Morgunblaðið - 12.11.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.11.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 6.500 Verð kr. 4.900 Stærð 8-24 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Stærð 8-24 Verð kr. 6.500 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Breiðhella 12, Hafnarfjörður, fnr. 231-8819 , þingl. eig. Monís ehf., gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður og Séreignardeild Birtu lífeyrissj. og Heimstaden rekstur ehf. og Sjóvá-Almennar trygging- ar hf., þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 14:00. Norðurbraut 35, Hafnarfjörður, fnr. 207-8394 , þingl. eig. Lokin- hamrar ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 10:00. Steinhella 1, Hafnarfjörður, fnr. 235-0411 , þingl. eig.Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Hraunvinnslan ehf., gerðarbeiðandi Hafnar- fjarðarkaupstaður, þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 11. nóvember 2021 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Botsía kl. 10. Zumba Gold kl. 10.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda 40 kl. 10.20. BÍÓ í mat- salnum kl. 13.15. SAUMAKLÚBBURINN - boðið uppá kruðerí. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Áskirkja Jólahlaðborð Safnaðarfélags Áskirkju verður haldið fimmtudaginn 25. nóvember kl. 19. Húsið opnar kl. 18.30. Verð er 6000 kr og er miðinn happdrætti. Allir velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta. Hægt er að skrá sig hjá kirkjuverði í síma 581 4035 og 588 8870 og hjá Petreu í síma 891 8165 fyrir 22. nóvember. Boðinn Línudans fyrir byrjendur kl. 14.15. Línudans fyrir lengra komna kl. 15. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15, söngstund kl. 14. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Hæðargarðsbíó kl. 13. Síðdegis- kaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi í Sjálandi kl. 9.30. Söngstund kl. 11.10 í Jónshúsi. Félagsvist kl. 13 í Jónshúsi. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13-16. Gjábakki Kl. 8.30-1.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-11.15 botsía í hreyfisal. Kl. 9-11.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl. 13-15.30 tré- skurður á verkstæði. Kl. 14-15 sögur og fræði, upplestur í handa- vinnustofu. Kl. 20-22 félagsvist á vegum FEBK í aðalsal. Við minnum á laufabrauðsdaginn laugardaginn 27. nóv. kl. 13-17. Allir velkomnir. Gullsmári 13 Handavinna kl. 9. Qigong heilsueflandi æfingar kl. 10. Fluguhnýtingar kl. 13. Gleðigjafarnir falla niður. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9- 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Útskurður kl. 9-12. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10. Brids kl. 13. Botsía kl. 13.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30 í Borgum. Pílukast í Borg- um kl. 9.30. Útvarpsleikfimi í Borgum kl. 9.45. Gönguhópur Korpúlfa kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll, þrír styrkleikahópar. Bridshópur Korpúlfa í Borgum kl. 12.30 og hannyrðahópur Korpúlfa í Borgum kl. 12.30.Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Allir hjartanlega velkomnir. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist föstudagshópur í handa- vinnustofu 2. hæðar kl. 10.30-11.30. Eftir hádegi, kl. 12.50, kemur Auður Harpa og dansar með okkur inn í helgina í setustofu 2. hæðar. Þá er opin handavinnustofa kl. 13-16. Öll velkomin í hvers konar handavinnu eða spjall. Bingó kl. 13.30-14.30 í matsal 2. hæðar, spjald- ið er á 250 kr. Eftir það er vöfflukaffi, kl. 14.30. Verið velkomin! Seltjarnarnes Kaffispjall alla morgna frá kl. 9. Minnum á söngstund- ina í salnum kl. 13.00. Kaffisopi á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Minnum á skáninguna á jólahlaðborðið í Kríunesi fimmtudaginn 25. nóvember og nú er skáning hafin í leikhúsferð í Borgarleikhúsið á sýninguna ER ÉG MAMMA MÍN? sem fyrirhuguð er fimmtudaginn 9. desember. Skráning og allar upplýsingar í síma 8939800 og á kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is Smá- og raðauglýsingar Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, ámbl.is og finna.ismbl.is alltaf - allstaðar ✝ Þröstur Reyn- isson fæddist á Akranesi 17. sept- ember 1945. