Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 12
Kleif Farm Náttúruleg, hrá efni og mjúkir litir setja hlýjan blæ á húsið.
BAKSVIÐ
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Í stórbrotnum fjallasal í Eilífsdal í
Kjós, þar sem áður stóð hús sem
hýsti varphænur í búrum, stendur
nú lúxusvillan Kleif Farm. Hjónin
Erla Aðalsteinsdóttir og Ólafur Þór
Júlíusson eru eig-
endur Kleif Farm
og sjá þau alfarið
um reksturinn en
jörðin sem húsið
stendur á er
skráð í eigu for-
eldra Erlu sem
eru bændur á
bænum.
Ásmundur
Hrafn Sturluson
og Steinþór Kári Kárason, arkitekt-
ar hjá Kurt og Pí, leiddu hönnun á
endurgerð hússins en Erla og Ólafur
sáu um stíliseringu innanhúss að
mestu sjálf.
Fyrirséð að notkun
hússins myndi breytast
Erla er líffræðingur að mennt en
eftir útskrift starfaði hún lengst af
hjá lyfjafyrirtækinu Actavis, eða í
um tvo áratugi. Hún hafði svo verið
að hugsa sér til hreyfings í starfi á
svipuðum tíma og dýraverndar-
lögum var breytt og bann var lagt
við búrhaldi á varphænum. Þá var
fyrirséð að notkun hússins myndi
breytast.
„Við ákváðum að þetta væri kjörið
tækifæri fyrir mig til að skipta um
starfsvettvang og hefja uppbygg-
ingu á landinu með það í huga að
geta eytt meiri tíma þar í framtíð-
inni,“ segir hún í samtali við blaða-
mann.
Vildu halda í sögu hússins
Erla og Ólafur réðust í uppbygg-
ingu á húsinu árið 2017. Verkið tók
tvö ár og fór mikil vinna í að strípa
og þrífa húsnæðið, að sögn Erlu.
„Það kemur alltaf í bakið á manni
hvað það er mikil vinna að endur-
byggja gamalt hús. Það hefði verið
einfaldara að rífa húsið alveg niður
og byggja nýtt en við vildum það
aldrei. Við vorum svo ákveðin í að
endurbyggja húsið frekar og halda
þannig í sögu þess. Þótt það sé alveg
galið þá held ég að við myndum allt-
af gera það þannig ef við ættum að
gera þetta aftur.“
Öll fjölskyldan hafi þó lagt hönd á
plóg og var útkoman glæsileg fimm
herbergja lúxusvilla, með gistiplássi
fyrir 10 manns, sérbaðherbergi inn
af hverju herbergi, rúmgóðri setu-
og borðstofu, heitum potti og tveim-
ur eldhúsum. Húsið leigja þau svo
aðallega út til efnameiri hópa er-
lendra ferðamanna, að sögn Erlu.
„Við byggðum þetta með það í
huga. Við vissum að það væri heil-
mikið af gistingu í boði á þessu
svæði í kringum Reykjavík en við
vildum hafa aðgreiningu og sáum að
við myndum helst ná henni með því
að hafa meiri lúxus.“
Ólafur, eiginmaður Erlu, er bygg-
ingatæknifræðingur, fjallaleið-
sögumaður og einn forsvarsmanna
3H Travel, fyrirtækis sem býður
upp á skipulagðar ferðir ofan í Þrí-
hnúkagíg, gamla eldstöð sem gaus
fyrir um fjögur þúsund árum. Fjöldi
efnameiri hópa sækir í ferðirnar í
Þríhnúkagíg og þar hafi þau hjónin
séð tækifæri í hendi sér.
„Þarna sáum við smá glufu í
markaðnum, að við gætum verið
með hús sem hentar fyrir hópa af
þessu tagi. Út frá því ákváðum við
t.d. að vera með baðherbergi inn af
öllum herbergjum, nokkuð sem
Bandaríkjamenn hafa verið sér-
staklega ánægðir með, þar sem þeir
vilja gjarnan meira næði. Svo
ákváðum við að vera með þetta
aukaeldhús sem er þá ætlað fyrir
einkakokk eða þegar við sjáum um
að elda fyrir hópana. Eldamennsku
fylgir oft mikið bras og þá er svo
notalegt fyrir gestina að geta setið í
næði í borðstofunni á meðan það er
eldað á bak við,“ segir Erla.
Innt eftir því segir hún erfitt að
skilgreina hvers konar gistingu er
um að ræða þar sem hvorki er um
hótel né hefðbundið gistiheimili að
ræða.
„Það er eiginlega ekki til flokkur
fyrir þetta inni á ferðaþjónustusíð-
unum því þetta er bara hús. Það er
alltaf leigt út í heilu lagi til fjöl-
skyldna eða vinahópa. Það kemur
enginn hingað og leigir bara eitt
herbergi.“
Þá sé misjafnt hversu mikil þjón-
usta fylgi leigunni á húsinu. Þau
hjón standi þó gjarnan vaktina sem
gestgjafar og geri alltaf sitt besta til
að gera dvöl gestanna sem ánægju-
legasta.
„Það fer bara eftir því hvað hóp-
arnir vilja. Sumir hópar eru að koma
hingað í gegnum íslenskar lúxus-
ferðaskrifstofur og þá er oft mikil
þjónusta innifalin. Við vinnum þá
hér sem gestgjafar og oftar en ekki
er einkakokkar. Svo fáum við líka al-
veg hópa sem taka allt húsið á leigu,
með engri aukaþjónustu. Þannig að
þetta er mjög breiður skali. Stund-
um erum við líka að skipuleggja ein-
hverja afþreyingu fyrir gestina, ef
fólk vill fara í fjallgöngu eða í hjóla-
ferð, þá reddum við því.“
Endurhugsuðu reksturinn
Fyrst um sinn hafi þau hjónin
ekki verið með húsið mjög sýnilegt
en nú eru þau að fikra sig áfram í
markaðssetningu, segir Erla, innt
eftir því.
„Við byrjuðum bara hægt og ró-
lega um mitt ár 2019 og markaðs-
settum okkur eingöngu beint til ís-
lenskra ferðaskrifstofa sem
þjónusta mest svokallaða fágætis-
ferðamenn. Svo skall kórónuveiru-
faraldurinn á og þá fór allt nánast í
dvala.
Það kom sér vel hvað yfirbygg-
ingin er lítil. Ég er eini starfsmað-
urinn svo við gátum svolítið bara
pakkað okkur saman. Auðvitað var
þetta ekkert skemmtilegt en við not-
uðum tímann til að endurhugsa
reksturinn og fara svo aftur af stað
seinna, betur undirbúin og með
skýrari sýn.“
Í vor hafi þau svo ákveðið að vera
aðeins sýnilegri og skráðu húsið á
leiguvefinn Airbnb.
„Það hefur verið mjög farsælt.
Þeir sem bóka húsið á Airbnb fá þó
allt aðra þjónustu en þeir sem bóka í
gegnum lúxusferðaskrifstofurnar.“
Eftirspurn eftir gistingu í Kleif
hafi svo farið að aukast að nýju frá
og með síðastliðnu vori, eftir að opn-
að var fyrir ferðalög frá Bandaríkj-
unum til Íslands, að sögn Erlu.
„Eftirspurnin jókst mikið þarna í
apríl, maí og hafa langflestir gesta
okkar í ár verið frá Bandaríkjunum.
Flestir þeirra hafa dvalið í húsinu í
þrjár til fimm nætur í senn. Svo höf-
um við líka leigt húsið út fyrir ljós-
mynda- og kvikmyndaverkefni.“
Taka gamla hlöðu í gegn
Þá hafi þau einnig verið spurð
hvort hægt sé að leigja húsið undir
minni brúðkaupsveislur. Engar
brúðkaupsveislur hafi þó verið
haldnar í húsinu ennþá en það gæti
breyst í náinni framtíð, að sögn
Erlu.
„Partur af framtíðaruppbygging-
unni hér er að taka í gegn gamla
hlöðu sem er hérna fyrir neðan hús-
ið. Þar sáum við fyrir okkur að hafa
afþreyingu fyrir gestina eins og bar,
billjard, klifurvegg og líkamsrækt.
Þannig aukum við gæðin og þjón-
ustuna við okkar gesti og aukum
jafnframt líkurnar á lengri dvöl. Þar
sáum við líka fyrir okkur að geta
boðið fólki upp á að halda litlar veisl-
ur eins og minni brúðkaup. Sá
möguleiki mun opnast þegar þeirri
uppbyggingu lýkur.“
Ferðamenn alveg undrandi
Hafandi alist upp í Eilífsdal segir
Erla auðvelt að taka náttúrufegurð-
inni í kringum Kleif Farm sem sjálf-
sögðum hlut. Viðbrögð ferðamanna
sem þangað komi minni hana þó
reglulega á hve einstök íslensk nátt-
úra er í raun og veru.
„Það er mjög sérstakt fyrir út-
lendinga að koma á svona stað þar
sem víðáttan og tengslin við náttúr-
una eru svona mikil, sérstaklega fyr-
ir þá sem búa í stórborgum. Við er-
um gjarnan spurð hve mikið land við
eigum hérna og þegar við bendum
inn í dalinn og upp í fjöllin verður
fólk alveg undrandi. Hér er svo mik-
ið næði sem er svo ótrúlega dýr-
mætt. Fólki finnst alveg magnað að
geta gengið hérna um allt án þess að
neinn sé að skipta sér af því. Eina
sem við þurfum að segja fólki er að
passa sig á rafmagnsgirðingunum
hérna í kring.“
Þakklát Kjósarhreppnum
Þá segir hún þau hjón afar þakk-
lát fyrir það hve vel Kjósarhreppur
tók í hugmynd þeirra um uppbygg-
ingu á húsinu á sínum tíma. Án
framsýni hreppsins hefði Kleif
Farm aldrei orðið veruleika.
„Við erum mjög ánægð með sveit-
arfélagið og framtíðarsýn þess. Hún
var svolítið forsendan fyrir því að við
gætum gert þetta. Það að Kjósar-
hreppur hafi lagt hitaveitu og ljós-
leiðara á alla bæi hér hefur gert okk-
ur kleift að vera með uppbyggingu í
sveitinni. Án þess hefði þetta ekki
verið hægt.“
Voru ákveðin í að endurbyggja
- Hjónin Erla og Ólafur gripu tækifærið þegar dýraverndarlögum var breytt - Breyttu gömlu
hænsnahúsi í lúxusvillu - Öll fjölskyldan lagði hönd á plóg - Hófu rekstur í miðjum heimsfaraldri
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Lúxus Á Kleif Farm er lúxusinn í fyrirrúmi þar sem gestir geta slakað á í heitum potti með frábæru útsýni.
Erla
Aðalsteinsdóttir
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
23. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.13
Sterlingspund 176.1
Kanadadalur 103.69
Dönsk króna 19.875
Norsk króna 14.709
Sænsk króna 14.639
Svissn. franki 141.27
Japanskt jen 1.1527
SDR 183.27
Evra 147.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.7901