Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 Undankeppni EM U21 karla D-RIÐILL: Grikkland – Ísland ................................... 1:0 Liechtenstein – Hvíta-Rússland ............. 0:4 Portúgal – Kýpur ..................................... 6:0 Staðan: Portúgal 5 5 0 0 20:0 15 Grikkland 6 4 2 0 11:1 14 Kýpur 5 2 1 2 12:7 7 Ísland 5 2 1 2 6:4 7 Hvíta-Rússland 6 2 0 4 11:7 6 Liechtenstein 7 0 0 7 0:41 0 Undankeppni HM karla D-RIÐILL: Bosnía – Úkraína...................................... 0:2 Finnland – Frakkland.............................. 0:2 Lokastaðan: Frakkland 18, Úkraína 12, Finnland 11, Bosnía 7, Kasakstan 3. _ Frakkland fer á HM, Úkraína í umspil. E-RIÐILL: Tékkland – Eistland................................. 2:0 Wales – Belgía .......................................... 1:1 Lokastaðan: Belgía 20, Wales 15, Tékkland 14, Eistland 4, Hvíta-Rússland 3. _ Belgía fer á HM, Wales og Tékkland í umspil. G-RIÐILL: Gíbraltar – Lettland................................. 1:3 Svartfjallaland – Tyrkland ...................... 1:2 Holland – Noregur ................................... 2:0 Lokastaðan: Holland 23, Tyrkland 21, Noregur 18, Svartfjallaland 12, Lettland 9. _ Holland fer á HM, Tyrkland í umspil. Suður-Ameríka Bólivía – Úrúgvæ...................................... 3:0 _ Brasilía 34, Argentína 28, Ekvador 20, Síle 16, Kólumbía 16, Úrúgvæ 16, Bólivía 15, Perú 14, Paragvæ 12, Venesúela 7. Brasilía er komin á HM. 4.$--3795.$ Olísdeild karla Stjarnan – FH....................................... 26:33 Staðan: Haukar 8 6 1 1 243:209 13 Valur 7 5 1 1 208:177 11 FH 8 5 1 2 223:200 11 ÍBV 7 5 0 2 211:204 10 Stjarnan 7 5 0 2 215:207 10 Afturelding 8 4 2 2 238:224 10 Fram 7 4 0 3 195:194 8 Selfoss 7 3 0 4 176:175 6 KA 8 3 0 5 219:237 6 Grótta 6 1 1 4 155:165 3 HK 7 0 0 7 175:204 0 Víkingur 8 0 0 8 170:232 0 Grill 66-deild karla Afturelding U – Fjölnir........................ 26:31 Olísdeild kvenna HK – Haukar ........................................ 27:30 Staðan: Valur 7 6 0 1 203:160 12 Fram 7 5 1 1 191:173 11 KA/Þór 7 5 1 1 198:181 11 Haukar 8 4 1 3 220:215 9 HK 8 3 1 4 190:199 7 Stjarnan 7 2 0 5 166:189 4 ÍBV 7 2 0 5 180:183 4 Afturelding 7 0 0 7 149:197 0 Evrópudeild karla B-RIÐILL: Medvedi – Lemgo ................................ 28:30 - Bjarki Már Elísson skoraði 9 mörk fyrir Lemgo. Nantes – GOG ...................................... 27:24 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði tvö skot í marki GOG. _ Benfica 6, GOG 4, Nantes 4, Lemgo 4, Medvedi 0, Cocks 0. C-RIÐILL: Aix – Sävehof ....................................... 25:30 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aix. La Rioja – Magdeburg ........................ 29:29 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson komst ekki í blað. _ Magdeburg 5, Sävehof 4, Nexe 4, La Rioja 3, Gorenje 2, Aix 0. D-RIÐILL: Tatabánya – Kadetten ........................ 31:23 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Nimes 4, Sporting 4, AEK Aþena 4, Eurofarm Pelister 3, Tatabánya 1, Kadet- ten 1. %$.62)0-# 1. deild karla ÍA – Skallagrímur .............................. 58:107 NBA-deildin Chicago – LA Lakers ....................... 121:103 Washington – New Orleans............. 105:100 Minnesota – Phoenix............................ 96:99 Cleveland – Boston............................... 92:98 Detroit – Sacramento....................... 107:129 Atlanta – Orlando ............................. 129:111 New York – Indiana ............................. 92:84 Dallas – Denver ................................ 111:101 Memphis – Houston ......................... 136:102 Oklahoma – Miami ............................. 90:103 Portland – Toronto........................... 