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Reynir Hall- dórsson sjómaður, f. 7. mars 1924, d. 1. des. 1977, og Guðrún Jóna Jónsdóttir mat- ráðskona og húsfreyja, f. 13. feb. 1925, d. 5. sept. 2008. Systkini Þrastar eru: Aldís, f. 1944, d. 1991; Högni Már, f. 1946; Gunnar, f. 1950; Freyr, f. 1952; Reynir Rúnar, f. 1954; Ragnar Steinar, f. 1955, d. 1982; Guðrún Jóna, f. 1960; Sig- rún, f. 1962; barn Guðrúnar Jónu, Jón Vignir, f. 1941, d. 2011. Þröstur giftist Þorbjörgu Haraldsdóttur kennara, f. 31. jan. 1942, hinn 11. apríl 1966. Foreldrar Þorbjargar voru Haraldur Jónsson, bóndi og kennari, f. 6. júlí 1901, d. 13. þeirra: a) Hákon Ingi, f. 23. júlí 1989, eiginkona Eva Þórey Sig- urðardóttir, f. 21. nóv. 1989. Börn þeirra eru: Nikulás Högni, f. 7. apríl 2018, og Mím- ir Thor, f. 11. apríl 2020. b) Hlynur Örn, f. 30. sept. 1990. c) Hermann Þór, f. 1. jan. 1993, sambýliskona Sigrún Ósk Jóns- dóttir, f. 17. sept. 1995. Barn þeirra: Höður Þór, f. 15. feb. 2021. d) Helena Hrönn, f. 20. júní 1997. Þröstur ólst upp á Akranesi fram á unglingsár, gekk þar í barnaskólann og síðar gagn- fræðaskólann. Þá flutti fjöl- skyldan að Skjaldartröð á Hellnum. Þröstur hóf sjómennsku ung- ur að árum á togurum og sigldi svo um heimsins höf á flutn- ingaskipum fram yfir tvítugt þar til Þorbjörg fékk hann til að festa landfestar á Akranesi. Þá hóf hann nám í trésmíðum í Iðnskólanum á Akranesi og starfaði við þá iðn alla tíð. Þröstur starfaði sjálfstætt við trésmíðar en starfaði síðar hjá Rafveitu Akraness og hjá ýms- um trésmiðjum. Útför Þrastar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 12. nóvember 2021, klukkan 10. nóv. 1975, og Guð- rún Eiríksdóttir ljósmóðir, f. 5. maí 1901, d. 30. sept. 1965. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 8. des. 1965, eig- inmaður Torben Nordling, f. 31.10. 1969. Börn þeirra: Óskar, f. 24. okt. 1995, og Eigill, f. 27. mars 2002. 2) Reynir, f. 13. nóv. 1968, maki Sigríður Helga Sveinsdóttir, f. 7. ágúst 1967. Börn þeirra: Þröstur Sveinn, f. 1. maí 1995, Halldór Hrafn, f. 27. des. 2005, og Guðmundur Örn, f. 27. des. 2005. 3) Atli, f. 6. jan. 1981, sambýliskona Inga Kristín Jónsdóttir, f. 1. nóv. 1983. Börn þeirra: Hildur Björg, f. 19. maí 2015, og Emma Guðrún, f. 24. mars 2017. Barn Þorbjargar og stjúp- sonur Þrastar er Haraldur Unnarsson, f. 6. ágúst 1962, eiginkona Ragnhildur Högna- dóttir, f. 31. ágúst. 1965. Börn Við pabbi höfum brallað ým- islegt í gegnum tíðina. Við höfð- um sameiginlegt áhugamál í stangaveiðinni. Hítará á Mýrum átti hug og hjarta okkar feðga í laxveiðinni, Grjótá og Tálmi í Hítardal voru líka oft viðkomu- staðir okkar á sumrin. Ætli það sé ekki að nálgast 45 ár sem við höfum veitt saman í Hítará. Fyrstu árin var veitt með maðki en síðari ár náði hann betri tök- um á fluguveiði eftir því sem stöðum til maðkaveiði fækkaði. Pabbi fylgdist af miklum áhuga með veiðifréttum úr laxveiðiám um allt land og hringdi gjarnan í mig til að leita frétta ef við vor- um ekki saman á veiðum. Pabbi var nú stundum þrjóskur og þver í veiðinni og ef hann var búinn að sjá stóran lax þá var varla hægt að hnika honum til og gafst hann ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Eitt sinn var okk- ur boðið að taka upp veiðiþátt í Hítará snemma sumars. Í það sinn var þokkaleg veiði og var pabbi við veiðar í Langadrætti en ég fór með myndatökumann- inum upp í Hítardal til að sýna honum svæðið betur. Þegar við komum upp undir Kattarfoss hringdi pabbi í ofboði og sagði okkur að koma og hjálpa honum því hann hafði sett í stóran lax. En þegar við komum aftur að Langadrætti þá var laxinn sloppinn af agninu. Ekki var hann nú ánægður með það. En hann bætti um betur og fékk tvo stóra laxa í ferðinni. Pabbi hóf sjómennsku ungur að árum með pabba sínum og blundaði sjómennskan alltaf í blóðinu. Það endaði með því að við feðgar keyptum litla trillu af bróður hans og byrjuðum útgerð í frístundum. Stunduðum grá- sleppuveiðar og strandveiðar á meðan pabbi hafði heilsu til. Hafði pabbi mikið yndi af þessu