Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Nokkrum óhug hefur slegið á unnendur ís- lenskrar náttúru vegna áróðurs herferðar sem dunið hefur á lands- mönnum um nauðsyn framkvæmda til stór- felldrar rafmagnsfram- leiðslu til viðbótar við allt það rafmagn sem framleitt er í landinu. Því er haldið fram að nauðsynlegt sé að byrja að virkja í stórum stíl endurnýjanlegt og sjálf- bært og framleiða vistvænt, grænt rafmagn, eins og það er kallað, vegna orkuskipta og til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum. Jafnvel er geng- ið svo langt að segja að betra væri að mengandi stóriðjufyrirtæki í Kína væru komin hingað til Íslands vegna hinnar grænu vistvænu orku. Íslend- ingar eiga nóga orku. Fyrir öll orku- skipti fram til 2040 þyrfti aðeins átta prósent af þeirri orku sem nú er framleidd. Íslendingar framleiða á hvern íbúa mesta raforku allra þjóða heims, 57 þús. kWh/íbúa, í öðru sæti er Noregur með 26,5 þús. kWh/íbúa. Íslendingar nýta þó sjálfir aðeins 20 prósent af allri orkunni, en 80 prósent eru seld erlendum stóriðjufyrirtækj- um. Undir gunnfánum sjálfbærrar vistvænnar og grænnar orku virðist vera að rísa holskefla virkjanafyrir- ætlana um gjörvallt landið. Þar eru fremst í flokki erlend fyrirtæki, m.a. norsk og frönsk, sem hyggjast græða á rafmagnsframleiðslu á Íslandi með því að reisa hér gríðarmikil vind- myllumannvirki um allt landið. Á fjórða tug fyrirtækja hafa leitað til Orkustofn- unar og óskað eftir heim- ild til að reisa hér vind- orkuver, svo kallaða vindmyllugarða. Yrði orðið við þessum óskum yrði meirihluti fyrirhug- aðra vindorkuvera í eigu erlendra fyrirtækja með hérlenda samverka- menn. Hér er um að ræða erlent eignarhald á raforkuframleiðslu á Ís- landi, grundvallarbreyt- ing á innviðum samfélagsins sem fáum Íslendingum hugnast. Eitt þess- ara félaga er Arctic Hydro sem er í fjórðungseigu franska olíurisans Total. Félagið á nú þegar helming í Múlavirkjun við Baulárvallavatn á Snæfellsnesi og er með fjölda smá- virkjana í vinnslu og stefnir á að reisa vindorkuvirkjanir víða um land. Norska fyrirtækið Zephyr ætlar að reisa vindmyllur víða á Íslandi. Í Breiðafirði, þar sem verpir stór hluti íslenska hafarnarstofnsins, ætla menn að setja upp vindmyllur í Garpsdal við Gilsfjörð og í landi Hróð- nýjarstaða í Dalasýslu. Franska fyrir- tækið Qair ætlar að reisa vindorkuver á Laxárdalsheiði í landi Sólheima í Dalabyggð. Þetta er fyrirhugað þrátt fyrir að Laxárdalsheiði sé skilgreind sem mikilvægt svæði fyrir fuglalíf og líffræðilega fjölbreytni (important bird and biodiversity area) og svæðið afmarkað sem mikilvægt varpsvæði á alþjóðavísu fyrir himbrima. Þetta franska fyrirtæki hyggst auk þessa reisa vindmyllur á Langanesi, á Suð- urlandi og í Meðallandi í Skaftár- hreppi. Eins og Laxárdalsheiði er Meðalland skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Franska fyrir- tækið ætlar engu að síður að reisa þar vindmyllugarð, 20-40 vindmyllur. Hér hefur aðeins verið minnst á lítinn hluta þeirrar skelfilegu fylkingar svo- kallaðra vistvænna grænna og sjálf- bærra raforkuvera sem menn reyna að fá fólk til að sætta sig við vegna orkuskipta og sem andóf gegn lofts- lagsbreytingum af mannavöldum. Áhrif vindmyllufylkinga yrðu mikil á fuglalíf og á ásjónu landsins. Hver vindmylla er gríðarmikið mannvirki, frá 150-200 metrar á hæð miðað við spaða í hæstu stöðu. Til samanburðar er Hallgrímskirkjuturn 74,5 metrar. Vindmyllurnar eru sem sagt allt að þrisvar sinnum hærri en Hallgríms- kirkjuturn. Slík mannvirki blasa við úr 40 km fjarlægð og allt að 50 km. Vindmyllur sem átti að skella niður í Borgarfirði hefðu því sést um nær all- an Borgarfjörðinn. Allir geta séð hversu gríðarleg áhrif slík mannvirki hefðu á ásýnd landsins. Það er hin einstaka náttúra sem ferðaþjónustan, ein arðbærasta atvinnugrein lands- ins, byggir á. Auk hávaðamengunar og plastmengunar spilla vindmyllur útsýni og eyðileggja ósnortin víðerni, fjallasýn og þá náttúrufegurð sem Ís- lendingum ber að varðveita og koma óskaddaðri til komandi kynslóða. Látum ekki slá ryki í augu okkar með því að rafmagnsframleiðsla – þó köll- uð sé endurnýjanleg, vistvæn, græn og sjálfbær – réttlæti eyðileggingu einstakrar náttúru Íslands. Vistvæn, græn og sjálfbær náttúruspjöll Eftir Þorvald Friðriksson »Fjallað er um orð eins og grænn og vistvænn, sem eru notuð til þess að fegra fyrir- ætlanir um stórfelldar virkjunarframkvæmdir. Þorvaldur Friðriksson Höfundur var um árabil fréttamaður á fréttastofu Útvarps. thorvaldurf@outlook.com Hér áður og fyrr dugðu oftast fjórir flokkar til að koma skoðunum fólks lýðræðislega til skila í alþingiskosn- ingum. Svo hættu menn að vera ein- huga innan flokkanna og þá var bara að stofna nýja grúppu sem hefði eina skoðun, sameiginlegan óvin og helst eitt aðalmál að berjast fyrir. Þá þyrftu meðlimir ekki að setja sig inn í flókin mál og mismunandi heldur segðu t.d. einfaldlega að ESB og evran væru málið, eða að ný stjórnarskrá myndi leysa vandræði þjóðar. Ekki er síður áhrifaríkt að tala sí- fellt um loftslagsvána. Með þessi mál á takteinum getur fólk gengið inn í nokkra flokka í dag og fengið félagsskap og þá góðu tilfinningu að vera hluti af hópi sem hefur réttar skoðanir og heldur þeim fram af sannfæringu. Þeir sem eru utan hópsins eru asnarnir. En þótt margt sé brallað í flokkapólitík landsins hefur ekki enn frést að hérlendur stjórnmálaflokk- ur hafi tekið samsæriskenningar um flata jörð og viðlíka bábiljur á stefnuskrá sér til framdráttar. En menn eru alltaf að læra. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hópaskjól og flokkafjöld Ætli jörðin sé þá flöt eftir allt? ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.