Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 EM 2023 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ungt og lítt reynt lið Íslands kom á óvart í Búkarest í gær og var nálægt því að leggja Rúmeníu að velli þegar undankeppni EM kvenna í körfu- knattleik hófst. Oft er sú lýsing not- uð að ungum liðum sé teflt fram í íþróttum. Ef til vill of oft en á vel við í þessu tilfelli því meðalaldurinn í landsliði Íslands var innan við 23 ár. Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru á sjúkra- listanum. Er það stór biti fyrir ís- lenska liðið að kyngja enda at- kvæðamestu leikmenn liðsins síðustu árin. Þrátt fyrir það var leik- urinn jafn og spennandi. Ísland fékk sannarlega tækifæri til að ná í bæði stigin en nýtti það ekki. Rúmenía var stigi yfir að loknum fyrri hálfleik, 26:25, og fyrir síðasta leikhlutann var Ísland stigi yfir, 46:45. Rúmenar voru oftar yfir í leiknum en munurinn var aldrei mikill. Þegar tvær mínútur voru eft- ir var Rúmenía tveimur stigum yfir, 58:56, en þær rúmensku voru betri á lokakaflanum og unnu 65:59. Munur á vítanýtingu liðanna Það sem svíður örugglega hjá landsliðskonunum er að þeim tókst ekki að nýta góð færi til að skora. Eitt sem hægt er að benda á er vít- anýtingin hjá liðunum. Rúmenar hittu úr 17 af 19 vítum en Ísland úr 7 af 15. Í jöfnum leik sem þessum þá er þarna talsverður munur. Einnig nýttust ekki nokkur góð færi eins og sniðskot en erfitt er að vinna móts- leiki í undankeppni stórmóts þegar slík færi nýtast ekki. Á móti má segja að Íslendingar settu niður tólf þriggja stiga skot í leiknum og hittnin fyrir utan þriggja stiga línuna var tæp 39% sem er afskaplega gott. Þar sem Rúmenía var með hávaxnari leik- menn þá var góður kostur fyrir Ís- lendinga að freista þess að skjóta fyrir utan. Fjórir nýliðar í hópnum Vörnin var góð hjá íslenska liðinu og baráttan og viljinn eins og við viljum sjá í landsleikjum. Þjálfarinn Benedikt Guðmundsson sagði í Morgunblaðinu í gær að hann væri með spennandi hóp í höndunum og þar væri að finna framtíðarleikmenn í landsliðinu. Leikurinn í gær gefur fín fyr- irheit. Með fjóra nýliða í hópnum og tvo þeirra í byrjunarliðinu, Önnu Ingunni Svansdóttur og Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, þá tekur auðvit- að smá tíma að spila liðið almenni- lega saman. Landslið fær ekki þann tíma sem félagslið fá. Auk þess þarf væntanlega að breyta mörgu í leik- aðferð liðsins þegar leikmenn eins og Helena og Hildur detta út. Með þessi atriði í huga er margt jákvætt við leikinn gegn Rúmeníu. Það gæti orðið mjög áhugavert að sjá til liðsins á næstu árum ef Bene- dikt fær tíma til að móta lið úr þeim efnivið sem er til staðar. Illa farið með vítin - Margt jákvætt í leik landsliðsins þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Rúmeníu í Búkarest - Meðalaldurinn í íslenska liðinu tæp 23 ár - Öflugur varnarleikur Ljósmynd/FIBA Búkarest Ingunn Embla Kristínardóttir setti niður þrjá þrista í leiknum. _ Þýskaland burstaði Liechtenstein á heimavelli, 9:0, í J-riðli Íslands í undankeppni HM karla í gær. Liech- tenstein lék manni færri frá 9. mín- útu og var eftirleikurinn auðveldur fyrir þýska liðið. Leroy Sané og Thomas Müller skoruðu tvö mörk hvor og þeir Ridle Baku, Marco Reus og Ilkay Gundogan skoruðu sitt markið hver. Þá voru tvö markanna sjálfsmörk. Þýskaland hefði þegar tryggt sér toppsæti riðilsins og sæti á lokamóti HM. 5:0 stórsigur Norður-Makedóníu á útivelli gegn Armeníu gerði það að verkum að möguleikar Íslendinga á að ná öðru sætinu í riðlinum voru endanlega úr sögunni, og það áður en leikurinn í Búkarest hófst. Enis Bardhi, leikmaður Levante á Spáni, var í stuði því hann skoraði þrennu fyrir Norður-Makedóníu. Aleksandar Trajkovski og Milan Ristovski skor- uðu einnig fyrir Norður-Makedóníu. _ Spánn fór upp fyrir Svíþjóð og upp í toppsæti B-riðils með 1:0-sigri á Grikklandi á útivelli. Fyrr í gær töp- uðu Svíar óvænt í Georgíu 2:0. _ Spánn fer vel af stað í C-riðli Ís- lands í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta en spænska liðið gerði góða ferð til Ungverjalands og vann 66:62-sigur. Rúmenía og Spánn eru með tvö stig og Ísland og Ung- verjaland eitt stig. Næsti leikur Ís- lands er gegn Ungverjalandi á sunnu- daginn kemur á Ásvöllum. Spænska liðið er eitt það sterkasta í Evrópu en liðið varð í þrígang Evrópumeist- ari á árunum 2013 til 2019. _ Íslendingaliðið Elverum hafði bet- ur gegn öðru Íslendingaliði í Dramm- en í undanúrslitun norska bikarsins í handbolta, 32:31. Orri Freyr Þorkels- son, sem