brölti okkar þó afraksturinn hafi nú ekki alltaf verið mikill. Pabbi var mjög ánægður og stoltur með okkur félagana sem erum búnir að gera upp Snarfara AK 17, minnsta strandveiðibátinn á Akranesi. Rétt fyrir aldamótin byggði pabbi sér sumarbústað á Mýr- unum með svila sínum og áttu þau mamma sér þar afdrep árið um kring og höfðu þau mikla ánægju af að fá barnabörnin í heimsókn til sín í sveitina. Þá byggði hann frá grunni sum- arbústað fyrir okkur Siggu og tengdaforeldra mína á næstu lóð við hliðina. Það get ég aldrei nægjanlega þakkað honum fyrir sem og aðra vinnu sem hann að- stoðaði okkur við af sinni al- kunnu vandvirkni. Mikill sam- gangur var á milli okkar og ófáar stundir sem við áttum saman í Votaskógi við smíðar, trjárækt og veiðar. Pabbi var ekki mikið fyrir sviðsljósið og man ég nú ekki eftir því að hafa séð hann reiðast né séð hann skegglausan. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Hvíl í friði. Þinn sonur og veiðifélagi, Reynir. Ég kynntist Þresti á árinu 1991 þegar við Reynir sonur hans byrjuðum að skjóta okkur saman. Ég áttaði mig fljótt á því að það voru hvorki hávaði né læti í honum tengdaföður mínum og að hann hafði það fyrir vana að flýta sér frekar hægt. Seinna áttaði ég mig á því að þessir eig- inleikar hans gerðu það að verk- um að hann var mjög vandvirkur við smíðar og átti ég nú aldeilis eftir að njóta þess þar sem Þröstur taldi það aldrei eftir sér að aðstoða okkur Reyni hvort sem verkið var stórt eða smátt. Þær voru ófáar veiðiferðirnar sem við Reynir fórum í með Þresti. Þá kom greinilega fram hvað hann hafði mikla þolinmæði og hvað hann gat verið þrjóskur. Hann gafst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana og landaði mörgum vænum fiskum eftir að aðrir veiðimenn hefðu verið löngu búnir að gefast upp. Tengdapabbi fór vel með og eyddi aldrei um efni fram. Óþarflega vel fannst mér stund- um. Ég man til dæmis eftir því að hafa verið send í Bónus til að kaupa einhver lifandis ósköp af sykri. Þröstur hefur sjálfsagt ætlað að búa til sultu. Ég man ekki eftir að hafa séð Þröst reiðast á þessum 30 árum sem ég þekkti hann. Ég er alveg viss um að hann var ekki skap- laus en létta lundin og jákvæðn- in voru svo ríkjandi í fari hans. Sennilega hefur Þröstur ein- hverntíma hækkað róminn eða sussað á barnabörnin enda var örugglega oft ærið tilefni til þeg- ar hann var með fullt húsið af börnum til dæmis á árunum þeg- ar verið var að smíða í Votaskógi og þegar þau Þorbjörg voru að passa tvíburana okkar Reynis og þeir voru vísir með að hlaupa sitt í hvora áttina frá þeim. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér . (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir samfylgdina, ynd- islegi tengdafaðir minn, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður Helga Sveinsdóttir. Við systkinin höfum átt marg- ar góðar stundir með afa yfir ævina, hvort sem það var á Akranesi þegar afi sat í stólnum sínum og fylgdist með öllum fót- boltaleikjunum í sjónvarpinu, fór með okkur í sund eða dró okkur á ÍA-leiki þegar þeir voru á heimavelli. Flestar minningar okkar um afa eru uppi í sum- arbústað þar sem við fengum þann heiður að smíða með hon- um og læra af honum og pabba réttu handabrögðin, því allir sem þekktu afa vel vita að hann vildi hafa hlutina upp á 110 prósent og ef þið hafið séð pabba vinna í gegnum tíðina þá er augljóst hver kenndi honum að vinna því handabrögðin frá afa skína vel þar í gegn. Við systkinin höfum alltaf haft gaman af því að aðstoða við vinnu uppi í bústað og var það orðinn fastur liður á meðan bygging á bústöðunum stóð yfir. Við mættum oft upp í bústað í vinnuhelgi og lét afi sig aldrei vanta. Hann og pabbi unnu alltaf vel saman og var lítið um hangs, nema þegar amma kallaði okkur inn í mat og það mátti alltaf bú- ast við veislu frá henni eftir langan vinnudag. Svo má ekki gleyma því hvernig afi missti puttana, hann nagaði neglurnar svo mikið að hann nagaði þá af eða svo segir sagan. Hvíldu í friði, elsku afi. Hákon Ingi, Hlynur Örn, Hermann Þór og Helena Hrönn, börn Haraldar. Þröstur Reynisson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.