Morgunblaðið - 12.11.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021
40 ÁRA Anna Birna er Reykvík-
ingur, ólst upp í Breiðholti en býr í
Laugarnesinu. Hún er skurðhjúkr-
unarfræðingur og vinnur á skurð-
stofunni á Landspítalanum við
Hringbraut. „Helstu áhugamál mín
eru samverustundir með fjölskyld-
unni, en ég er mjög heimakær. Svo
finnst mér gaman á skíðum og æfi
líkamsrækt í Primal í Faxafeni.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Önnu
Birnu er Davíð Höskuldsson, f. 1981,
þjónustustjóri hjá Expert. Börn
þeirra eru Saga, f. 2008, og tvíbur-
arnir Ása Soffía og Embla, f. 2010.
Foreldrar Önnu Birnu eru Soffía
Jóna Bjarnadóttir, f. 1960, kennari
að mennt en vinnur hjá Ríkis-
eignum, og Guðlaugur Ómar Leifs-
son, f. 1954, bifvélavirki. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Anna Birna Guðlaugsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú nýtur þess að stússa og koma
lífi þínu í röð og reglu. Eitthvað sem þú
gast ekki ímyndað þér að myndi nokkru
sinni gerast er möguleiki í dag.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú gengur með margar hugmyndir í
maganum. Stundum verður maður að leyfa
hlutunum að hafa sinn gang, þótt erfitt sé.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Magnþrungnir árekstrar við ná-
komna munu reyna töluvert á þig. Þótt
freistandi sé skaltu ekki ganga lengra í því
máli sem hæst ber í huga þínum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er eitt og annað sem þú hefur
látið sitja á hakanum en verður nú að
ganga frá. Þú geislar af krafti og ert tilbú-
inn til að hefjast handa.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Draumar þínir eru fallegir og því getur
líf þitt hæglega tekið jákvæða stefnu á
næstunni. Þú færð tækifæri til að gera hluti
sem þú hefur aldrei komið nálægt áður.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þjónustulund þín gerir þig að verð-
mætri eign hverjum þeim hópi sem er svo
heppinn að þú tilheyrir honum. Varastu að
láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það gæti tekið þig smá stund að skilja
hvenær einhver þarfnast hjálpar þinnar.
Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn
svo þú getir sofið róleg(ur).
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það getur skipt sköpum að
beita réttum aðferðum til þess að ná
árangri. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það stefnir í átakalítinn dag hjá
þér en það þýðir ekki að þú getir slegið
slöku við. Gerðu að sið að skiptast á upp-
lýsingum við fólkið í kringum þig.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ef þú leggur áherslu á að hlusta
og taka á móti visku annarra muntu koma
mjög miklu í verk með mjög litlu erfiði.
Fáðu þína nánustu í lið með þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú skalt sýna öðrum þolinmæði
í dag. Sýndu mildi og mýkt og gakktu úr
skugga um hvað aðrir vilja. Hafðu samband
við vini og þiggðu heimboð sem þér berast.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Einhver þarf sárlega á stuðningi
þínum að halda en er of feiminn til að bera
sig upp við þig. Láttu það eftir þér að gera
eitthvað skapandi.
„Ég fékk mikinn áhuga á hús-
gögnum og hönnun og Ingi Jak-
obsson í Exó kenndi mér mikið um
efni og viðartegundir sem síðar leiddi
til mikillar vöruþekkingar af minni
hálfu. Ég setti síðan í loftið vefinn
www.sirarnargauti.is og byrjaði að
skrifa um lífsstílstengd efni og hafði
áhuga á að miðla minni reynslu þar
og áhugamáli. Þaðan kemur vöru-
merkið Sir Arnar Gauti en það er
sprottið út frá áhuga mínum á breskri
hönnun, t.d. Burberry, Barbour &
Landrover ásamt annarri klassískri
hönnun sem hefur alltaf verið í miklu
uppáhaldi hjá mér. Þegar ég vann hjá
Húsgagnahöllinni var ég byrjaður að
vinna í mínum eigin upplifunarhönn-
unarverkefnum og þegar mér var síð-
an sagt upp í Húsgagnahöllinni fór ég
alfarið að vinna að mínum eigin hönn-
unarverkefnum sem hafa verið fjöl-
breytt og árangursrík.“
Meðal verkefna sem Arnar Gauti
hefur verið með er veitingastaðurinn
Library Bistro fyrir Radisson Park
Inn í Keflavík og American Style í
Skipholti. Hann hannaði nýjar höfuð-
Þetta voru viðburðaríkir tímar og
bauðst Arnari Gauta í kringum árið
2004 þegar hann var 32 ára að opna
fyrstu verslun Burberry í Skandinavíu.
„GK Reykjavík flutti inn alþjóðlega
merkið Burberry og áttum við gott
samstarf við skandinavísku söluaðilana
sem buðu mér þetta. Átti verslunin að
vera í Kaupmannahöfn og í minni eigu.
Þegar verkefnið var komið nokkuð
langt reyndist fjárfestinum ómögulegt
að geta klárað verkefnið eftir að Bur-
berry London setti miklar kröfur um
fjármagn og verkefnið kláraðist ekki.
