Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 14
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
N
ý könnun Hagstofunnar
leiðir í ljós að meirihluti
aðspurðra telur að álag
vegna heimilisstarfa sé
svipað og það var áður en kórónu-
veirufaraldurinn hófst snemma á
síðasta ári. Um 15% beggja kynja
telja álagið hafa aukist. Hins vegar
reynist töluverður munur á svörum
eftir því hvort börn eru á heimilinu
eða ekki; í ljós kom að álagið hafði
aukist hjá fjórðungi barnaheimila.
Áhrif á heimili með börn
Samkvæmt könnuninni virðist
vinna heiman frá í faraldrinum ekki
hafa haft teljandi áhrif á verkaskipt-
ingu kynjanna á heimilum. Sögðu
83% einstaklinga með börn og 89%
einstaklinga á heimilum án barna
verkaskiptinguna vera svipaða nú og
áður. Þó virðist sem frekar hafi orðið
vart breytinga á verkaskiptingu á
heimilum með börn en barnlausum
þar sem 9% einstaklinga með börn
sögðu hana vera jafnari nú en áður, á
móti 6% einstaklinga á barnlausum
heimilum, og 7% svarenda með börn
sögðu hana ójafnari nú en áður á
móti 4% barnlausra.
Könnun sýnir að konur verja að
meðaltali 9,2 klukkustundum á viku í
heimilisstörf og karlar 7,1. Þeir sem
búa einir verja minni tíma í heim-
ilisstörf en fólk í sambúð og fólk í
sambúð með börn á heimilinu ver
meiri tíma en sambúðarfólk án
barna. Slíkir þættir hafa þó nokkuð
meiri áhrif á konur en karla, t.d.
verja konur í sambúð með börn 2,8
klukkutímum meira í heimilisstörf
en konur í sambúð án barna, en
munurinn á milli karla í sömu stöð-
um er 2,4 klukkustundir. Þá kemur í
ljós að fólk á landsbyggðinni ver
meiri tíma í heimilisstörf en fólk á
höfuðborgarsvæðinu.
Karlar sáttari
Þegar spurt var um afstöðu til
verkaskiptingar á heimilum sögðust
um 55% aðspurðra telja sig gera
u.þ.b. sinn hluta og er ekki munur á
þessu hlutfalli eftir búsetu. Hins
vegar, þegar litið er til kyns, eru
karlar umtalsvert líklegri til þess að
vera sáttir við sitt framlag eða 62% á
móti 49% kvenna. Konur eru á móti
líklegri til þess að telja sig gera
meira en þeim ber því 46% kvenna
segjast gera meira en sinn hluta en
9% karla. Auk þess finnst næstum
þriðjungi karla, eða 29%, þeir gera
minna en þeim ber en aðeins 6%
kvenna.
Hagstofan bendir á það í grein-
argerð með könnuninni að gera verði
greinarmun á sanngirni verkaskipt-
ingar og jöfnuði enda geti verka-
skipting til dæmis verið á þann hátt
að annar aðilinn sjái alfarið um
heimilið á meðan hinn sinnir engum
heimilisverkum og báðum aðilum
fundist það sanngjarnt.
8-10 stundir í umönnun
Fram kemur að konur verja um
10 klukkustundum á viku að með-
altali í umönnun barna og annarra á
heimilinu, en karlar tæpum átta
klukkustundum. Bent er á að þetta
meðaltal segi þó afar takmarkaða
sögu, eins og sjáist þegar fólk með
börn á heimilinu er borið saman við
fólk á barnlausum heimilum. Konur
og karlar með börn á heimilinu verja
22 og 17 klukkustundum í umönnun
á viku á móti ríflega tveimur klukku-
stundum hjá fólki af báðum kynjum
sem ekki er með börn. Þegar tíminn
sem fólk ver í umönnun er skoðaður
eftir búsetu sést að barnlaus pör
verja samtals tæpum sex klukkutím-
um á viku í umönnun hvort sem þau
búa innan eða utan höfuðborgar-
svæðisins.
„Hins vegar munar tæpum
þremur klukkustundum á tíma sem
varið er í umönnun á heimilum með
börn, eftir búsetu, þar sem samtala
para með börn á landsbyggðinni er
ríflega 46 klukkustundir en para með
börn á höfuðborgarsvæðinu tæpir 44
klukkutímar,“ segir Hagstofan.
Víðtæk áhrif faraldurs
„Kórónuveirufaraldurinn hefur
haft víðtæk áhrif á samfélagið á öll-
um sviðum þess og áhrif hans verið
ólík á mismunandi hópa fólks. Aukin
heimavera sem fylgir fjarvinnunni,
og skertu skóla- og frístundastarfi,
vakti spurningar um kynjuð áhrif af
faraldrinum á heimilin og er nið-
urstöðum ætlað að varpa ljósi á þau
áhrif,“ segir Hagstofan í greinargerð
um könnunina.
Um var að ræða átta viðbótar-
spurningar sem bætt var við árlega
lífskjararannsókn Hagstofunnar.
