Morgunblaðið - 23.11.2021, Side 11

Morgunblaðið - 23.11.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í byrjun næsta árs verður belti brugðið á búk um 160 styrja og þær hífðar upp úr körum hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Ferðinni þaðan er heitið til Ólafsfjarðar þar sem Hið Norðlenzka Styrjufjelag hyggst hefja eldi á styrjum. Fyrstu styrjurnar eiga að hrygna strax næsta vor og góður markaður er sagður fyrir styrjuhrogn eða kavíar. Um átta ár eru liðin frá því að Stolt Sea Farm hóf tilraunaeldi á styrjum á Reykjanesi og var meðalþyngd fiskanna í haust um 65 kíló. Megin- áherslan hjá Stolt Farm hefur verið á eldi senegalflúru og fyrirtækið er nú að hefja eldi á gullinrafa, þannig að styrjurnar þurfa að víkja. Styrjufjelagið hefur fengið leyfi frá háskólanum í Bremerhaven til að nota einkaleyfi hans til að strjúka hrogn og svil úr fiskinum með ákveðnum hætti, að sögn Ásgeirs Loga Ásgeirssonar, stjórnarmanns í félaginu. Styrjurnar eiga að geta gef- ið hrogn annað hvert ár. Hrognin eru um 10% af þyngd hrygnunnar, þann- ig að úr hverri styrju geta komið frá sex og upp í tæp 20 kíló af hrognum. Við vistaskiptin verða styrjurnar vigtaðar, örmerktar og greindar. Ás- geir Logi bendir á að eins og í sauð- fjárrækt vilji bændur fleiri gimbrar en hrúta. Átta styrjur í hverri ferð Styrjurnar verða fluttar í súrefnis- tönkum á flutningabifreiðum norður eftir áramót, allt að átta í hverri ferð. Verið er að koma upp aðstöðu í gömlu saltfiskhúsi og unnið hörðum höndum að því að gera aðstöðuna fullnægj- andi. Kórónufaraldurinn hefur aðeins hægt á því að nauðsynlegur búnaður berist til landsins, en Ásgeir á von á að hann verði kominn upp á næstu vikum. Sömuleiðis hefur verið unnið að því að afla tilskilinna leyfa, m.a. hjá sveitarfélaginu og Matvælastofnun. Nóg er af heitu og köldu vatni í Ólafsfirði, en styrjurnar verða aldar við 12-14 gráðu hita. Fyrst í stað er miðað við að hrogn verði fryst í kílóa- pakkningum og seld til frekari vinnslu. Þannig fáist 160-170 þúsund krónur fyrir hvert kíló. Ásgeir segir að í framtíðinni verði vonandi hægt að fullvinna hrognin og pakka í smærri og verðmætari einingar. Aðgangur fyrir ferðamenn Ekki liggur fyrir hversu mörg framtíðarstörf eldið skapar, en hrognavinnslan er mannaflsfrek. Sömu sögu er að segja um seiðaeldi, en ráðgert er að fá nýja kynslóð til hrygningar eftir 7-8 ár og árlega eftir það. Þá er í bígerð að í gamla saltfisk- húsinu verði aðstaðan þannig að ferðamenn geti fylgst með styrjunum í körum sínum. 28 aðilar, fyrirtæki og einstakl- ingar, standa að Framfarafélagi Ólafsfjarðar og er Styrjufjelagið af- sprengi þess. Eigendur síðarnefnda félagsins eru Framfarafélagið og fé- lag í eigu Eyþórs Eyjólfssonar, sem starfar nú í Japan. Hann kom að inn- flutningi styrjanna hjá Stolt Sea Farm á sínum tíma. Styrjur Eldið á Reykjanesi hefur gengið vel síðustu ár og í vor er reiknað með að þær fyrstu hrygni. Vinna verðmæt hrogn í styrjueldi á Ólafsfirði - Styrjufjelagið kaupir stofninn af Stolt Sea Farm Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ísafjarðarbær áformar að ógilda lóðarleigusamning sem gerður var við eiganda viðbyggingar við gömlu fiskvinnsluhúsin á Hafnarbakka 5 á Flateyri vegna mistaka við frágang samningsins á sínum tíma. Samn- ingurinn er þannig orðaður að hann er talinn geta átt við lóðirnar undir allri húsaþyrpingunni sem sannar- lega er að mestu leyti í eigu Arctic Fish. Athygli beinist