Þetta var mikill skóli.“
Arnar Gauti er nýkominn aftur í
tískubransann. „Í september 2021
gerðumst við Berglind meðeigendur í
tískuvöruversluninni Kroll í Kringl-
unni. Ég er með sterka framtíðarsýn
hvað hana varðar og við erum með eitt
best staðsetta verslunarplássið í
Kringlunni.“
Hönnunarferillinn
Arnar Gauti hóf störf í kringum
2005 í Exó húsgagnaverslun, Módern,
og síðar í Húsgagnahöllinni.
A
rnar Gauti Sverrisson er
fæddur 12. nóvember
1971 í Vestmannaeyjum
og bjó þar þangað til
gosið hófst. „Ég var þá
ferjaður frá Eyjum og var okkur kom-
ið fyrir á Suðurnesjum þar sem ég ólst
svo upp með móður minni og Ástu
Stefánsdóttur ömmu minni. Árið 1977
kynnist móðir mín Ólafi Þór Brynj-
ólfsson sem gekk mér í föðurstað.“
Þau bjuggu í Njarðvík og hóf Arnar
Gauti skólagöngu sína þar en seinna
meir flutti fjölskyldan til Keflavíkur
þar sem hann lauk gagnfræðaskóla.
„Uppeldisárin í Keflavík voru góð
og einkenndust af fótbolta á malar-
vellinum og að veiða á bryggjunni með
vinum. Ég fór að vinna eftir grunn-
skóla sem þjónn á veitingastaðnum
Glóðinni í Keflavík en svo stefndi hug-
urinn til stórborgarinnar og fór ég á
þjónasamning á Veitingastaðnum
Sjávarsíðunni við Tryggvagötu, eftir
það fylgdi ég meistara mínum á Hótel
Holiday Inn.“ Síðar var Arnar Gauti
veitingastjóri á staðnum Mirabelle.
Tískuferillinn
Arnar Gauti fór að hafa óbilandi
áhuga á tísku og lífsstíl og tók sín
fyrstu skref í verslun við störf í herra-
fataversluninni HANZ í Kringlunni.
„Þar kynntist ég einnig mínum besta
vini, Gunnar Hilmarssyni.“ Arnar
Gauti vann síðan við tískubransann í
um 25 ár, m.a. í versluninni 17, Jack &
Jones, GK Reykjavík og Hagkaup.
„Ég vann með Margréti Jónsdóttur
í fyrstu verslun Jack & Jones í Kringl-
unni og kynntist þeirri yndislegu fjöl-
skyldu og hennar dætrum, Mörtu
Árnadóttur og Helgu Árnadóttur,
sem standa mér hvað næst enn þann
dag í dag. GK, sem Gunni og Kolla
áttu, braut blað í sögu tískuvöruversl-
ana að mínu mati og var að mínu mati
fyrsta alvöru lífsstílsverslun landsins.
Ég tók þátt í framleiðsluferli á fyrstu
fatahönnunarlínu Gunna og Kollu,
Reykjavík Collection, sem var mikill
skóli og tókum við þátt í sýningum er-
lendis. Síðar fékk athafnakonan Íris
Björk Jónsdóttir mig í lið með sér til
að kaupa GK Reykjavík af Gunna &
Kollu. Við rákum það fyrirtæki til árs-
ins 2008.“
stöðvar SaltPay í Katrínartúni ásamt
höfuðstöðvum fyrirtækisins Dineout.
„Athafnakonan Inga Tinna
Sigurðardóttir, sem á Dineout, stend-
ur mér mjög nærri og núna er ég að
hanna fyrir hana nýja þakíbúð. Einn-
ig er ég í nýju verkefni sem er hönn-
un og bygging íbúða og húsa undir
merkinu Smartbyggð.“
Fjölmiðlaferillinn
Vinirnir Arnar Gauti og Gunnar
Hilmarsson fóru í gang með Tísku-
og menningarþáttinn Kúltúr á út-
varpsstöðinni FM 95,7 árið 1997 sem
þeir héldu úti í nokkur misseri.
„Leiðin lá síðan í sjónvarpið í
kringum árið 2006 þar sem ég stýrði
einum vinsælasta sjónvarpsþætti
landsins, Innlit Útlit, í um þrjú ár
ásamt Þórunni Högnadóttur Nadíu
Banine. Síðar, eða árið 2020, fór ég að
vinna að mínum eigin lífsstílþætti á
sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem
ber einmitt nafnið Sir Arnar Gauti.“
Þátturinn er með um 40.000 manns
uppsafnað áhorf á hvern þátt, þriðja
serían er núna í gangi og verður í loft-
Arnar Gauti Sverrisson, upplifunarhönnuður og sjónvarpsmaður – 50 ára
Trúlofuð Arnar Gauti og Berglind Sif.
Fjölskyldan skiptir mestu máli
Feðginin Arnar Gauti og Viktoría Ivy.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Stefán Flóki fæddist 22.
desember 2020. Hann vó 4.065 g og
var 52 cm langur. Foreldrar hans eru
Stefanía Sif Stefánsdóttir og Guðni
Rúnar Pálmason.
Nýr borgari