118:113 4"5'*2)0-# Kári Arnarsson og Sölvi Atlason skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skautafélag Reykjavíkur, SR, þeg- ar liðið vann stórsigur gegn Fjölni í úrvalsdeild karla í íshokkí, Hertz- deildinni, í Egilshöll í Grafarvogi í gær. Leiknum lauk með 9:1- stórsigri SR en Hilmar Sverrisson lagaði stöðuna fyrir Fjölni í stöð- unni 0:6. SR er með 11 stig í öðru sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö leiki sína en Fjölnir er í neðsta sæt- inu með 3 stig eftir sjö leiki. Skautafélag Akureyrar er í efsta sætinu með 16 stig eftir sex leiki. Stórsigur í Grafarvogi Ljósmynd/Bjarni Helgason/SR ís 2 Kári Arnarsson skoraði tvívegis í stórsigri SR gegn Fjölni í Egilshöll. Hulda Bjarnadóttir verður sjálf- kjörin forseti Golfsambands Ís- lands, GSÍ, þegar Golfþing ársins 2021 fer fram dagana 19. og 20. nóvember á Fosshóteli í Reykjavík. Hulda tekur við embættinu af Hauki Birgissyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Birgir Leifur Hafþórsson, Hansína Þor- kelsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Hörður Geirsson, Jón B. Stef- ánsson, Jón Steindór Árnason, Kar- en Sævarsdóttir, Ólafur Arnarson, Ragnar Baldursson og Viktor Elvar Viktorsson eru sjálfkjörin í stjórn. Sjálfkjörin forseti GSÍ Ljósmynd/Styrmir Kári Forseti Hulda Bjarnadóttir tekur við embættinu um næstu helgi. SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebro í Svíþjóð og íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, átti frá- bært tímabil með sænska liðinu í úr- valsdeildinni þar í landi í ár. Berglind Rós, sem er 26 ára gömul, byrjaði alla 22 leiki Örebro í deildinni á tímabilinu en hún gekk til liðs við sænska félagið frá Fylki í desember á síðasta ári eftir fjögur ár í herbúðum Árbæinga þar sem hún var fyrirliði liðsins lengi vel. Örebro var í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á tímabilinu en liðið hafnaði að endingu í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, fimm stigum minna en Íslend- ingalið Kristianstad, sem endaði í þriðja sætinu og hirti síðasta Meist- aradeildarsætið í Svíþjóð. „Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu á nýliðnu tímabili og þetta gekk betur en ég þorði að vona,“ sagði Berglind Rós í samtali við Morgunblaðið. „Satt best að segja þá átti ég ekki von á því að spila jafn mikið og ég gerði ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég vissi auðvitað ekki alveg hvað ég væri að fara út í enda mitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Ég var bú- in að búa mig undir það að vera í aukahlutverki með liðinu enda var ég iðulega á meðal varamanna á undir- búningstímabilinu. Ég átti þess vegna alveg von á því að hlutverk mitt yrði að koma inn á í leikjunum og hjálpa liðinu þannig. Ég endaði svo á að byrja alla leiki liðsins sem var algjörlega geggjað. Ég spil- aði mest sem miðvörður á leiktíðinni, en ég spilaði líka sem bakvörður og á miðjunni, þannig að maður fékk að prófa hinar ýmsu stöður sem var skemmtilegt líka,“ sagði Berglind. Kærkomið sumarfrí Örebro byrjaði tímabilið vel en var komið í harða fallbaráttu um mitt tímabil. Liðinu tókst hins vegar að snúa genginu við um mitt tímabil, eft- ir sumarfríið í ágúst. „Þetta var mjög sérstakt tímabil í alla staði ef við horfum á úrslitin. Við byrjuðum þetta ágætlega og vorum um miðja deild eftir fyrstu umferð- irnar. Svo kemur ákveðið tímabil hjá okkur, frá því í enda maí og fram í júlí, þar sem bókstaflega ekkert gengur upp hjá okkur. Við vorum ekki að skora nægilega mörg mörk á þessum tíma og það er erfitt að vinna fótboltaleiki þegar mörkin láta á sér standa. Sumarfríið í sænsku deildinni var því kærkomið og það kom líka á góð- um tíma fyrir okkur. Eftir hlé þá fóru hlutirnir aftur að falla með okkur og við komumst á mjög gott skrið þar sem við unnum sex leiki af níu. Við áttum möguleika á því að enda í Meistaradeildarsæti fyrir loka- umferðina, eitthvað sem var fjar- lægur draumur um mitt sumar. Það hefur aðeins komið mér á óvart hversu jöfn sænska deildin er því með sigri í lokaumferðinni þá hefðum við getað endað í þriðja sæt- inu, ef úrslit í öðrum leikjum hefðu verið okkur hagstæð. Í staðinn end- um við í áttunda sætinu, fimm stigum frá sæti í Meistaradeildinni en á sama tíma vorum við líka með nýtt lið þannig séð og það tók smá tíma að púsla þessu saman. Stemningin innan liðsins var hins vegar alltaf mjög góð, þrátt fyrir dap- urt gengi á köflum og við erum allar mjög góðir vinir, leikmennirnir, utan vallar. Við vissum að við gætum snúið þessu við og þegar ég horfi til baka þá held ég að við getum bara verið nokkuð sáttar með tímabilið í heild sinni.