Morgunblaðið - 23.11.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.11.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Fimm alþingismenn eru á faralds- fæti nú í þingsetningarvikunni. Því taka fjórir varamenn sæti á þingi. Þetta má lesa á vef Alþingis. Í dag og á morgun stendur yfir í Brussel í Belgíu fundur þingmanna og ráðherra EFTA. Í fundinum taka þátt alþingismennirnir Bjarkey Ol- sen Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Jón Gunnarsson og auk þeirra Stígur Stefánsson, starfs- maður skrifstofu Alþingis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir al- þingismaður mun svo sitja fundi framkvæmdastjórnar þingmanna- nefndar EFTA dagana 25.-26. nóv- ember sem fram fer í Varsjá í Pól- landi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður mun svo sitja fundi stjórnarnefndar Evrópuráðsþings- ins dagana 25.-26. nóvember í Róm á Ítalíu. Með í för verður Bylgja Árna- dóttir, starfsmaður Alþingis. Loks mun Sigmundur Davíð Gunn- laugsson alþingismaður sitja haust- þings heimssamtaka þjóðþinga (IPU) dagana 26.-30. nóvember í Madrid á Spáni. Með í för verður Arna Gerður Bang, starfsmaður Al- þingis. Sigmundur situr einnig fund tólfplús landahóps IPU. Í dag tekur Kári Gautason sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Bjark- eyju Olsen Gunnarsdóttur. Einnig taka sæti á Alþingi Anna Kolbrún Árnadóttir sem varamaður fyrir Sig- mund Davíð Gunnlaugsson, María Rut Kristinsdóttir sem varamaður fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, og Indriði Ingi Stefánsson sem vara- maður fyrir Þórhildi Sunnu Ævars- dóttur. sisi@mbl.is Varamenn strax kallaðir til á fyrsta þingfundinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Nokkrir nýir þingmenn setjast á þingbekk í fyrsta skipti. - Þingmenn sitja á fundum erlendis Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Alþingi verður sett, samkvæmt for- setabréfi, í 152. sinn í dag að guðs- þjónustu í Dómkirkjunni lokinni. Fimmtíu og tveir dagar eru liðnir frá alþingiskosningunum og hefði Alþingi ekki mátt koma saman miklu seinna, lögum samkvæmt, eða í síð- asta lagi átta vikum eftir kosningar. Dagsins í dag hefur verið beðið með eftirvæntingu, ekki síst vegna þess að greinargerð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, um lög- mæti kjörbréfa þingmanna, verður dreift á vef Alþingis um miðjan dag í dag og mun því niðurstaða nefndar- innar liggja fyrir. Þá er stundin langþráð fyrir þá mörgu nýkjörnu þingmenn sem munu formlega hefja störf sem slík- ir. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningsnefndarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að líklegt sé að sama fólkið og situr í undirbún- ingsnefndinni verði skipað í hina eig- inlegu kjörbréfanefnd, sem tekur við greinargerð undirbúningsnefndar- innar. Það sé þó undir hverjum þing- flokki komið að tilnefna fulltrúa í nefndina. Hann segist þó ekki vita til þess að neinn í undirbúningsnefnd- inni hafi beðist undan því að sitja í kjörbréfanefnd. Þrískiptur þingsetningarfundur Þrítugasta og fjórða og jafnframt síðasta fundi undirbúningsnefndar- innar lauk á níunda tímanum í gær- kvöldi. Birgir segir engan sérstakan létti fylgja því enda vinna kjörbréfa- nefndar fram undan og verkefnið því viðvarandi. Kjörbréfanefnd mun koma saman eftir að hún verður kjörin á þing- setningarfundi á morgun. Verður þingsetningarfundi frestað eftir kjör kjörbréfanefndar. Honum verður þá fram haldið á fimmtudaginn, þar sem umræður um tillögur kjörbréfa- nefndar og atkvæðagreiðsla um þær munu fara fram. Enn verður þingsetningarfundi frestað og fram haldið í næstu viku þegar dregið verður í sæti þing- manna, skipað í nefndir og önnur hlutverk og nýir þingmenn undirrita drengskaparheitin. Morgunblaðið/Eggert Nefndarfundur Létt var yfir Birgi Ármannssyni við upphaf fundar undirbúningsnefndar kjörbréfa í gær. Undirbúningsnefnd hefur lokið störfum - Líklegt að sömu þingmenn muni skipa kjörbréfanefnd Í það minnsta ein tillaga sem kjörbréfanefnd mun fjalla um er staðfesting á öllum útgefnum kjörbréfum þingmanna. Þá