Morgunblaðið - 17.11.2021, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021
Ilmur er ný litalína Slippfélagsins
hönnuð í samstarfi við Sæju
innanhúshönnuð. Línan er innblásin
af jarðlitum, dempaðir tónar með
gulum og rauðum undirtónum.
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
slippfelagid.is
slippfelagid.is/ilmur
Hör Leir Truffla Börkur
Myrra Krydd Lyng
Kandís
Lakkrís
Innblástur
og nýir litir á
slippfelagid.is
30 ÁRA Guðmundur ólst upp á
Flúðum en býr í Reykjavík. Hann
er menntaður óperusöngvari og
lærði hjá Kristjáni Jóhannssyni
og Renato Bruson. Guðmundur
er sölustjóri hjá Eco Garden og
gulrótabóndi á Flúðum. Hann
verður með jólatónleika á Flúð-
um 11. desember og verða þetta
fjórðu jólatónleikarnir hans þar.
FJÖLSKYLDA Guðmundur er
trúlofaður Guðnýju Helgu Lárus-
dóttur, f. 1993, hagfræðingi. Börn
þeirra eru Ágúst Elí, f. 2018, og
Helga Lind, f. 2021. Foreldrar
Guðmundar eru Olga Lind Guð-
mundsdóttir, f. 1963, og Eiríkur
Ágústsson, f. 1957, garðyrkju-
bændur á Flúðum.
Guðmundur Karl Eiríksson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Helga Lind Guðmunds-
dóttir fæddist 15. júní 2021 kl. 19.24 á
Landspítalanum. Hún vó 3.734 g og
var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru
Guðmundur Karl Eiríksson og Guðný
Helga Lárusdóttir.
Nýr borgari
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hristu af þér slenið og settu mark-
mið þín og væntingar á blað. Þú fyllist metn-
aði og framkvæmdagleði heima fyrir í dag.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þótt þú eigir auðvelt með að hrífa aðra
er ekki þar með sagt að allir viðhlæjendur
séu vinir. Gættu þess að leyfa ekki öðrum að
ganga um of á rétt þinn.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Stundum kemur að málum þar
sem frekari umræður leiða ekki til neins
árangurs. Gættu þess að skrifa ekki undir
neitt sem gæti komið í bakið á þér seinna.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér er heitt í hamsi og þarft að gæta
þess að það bitni ekki á þeim sem síst
skyldi. Láttu aðstæður ekki leiða þig út í
hluti sem þér eru á móti skapi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Samræður við systkini og nágranna
eru óvenju beinskeyttar og hreinskilnar um
þessar mundir. Gættu þess að halda utan
um þína nánustu eins og þeir gera um þig.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú gætir fengið óvæntar gjafir eða
góss í dag, sennilega fyrir milligöngu vinar.
Láttu ekki undan lönguninni til þess að slá
um þig, þótt sterk sé.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Tilfinningarnar koma upp á yfirborðið
og það er í hæsta máta eðlilegt. Skoðaðu
málin vandlega svo þú hafir allt á hreinu.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Aðrir eru ekki eins spenntir fyr-
ir ferðahugmyndum og námsáætlunum og
þú. Vertu sáttur við sjálfan þig og undirbúðu
þig vel og vandlega.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Viðleitni þín til hagsýni og skipu-
lagningar skilar árangri. Vertu ekki óþarflega
harður við sjálfan þig og mundu að enginn
getur verið fullkominn.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Óvæntar hugmyndir þínar geta
átt eftir að leiða til aukinna tekna. Athugaðu
hvar þú getur orðið öðrum en sjálfum þér að
liði.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Nú eru aðrir reiðubúnir til að
hlusta á mál þitt og gefa því þann gaum sem
það á skilið. Leitaðu ráða með þau mál sem
þú getur ekki leyst sjálfur.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú þarft á öllum þínum sannfæring-
arkrafti að halda til þess að samstarfsmenn
þínir fallist á að fara þá leið sem þú vilt.
Stattu fast á þínu.
tekið þátt í ýmsum hagyrðinga-
mótum.
