Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 ✝ Guðbjartur Björnsson, eða Baddi eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Efra-Seli í Land- sveit 28. maí 1939. Hann lést 6. nóv- ember 2021. For- eldrar hans voru Björn Bjarnason og Guðrún Lilja Þjóðbjarnardóttir. Systkini Badda eru Bjarn- heiður, f. 13.2. 1932, d. 15.1. 2019, Margrét, f. 28.4. 1933, Gyða Fanney, f. 25.9. 1934, og Indriði, f. 28.5. 1939. Baddi giftist hinn 25.12. 1970 Ragnhildi Antonsdóttur frá Dalvík, f. 6.3. 1943. Sonur þeirra hjóna er Ragnar Baldvin, f. 13.3. 1971, eiginkona hans er Guðmunda Róbertsdóttir, f. 3.2. 1969. Börn þeirra eru: Elvar Ingi, f. 1994, í sambúð með Höllu Laufey, f. 1989, Birkir Orri, f. 2000, og Fjóla Margrét, f. 2007. Baddi ólst upp á Efra-Seli í Landsveit. Þar tók hann þátt í bústörfum með foreldrum sín- um ásamt ýmsum öðrum störfum. Þegar þau hættu bú- skap árið 1966 flutti hann með þeim suður í Garð og kynntist þar eftirlifandi eig- inkonu sinni. Þau hófu búskap í Keflavík, byggðu sér fljót- lega hús í Fagragarði 2 og bjuggu þar til ársins 2003, þegar þau fluttu í minna hús- næði. Fljótlega eftir flutning suður hóf Baddi störf í vara- hlutaverslun Stapafells og starfaði þar í rúm 30 ár. Hann starfaði svo hjá Bílabúðinni og lauk sínum starfsferli hjá Bílanausti. Baddi og Ragga áttu sum- arhúsið Sólarsel í landi Efra- Sels sem var sannkallaður sælureitur. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 23. nóvember 2021, klukkan 13, að viðstöddum nánustu að- standendum. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Björk Ragnars- dóttur, Hreiðar Máni, f. 1999, og Steinunn Rúna, f. 1999, í sambúð með Valgeiri Leifi Vilhjálmssyni. Fyrir átti Ragn- hildur tvo syni: 1) Frímann Þór Þór- hallsson, f. 24.1. 1963, eiginkona hans er Guðbjörg S. Pálmarsdóttir, f. 10.12. 1964. Börn þeirra eru Daníel Ómar, f. 1981, kvæntur Laur- en Busk. Þau eiga tvo syni, þá Lennon Loka og Lúkas Mána. Bjarki Þór, f. 1988, í sambúð með Tinnu Bergmann Hall- dórsdóttur. Andrea Ósk, f. 1990, í sambúð með Tómasi Pálmasyni, þau eiga einn son, Darra Þór. 2) Viðar Þórhalls- son, f. 25.2. 1966, kvæntur Svanhildi Ólöfu Harðardóttur, f. 13.10. 1966. Börn Viðars eru Hann pabbi minn er látinn eftir erfið veikindi. Hann hafði glímt við heilsuleysi í nokkur ár en hafði samt náð að lifa ágætu lífi en í vor kom stóra prófið þegar hann í kjölfar stórrar að- gerðar var hætt kominn og þurfti að dvelja á spítala í lengri tíma. Þegar heim kom tók bataferlið við með góðri að- stoð mömmu og ég fann að hann ætlaði ekki að gefast upp enda lent í mörgum áföllum á lífsleiðinni og alltaf náð bata. En það var samt eitthvað breytt, batinn lét á sér standa og oft var þetta eitt skref áfram en tvö aftur á bak. Ég fann það undir það síðasta að hann var orðinn þreyttur á öllu þessu brasi eins og hann sagði. Hinn 6. nóvember sl. sleppti hann svo takinu saddur lífdaga og ég trúi því að hann sé kom- inn á góðan stað spjallandi við afa Bjössa og Heiðu frænku og fleiri vini sem hann átti. