Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Hljóðmagnarar
Hljóðmagnari hentar vel þeim sem
þurfa að heyra betur og er einfaldur í
notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með
margmiðlunarstreymi tengist hann
þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki.
Vekjaraklukka
fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa
Að vakna á réttum tíma hefur aldrei
verið auðveldara.
Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi
svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig.
Verð frá
kr. 19.800
Verð frá
kr. 58.800
Þessar vörur ásamt öllum helstu
rekstrarvörum og aukahlutum fyrir
heyrnartæki fást í vefverslun
heyrn.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Jarðskjálftavirkni á Reykjanes-
skaga er að færast í eðlilegt horf,
að mati Páls Einarssonar jarðeðlis-
fræðings. Undanfarið hafa fleka-
skilin sem liggja eftir skaganum
endilöngum teiknast greinilega upp
á jarðskjálftakortum.
„Venjulega eru smáskjálftar víða
á Reykjanesskaga. Það er áberandi
gat í skjálftavirkninni sem tengist
Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum.
Því fylgir opin viðvörun um stóran
skjálfta en það er orðið nokkuð
langt síðan þar losnaði síðast um
spennu á flekaskilunum,“ segir Páll.
Tíðir skjálftar hafa verið við
Reykjanestá og norðaustur af
henni. Á laugardag varð skjálfti að
stærð 3,5 stig 7,4 km norðnorð-
austur af Reykjanestá. Að öllum
líkindum valda flekahreyfingar
þessum jarðskjálftum, að mati Páls.
„Það voru grunsemdir um það fyrir
um tveimur árum að þarna hefði
orðið kvikuinnskot. Það er þó ekk-
ert sem bendir til að þessi hrina
stafi af kvikuinnskoti,“ segir Páll.
Talsverð skjálftavirkni hefur
einnig verið 4-5 km suðvestur af
Þrengslum. Páll segir jarðskjálfta-
hrinur vel þekktar á þeim slóðum.
Mögulega geti þar verið kviku-
hreyfingar en þó er ekkert sérstakt
sem bendir til þess að svo sé.
Land aftur farið að rísa
Minnkandi skjálftavirkni er á
gossvæðinu og í næsta nágrenni
Fagradalsfjalls. Veðurstofan
greindi frá því 17. nóvember að
land hefði sigið umhverfis eldstöðv-
arnar samfara eldgosinu, líklega
vegna kvikustreymis. Draga fór úr
siginu í lok ágúst samkvæmt GPS-
mælum og upp úr miðjum sept-
ember var það farið að snúast í
landris. Það er mjög lítið eða aðeins
um tveir sentimetrar þar sem það
er mest.
Gervitunglagögn sýna að land-
risið nær norður af Keili og suður
fyrir gosstöðvarnar. Líkanareikn-
ingar benda til þess að upptök
landrissins séu á miklu dýpi og er
kvikusöfnun talin líklegasta skýr-
ingin.
Veðurstofan segir að ekki sé ólík-
legt að öflug jarðskjálftahrina sem
hófst í lok september við suðurenda
Keilis hafi tengst landrisinu. Ekki
sást aflögun á yfirborði í tengslum
við hrinuna sem væri merki um að
kvika hefði færst nær yfirborðinu.
Veðurstofan segir ekki óalgengt
að kvikusöfnun eigi sér stað undir
eldstöðvakerfum í kjölfar eldgosa.
Landrisið sem mælist nú þurfi því
ekki að vera vísbending um að
kvika leiti til yfirborðs á næstunni.
Hugsanlega sé um að ræða at-
burðarás sem tekur ár eða áratugi.
Erfitt að afskrifa gosið strax
Enn sést í glóð í nýja hrauninu
við Fagradalsfjall. „Það er örugg-
lega glóð þarna ennþá,“ segir Páll.
