Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 26

Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 ÍBV lagði Aftureldingu að velli 32:30 í fjörugum leik í Olís-deild karla í handknattleik í gær. Eyja- menn höfðu frumkvæðið nánast all- an leikinn en staðan var 17:13 að loknum fyrri hálfleik. Hægri væng- urinn var öflugur hjá ÍBV því Theo- dór Sigurbjörnsson skoraði sjö mörk og Rúnar Kárason sex mörk. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 8 mörk. ÍBV er með 10 stig eftir sex leiki, stigi á eftir efstu liðum en Aftureld- ing er með 8 stig eftir sjö leiki. Fimmti sigur Eyjamanna Morgunblaðið/Þórir Markahæstur Theodór Sigurbjörns- son skoraði 7 mörk fyrir ÍBV. Knattspyrnudeild Vals og mark- vörðurinn Hannes Þór Halldórsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. „Knattspyrnufélagið Val- ur og Hannes Þór Halldórsson hafa undirritað samkomulag um starfs- lok og er Hannesi því frjálst að semja við önnur lið kjósi hann svo. Valur vill þakka Hannesi Þór fyrir góð þrjú ár sem færðu félaginu m.a. einn Íslandsmeistaratitil. Hannes segist kveðja leikmannahópinn með söknuði og þakkar Knattspyrnu- félaginu Val fyrir samstarfið,“ seg- ir í yfirlýsingu frá Val. Hannes laus allra mála Morgunblaðið/Eggert Á förum Hannes Þór Halldórsson er ekki lengur samningsbundinn Val. HM 2022 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði í gærkvöldi markalaust jafntefli við Rúmeníu á útivelli í undankeppni HM. Sjá má framfarir á íslenska lið- inu, en Rúmenía vann fyrri leik lið- anna á Laugardalsvelli í september, 2:0. Þar sem Norður-Makedónía vann 5:0-stórisigur á Armeníu fyrr um daginn var ljóst að Ísland átti ekki lengur möguleika á að fara á lokamót heimsmeistaramótsins og því lítið annað en stoltið undir og tækifæri til að heilla landsliðsþjálfarann. Tölfræðin var öll Rúmeníu í vil en heimamenn voru mun meira með boltann, áttu miklu fleiri tilraunir, sendingar, hornspyrnur o.s.frv. Leik- ur íslenska liðsins var hins vegar skipulagður og góður varnarleikur stærstan hluta leiks sá til þess að flest skotin sem Elías Rafn Ólafsson fékk á sig voru þokkalega auðveld viðureignar. Góður grunnur til að byggja á Elías hefur komið gríðarlega vel inn í liðið og aðeins fengið á sig eitt mark í þremur landsleikjum. Fram að því var Ísland að fá á sig heldur mörg mörk í riðlinum. Elías var afar öruggur í öllum sínum aðgerðum og varnarmönnum Íslands virðist líða vel með hann fyrir aftan sig. Til að búa til gott fótboltalið þarf að byggja frá grunni. Skipulagður og agaður varnarleikur með sterkan markvörð þar fyrir aftan er afar traustur grunnur. Alfons Sampsted, Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru flottir fyrir framan Elías og Guðmundur Þórarinsson komst ágætlega frá sínu, en hann leysti Ara Frey Skúlason af hólmi snemma leiks vegna meiðsla. Það er ljóst að Alfons og Brynjar eru framtíðarmenn í ís- lensku vörninni og haldi Daníel áfram að spila líkt og hann gerði í gærkvöldi mun hann einnig spila fullt af lands- leikjum. Fyrir framan vörnina voru þeir Stefán Teitur Þórðarson, Birkir Bjarnason og Ísak Bergmann Jó- hannesson. Þeir börðust eins og ljón allan tímann og hlupu mikið. Það vantaði hins vegar ákveðin gæði í bland við baráttuna. Rúmenía var miklu meira með boltann m.a. vegna þess að miðjumenn íslenska liðsins voru stundum í eltingarleik. Í skítverkunum í metleiknum Birkir Bjarnason lék sinn 104. landsleik í gærkvöldi og jafnaði í leið- inni landsleikjamet Rúnars Krist- inssonar. Hann getur bætt það á