunkti, samnorrænum sjónvarpsþætti sem gekk í nokkur ár. Þar var Rikki í essinu sínu og þar nýttist líka vel dönskukunn- átta hans, enda sleit hann barns- skónum í Danaveldi. Ýmislegt þýddi Ríkarður á dönsku, t.d. ljóð Jónasar Árnason- ar við söngdansa Jóns Múla. Nú hefur þessi frumlegi og fjöl- vísi tónhöfundur kvatt þetta líf. Í minningu hans væri ekki úr vegi að hlýða á eitthvað eftir hann, t.d. fagottsónötuna, einu tónsmíðina sem hann er skráður fyrir á Spo- tify. Margt hefur aldrei verið gef- ið út, þótt spilað hafi verið opin- berlega, m.a. verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Á sjötugsaf- mæli Ríkarðs kom reyndar út tvö- faldur geisladiskur með fjöl- breyttri tónlist hans. Þar má mæla með tveimur píanósvítum, auk fjölda sönglaga og kórverka. Þótt ólík séu verkin að gerð og formi skín einstæður persónuleiki Ríkarðs ævinlega í gegn. Í efnis- skrá segir hann: „Fengi ég aðeins að velja annað af tvennu kysi ég frekar að vera skemmtilegur en frumlegur.“ Yfirleitt tókst honum að vera hvort tveggja. Sjálfur mun ég sérstaklega rifja upp tónlist hans við sjón- varpsmyndina Litbrigði jarðar- innar, verk sem hann vann af smekkvísi og nostursemi, líkt og allt annað sem frá honum kom. Ágúst Guðmundsson. Ríkarður Örn Pálsson var æskuvinur Helga bróður míns og tíður gestur á heimili foreldra okkar í Álfheimum 32. Ég held hann hafi kunnað vel við sig þar enda tónlist í hávegum höfð - þrír glymskrattar þandir án afláts - og mamma gekk um með heyrnar- hlífar. Ríkarður flokkaði og mark- aði hverri stefnu sinn bás. Hann átti t.d. spjall við föður minn um það hvort ljóðasöngur Bessíar væri blús eða djass. Ríkarður var fjölfræðingur og laðaðist að flækjum, hvort sem þær var að finna í barokktónlist eða kveðskap. Þetta birtist með ýmsum hætti. Hann þróaði t.d. dýrleikakvarða til þess að meta afurðir kvæðamanna. Vísur fengu einkunn með því að deila at- kvæðafjölda upp í vegna summu al- og hálfríma. Á þeirri mælistiku tróndu aldýr gagaraljóð á toppn- um en fegurðin aukaatriði - enda ómælanleg. Mér skilst að hirðskáld nor- rænna konunga hafi verið at- vinnumenn. Það hafi ekki verið á annarra færi að yrkja dróttkvæði. Ríkarður hefði sómt sér vel við hirð Haralds blátannar. Átta hundruð árum eftir að dróttkvæði duttu úr tísku á Norðurlöndum orti Ríkarður, þá nemandi í Kaup- mannahafnarháskóla, svo til Helle Jensen kennara í forndönsku: Drepik hendi, danska drós, úr Háva sósu. Freist í minni festa, Fátt es hyggjandi vátta. Þú ert makligust miklu máva eik in bleika. Gløggt yðr glúpna hyggjum við glens várt, ungfrú Jensen! Seinna dundaði Ríkarður sér við að þýða rímnakveðskap yfir á dönsku. Það gerist ekki af sjálfu sér, en eftirfarandi þýðing á vísu úr Unndórsrímum sýnir að ekkert er óyfirstíganlegt og ekki heldur að snara hringhendu yfir á dönsku svo haldi sér ljóðstafir, innrím, endarím – og merkingin! Masten svang den muntre gast, mødt af trang og smiger; Lastens Sang blev sømmet fast med syndens lange spiger. (Vopnið skók hinn væni þegn, vergjörn tók á móti. Lífsins bók var lögð í gegn lostans krókaspjóti.) Ríkarður er horfinn en við orn- um okkur við minningarnar. Guðmundur Guðmundsson. Ég kynntist Ríkarði í gegnum starf mitt eftir að ég byrjaði að vinna á Tónlistardeild RÚV árið 1990. Hann var í íslenska liðinu sem tók þátt í norrænu spurn- ingakeppninni Kontrapunkti og ekki leyndi sér að hann var fróður um tónlist. Fróðastur var hann kannski um þá tónlist sem enginn vissi neitt um. Í spurningaþætti hér heima spilaði Guðmundur Emilsson eitt sinn brot úr fjar- lægri og sjaldheyrðri þjóðlagatón- list, en Ríkarður vissi allt um hana. Svo var það dag nokkurn að Ríkarður kom til mín og sagði ábúðarmikill: „Una, hefur þér aldrei dottið í hug að taka þátt í Kontrapunkti?