Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
„ÞETTA VAR MJÖG TÆPT ALLT ÞAR TIL
Á LOKAMETRUNUM, ÞÁ NÁÐI HANN AÐ
POTA SÉR FRAM ÚR MÉR.“
„SJÁLF HELD ÉG AÐ ÞETTA SÉ VEGNA
ALLRA EFNANNA SEM ÚÐAÐ ER Á ÁVEXTI
NÚ TIL DAGS.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ferðalag á framandi
slóðir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MYNDI ÞAÐ DREPA ÞIG AÐ
ÞURRKA STUNDUM AF
NEI ÁI!
Æ, ÞETTA ERU
HROÐALEG MEIÐSLI
SJÁÐU ALLT GÓSSIÐ
SEM HERTOGAYNJAN
ÁTTI!
ÞETTA GLINGUR
VEITIR MÉR ENGA
ÁNÆGJU …
EN AÐ KAUPA GLINGUR
GERIR ÞAÐ! BÆ!
inu til júlí 2022, að minnsta kosti.
„Líf mitt breyttist mikið 8. janúar
2019 þegar ég kynntist yndislegu
unnustu minni, Berglindi Sif. Í ágúst
2021 bað ég hennar í 320 metra hæð á
toppi Eiffelturnsins í París, þar sem
sú borg er mín uppáhaldsborg í heim-
inum og var vel við hæfi að staðfesta
ást sína þar. Við munum gifta okkur
16. júlí 2022 í Háteigskirkju.
Mitt viðhorf til lífsins er að aðal-
tilgangurinn sé að vera góður eigin-
maður og faðir og skapa fallegar
minningar til handa börnunum mín-
um, skila þeim inn í lífið með fallegt
hjartalag með kurteisi og kærleik að
leiðarljósi. Árin 50 hafa verið alls kon-
ar en síðustu fjögur ár í lífi mínu hafa
verið þau bestu, fallegustu og kær-
leiksríkustu ár sem ég hef lifað og bið
Guð um að vaka yfir fjölskyldu minni
um ókomin ár.“
Fjölskylda
Maki Arnars Gauta er Berglind Sif
Valdemarsdóttir, f. 8.4. 1981, félags-
fræðingur og sérkennari fyrir ein-
hverf börn. Þau búa í Seljahverfi í
Reykjavík. Foreldrar Berglindar
Sifjar eru hjónin Sveinbirna Helga-
dóttir, f. 9.3. 1953, og Valdemar Frið-
geirsson, f. 17.2. 1955, veiðileiðsögu-
maður, búsett á Akureyri.
Börn Arnars Gauta með fyrri
maka, Aðalbjörgu Einarsdóttur, f.
4.2. 1973, aðstoðarmanni tannlæknis,
eru Natalía París Arnarsdóttir, f.
10.1. 2004, og Kiljan Gauti Arnarsson,
f. 6.10. 2007. Dóttir Arnars Gauta og
Berglindar er Viktoría Ivy Arnars-
dóttir, f. 13.8. 2020. Synir Berglindar
Sifjar og stjúpsynir Arnars Gauta eru
Nökkvi Blær Hafþórsson, f. 19.1.
2006, og Lúkas Breki Berglindarson,
f. 19.2. 2011.
Foreldrar Arnars Gauta: Ingibjörg
Þorláksdóttir, f. 22.12. 1954, verka-
kona, búsett í Garði í Suðurnesjabæ,
gift Jarli Bjarnasyni, starfsmanni
Landhelgisgæslunnar, og Sverrir
Jónsson, f. 14.4. 1942, d. 17.1. 1993,
verkamaður í Vestmannaeyjum og í
Kópavogi. Stjúpfaðir Arnars Gauta
var Ólafur Þór Brynjólfsson, f. 24.7.
1950, d. 21.11. 2015, verkamaður og
kranamaður.
Arnar Gauti
Sverrisson
Soffía Jónsdóttir
húsfreyja í Lækjabæ og Reykjavík
Jóhannes Jónsson
bóndi í Lækjabæ í Vesturárdal
í Miðfirði og verkamaður í Rvík
Jón Þórbergur Jóhannesson
bifreiðarstjóri Reykjavík
Ragna Sigurgísladóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sverrir Jónsson
verkamaður í Vestmannaeyjum
og síðar í Kópavogi
Sigurgísli Guðnason
verslunarmaður í Rvík,
bús. í Tjarnargötu
María Kristín Friðriksdóttir
húsfreyja í Tjarnargötu í Reykjavík
Ásgeir Halldór Pálmason Hraundal
umboðssali í Hafnarfirði
Ingibjörg Þorláksdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Þorlákur Magnússon Ásgeirsson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Ásta Stefánsdóttir
verkakona í Vestmannaeyjum og Keflavík
Rósa Árnadóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Stefán Finnbogason
málari í Vestmannaeyjum
Ætt Arnars Gauta Sverrissonar
Ingibjörg Þorláksdóttir
verkakona í Garði í Suðurnesjabæ
Jahá, hváði kerlingin á Skóla-
vörðuholtinu þegar umsjónar-
maður rakst á hana í gær í mið-
bænum. „Það kemur mér ekki á
óvart að Laugarneskarlinn sé með
klakastíflu,“ hélt hún áfram og
hristi höfuðið. Hafði hún heyrt af
umkvörtunum karlsins í Vísnahorn-
inu í fyrradag, en þar sagðist hann
vera með klakastíflu, nánar til-
greint „whiskey on the rocks“.
Kerlingin kastaði fram:
Daglangt er garmurinn bús sitt að
blanda.
Bakkus hann náði að múlbinda.
Fáráður karlinn fullur að vanda,
flestum til ama og leiðinda.
Ráðlegra væri þeim ræfli að snúa
radarnum sínum í nýja átt,
ryðja úr höfðinu feyskni og fúa
og fá eitthvað annað en sinadrátt.
Svo rigsaði hún sína leið. Það
verður forvitnilegt að sjá hvort
karlinn í Laugarnesinu rumskar við
þetta.
Þegar Golli eða Kjartan Þor-
björnsson kom heim úr árlegri
veiðiferð í Laxdalsá í haust var
hann ekki einungis búinn að fanga
fiska heldur líka stuðla og rím:
Þar sem hundruð hóla
halda aftur Flóði,
gullin sól og gjóla,
góður jeppaslóði.
Við Hnausastrenginn stöndum
strekkist flugulína,
stórum laxi löndum,
lengd hans skulum rýna.
Álku kasta aðrir,
eygja stóra fiska,
báðir flugum barðir
beisk er þeirra viska.
Áður fengið flugur
freklegar í kjaftinn,
á þeim enginn bugur
ennþá hafa kraftinn.
Vatnsdalsvinir góðir,
vil með ykkur fagna.
Fyllast sálarsjóðir,
samtöl efans þagna.
Standa af mér storma
stríða kannski laxi.
Fram á daga dorma
svo draumafiskar vaxi.
Hringhenda eftir Bjarna Jónsson
í Sýruparti á Akranesi misritaðist í
Vísnahorni á dögunum og er rétt
hér:
Ellisár um ævihaust
orkusmár má liggja
sagnafár með svikna raust
sjötíu ára og þriggja.
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Vísnahorn
Af kerlingu, víni
og draumfiskum