Morgunblaðið - 17.11.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.11.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Borgarráð hefur samþykkt að hefja útboðsferli á fyrsta fasa verkefnisins Átak í teikningaskönnun, þ.e. þeim hluta er snýr að skönnun. Gert er ráð fyrir að kostnaður við verkefnið verði 45 milljónir á ári til þriggja ára. Yfir milljón teikningar hafa ekki verið færðar á stafrænt form og eru því að- eins aðgengilegar á pappírsformi. Um er að ræða verkfræðiteikningar bygg- ingarfulltrúa sem ná yfir allar teikn- ingar aðrar en aðaluppdrætti. Fram kemur í erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs til borgarráðs að fyrir nokkrum árum var farið í álíka átak og voru allir aðaluppdrættir skannaðir og gerðir aðgengilegir á netinu. Nú eru aðaluppdrættir skann- aðir inn jafnóðum og þeim er skilað inn. 35 vinnuvikur á ári Í erindinu til borgarráðs segir: Í maí 2020 var byrjað á að taka við beiðnum um teikningar í tölvupósti, en í framhaldinu komu 1.247 slíkar beiðnir inn yfir 12 mánaða tímabil. Á sama tíma komu um 5.110 heimsókn- ir í Borgartún vegna beiðna um af- greiðslu teikninga. Samtals eru þetta um 6.357 beiðnir á ársgrundvelli. Miðað við þær forsendur að það taki 12 mínútur að meðaltali að afgreiða eina beiðni gegnum tölvupóst eða í þjónustuveri má áætla 76.284 mínút- ur í afgreiðslu á ári, sem samsvarar 1.271 klst. á ári eða 35 vinnuvikum miðað við 36 klst. vinnuviku, á árs- grundvelli. Samþykkt var á fundi borgarráðs 11. nóvember að fara í verkefnið og í bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólks- ins segir að það sé í raun furðulegt að skrifstofa þjónustu og reksturs/þjón- ustu- og nýsköpunarsviðs hafi ekki gert þetta fyrir löngu. „Það er afar sérstakt að Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélag landsins, sé núna fyrst að ganga í málið. Búið er að vesenast lengi með þetta og starfsfólk og þjón- ustuþegar hafa kvartað yfir handa- vinnunni sem hverri umsókn fylgir og seinagangi í afgreiðslu umsóknar …,“ segir í bókuninni. aij@mbl.is Eftir að skanna yfir milljón teikningar á stafrænt form - Átak borgarinnar - „Búið að vesenast lengi með þetta“ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni hér á landi en í fyrradag. Þá greindust 215 smit, þar af innanlands 206 og voru 95 í sóttkví við greiningu. Níu greindust smitaðir á landamærunum. Í gær lágu 18 sjúklingar á Landspítala með Covid. Fjórir voru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Þriðji dagur örvunarbólusetn- ingarátaksins í Laugardalshöll í Reykjavík er í dag. Eftir hádegi í gær var búið að bólusetja á tólfta þúsund manns frá því á mánudags- morgun. Fólk verður áfram boðað í bólusetningu frá mánudegi til mið- vikudags næstu vikur. Opið hús í Laugardalshöll Á morgun og á föstudag verður opið hús klukkan 10-15 í Laugar- dalshöll vegna bólusetninga. „Opna húsið er hugsað fyrir þá sem eru kvíðnir, fjölfatlaða og aðra með sérstakar ástæður. Einnig ef fólk þarf annað bóluefni en frá Pfi- zer og óskar eftir Moderna, Jans- sen eða AstraZeneca-bóluefni,“ segir Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkr- unar hjá Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. Hún segir að þeir sem fengu boð um að koma í bólusetn- ingu en komust ómögulega á til- settum tíma geti einnig mætt og sýnt strikamerkið. „Við verðum ekki það mörg að við getum tekið við mörg hundruð manns en þetta verður svona björgunarlína,“ segir Ragnheiður. Hún segir að fólk sem er á leið til útlanda hafi leitað til heilsugæsl- unnar um að fá þriðju sprautuna. Séu liðnir meira en fimm mánuðir frá annarri sprautu getur þetta fólk fengið bólusetningu þá daga sem er bólusett. Bóluefnið nær fullri virkni á 1-2 vikum. Víða eru tekin hraðpróf Hraðpróf eru notuð til að skima fyrir Covid-19-veirunni hjá þeim sem ekki sýna einkenni. Sem kunn- ugt er er þess nú krafist við fjöl- menna viðburði að fólk framvísi nei- kvæðu hraðprófi. Heilbrigðisstofnanir í öllum heilbrigðisumdæmum landsins gera hraðpróf. Hægt er að skrá sig í hraðpróf hjá heilbrigðisstofnunum hvar sem er á landinu í gegnum vef- inn heilsuvera.is eða vefslóðina hradprof.covid.is/skraning. Auk þess er hægt að fara í hraðpróf á BSÍ og í Kringlunni 7 í Reykjavík og Aðalgötu 60 í Keflavík. Skráning er í gegnum