“ Nú átti að stofna nýtt lið og Ríkarður einn var eftir af gamla liðinu. Mér fannst fráleitt að ég ætti erindi í keppnina, en Ríkarð- ur gaf sig ekki og fékk mig að lok- um í liðið. Þriðji maðurinn var Jó- hannes Jónasson lögreglumaður. Þar með var ég komin í lið með tveimur mönnum sem báðir voru feitir, sérvitrir og margfróðir. „Þú ert eins og Freyja á milli tröllanna í „Rínargullinu“ sagði Jóhannes við mig. Svo hófust æfingar og á þeim þurfti margt að skrafa. Ég man eftir einni æfingu þar sem fyrst var talað um gömlu Rúgbrauðs- gerðina, svo um bílslys um 1970 og svo um nauðsyn þess að koma á sporvagnakerfi í Reykjavík. Fram að þessu hafði ég haldið að ég væri sæmilega sérvitur, en þegar Rík- arður og Jóhannes voru farnir að skeggræða í smáatriðum skosk skjaldarmerki var ég alveg úti að aka. Auðvitað var rætt um tónlist líka. Ríkarður var eini maðurinn með reynslu af keppninni og sagði að við mættum ekki vera of sein að svara. Einu sinni á æfingu var hann þó of fljótfær. Tónverk hófst og næstum undir eins fór sami tónninn að hljóma aftur og aftur. „Þetta er einhver mínimalisti! Philip Glass!“ hrópaði Ríkarður. En þetta var enginn mínimalisti, bara rispa á diskinum. Við héldum síðan til Finnlands þar sem keppnin fór fram og var það skemmtileg reynsla. Sæmilega gekk í keppninni, en liðin áttu að fikra sig í áttina að svarinu með samtali við spyrjandann, Sixten. Stundum kom Ríkarður Sixten á óvart með óvenjulegum spurning- um eins og þegar hann vildi fá að vita hvort tiltekið tónskáld hefði átt dóttur sem hét Rósa. Við Jóhannes gerðum okkur gott af veitingastöðum Helsinki, en Ríkarður vildi ekki alltaf koma með okkur. „Þið hugsið ekki um annað en mat!“ sagði hann einu sinni. „Ríkarður er allt of spar- samur,“ sagði Jóhannes við mig, „hann er að borða einhverjar sam- lokur.“ En Ríkarður lét samt ekki sparsemina stjórna sér nema stundum. Nokkrum árum seinna las hann yfir nótur í bók eftir mig og afþakkaði allar greiðslur nema eintak af bókinni. Aðeins ári eftir að við tókum þátt í keppninni dó Jóhannes skyndilega. „Er það okkar Jó- hannes?“ spurði Ríkarður þegar ég sagði honum látið hans. Hann bætti svo við: „Mér finnst eins og allir skemmtilegustu mennirnir deyi og eintómir leiðindapúkar verði eftir.“ Og nú er Ríkarður dáinn líka og þá verður mér hugsað til þessara orða hans. Og ég verð að segja að þessir skemmtilegu menn, Jó- hannes og Ríkarður, dóu alltof alltof fljótt. Una Margrét Jónsdóttir. Lög um grunnskóla voru sett árið 1974. Í hönd fór mikið um- bótastarf við nýstofnaða skóla- rannsóknadeild menntamálaráðu- neytisins, ekki síst í námsefnisgerð. Námstjórar voru ráðnir. Njáll Sigurðsson leiddi vinnuna í nýrri grein, sem nefnd- ist tónmennt. Smám saman litu litlar bækur dagsins ljós með þjóðlögum, þekktum sönglögum, en einnig erlendum lögum með nýjum íslenskum textum. Þetta var fyrir daga nótnaforrita og al- mennrar tölvunotkunar. Ríkarður Örn Pálsson handskrifaði nótur í bækurnar af listfengi; oft pikkaði ég textann undir nóturnar á for- láta rafmagnsritvél. Á þennan hátt urðu heilu heftin til. Ég var í