„Það var glóð og mikill hiti í
Heimaeyjarhrauninu í 10-15 ár.“
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í
eldfjallafræði við HÍ, segir að fyrir
síðustu helgi hafi víða sést í glóð í
hrauninu og afgösun verið í gígnum
og víðar. „Mér finnst ýmislegt
benda til þess að einhver kvika sé
enn að leka þarna inn,“ segir Þor-
valdur, sem telur að til að viðhalda
glóð svo nærri yfirborði að hún sjá-
ist þurfi ný kvika að berast að í ein-
hverjum mæli. Þorvaldur nefndi að
á myndum úr sumum vefmyndavéla
almannavarna (almannavarnir.is)
sæjust bjartir blettir að næturlagi í
hrauninu neðan við gíginn.
„Það er enn að koma gas í hrin-
um upp úr gígnum og hrauninu.
Sama kvikan afgasast ekki enda-
laust. Stöðug gaslosun þýðir að
kvika er að komast nógu nálægt
yfirborðinu til að afgasast og við-
halda hitanum,“ segir Þorvaldur.
Hann bætir við að ef eitthvað
þrengi að gosrásinni svo einungis
lítið eitt af kviku komist upp geti
tekið langan tíma að byggja upp
nægan þrýsting til að ryðja fyrir-
stöðunni í burt. Þorvaldur tekur
dæmi af eldgosinu í Maunaulu á
Havaí (1969-1974) sem stoppaði í
fjóran og hálfan mánuð og hófst svo
aftur á ný úr sama gíg. Þeirri eld-
stöð svipar mikið til Fagradals-
fjalls. „Það er erfitt að afskrifa gos-
ið í Geldingadölum strax þótt
tilfinningin segi að líklega sé þetta
búið,“ segir Þorvaldur.
Jarðskjálftavirkni í eðlilegt horf
- Smáskjálftar algengir á Reykjanesskaga - Eyða í skjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum
- Langt síðan þar losnaði um spennu - Enn glittir í glóð í nýja hrauninu og talsverð afgösun
Morgunblaðið/Eggert
Geldingadalir Enn glittir í glóð næst gígnum. Ekki hefur sést hraunrennsli á borð við þetta síðan 18. september.
Reykja-
nestá Grindavík
Reykjavík
Brenni-
steinsfjöll
Þrengsli
Bláfjöll
Fagradalsfjall
Skjálftavirkni
á Reykjanesskaga
Heimild: skjalftalisa.vedur.is
Keflavík
Aldur skjálfta
(dagar)
1.-21. nóvember 2021
Þorvaldur
Þórðarson
Páll
Einarsson
Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur
safnað 35 milljónum króna til að
fjármagna nýjan snjótroðara til að
troða brautir fyrir göngufólk og
gönguskíðafólk í Kjarnaskógi. Snjó-
troðari af gerðinni PistenBully 100
hefur verið pantaður frá Þýskalandi
og von er á tækinu fyrir vetrarlok.
Þegar söfnun fyrir nýjum snjó-
troðara var hrundið af stað á síðast-
liðnu vori var ákveðið að hún skyldi
standa til 22. febrúar á næsta ári
(22.02. 2022). Staðið verður við þessa
lokadagsetningu, jafnvel þótt 35
milljóna markmiðinu sé þegar náð.
Söfnunarfé umfram kostnað við
kaup á snjótroðaranum verður notað
til að koma þaki yfir nýja tækið,
þjálfa starfsmenn við notkun þess,
kaupa nauðsynlega varahluti og
verkfæri og þess háttar.
„Skógræktarfélag Eyfirðinga
stendur í mikilli þakkarskuld við alla
sem hafa aðstoðað við þetta mikil-
væga lýðheilsuverkefni,“ segir með-
al annars á heimasíðu félagsins.
Ljósmynd/Pisten Bully
Nýr troðari Kjarnaskógur er vinsæll til útivistar allan ársins hring.
Nýr snjótroðari á
leiðinni í Kjarnaskóg
- Söfnuðu 35 milljónum króna