að þessum málum vegna áhuga Arctic Fish og Arnar- lax á að byggja nýtt laxasláturhús fyrir Vestfirði á Flateyri. Ef sá stað- ur yrði fyrir valinu myndi þurfa að rífa öll hús Arctic Fish og einnig um- rædda viðbyggingu sem nú er komin í eigu ÍS 47 ehf. Það fyrirtæki hefur lýst andstöðu við uppbygginguna, telur að hagsmunum sínum við upp- byggingu sjóeldis og aðra starfsemi sé ógnað með þeim áformum. „Augljós mistök“ Bæjarstjórn Ísafjarðar varð seint á síðasta ári við ósk Orkuvers ehf., skráðs eiganda viðbyggingarinnar við Hafnarbakka 5, um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fulltrúar Orkuvers og Ísafjarðarbæjar skrif- uðu undir en þinglýsingu var hafnað í upphafi þar sem undirskrift þriðja rétthafans, Arctic Fish, vantaði. Úr því var bætt og samningnum þing- lýst í febrúar sl. Núna þegar deilur hafa risið um uppbyggingu laxasláturhúss og mál- ið er skoðað kemur í ljós að skilja má texta lóðarleigusamningsins þannig að hann eigi við alla lóðina, ekki aðeins lóð undir viðbygginguna eins og til stóð. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að þetta séu augljós mistök. Reynt hafi verið að fá fyrri og núverandi eigendur til viðræðna um að leið- rétta þetta en það hafi ekki tekist. Finna að málsmeðferð Til stendur að leggja tillögu fyrir bæjarstjórn um að ákvörðun hennar um að heimila útgáfu lóðarleigu- samnings verði afturkölluð. Í fram- haldinu yrði lóðinni úthlutað á ný, á „réttum“ forsendum. Lögmaður ÍS 47 ehf. mótmælir þessum áformum í andmælum til bæjarins, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Fundið er að málsmeðferð bæjarins, meðal annars að meðal- hófs sé ekki gætt við afturköllun á lóðarleigusamningnum. Ef vilji er hjá ÍS 47 ehf. að koma í veg fyrir byggingu laxasláturhúss á Flateyri, eins og lýst hefur verið yfir í erindum til bæjarstjórnar, getur fyrirtækið kært afturköllun lóðar- leigusamningsins á öllum stigum þannig að málið dragist í mánuði eða ár. Það gæti dugað til að koma í veg fyrir uppbygginguna. Reynt að leið- rétta mistök við lóðarleigu - Leigðu eiganda viðbyggingar lóð sem hús Arctic Fish á Flateyri standa á Ljósmynd/Ingvar Jakobsson Flateyri Arctic Fish á hús við höfn- ina sem aðrir hafa leigusamning um. PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Ný Kristrún RE 177 kom til Reykjavíkur í gær, en hún leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa, segir að nýja skipið sé stærra, öflugra og betur búið en það gamla, sem hefur verið sett á sölu. Allur afli verður frystur um borð. Síðustu þrjú ár hefur Kristrún verið á grálúðunetum fyrir norðan land þar sem aðstæður eru oft erfiðar. Nýja skipið fer einnig á grálúðu þegar nauðsynlegar breytingar hafa verið gerðar á því, trúlega ekki fyrr en í febrúar. Norskir eigendur skipsins gerðu það út á tannfiskveiðar í Suðurhöfum og meðal breytinga er að setja búnað til línuveiða í land og búa það til netaveiða. Skipin voru bæði smíðuð í Noregi, það eldra 1988 og nýja skipið 2001. Það er tæplega 50 metrar á lengd og 11 metrar á breidd. Nýja skipið var afhent á Kanarí- eyjum og þannig sparaðist hátt í 30 daga sigling frá Úrúgvæ, þaðan sem skipið var gert út. Skipstjórar eru Helgi Torfason og Pétur Karlsson. aij@mbl.is Ný Kristrún til heimahafnar Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Fiskkaup Nýja Kristrún RE 177 fánum prýdd við Grandabryggju í gær. Skipið hét áður Argos Froyanes. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.