hefur leikið vel með Elver- um á leiktíðinni, er því á leið í bik- arúrslit. _ Steven Gerrard hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeild- arliðsins Aston Villa en félagið til- kynnti um ráðninguna í gær. Gerrard, sem er 41 árs gamall, tekur við liðinu af Dean Smith sem var rekinn um síðustu helgi. Gerrard gerir þriggja og hálfs árs samning við Villa en hann stýrði Rangers í Skotlandi í þrjú ár og gerði liðið að Skot- landsmeisturum á síðustu leiktíð. Var það fyrsti sigur Rangers í deild- inni í áratug. Aston Villa þarf að greiða Rangers í kringum 3 milljónir punda fyrir Gerrard. Eitt ogannað „Það var ótrúlegt að standa uppi á verðlaunapalli og fagna sigri á Norðurlandamótinu,“ sagði Sævar Baldur Lúðvíksson, nýkrýndur Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. Sævar, sem er 31 árs gamall, vann til tvennra gullverðlauna á Norðurlandamótinu í Espoo í Finn- landi sem fram fór 23. október en hann fagnaði sigri í einstaklings- og liðakeppni. Norðurlandameistarinn hefur æft skylmingar frá því hann var tíu ára gamall en stóran hluta ævi sinn- ar hefur hann þurft að glíma við bæði kvíða og þynglyndi vegna yf- irþyngdar. Árið 2009 ákvað hann svo að hætta keppni. „Ég var 167 kílógrömm fyrir einu og hálfi ári og ég trúði því varla að þetta væri að gerast þegar ég tók við verðlaununum,“ sagði Sævar. „Á sama tíma lagði ég gríðarlega mikla vinnu á mig til þess að kom- ast á þann stað sem ég er í dag. Ég mætti á allar æfingar, tók aukaæf- ingar, fór út að hlaupa og kom mér í frábært form. Öll þessi aukavinna gerði sigurinn enn þá sætari fyrir vikið og tilfinningin sem fylgdi gullverðlaunum var í raun bara ólýsanleg,“ sagði Sævar. Ólýsanleg tilfinning í Finnlandi Ljósmynd/Skylmingasamband Íslands 2 Sævar Baldur vann tvöfalt á Norðurlandamótinu í skylmingum. KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Staðan í efri hluta úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway- deildarinnar, er afskaplega áhuga- verð eftir leiki gærkvöldsins. Fjögur lið eru efst og jöfn með 10 stig hvert: Grindavík, Þór Þorlákshöfn, Kefla- vík og Tindastóll en þau þrjú síðast- nefndu voru á ferðinni í gær. Titilvörn Þórsara hefur verið áhugaverð. Liðið tapaði illa í Njarð- vík í fyrstu umferð deildarinnar en hefur síðan þá unnið fimm leiki í röð. Þór hafði betur gegn Breiðabliki í fjörugum leik í Smáranum í gær 104:102. Daniel Mortensen skoraði 31 stig fyrir Þórsara en Everage Lee Richardson skoraði 30 stig fyrir Breiðablik sem er með 2 stig. Miðað við hversu jafnir leikir liðsins eru má búast við að liðið nái að safna fleiri stigum á næstunni. Keflvíkingar héldu Þórsurum í 56 stigum þegar liðin mættust í Höll- inni á Akureyri og Þórsarar bíða því enn eftir fyrsta sigrinum. Jeremy Landenbergue sem er nýkominn til liðsins var ekki með og mun hafa meiðst á æfingu. Á Króknum vann Tindastóll sigur á Vestra 92:81. Staðan var jöfn í hléi 45:45 en Skagfirðingar voru beittari í síðari hálfleik. Nýliðarnir frá norð- anverðum Vestfjörðum eru með 2 stig en eins og Blikar fara þeir ágæt- lega af stað í deildinni. Valur er tveimur stigum á eftir efstu liðunum eftir góðan sigur á ÍR 92:79 á Hlíðarenda. ÍR-ingar léku í fyrsta skipti undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar sem var ráðinn þjálfari liðsins í vikunni. Liðið er með 2 stig eftir rólega byrjun á tíma- bilinu. Valsmenn höfðu ágætt for- skot í hléi 48:37 og héldu dampi út leikinn. Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson skoraði 29 stig fyrir Val og nálgast sitt fyrra form. Óskýrar línur í efri hlutanum - Fjögur lið efst og jöfn í efstu deild karla - Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn hafa unnið fimm leiki í röð - Keflvíkingar héldu Þórsurum í 56 stigum á Akureyri Morgunblaðið/Unnur Karen Smárinn Luciano Massarelli með boltann í leiknum gegn Breiðabliki í Kópavoginum í gær en hann skoraði 21 stig fyrir Þór Þorlákshöfn. KÖRFUKNATTLEIKUR Subway-deild karla: DHL-höllin: KR – Stjarnan .................20:15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Selfoss .....19:15 Álftanes: Álftanes – Hrunamenn.........19:15 Hveragerði: Hamar – Haukar .............19:15 Akranes: ÍA – Sindri .............................19:15 1.deild kvenna: Kennaraháskólinn: Ármann – KR.......20:15 HANDKNATTLEIKUR Grill 66 deild karla: Dalhús: Fjölnir – Þór Ak. ....................19:30 Víkin: Berserkir – Selfoss U .....................20 Varmá: UMFA U – Vængir Júpíters .......20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.