úti- velli gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn kemur. Birkir hefur oft verið meira áberandi, en hann var í skítverkunum fyrir framan vörnina og var duglegur að vanda. Einmana í framlínunni Það er komin ákveðin mynd á varnarleik íslenska liðsins en miðjan er enn spurningarmerki enda gengið illa að stilla upp sömu miðju tvo leiki í röð. Í sókninni voru Jón Dagur Þor- steinsson og Albert Guðmundsson hvor sínu megin við Svein Aron Guð- johnsen. Jón Dagur og Albert reyndu hvað þeir gátu að skapa einhver færi, en það reyndist oft erfitt. Fyrir vikið var Sveinn einmana í framlínunni og náði lítið sem ekkert að ógna. Heilt yfir hefur íslenska liðið verið betra í síðustu leikjum en mánuðina á undan, en betur má ef duga skal. Eins og áður hefur komið fram var Rúm- enía miklu meira með boltann og ís- lenska liðið slapp með skrekkinn þeg- ar Ianis Hagi skaut í stöng fimm mínútum fyrir leikslok. Þá sköpuðu íslensku miðju- og sóknarmennirnir lítið. Það er kominn ákveðinn grunn- ur og liðið á alltaf fína möguleika á að vinna ef það nær að halda hreinu. Nú þarf að byggja ofan á grunninn. Næsta skref hlýtur að vera að ná meiri stöðugleika á miðjuna og minnka eltingarleikinn. Þá verður lið- ið að skapa sér meira fram á við til að vinna lið eins og Rúmeníu á útivelli. Það eru klárlega hæfileikar í íslenska liðinu og ungu leikmennirnir eiga auðvitað bara eftir að verða betri. Leikurinn í gær var lítið skref í rétta átt. Framfarir í Rúmeníu en betur má ef duga skal - Markalaust jafntefli í Rúmeníu - Ísland varðist vel en skapaði sér lítið Ljósmynd/Alex Nicodim Búkarest Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson í skallaeinvígi í Rúmeníu í gær en Ísland hélt markinu hreinu. Undankeppni HM karla J-RIÐILL: Rúmenía – Ísland ..................................... 0:0 Armenía – N-Makedónía ......................... 0:5 Þýskaland – Liechtenstein.......................9:0 Staðan: Þýskaland 9 8 0 1 32:3 24 N-Makedónía 9 4 3 2 20:10 15 Rúmenía 9 4 2 3 11:8 14 Armenía 9 3 3 3 8:16 12 Ísland 9 2 3 4 11:15 9 Liechtenstein 9 0 1 8 2:32 1 A-RIÐILL: Aserbaídsjan – Lúxemborg..................... 1:3 Írland – Portúgal...................................... 0:0 _ Portúgal 17, Serbía 17, Lúxemborg 9, Ír- land 6, Aserbaídsjan 1. B-RIÐILL: Georgía – Svíþjóð ..................................... 2:0 Grikkland – Spánn ................................... 0:1 _ Spánn 16, Svíþjóð 15, Grikkland 9, Georgía 7, Kósóvó 4. H-RIÐILL: Rússland – Kýpur..................................... 6:0 Malta – Króatía......................................... 1:7 Slóvakía – Slóvenía................................... 2:2 _ Rússland 22, Króatía 20, Slóvakía 11, Slóvenía 11, Malta 5, Kýpur 5. 4.$--3795.$ Olísdeild karla Valur – FH.............................................29:29 ÍBV – Afturelding ................................ 32:30 Staðan: Haukar 7 5 1 1 207:174 11 Valur 7 5 1 1 208:177 11 Stjarnan 6 5 0 1 189:174 10 ÍBV 6 5 0 1 176:168 10 FH 7 4 1 2 190:174 9 Afturelding 7 3 2 2 205:195 8 Fram 7 4 0 3 195:194 8 KA 7 3 0 4 190:204 6 Selfoss 6 2 0 4 144:157 4 Grótta 6 1 1 4 155:165 3 HK 7 0 0 7 175:204 0 Víkingur 7 0 0 7 152:200 0 Þýskaland Kiel – Bergischer................................. 24:23 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 1 mark fyrir Bergischer. Balingen – Erlangen ........................... 23:25 - Daníel Þór Ingason skoraði 3 mörk fyrir Balingen en Oddur Gretarsson er meiddur. Danmörk Skanderborg – GOG............................ 23:31 - Viktor Gísli Hallgrímsson kom lítið við sögu í marki GOG. Noregur Bikarkeppni, undanúrslit: Drammen – Elverum .......................... 