www.testcovid.is. Hraðpróf, sem eru með vefsíðuna hradprof.is, taka hraðpróf á Klepps- mýrarvegi 8 í Reykjavík, í Hörpu og við Háskólann á Akureyri í Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Þeir sem eru með einkenni eða grunar að þeir séu smitaðir, þrátt fyrir að vera bólusettir, þurfa að fara í einkennasýnatöku (PCR- próf). Sýnataka er bókuð í gegnum vefinn heilsuvera.is. Flest kórónuveiru- smit á einum degi Morgunblaðið/Eggert Laugardalshöll Fólk er boðað í bólusetningu frá mánudegi til miðvikudags. Opið hús er á fimmtudag og föstudag. - Örvunarbólusetning í Laugardalshöll - Víða hraðprófað Fjöldi smita frá áramótum j f m a m j j á s o n 200 150 100 50 215 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring Heimild: covid.is 215 154 1.773 eru með virkt smit og í einangrun 2.636 eru í sóttkví Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að deildin væri með ofbeldismál til rannsóknar sem hefði átt sér stað í Hollandi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Íslendingur á fimmtugsaldri sem hefði áður verið dæmdur fyrir nauðgun hér á Íslandi lægi nú undir grun í Hollandi um að hafa nauðgað íslenskri konu og svipt hana frelsi. Þá hefði blaðið heimildir fyrir því að konan hefði farið í skýrslutöku bæði í Hollandi og á Íslandi en lögreglan í Amsterdam væri nú að leita að manninum. Ævar Pálmi segist ekki geta tjáð sig um einstök mál né veitt frekari upplýsingar um það að svo stöddu aðrar en þær að deildin sé með mál til rannsóknar sem átti sér stað í Hollandi. Sakfelldur fyrir nauðgun síðast árið 2018 Á vef Fréttablaðsins var því haldið fram að hinn grunaði hefði síðast verið dæmdur til fjögurra ára fang- elsisvistar fyrir nauðgun árið 2018. Það var þá í annað sinn sem mað- urinn var sakfelldur fyrir þann glæp. Í ljósi þess að brotaþoli og sak- borningur eru báðir Íslendingar gæti málið verið rekið fyrir íslensk- um dómstólum. Gruna Íslending um nauðgun - Lögreglan í Hollandi leitar að Íslendingi Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Skuldaviðmið Hafnarfjarðar fara í fyrsta skipti í áratug niður fyrir hundrað prósent og verða 97 prósent í lok árs 2022 gangi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eftir. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fór fram í bæjarstjórn í síðustu viku og er síðari umræða um hana áætluð 8. desember. Þá er lagt til að fasteignaskattar verði lækkaðir á íbúðarhúsnæði um tæplega fimm prósent til þess að koma til móts við hækkun fast- eignamats ásamt fleiri gjaldskrár- lækkunum. Barnafjölskyldur í fyrirrúmi „Við erum að leggja sérstaka áherslu á að bæta starfsumhverfi og kjör starfsfólks á leikskólum bæjar- ins í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, ásamt því að halda áfram að lækka kostnað barnafjölskyldna í bæjar- félaginu,“ segir Ágúst Bjarni Garð- arsson, formaður bæjarráðs Hafnar- fjarðarbæjar, í samtali við Morgunblaðið. „Það er eitthvað sem hefur verið rauði þráðurinn á kjörtímabilinu, okkar fyrsta verk var að stórauka systkinaafslátt af leikskólagjöldum frá því sem áður var og innleiða nýj- an systkinaafslátt af skólamáltíðum grunnskólabarna. Fyrsta skrefið þar var hundrað prósenta afsláttur á þriðja barn, en nú erum við að taka næsta skref og setja 25% afslátt á barn nr. 2. Við erum því að fara úr því að greitt sé fullt gjald fyrir öll börn, í það að mest verður nú greitt fyrir 1,75 barn. Þetta er skref í rétta átt og liður í því verkefni að létta þeim róður sem þyngstar byrðar bera.“ Gert er ráð fyrir að rekstrarnið- urstaða A- og B-hluta verði jákvæð um 842 m.kr. og að útsvarsprósenta haldist óbreytt í 14,48%. Auk þess verður 500 milljónum varið í kaup á félagslegu húsnæði. Spurður út í tillögu Samfylking- arinnar um hækkun útsvars gagn- rýnir Ágúst að slíkt hafi verið lagt til. „Það hefur verið ein af áherslum nú- verandi meirihluta að hækka ekki álögur á íbúa bæjarfélagsins. Síð- ustu mánuðir í alheimsfaraldri hafa reynt á allar stoðir samfélagsins, rekstur ríkis, sveitarfélaga og heim- ila. Útsvarshækkun hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka og svigrúm heimila minnkar. Slíkt er ekki á dagskrá.“ Lækka skatta í Hafnarfirði - Til móts við hækkun fasteignamats Ágúst Bjarni Garðarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.