mun önnur tillaga vera á þann veg að 47 kjörbréf verði staðfest og kosning í Norðvest- urkjördæmi verði ógilt. Mögulegt er að fram komi fleiri tillögur svo sem að gefin verði út kjörbréf til þeirra þing- manna sem niðurstaða „fyrri talningar“ hefði gert að þing- mönnum og „uppbótarmanna- kapallinn“ gangi þannig til baka. Umræður um tillögurnar og endanleg atkvæðagreiðsla fer fram þegar þingsetningarfundi Alþingis verður fram haldið á fimmtudaginn. Tillögurnar sem um ræðir STAÐFESTING KJÖRBRÉFA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýtt löggjafarþing, 152. þing, verður sett í dag, þriðjudaginn 23. nóv- ember, samkvæmt forsetabréfi um samkomudag Alþingis sem gefið var út þann 18. nóv- ember sl. Þessi fyrsti fundur nýs þings verður óvenju- legur því hann mun standa yfir fram eftir vikunni og mögulega leng- ur vegna óviss- unnar um af- greiðslu kjörbréfa. Ekki verður kosinn nýr þingforseti fyrr en þau mál eru afgreidd. Starfsaldursforseti, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mun stýra þingsetningunni. Yfirleitt gegna starfsaldursforsetar ekki embætti lengur en örfáar klukkustundir eða þar til nýr forseti Alþingis er kjörinn, en í þetta sinn mun þessi tími verða lengri. Spurningin er sú hvort fyrra met frá þingsetningunni í október 1956 verði slegið. Morgunblaðið fékk í gær ábendingu um þennan mögu- leika. Þá gegndi aldursforsetinn Jó- hann Þ. Jósefsson störfum í eina viku því óvenjumiklar umræður urðu um afgreiðslu kjörbréfa í það skiptið. Deilt var um kjörbréf fjögurra uppbótarþingmanna (landskjörinna) Alþýðuflokksins, þeirra Benedikts Gröndal, Gylfa Þ. Gíslasonar, Guð- mundar Í. Guðmundssonar og Péturs Péturssonar. Fyrir kosningarnar lýstu Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur því yfir að þeir myndu efna til kosningabandalags í öllum kjör- dæmum. Þetta bandalag hefur oft verið kallað hræðslubandalagið. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stóðu gegn staðfestingu kjörbréfa fyrrnefndra þingmanna. Í kosninga- lögum væri tiltekið að stjórnmála- flokkur mætti ekki bera fram nema einn landslista við sömu alþingis- kosningar. Því töldu þeir að einungis væri um að ræða framboð eins stjórn- málaflokks þótt flokksheitin væru tvö. Svo fór að lokum að kjörbréfin voru samþykkt. Jóhann Þ. Jósefsson var alþingis- maður Vestmanneyinga lengi eða 1923-1959 og var elstur þingmanna árið 1956, sjötugur að aldri. Þingsetningarathöfnin í dag hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Séra Svavar Alfreð Jóns- son, sóknarprestur í Akureyrar- kirkju, predikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dóm- kirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðar- dóttur. Kári Þormar, organisti Dóm- kirkjunnar, leikur á orgel og Kamm- erkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Örfáir gestir verða viðstaddir Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar að þessu sinni og allir viðstaddir þurfa að fara í hraðpróf áður. Að guðsþjónustu lokinni ganga for- seti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Söng- konur úr Domus vox syngja við þing- setninguna, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Al- þingi, 152. löggjafarþing, og starfs- aldursforseti Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, býður alþing- ismenn og ráðherra velkomna og minnist látins fyrrverandi þingmanns og látins fyrrverandi ráðherra. Þá verður kosin kjörbréfanefnd. Þing- setningarfundi verður síðan frestað. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetn- ingarfundi á sjónvarpsrás og vef Al- þingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV svo og á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Teygst gæti á fundarstjórn aldursforseta - Þorgerður Katrín stýrir fyrsta fundi nýs þings - Árið 1956 tók það Alþingi heila viku að afgreiða kjörbréfin Morgunblaðið/Eggert Þingsetning Að venju verður gengið til Dómkirkju við upphaf athafnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 152. löggjafarþing kemur saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.