hlutastarfi á móti kennslu, Rík- arður í lausamennsku og fékk borgað fyrir hvert lag sem hann skrifaði. Þar sem hann var dansk- ur í karllegg dró sú ramma taug hann föðurtúna til á hverju sumri. Ég kepptist við að láta hann hafa nóg að gera svo hann ætti fyrir farinu. Þannig var líf Rikka í hnot- skurn. Hann safnaði ekki verald- legum auði, en vildi að sjálfsögðu hitta sitt fólk. Ríkidæmi hans bjó innra með honum. Hann var gæddur snilli- gáfu í tónlist og varð kunnur m.a. sem tónlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins. En ofurnæm eyru hans og góðar gáfur, auk kankvísi og færni í danskri tungu, gerðu hann þekktan langt út fyrir land- steinana. Fyrir aldarfjórðungi var Kontrapunktur, norrænn spurn- ingaþáttur um fagurtónlist, sýnd- ur í sjónvarpi. Það voru bæði fræðandi og skemmtilegir þættir. Spyrjandi og keppendur nálguð- ust svörin í hægu tempói, sem gerði áhorfendum kleift að vera með á nótunum allan tímann. Þá bjó ég í Danmörku og fylltist stolti þegar lokið var lofsorði á frammi- stöðu Ríkarðs og félaga hans í ís- lenska liðinu. Danskan hans þótti falleg. „Han snakker dansk som í halvtredserne“ varð einhverjum að orði. Ekki að undra, því Rík- arður sleit barnsskónum í Kaup- mannahöfn á sjötta áratugnum, en flutti til Íslands á þeim sjö- unda. Kynni hans af tónmenntar- kennurum og kórstjórum urðu kveikjan að snjöllum útsetningum og tónsmíðum, m.a. fyrir Skólakór Garðabæjar, Graduale Futuri í Langholtskirkju og Tónlistar- skóla Seltjarnarness. Hann út- setti einnig lög Ingibjargar Þor- bergs fyrir hljómplötuna Hvít er borg og bær. Enn er margt óupp- talið á því sviði. En Rikka var fleira til lista lagt. Hann var mikill grúskari og kafaði stundum djúpt. En hugur hans sveif þó eins og svanur langt fyrir ofan gassagang hversdagsins. Enda fór það svo, þegar ég frétti af andláti hans, að mér komu í hug ljóðlínur úr göml- um enskum madrígal eftir Or- lando Gibbons, söngnum um hinn deyjandi svan: – Nú eru fleiri gæsir en svanir á lífi, fleiri kjánar en vitringar. More geese than swans now live, more fools than wise. Nú er hann, líkt og svanurinn í madrígalnum, floginn í átt til ókunnrar strandar. Fari hann vel. Pétur Hafþór Jónsson. Það veit ég að honum Rikka yrði ekki orða vant ef hann stæði í mínum sporum núna; að skrifa nokkur kveðjuorð um kæran vin að leiðarlokum. En á þessari stundu langar mig mest að tjá sorg og söknuð eftir góðum og ljúfum vini. Sem var sannarlega sérstakur – og hreint enginn hversdagsmaður! Þess vegna var alltaf svolítið ævintýri að eiga samverustundir með Rikka, en þar standa nú upp úr kjötsúpu- boðin hennar Elsu. Það voru skemmtilegar stundir: Milli þess sem við sötruðum öl og Rikki reykti sinn vindil á svölunum hlustuðum við á tónlist og flökk- uðum milli Bítlanna og Bachs og víðar. Tónlistin var hans yndi! Af mörgum mannkostum Rikka var geðprýðin hans aðals- merki, svo og kímnigáfan sem „draup“ af honum. Ég er svo þakklát fyrir þennan góða vin, það er dýrmæt gjöf. Ég sendi innilegustu samúðar- kveðjur til vinanna góðu sem biðu við dánarbeðinn þar til yfir lauk, og allra hinna vinanna. En ekki síst til ættingjanna í Danmörku þar sem ég veit að hans er sárt saknað. Far vel, elsku Rikki. Bára Guðmundsdóttir. Við í tríóinu Þrjú á palli höfum misst góðan vin og samstarfs- mann, Ríkarð Örn Pálsson. Þegar Rikki bættist í hópinn 1970 hafði tríóið starfað um skeið í Iðnó sem hluti af leikriti Jónasar