“ Vonast eftir góðum fréttum Berglind hefur verið viðloðandi ís- lenska landsliðshópinn síðan Þor- steinn Halldórsson tók við liðinu í janúar á þessu ári en alls á hún að baki fjóra A-landsleiki. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera hluti af landsliðinu þótt ég sé að- eins búin að vera inn og út úr hópnum undanfarið. Samkeppnin er gríðar- lega mikil en ég er þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið og það er undir sjálfri mér komið að nýta þau eins vel og ég get. Steini [Þorsteinn Halldórsson] sér mig meira sem miðjumann en varn- armann og það eru smá viðbrigði að koma inn á miðjuna í landsliðinu þeg- ar ég er að spila sem varnarmaður í Svíþjóð en það er líka bara skemmti- leg áskorun. Mig langar að vera hluti af hópnum sem fer í lokakeppnina á Englandi næsta sumar en til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með mínu félagsliði. Við sjáum hvað setur en markmiðið er að sjálfsögðu að gera sig gildandi með landsliðinu einn daginn.“ Berglind fór meidd af velli í loka- leik tímabilsins í Svíþjóð gegn Vittsjö 6. nóvember í stöðunni 0:2, en leikn- um lauk með 2:8-sigri Vittsjö. „Ég sparkaði í boltann og fann fyr- ir braki í hnénu. Ég gat ekki hlaupið eftir þetta og settist bara niður á völl- inn. Ég fékk verk aftan í hnéð en ég hef þrívegis slitið krossband í hnénu og þetta var ekki sama tilfinning. Ég er þess vegna nokkuð bjartsýn á að það sé í lagi með krossbandið. Sjúkraþjálfararnir hjá Örebro telja að ég sé með rifu í krossbandinu en ég fór í myndatöku í vikunni og bíð bara eftir niðurstöðu úr henni núna. Vonandi fæ ég góðar fréttir í vikunni og get tekið fullan þátt í undirbún- ingstímabilinu með Örebro,“ bætti Berglind við í samtali við Morgun- blaðið. Markmiðið að gera sig gildandi með landsliðinu - Berglind Rós byrjaði alla leiki Örebro í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu Morgunblaðið/Unnur Karen Ísland Berglind Rós lék sinn fjórða A-landsleik á dögunum gegn Kýpur á Laugardalsvelli þegar hún kom inn á sem varamaður hinn 26. október. Margrét Lea Kristinsdóttir náði bestum ár- angri íslensku keppendanna á Norður- Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Cardiff í Wales um nýliðna helgi. Margrét Lea hafnaði í öðru sæti í gólfæfing- um með 12.550 stig en Jónas Ingi Þórisson náði bestum árangri karlamegin, fékk 13.750 fyrir gólfæfingar sínar, sem skilaði honum bronsverðlaunum. Jónas Ingi keppti einnig til úrslita í stökki, þar sem hann hafnaði í 6. sæti, og á svifrá þar sem hann hafnaði í 7. sæti. Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita í hringjum og hafnaði í 4. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson kom inn sem varamaður á svifrá og endaði í 6. sæti. Valgarð Reinhardsson hafnaði í 4. sæti á tvíslá. Þá náðu þær Kristín Sara Jónsdóttir og Hildur Maja Guðmunds- dóttir sínum besta árangri á ferlinum í fjöl- þraut. Karlalandsliðið hafnaði í 5. sæti, rétt á eftir sænska landsliðinu, og konurnar höfnuðu einn- ig í 5. sæti, á eftir danska landsliðinu. Margrét Lea var með bestan árangur kvenna í fjölþraut með 46.550 stig og karlamegin var það Val- garð með 77.100 stig, jafn í 9. sæti við Marcus Stenberg frá Svíþjóð. Margrét Lea nældi í silfur á Norður-Evrópumótinu Ljósmynd/FSÍ 2 Margrét Lea fékk silfur- verðlaun fyrir gólf- æfingar sínar í Cardiff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.