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir að hafa fengið að ganga lífsins veg með pabba mér við hlið og notið stuðnings hans og ráða, ráða sem oft fóru fyrir ofan garð og neðan á yngri árum en öðluðust þeim mun meira gildi eftir því sem árin og þroskinn færðust yfir. Þá fór maður að sjá að í hógværðinni og hégó- maleysinu bjó mikill mann- kostamaður sem eftirsóknar- vert var að líkjast. Pabbi var samt ekki gallalaus maður frek- ar en aðrir, í hans tilfelli átti hann það til að sýna stífni og þrjósku þannig að manni þótti stundum nóg um en hann lin- aðist með árunum og hann hafði líka þann þroska að við- urkenna mistök sín og biðjast afsökunar ef of langt var geng- ið. Pabbi elskaði að hafa barna- börnin í kringum sig og fannst fátt skemmtilegra en að spjalla og spurði þá mikið og var for- vitinn um þeirra hagi og þá sérstaklega hvernig skólagang- an gengi, en honum var umhug- að um að krakkarnir kláruðu skólann og menntuðu sig. Pabbi var ekki langskólagenginn, hafði klárað einn vetur á Skóg- um og fann maður eftirsjá hjá honum að hafa ekki gengið lengra menntaveginn enda frjór jarðvegur til staðar. Þau mamma áttu sælureit í sumarbústaðnum Sólar-Seli fyrir austan, nánar tiltekið við Efra-Sel, bæinn sem hann ólst upp í og bjó til ársins 1966 þeg- ar hann flutti suður með ömmu og afa. Ég fann að hann sakn- aði sveitarinnar og ef örlögin hefðu hagað því þannig hefði hann orðið góður bóndi í Landsveitinni. Honum fannst gott að komast austur og bar- dúsa í viðhaldi við bústaðinn, girðingarvinnu og fleiru. Þarna leið honum vel og ég fann í ferð sem okkur tókst að fara í ágúst síðastliðnum, þar sem við sát- um á pallinum með mömmu og spjölluðum um allt og ekkert, að þarna gat hann gleymt veik- indum sínum og öðlast ró, hon- um leið vel. Missir okkar er mikill og ég sakna þessara stunda. Ég sakna þess að geta ekki lengur strítt honum á því að hann sé meiri framsóknarmaður en sjálfstæðismaður, ég sakna þess að geta ekki fengið mér einn sterkan í Sólarseli með honum og spjallað, ég sakna bíóferðanna, ég sakna þess að fara ekki á rúntinn í Reykja- nesbæ og ég sakna stundanna í Stapafelli sem við áttum sam- an. Ég sakna þín elsku pabbi. Þinn sonur, Ragnar. Nú ertu farinn elsku afi. Söknuður okkar systkinanna er mikill og verður þín sárt sakn- að. Í gegnum árin hefur þú ver- ið stór partur af lífi okkar enda varstu alltaf reiðubúinn að hjálpa ef kallið kom, hvort sem það var að sækja okkur og skutla í tómstundir eða passa okkur systkinin. Þú varst góður maður og studdir okkur systk- inin skilyrðislaust í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var í námi eða áhugamálum. Þú hafðir alltaf óbilandi trú á okkur og lést það í ljós. Þú mættir á alla þá tón- leika sem við spiluðum á, sama hversu ómerkilegir tónleikar það voru. Þú hafðir einstaklega gaman af að því að sjá okkur spila og blómstra. Þú hafðir svo mikla trú á okkur að þér fannst við ekki geta gert neitt rangt, t.d. þegar eitt okkar systkin- anna náði ekki mikilvægu prófi, í staðinn fyrir að efast um getu námsmannsins hringdir þú í pabba okkar og hneykslaðist á því að hann hefði ekki kennt okkur betur. Þegar við vorum yngri var alltaf gaman að koma í sveitina og eru minningarnar um þig, að segja okkur ungum hvernig landið liggur, mjög dýrmætar. Við systkinin eyddum miklum tíma með þér þegar við vorum yngri og þau voru ófá skiptin sem þú keyptir handa okkur gotterí og rúntaðir með okkur um bæinn. Við eigum dýrmæt- ar minningar um þig úr sveit- inni, þar fengum við að sjá landið þitt og lékum okkur mik- ið, þú kenndir okkur að tálga og gafst okkur vasahnífa þegar við höfðum aldur til. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki rennt í heimsókn til þín og spjallað um lífið og tilveruna og allt þar á milli. Afi, þú varst góður maður og okkur þykir vænt um þig. Takk fyrir allt, elsku afi Baddi. Elvar Ingi, Steinunn Rúna og Hreiðar Máni Ragnarsbörn. Látinn er kær vinur og fé- lagi, Guðbjartur Björnsson, þ.e. hann Baddi í Selinu, en svo var hann alla tíð nefndur hér aust- ur í sveitum. Ég vil minnast hans með þessum örfáu orðum. Hann var fjóra vetur í barna- skóla og það aðeins helming hvers vetrar vegna skipti- kennslu eldri og yngri deildar. Skólahald var á Hellum í Land- sveit. Þegar ungmenni úr Landsveit fóru í framhaldsnám, þá kom í ljós hversu góða und- irstöðufræðslu Guðlaugur Landkennari hafði veitt þeim. Veturna 1956-1958 var Baddi í Skógaskóla og minntist hann verunnar þar sem hins mesta ánægjutíma. Hann og Heiðar vinur okkar frá Mykjunesi inn- rituðust beint inn í 2. bekk og náðu þeir mjög góðum árangri við lokaútskrift. Þetta hefði ég ekki getað – ég hefði ekki náð lágmarkseinkunn upp úr 2. bekk. Fara verður fljótt yfir sögu. Haustið 1966 flytur Baddi ásamt foreldrum sínum suður í Garð nærri Keflavík. Áður höfðu öll systkini hans flutt úr foreldrahúsum eins og gerist. Um þetta sagði Bjössi faðir Badda: „Hann Baddi var hjá okkur á meðan við bjuggum í Selinu – hann yfirgaf okkur ekki.“ Í Garðinum kynntist Baddi eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnhildi Antonsdóttur, snyrti- legri og mikilli húsfreyju, og báru kvöldmatarboð og morg- unverðarborðin vitni um heim- ilishaldshæfileika hennar. Eftir flutninginn suður fór Baddi að vinna hjá Hákoni Kristinssyni í Stapafelli og varð Baddi þar fljótlega versl- unarstjóri. Með þeim Badda og Hákoni tókst sterk vinátta sem varði meðan báðir lifðu. Ásamt konum sínum fóru þeir saman í margar ferðirnar, bæði um há- lendi Íslands og um fjarlæga staði erlendis. Baddi og Ragga voru þátt- takendur í ferðum hin svo- nefnda Fjallaliðs. Þetta voru margra daga óbyggðaferðir. Kannske er fyrsta ferðin eft- irminnilegust (1987), en þá vor- um við 15 manns á sex bílum. Til er á myndbandi hvernig hann beitti honum „Litla- Rauð“ í torfærum. Gæsavatna- ferðaleiðin er minnisstæð og líka þegar Ólafur kaupfélags- stjóri rústaði taugakerfi flestra ferðafélaganna. Og upp með Núpsánni í Núpsstaðaskógum virtist Baddi vera í röð mestu göngugarpanna. Á þorrablót- unum á Brúarlundi var eftir því tekið hversu samstillt þau Baddi og Ragga voru á dans- gólfinu. Baddi var mikill söng- maður og fengum við að njóta þess á gleðistundum. Þá ber að nefna bústað þeirra í Sólar-Seli. Segja má að Baddi hafi þar verið í „föstu starfi“ daglangt alla daga, enda maðurinn starfssamur. Hins vegar er ört vaxandi skógurinn þar í kringum húsin verk konu hans. Baddi var seintekinn maður, engum ókunnugum hefði þýtt að vaða að honum með kjaftag- laum. Það gat tekið tvö til þrjú ár fyrir fólk að ná þeim tengslum við hann að það leiddi til vináttu. Baddi gat verið stífur á meiningunni ef svo bar við og þá gat það leitt af sér þrasorðræðu og það slíka að undan honum varð kvartað. Gagnvart vinum sín- um var hann einstaklega heill maður. Aldrei heyrði ég hann segja neikvætt orð um fjarver- andi fólk og tvíræðar háðsglós- ur fóru ekki um hans varir. Hann var vandaður og strang- heiðarlegur maður. Trúmaður var hann talsverð- ur. Hann meira að segja fékk mig – trúlausan