Árnason- ar, Þið munið hann Jörund. Þegar sýningum lauk ákváðum við að finna nafn á tríóið og halda æv- intýrinu áfram utan leikhússins. Í flestum tríóum á þeim tíma voru kontrabassaleikarar ómiss- andi og það var því mikill happa- fengur að fá Rikka til liðs við okk- ur. Hann var mikill tónlistarmaður, fínn útsetjari og góður félagi, eldklár og mikill húmoristi, á sinn danska „hygge“- máta. Hann var líka skrautfjöður tríósins eins og Ómar Valdimars- son lýsir honum í blaðagrein sinni um Þjóðlagahátíð þar sem nýjasti meðlimur tríósins birtist: „Rikki Páls er heill kapítuli út af fyrir sig; reykir pípu á meðan hann togar í bassastrengina. Það er víst óhætt að fullyrða að Þrjú á palli voru stjörnur kvöldsins.“ Við áttum eftir að starfa saman næstu árin, ferðast um landið, taka þátt í þjóðlagahátíðum inn- anlands og utan og gera nokkrar plötur á vegum Svavars Gests. Eftir rúmlega fimm ára samvinnu kom að því að hvert og eitt okkar sneri sér að öðrum verkefnum. Rikki hélt áfram að sinna tónlist- inni, fór síðar að skrifa fróðlega og litríka tónlistargagnrýni í Morg- unblaðið og svo varð hann auðvit- að „heimsfrægur“ þegar hann tók fyrir Íslands hönd þátt í norrænu spurningakeppninni Kontra- punkti. Þar fór hann á kostum, bæði vegna sinnar víðfeðmu kunnáttu í tónlist og sögu tónlist- arinnar, en ekki síður fyrir nota- legu nærveruna og húmorinn. Við kveðjum nú okkar gamla vin og án efa munu minningarnar Ríkarður Örn Pálsson „Komdu nú“ sagði Benedikt sig- urviss og hróðugur. Við sátum við græna borðið á spilakvöldi Krummaklúbbsins. Ég man svo vel eftir þessu atviki, því ég fylltist svo mikilli aðdáun á þessum heiðursmanni á tíræð- isaldri. Hann var að spila þrjú grönd og beið þess með bros á vör að veita mér coup de gráce, náðarhöggið. Hann vissi upp á hár hvaða spil ég væri með á Benedikt Antonsson ✝ Benedikt Ant- onsson fæddist 12. febrúar 1922. Hann lést 14. októ- ber 2021. Benedikt var jarðsunginn 1. nóv- ember 2021. hendi. Mér voru all- ar bjargir bannað- ar. Benni var búinn að segja mér að hann væri einn af stofnendum Krummaklúbbsins, sem stofnaður var í janúar 1964. Hann var félagi númer eitt. Mér fannst við hæfi að kynna hann fyrir núverandi fé- lögum klúbbsins, sem eru 70 talsins, og bauð honum og Davíð sonarsyni hans með mér á spila- kvöld. Ég kynntist Benna fyrst þegar ég fyrir mörgum árum sótti námskeið í áætlanagerð, sem hann kenndi. Hann var góð- ur kennari, fróður um efnið, líf- legur, skemmtilegur og hógvær. Ég gerði mér grein fyrir því að þar færi mannkostamaður. Seinna tengdumst við fjöl- skylduböndum. Það fór ávallt vel á með okk- ur þegar við hittumst, höfðum sömu áhugamál, báðir viðskipta- fræðingar, sem hefur komið okkur báðum að góðum notum. Hann var alltaf með síðustu krossgátu, sem birtist í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins, erf- iðu gátuna, í vasanum og við gátum borið saman bækur okk- ar. Ég las einhvers staðar um rannsókn sem gerð var í Svíþjóð á hvað best væri að gera til að halda heilanum í góðu formi. Þrennt var nefnt, að spila bridds, að ráða krossgátur og að stunda útsaum. Heili Benna var í góðu formi. Þökk sé briddsinu og krossgátunum. Ég veit ekki hvort hann stundaði útsaum, honum hefði verið trúandi til þess. Það er sjónarsviptir að Benna. Hann var mikill gleði- gjafi. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Björgvin Schram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.