Morgunblaðið - 17.11.2021, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021
Beðið Í kulda og trekki geta strætóskýlin veitt gott skjól, líkt og raunin var hjá þessari konu sem beið í slíku skýli á Selfossi. Ekki verra að hafa grímu sem getur veitt vörn gegn kulda og veiru.
Eggert
Í upphafi Covid-
faraldursins var ég
ekki í hópi þeirra sem
voru háværir í op-
inberri gagnrýni á
stjórnvöld vegna
þeirra takmarkana á
borgaralegum rétt-
indum sem gripið var
til í baráttunni við
veiru sem læknavís-
indin höfðu litla þekk-
ingu á. Ég tók stöðu með heilbrigð-
isyfirvöldum og hélt því m.a. fram
18. mars á síðasta ári að fumlaus og
skipulögð viðbrögð kæmu okkur í
gegnum hættuna. Verkefnið væri að
hægja á útbreiðslu og „tryggja eins
og hægt er að heilbrigðiskerfið ráði
við að veita nauðsynlega – oft lífs-
nauðsynlega þjónustu“ og vernda
„þá sem eru viðkvæmastir og í
mestri hættu“. Í varnarbaráttunni
yrðu stjórnvöld, með skýrum og
ótvíræðum hætti, „að standa þétt við
bakið á öflugu starfsfólki heilbrigð-
iskerfisins, fjárhagslega sem and-
lega“. Stjórnmálamenn ættu ekki að
troða sér upp á sviðið en einbeita sér
að efnahagslegum aðgerðum til að
lágmarka skaðann fyrir íslensk
fyrirtæki og heimili.
Sem sagt: Ég taldi það réttlæt-
anlegt og nauðsynlegt, þegar
óþekktur ógnvaldur
herjar á þjóð, að stjórn-
völd grípi til ráðstafana
til að verja líf og heilsu
almennings, jafnvel
þótt frelsi einstaklinga
sé skert tímabundið.
Þessi afstaða er byggð
á sannfæringu um að
ein af grunnskyldum
ríkisvaldsins sé að
bregðast við þegar
samfélaginu er ógnað,
enda sé farið eftir meg-
inreglum réttarríkisins
og stjórnarskrár.
Svigrúm ekki nýtt
Í mörgu hefur okkur Íslendingum
tekist vel upp í baráttunni við veir-
una. Hægt og bítandi hefur þekk-
ingin og skilningurinn á ógninni auk-
ist. Með hörðum sóttvarnaaðgerðum
var myndað svigrúm til að undirbúa
helstu stofnanir samfélagsins til að
taka þátt í vörninni og ekki síst
styrkja innviði heilbrigðiskerfsins til
að takast á við vágestinn. Með því
yrði hægt að skipuleggja baráttuna
án þess að ganga með freklegum
hætti á borgaraleg réttindi. Skýrar
vísbendingar eru um að svigrúmið
hafi ekki verið nýtt.
Rúmlega tuttugu mánuðir eru frá
því að óvissustigi var lýst yfir vegna
kórónuveirunnar hér á landi. Á þess-
um mánuðum hefur, líkt og í flestum
frjálsum samfélögum Vesturlanda,
myndast eitrað andrúmsloft óttans.
Líkt og ég benti á í grein fyrir réttu
ári (og sótti í smiðju Sumptions lá-
varðar og fyrrverandi dómara við
hæstarétt Bretlands) er óttinn öfl-
ugasta verkfæri þeirra sem virða
frelsi borgaranna lítils. „Forræð-
ishyggjan nærist á ótta. Í skugga
óttans sé þess krafist að stjórnvöld
grípi til aðgerða, sem sumar geta
verið gagnlegar en aðrar skaðlegar í
viðleitni allra til að verja líf og
heilsu.“
Frelsið verður fórnarlamb
Og eins og oftast verður frelsið
fyrsta fórnarlamb óttans og um leið
hverfur umburðarlyndi gagnvart
ólíkum skoðunum. Gagnrýnin um-
ræða um aðgerðir stjórnvalda á erf-
itt uppdráttar. Leikir sem lærðir
veigra sér við að spyrna við fótum og
spyrja alvarlegra en nauðsynlegra
spurninga þar sem óskað er eftir
rökstuðningi fyrir hvers vegna frelsi
einstaklinga er takmarkað og hvort
of langt sé gengið. Þeim er mætt af
fullkominni hörku og á stundum með
svívirðingum. Þar ganga því miður
læknar, sem fá útrás fyrir hégóma í
sviðsljósi fjölmiðla, hart fram. Til að
magna ótta almennings er grafið
skipulega undan trausti á heilbrigð-
iskerfið, sem þrátt fyrir allt er eitt
það besta í heimi, þar sem fram-
úrskarandi starfsfólk vinnur afrek á
hverjum degi, sem hvorki fjölmiðlar
né samfélagsmiðlar hafa áhuga á.
Flest erum við fús til að færa fórn-
ir og sætta okkur við að búa við
skert athafnafrelsi í ákveðinn tíma
til að vinna bug á hættulegri veiru.
Við viljum sýna árvekni og ábyrgð
gagnvart samferðafólki, ekki vegna
þess að stjórnvöld þvingi okkur til
þess heldur vegna borgaralegrar
skyldu sem fylgir því að búa í frjálsu
samfélagi.
Illa staðið undir kröfum
Það versta sem frjáls ein-
staklingur gerir er að hlýða at-
hugasemdalaust og án gagnrýni fyr-
irmælum stjórnvalda sem með
einum eða öðrum hætti takmarka
borgaleg réttindi, jafnvel þótt fyr-
irmælin séu til að verja almanna-
heill. Án aðhalds og gagnrýni verður
til ríkisstjórn reglugerða og tilskip-
ana.
Við skulum viðurkenna nauðsyn
þess að stjórnvöld geti gripið til að-
gerða í sóttvörnum til að verja al-
menning á hættutímum. Um leið
verðum við að gera ákveðnar kröfur
til stjórnvalda og heilbrigðisyfir-
valda: Að þau viðmið sem stuðst er
við séu skýr, öllum ljós og taki mið af
breyttum aðstæðum (s.s. bólusetn-
ingu) og betri þekkingu. Að gætt sé
samkvæmni í yfirlýsingum og upp-
lýsingum. Að yfirvöld heilbrigðis-
mála nýti svigrúm til að auka við-
námsþrótt mikilvægustu stofnana.
Að hægt sé treysta því að aldrei sé
gengið lengra en þörf er á – að með-
alhófið ráði alltaf för, að stjórnvöld
virði grunnréttindi borgaranna og
starfi innan þeirra valdmarka sem
þeim eru mörkuð. Að ekki sé kynt
undir ótta til að réttlæta skerðingu á
borgaralegum réttindum. Að mál-
efnalegum athugasemdum og gagn-
rýni sé ekki mætt af hroka þeirra
sem telja sig umboðsmenn valdsins
og þekkingarinnar. Að spurningum
sé svarað.
Stjórnvöld hafa því miður uppfyllt
þessar kröfur illa á síðustu tuttugu
mánuðum. Líklegast er ekki við aðra
að sakast en okkur sjálf, sem hlýðum
tilskipunum gagnrýnislaust. Og þess
vegna á frelsið í vök að verjast. Að
vera frjáls borgari verður aðeins
óljós minning.
Eftir Óla Björn
Kárason » Oftast verður frelsið
fyrsta fórnarlamb
óttans og um leið hverf-
ur umburðarlyndi gagn-
vart ólíkum skoðunum.
Gagnrýnin umræða á
erfitt uppdráttar.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Frelsið á í vök að verjast