Var verkið unnið í samráði við for-
sætisráðuneytið. Úrtakið telur ríf-
lega 5.000 einstaklinga úr þjóðskrá í
heild en aðeins hluti þeirra kemur
nýr á hverju ári þar eð heimilum er
fylgt eftir í fjögur ár. Einstaklingar
svara ýmsum spurningum um sig og
sitt heimili auk þess sem notuð eru
ýmis skráargögn Hagstofunnar til
þess að létta svarbyrði. Heildarsvör
á hverju ári eru rétt rúmlega 3.000.
Rétt er að taka fram að tölurnar um
heimilisstörf í faraldrinum eru
bráðabirgðaúrvinnsla.
Heimavinnan breytti
ekki verkaskiptingu
Afstaða kynjanna til framlags
síns til heimilisverka
Heimild: Hagstofa Íslands
Konur
Karlar
Ég geriminna
en minn hluta
Ég geri u.þ.b.
minn hluta
Ég gerimeira
en minn hluta
6%
29%
62%
9%
46%
49%
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hatrið á Don-
ald Trump
var allt-
umlykjandi hvert
sem demókratar
horfðu síðustu árin.
Það réttlætti hvað-
eina, að þeirra
mati, svo sem eins og þau ólík-
indi að láta sjóða saman
„skýrslu“, pantaða frá fyrrver-
andi breskum njósnara sem
kom í ljós að var fjármögnuð af
demókrötum. Og hún átti að
sanna tvennt: að Trump væri
siðlausari en aðrir stjórn-
málamenn í fremstu röð vestra,
og það sem verra væri og ein-
stakara að hann og Pútín væru
eiginlega saman í þessu fram-
boði í nóvember 2016 þar sem
Keml væri á kafi í því ráða-
bruggi!
Þetta fyrra var auðmeltan-
legra fyrir kjósendur, enda
margtuggið í óteljandi kosn-
ingum þar á undan. En þar var
ekkert nýtt og ekki var auðvelt
að bera fyrir sig andúð á
kvennafari þegar unnið var af
hálfu framboðs undir Clinton-
merkinu. Þess vegna varð
„samsæri“ þeirra Pútíns og
Trumps að duga, hversu vit-
laust sem það nú var. Það auð-
veldaði vissulega að koma þessu
furðumáli áfram, að æðstu
yfirmenn FBI tóku þátt í leikn-
um, að ógleymdum forstjóra
CIA! Það tryggði m.a. að hægt
var að halda vitleysunni gang-
andi lungann úr kjörtímabili
Trumps og ráðandi fjölmiðlar
gátu, í viku hverri ef þurfti, birt
fréttir frá heimildum sem hafn-
ar voru upp yfir „allan minnsta
vafa“.
Það var reyndar eiginlega
stórbrotið að forsetinn skyldi
hrista af sér tvær tilraunir til að
hrekja hann úr embætti með
réttarhaldi, þar sem undir-
staðan var hreinn uppspuni,
sem fáir eða enginn með réttu
ráði neitar nú. Þeim fækkar ört
sem vilja kannast við það núna
að hafa lagt trúnað á tilbúning-
inn. Breski njósnarinn hefur þó
ekki gengið lengra en það að
halda sig við að ekki hafi öll at-
riðin í „leyniskýrslunni“ verið
tilbúningur. En nú eru teknar
að birtast ákærur rannsóknar-
dómara gagnvart þeim sem
stóðu að skáldskapnum og öllu
sem honum fylgdi.
Það skrítna er að nú „lekur“
vart nokkuð í fjölmiðla fyrr en
ákærur eru tilbúnar handa
dómskerfinu.
Ekkert af þessu, þótt býsna
alvarlegt sé, mun þó hrófla við
stöðu núverandi forseta eða
varaforseta. En þótt það sé
betra en ekki, þá er það skamm-
góður vermir. Enda verða það
ekki repúblikanar sem form-
lega munu ýta Joe Biden úr
Hvíta húsinu. Því kemst Demó-
krataflokkurinn
ekki hjá að sjá um
sjálfur. Og það þarf
ekki að bíða lengi
eftir því að sjá áhrif
alls þessa á næstu
kosningar í Banda-
ríkjunum. Kann-
anir sýna að vissulega hefur enn
saxast lítið á harða fylgi demó-
krata. En það mun líka verða
skammgóður vermir. Það er
auðvitað mikilvægt að sem mest
af flokksfylginu haldi þegar á
móti blæs. En það dugir aldrei
fyrir demókrata eða repúblik-
ana. Þriðji áhrifavaldurinn, hin-
ir óháðu, þarf að halla sér í góð-
um meirihluta að forsetaefninu
til að sigur fáist.
Kannanir sýna þegar að
meirihluti óháðra hefur yfir-
gefið Joe Biden. Og ekki bætir
úr skák, að „varadekkið“, vara-
forsetinn Harris, mælist óvin-
sælasti varaforseti í hálfa öld.