manninn – til að átta mig á að fleira er í kringum okkur en það sem við sjáum eða getum þreifað á. Eins og við flest, þá fæddist hann inn í þann kristna sér- trúarsöfnuð sem kenndur er við vafagemlinginn Martein Lúter. Baddi taldi að líðan okk- ar að þessu lífi loknu mótaðist út frá breytni okkar og gjörð- um í þessu jarðlífi. Þetta er al- gerlega í anda móðurkirkjunn- ar (katólskunnar) og gengur þvert á kenningar Lúters, sem sagði að trúin á Jesú Krist, ein, skipti öllu máli. Sé líf að þessu loknu, þá er líklegra að Baddi og móður- kirkjan hafi á réttu að standa, en ekki þessar nefndu kenni- setningar Lúters. Sé svo, þá þurfa þeir sem eru sömu manngerðar og Baddi ekki að kvíða því sem við tekur á næsta tilverustigi. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. Guðbjartur Björnsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Fjólugötu 20, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, fimmtudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. nóvember klukkan 13 með nánustu aðstandendum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en bent á minningarsjóð Öldrunarheimila Akureyrar. Sigurður Jón Björnsson Kristinn Björnsson Edda Sigrún Friðgeirsdóttir Björn Kristinsson Elisa Paloni Einar Kristinsson Matthildur B. Benediktsdóttir Andri Kristinsson og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, BIRNA ARINBJARNARDÓTTIR, Bjergvænget 2, Kaupmannahöfn, lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. nóvember. Útför fer fram fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 13 í Sundby Kapel, Kaupmannahöfn. Kristín Ýr Júlíusdóttir James Samuel Appleyard Hildur Júlíusdóttir Mads Stensgaard Nielsen Edda Arinbjarnardóttir barnabörn og barnabarnabarn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og afi, STEVEN CHARLES KAVANAGH, Budda, grafískur hönnuður & tónlistarmaður frá Wicklow Town, Írlandi, lést 19. nóvember eftir erfiða baráttu við veikndi á St. Vincent's University Hospital, Dublin, Írlandi. Hægt er að horfa á streymi frá útför sem verður í dag, 23. nóvember, klukkan 10 á slóðinni http://dlvr.it/SCsJGM. Sharon Vize Kavanagh Sara Rós Kavanagh Anna Lísa Kavanagh Árni Snæbjörn Magnússon Daniel Charles Kavanagh og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF KRISTÍN GUÐNADÓTTIR, Óla Didda, Lækjarmel 4, Hvalfjarðarsveit, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi laugardaginn 13. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Þorsteinn Ingason Sigríður Hjartardóttir Rúna Hrönn Kristjánsdóttir Pálmi Hafþór Halldórsson Friðmey Þorsteinsdóttir Einar Már Ríkarðsson Arnór Þorsteinsson Karen Þorsteinsdóttir Þorgeir Stefán Jóhannsson og ömmubörnin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KIRSTEN ANDRESEN, Kristín Eiríksdóttir, Lundi 90, Kópavogi, lést sunnudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristján Arne Þórðarson Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir Ásdís Þórðardóttir Ellert Karlsson Anna María Þórðardóttir Henry Hálfdansson og barnabörn Ástkær faðir minn, bróðir og mágur, KJARTAN MÁR HJÁLMARSSON, Hrísholti 18, Selfossi, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. nóvember. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Alex Már Kjartansson Victor Már Hjálmarsson Magnea Ingólfsdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.