31:32 - Óskar Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Drammen. - Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir Elverum. Svíþjóð Malmö – Guif ........................................ 27:26 - Aron Dagur Pálsson skoraði 3 mörk fyr- ir Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði 5 skot í marki liðsins. Skövde – Önnered ............................... 33:23 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 6 mörk fyrir Skövde. Sviss Bern – Kadetten .................................. 23:26 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. %$.62)0-# RÚMENÍA – ÍSLAND 0:0 MM Elías Rafn Ólafsson M Brynjar Ingi Bjarnason Daníel Leó Grétarsson Ísak Bergmann Jóhannesson Albert Guðmundsson Gul spjöld: Ísak Bergmann Jóhannes- son 45 og Andrei Ratiu 59. Dómari: Sergei Karasev, Rússlandi. Áhorfendur: Ekki leyfðir. _ Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Elías Rafn Ólafsson. Vörn: Alfons Sampsted, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Ari Freyr Skúlason (Guð- mundur Þórarinsson 15). Miðja: Ísak Bergmann Jóhannesson ( Aron Elís Þrándarson 90), Birkir Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson (Þórir Jóhann Helgason 74). Sókn: Albert Guð- mundsson (Mikael Egill Ellertsson 90), Sveinn Aron Guðjohnsen (Andri Lucas Guðjohnsen 74), Jón Dagur Þorsteins- son. _ Birkir Bjarnason lék sinn 104. lands- leik og jafnaði í leiðinni leikjamet Rún- ars Kristinssonar. Birkir bætir metið ef hann leikur gegn Norður-Makedón- íu á sunnudaginn kemur. _ Byrjunarlið Íslands var heilt yfir reynslulítið því fyrir utan Birki og Ara Frey Skúlason (83 leikir) er restin af byrjunarliðinu með samtals 88 lands- leiki eftir leikinn í gær. _ Daníel Leó Grétarsson lék sinn fyrsta heila keppnisleik með landslið- inu. Fyrir leikinn í gær hafði hann leik- ið tvo keppnisleiki og komið inn á sem varamaður í öðrum þeirra og farið meiddur af velli í hinum. _ Elías Rafn Ólafsson hefur leikið þrjá landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark og haldið tvisvar hreinu. Hann varði sjö sinnum í leiknum í gær, sjö sinnum oftar en gegn Liechtenstein í síðasta leik. Í blaði gærdagsins var því ranglega haldið fram að innbyrðisviðureignir réðu úrslitum ef lið væru jöfn að stig- um í undankeppni karla í knattspyrnu fyrir HM 2022. Hið rétta er að það er markatala sem ræður úrslitum. Markatala ræður LEIÐRÉTT Undankeppni EM kvenna C-RIÐILL: Rúmenía – Ísland................................. 65:59 Stig Íslands: Sara Rún Hinriksdóttir 17, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Ingunn Embla Kristínardóttir 9, Lovísa Hennings- dóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Dagný Lísa Davíðsdóttir 1. Ungverjaland – Spánn..........................62:66 Subway-deild karla Breiðablik – Þór Þ. ........................... 102:104 Þór Ak. – Keflavík ................................ 56:70 Tindastóll – Vestri ................................ 92:81 Valur – ÍR.............................................. 92:79 Staðan: Grindavík 6 5 1 509:465 10 Þór Þ. 6 5 1 577:551 10 Keflavík 6 5 1 527:488 10 Tindastóll 6 5 1 531:502 10 Valur 6 4 2 470:474 8 KR 5 3 2 468:440 6 Njarðvík 6 3 3 543:504 6 Stjarnan 5 2 3 443:438 4 Breiðablik 6 1 5 633:651 2 Vestri 6 1 5 487:531 2 ÍR 6 1 5 525:567 2 Þór Ak. 6 0 6 414:516 0 4"5'*2)0-#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.