Þeir sem geymdu Joe Biden í
Delaware í seinustu forseta-
kosningum létu baráttuna snú-
ast um einn frambjóðanda.
Kjósandinn var annaðhvort á
móti Trump eða með honum.
Þeir treystu á að samfelldar
árásir á Trump, og persónan
sjálf, sem vissulega var einfær
um að kalla á myndarlega and-
stöðu, dygðu til. Og dæmið gekk
upp. En margt bendir til að það
hafi endað sem Pyrrosarsigur
og hafi birst demókrötum
óþægilega fljótt eftir kosningar.
Það er sigurinn sem ber í sér
ógæfuna.
En þá vaknar spurningin
hvort Trump vinni þá kosning-
arnar 2024. Hann hefur reynst
ólíkindamaður og fékk fólk til
að kjósa sig og þar á meðal kjós-
endur sem voru löngu hættir að
kjósa. Og vissulega sýna kann-
anir Trump með gott fylgi núna.
En sennilega er óhætt að spá
því að það verði óvæntur sig-
urvegari sem vinnur það enda-
tafl. Brúðustjórnendur Bidens
geta ekki sett hann á ný ofan í
kjallara í Delaware og tryggt
sér sigur. Það mundi ekki einu
sinni duga að geyma hann í
gluggalausu geymslunni undir
kjallaranum í Delaware. En
ekki kæmi þó á óvart að það
mætti eigna Biden ósigurinn
færi Trump í framboð þá. Hann
yrði þá nánast jafngamall og
Joe Biden var þegar hann varð
forseti, og lítill vafi er á að það
tókst meðal annars vegna stór-
lega vafasamrar (sem þó er enn
deilt um) og næsta óvenjulegrar
meðferðar á kjörgögnum (sem
varla er deilt um) með vísun til
veirunnar, sem kenna má um
margt. Joe Biden yrði vonda
fordæmið þá. Það er harla ólík-
legt að Bandaríkjamenn vilji
aftur sitja uppi með rétt tæp-
lega áttræðan forseta. Það hef-
ur verið reynt.
Furðu margir létu
blekkjast. Það er
skárra en ekki að
nú sjá þeir glitta í
raunveruleikann}
Pyrrosarsigur
hefnir sín
U
ndan ströndum Íslands eru ein
gjöfulustu fiskimið í heimi.
Þessa auðlind hafa Íslendingar
nýtt frá því land byggðist.
Íbúar sjávarbyggðanna eiga
tilkall til fiskimiðanna undan ströndum lands-
ins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á
fiskveiðum og landbúnaði. Nýjar atvinnugrein-
ar, fiskeldi og ferðaþjónusta, eru árstíðabundin
aukabúgrein. Takmarkanir stjórnvalda á veið-
um íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru
skerðing á búseturétti þeirra.
Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggj-
ast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en
nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar
fiskveiðar á eingöngu að ná til þeirra veiða sem
ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim
ekki. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum.
Atvinnulíf er grundvöllur allrar byggðar. Það, ásamt
innviðum á borð við nútímasamgöngur og -netsamband,
góða heilbrigðisþjónustu og menntun sem standast sam-
anburð við höfuðborgarsvæðið, er réttmæt krafa íbúa
landsbyggðarinnar. Jöfn búsetuskilyrði í landinu er
grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á lands-
byggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu, skert bú-
setuskilyrði og lífsgæði.
Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum.
Kvótakerfið sem komið var á til bráðabirgða 1984 er slík
varða fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var
þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn,
sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er eng-
inn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mest-
um hluta aflamarksins og skeyttu litlu um
sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og
sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og
íbúum fækkar. Þessi þróun mun halda áfram
verði ekki nýtingarréttur sjávarbyggðanna
viðurkenndur. Það er viðurkenning á atvinnu-
frelsi og búseturétti.
Mikilvægt er að endurreisa rétt íbúa sjávar-
byggðanna til að nýta sjávarauðlindina á þann
hátt að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öfl-
ug smábátaútgerð mun hleypa nýju lífi í
sjávarbyggðirnar og verða forsenda enn fjöl-
breyttara atvinnulífs og mannlífs. Það heldur
landinu öllu í byggð og er þjóðhagslega hag-
kvæmt.
Flokkur fólksins mun á kjörtímabilinu berj-
ast fyrir því að íbúar sjávarbyggðanna og þjóð-
in fái að njóti auðlinda sinna. Við viljum nýt-
ingarstefnu fiskimiða þar sem auðlindin er sameign
þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna. Við munum
því beita okkur fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti auk-
ins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum
áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um land. Það er skref
til sátta í deilum um sjávarútvegsmál, sem hafa áratugum
saman skaðað tiltrú almennings á stjórnkerfið og stjórn-
málin.
Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnum og á ein-
ungis að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Hand-
færaveiðar ógna ekki fiskistofnum við Ísland og á því að
gefa frjálsar.
Eyjólfur
Ármannsson
Pistill
Frjálsar handfæraveiðar
Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins fyrir NV-kjördæmi.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen