Morgunblaðið - 23.11.2021, Side 6

Morgunblaðið - 23.11.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Holdafar rjúpna, bæði fullorðinna fugla og ungra fugla, var í haust með því besta sem mælst hefur frá upp- hafi mælinga 2006 og mun betra en í fyrra. Holdafar fullorðinna fugla var með besta móti og það besta hjá ungum fuglum. Þetta sýna mælingar á fuglum sem veiddir voru á Norð- austurlandi í fyrri hluta nóvember. Ferlarnir fyrir holdastuðul stefna nú upp á við. Náttúrufræðistofnun Ís- lands greindi frá þessu í gær. „Fylgst hefur verið með holdafari rjúpna síðan 2006. Eitt af því sem komið hefur í ljós er að mikill munur er á holdafari rjúpna eftir árum; ungfuglar eru að jafnaði í lakari holdum en fullorðnir fuglar en breytingar á milli ára eru þær sömu hjá báðum aldurshópum. Þessi mælikvarði á „hreysti“ rjúpunnar endurspeglar eitthvað sem fuglarnir hafa reynt í lífi sínu mánuðina á und- an, það er yfir sumar og haust,“ seg- ir í fréttinni. Fengu fugla hjá veiðimönnum Náttúrufræðistofnun rannsakaði 207 fugla sem voru veiddir dagana 1.-14. nóvember. Fuglarnir voru fengnir að láni hjá veiðimönnum. Tölfræðigreining var gerð á öllu gagnasafninu frá 2006 til 2021. Nið- urstöðurnar sýna marktækan mun á holdastuðli á milli ára og á milli ald- urshópa. Í ljós kom að almennu reglurnar um að ungar væru í lakari holdum en fullorðnir fuglar og að ekki væri munur á holdafari eftir kynjum voru ekki algildar. „Sum ár var ekki mun- ur á holdafari eftir aldri og eins var sum ár munur á holdafari eftir kyni. Einnig var samvirkni á milli kyns og aldurs marktæk og þá þannig að ald- urshrif voru meiri fyrir kvenfugla en karlfugla.“ Þá kom í ljós að breytingar á holdastuðli eftir aldri fugla á ár- unum 2006 til 2021 héldust mjög vel í hendur á milli ára. Helsta frávikið var 2018 þegar fullorðnir fuglar skoruðu mjög lágt. gudni@mbl.is Rjúpan er í góðum holdum Morgunblaðið/Ingó Rjúpur Holdafar nýveiddra rjúpna hefur verið kannað árlega allt frá árinu 2006. Hér sést Ljósavíkur-Coco sækja rjúpu á veiðislóð. - Holdafarið með því besta sem hefur mælst Margir einstaklingar þurfa að bíða lengi eftir skurðaðgerðum í heil- brigðiskerfinu og umfram viðmið embættis landlæknis, sem gerir ráð fyrir að 80% sjúklinga komist í að- gerð innan 90 daga. Þetta kemur fram á nýju yfirliti landlæknis um bið eftir skurðaðgerðum í 18 aðgerða- flokkum í september sl. Í ljós kemur að einungis í fjórum aðgerðaflokkum er bið eftir aðgerð styttri en þrír mánuðir. Bið eftir aðgerðum er um- fram viðmið landlæknis í 14 flokkum og hefur hlutfall fólks á biðlista sem hefur þurft að bíða lengur en í þrjá mánuði farið hækkandi. Í byrjun þessa árs biðu 1.758 sjúk- lingar eftir skurðaðgerð á augasteini og þá höfðu 53% beðið lengur en í 90 daga eftir aðgerð. Hinn 1. september sl. hafði enn fjölgað á biðlistanum. Þá biðu 2.145 eftir augasteinsaðgerðum og var hlutfall þeirra sem höfðu beðið lengur en í þrjá mánuði komið upp í 66%. Alls voru gerðar 3.549 skurð- aðgerðir á augasteini frá 1. sept. í fyrra til 31. ágúst á þessu ári, þar af 1.632 á Landspítala og 1.054 hjá Sjónlagi. Fram kemur að 91% þeirra sem bíða eftir brennsluaðgerð á hjarta hafði beðið lengur en í þrjá mánuði og það átti við um 92% þeirra sem biðu eftir aðgerðum vegna vélindabak- flæðis og þindarslits og 81% þeirra sem biðu eftir gerviliðaaðgerð á hné. Embættið kallaði eftir skýringum frá Landspítalanum vegna stöðunnar á biðlistum eftir augasteinsaðgerðum en augndeild spítalans hefur óskað eftir viðbótarfjármagni frá heilbrigð- isráðuneytinu til þess að geta fram- kvæmt augsteinsaðgerðir umfram þær 1.300 sem lagt var upp með að framkvæma á árinu. Einnig kemur fram að samningur LaserSjónar við Sjúkratryggingar Íslands rann út á árinu, sem varð til