Þegar Helga er ekki að sinna bú-
störfum eða félagsmálum reynir
þeim alltaf þegar þeir fara í söng-
ferðir, sel diskana og fleira svo að
ég er eiginlega í kórnum.“ Helga er
líka kunnur hagyrðingur og hefur
H
elga Guðný Kristjáns-
dóttir fæddist 17.
nóvember 1961 á
sjúkrahúsinu á Sel-
fossi, en hún var
fyrsti krakkinn þar sem var tekinn
með keisaraskurði. Hún bjó öll
bernsku- og unglingsár í Bakkár-
holti í Ölfusi.
Helga gekk í barna- og gagn-
fræðaskóla í Hveragerði. Hún lauk
námi frá Húsmæðraskóla Reykja-
víkur, er búfræðingur frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri og garð-
plöntufræðingur frá Garðyrkju-
skólanum á Reykjum í Ölfusi.
Helga kynntist eiginmanni sínum
þegar hún var í námi á Hvanneyri
og hann var að vinna þar. Hún
fluttist síðan með honum í heima-
haga hans og eru þau bændur í
Botni í Súgandafirði. „Það var erfitt
að draga hann suður í Ölfus en það
voru líka nýrri hús hérna,“ segir
Helga. Í Botni og Birkihlíð er eins
konar félagsbú, en þau eiga búið á
móti yngsta bróður Bjarnar sem
býr í Birkihlíð. Þetta er blandað bú
með 250 fjár og um 230 nautgripi á
ýmsum aldri, þar af eru um 70
mjólkandi kýr. Þau eru með tvo
mjólkurróbóta og eru einnig með
æðarvarp.
„Við erum með virkjun fyrir
heimilin og búið og aðra 550 kw
rennslisvirkjun sem við eigum í fé-
lagi við nokkra aðra og seljum
Orkubúi Vestfjarða rafmagnið. Við
erum þrjú sem vinnum við búið að
staðaldri. Vinnan er töluverð og
árstíðabundin. Við heyjum yfir
helming af ársforðanum í næstu
fjörðum,“ en þau eiga jörðina
Fremri-Breiðadal í Önundarfirði.
Helga vinnur einnig hlutastarf í
Húsasmiðjunni/Blómavali á Ísafirði.
Helga er virk í félagsmálum en
hún er formaður Rauðakrossdeildar
Súgandafjarðar, og meðal annarra
félaga sem hún er í eru sauma-
klúbburinn Sokkabandið, Rebekku-
stúkan Þórey og kvenfèlagið Ársól.
Hún hefur verið dugleg í kórastarfi
gegnum tíðina og er núna í Kirkju-
kór Suðureyrar. „Svo er ég við-
hengi við Karlakórinn Erni. Karl-
inn minn er í þeim kór og ég fylgi
hún að sinna sem mest fjölskyld-
unni. „Við erum heppin með að
flest barnabörnin eru á Ísafirði.
Það er stutt að skreppa eða fyrir
þau að koma til okkar. Yngri dæt-
urnar búa á Suðurlandinu og þar er
yngsti molinn, en við reynum að
skreppa öðru hverju suður og hitta
fjölskyldurnar þar. Við erum svo
heppin að eiga hörkuduglega og
góða krakka og makar þeirra allra
yndislegir. Best er að hafa gaman
af lífinu og njóta með fjölskyldu og
vinum. Ég vona að heilsan verði
góð og gott að vakna lifandi að
morgni hvað sem öðrum finnst.“
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu er Björn
Birkisson, f. 6.7. 1956, bóndi. For-
eldrar Björns: Hjónin Birkir Frið-
bertsson, f. 10.5. 1936, d. 5.6. 2017,
og Guðrún Fanný Björnsdóttir, f.
16.7. 1936, bændur í Birkihlíð í
Súgandafirði.
Börn Helgu og Bjarnar eru: 1)
Helga Guðný Kristjánsdóttir, bóndi í Botni í Súgandafirði – 60 ára
Ljósmynd/Ágúst Atlason
Fjölskyldan Helga, Björn og börn í túninu heima í Botni. Dæturnar sem búa fyrir sunnan halda utan um Ölfus-
inginn Helgu, en börnin sem búa á Ísafirði halda utan um Súgfirðinginn Björn.
Sunnlendingurinn í Súgandafirði
Heyannir Helga og Björn í heyskap í Breiðadal í Önundarfirði.