þess að beiðnum fjölgaði á Landspítalanum. Nýr þjón- ustuaðili hóf störf í byrjun október sem talið er að muni fækka beiðnum til Landspítalans. Stór hluti þeirra sem bíða eftir að- gerð á augasteini hefur beðið lengur en í hálft ár eða 774 skv. yfirlitinu og 95 lengur en í heilt ár. 315 biðu eftir brennsluaðgerð á hjarta í september sl. en þeir voru 289 í janúar sl. 579 biðu eftir liðskiptaaðgerðum á mjöðm en voru 517 í janúar sl. omfr@mbl.is Fjölgar á biðlistum og biðin lengist - Fjölgað hefur á biðlista eftir augasteinsaðgerðum og fleiri þurfa að bíða lengur en þrjá mánuði eftir skurðaðgerð - Biðtími eftir skurðaðgerðum er umfram viðmið landlæknis í flestum aðgerðaflokkum Staða biðlista eftir völdum skurðaðgerðum Hlutfall þeirra sem voru á biðlista eftir aðgerð þann 1. september 2021 og höfðu beðið lengur en í þrjá mánuði 80% 60% 40% 20% 0% H ei m ild :E m b æ tt il an d læ kn is Kransæða- aðgerðir Hjarta- og/eða kransæða- myndataka og -víkkanir Aðgerðir á hjartalokum Brottnám legs Brottnám hvekks um þvagrás Aðgerðir á grindarhols- líffærum kvenna Aðgerðir til brjósta- minnkunar Gerviliða- aðgerðir á hné Brennslu- aðgerðir á hjarta Úrnám hluta brjósts Aðgerðir á blöðruhálskirtli Brjóstnám Gallsteina- aðgerðir eða steinbrjótsmeðf. Skurðaðgerðir á augasteinum Gerviliða- aðgerðir á mjöðm Endurgerð brjósts (brjósta- uppbygging) Skurðaðgerðir á maga vegna offitu Aðgerðir v/vél- indabakflæðis og þindarslits 2.145 á biðlista 1. sept. sl. 1.179 einstaklingar á biðlista 1. sept. sl. 551 á biðlista 1. sept. sl. Viðmið embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma kveður á um að 80% sjúklinga komist í aðgerð innan 90 daga Viðmið uppfyllt Viðmið ekki uppfyllt 0% 4% 9% 18% 50% 54% 63% 63% 65% 66% 72% 73% 74% 81% 81% 83% 91% 92% „Verkalýðshreyfingin hefur undan- farin ár verið óvægin í málflutningi sínum gagnvart atvinnurekendum og þá ekki hvað síst ferðaþjónustu- fyrirtækjum. Talsmenn hennar hafa margsinnis haldið því fram opinberlega að vinnumarkaðs- brot séu algeng í greininni.“ Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, for- maður Samtaka ferðaþjónustunn- ar, þegar borin eru undir hana þau ummæli Agn- iezku Ewu Ziól- kowsku, for- manns Eflingar, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að mikið sé um launaþjófnað og að svindlað sé á starfsfólki í fyrirtækj- um. „Við hjá SAF höfum brugðist við því með því að kalla eftir tölfræði frá t.d. ASÍ og Eflingu yfir meintan fjölda brota, hvers eðlis þau eru, hversu mörg fyrirtæki standa að baki þeim og hvernig þeim lyktaði. Við því hefur ekki verið brugðist – sem gefur til kynna að ekki sé mikið kjöt á beinum þessara ásakana,“ segir Bjarnheiður í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Örfá undantekningartilfelli Hún segir að þegar upp komi ágreiningur um túlkun kjarasamn- inga, þá skilgreini verkalýðshreyf- ingin hann umsvifalaust sem brot „og oftar en ekki „launaþjófnað“ og gefur þar með til kynna að ásetn- ingur atvinnurekenda liggi þar að baki. Reynsla okkar sýnir hins vegar að það á einungis við í örfáum undan- tekningartilfellum og ekki oftar í ferðaþjónustu en í öðrum atvinnu- greinum,“ segir hún. „Við höfum ekki fengið mörg mál af þessu tagi beint inn til okkar – enda er ágreiningur um túlkun kjarasamninga oftast leystur á milli atvinnurekanda og launþega – þó að stundum þurfi vissulega að kalla til sérfræðinga til að túlka kjarasamn- ingana,“ segir Bjarnheiður og bætir við að sér finnist „það ansi gróft og ófaglegt hjá nýkjörnum formanni Eflingar að saka nafngreint fyrir- tæki opinberlega um alvarlegt brot á vinnumarkaði“. omfr@mbl.is Ekki mikið kjöt á beinum ásakana - Segir vinnumarkaðsbrot ekki algeng Bjarnheiður Hallsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.