Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 25

Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is „HVERS VEGNA ERTU MEÐ HENDUR Á LOFTI? HANN SAGÐI „UPP MEÐ HENDUR OG NIÐUR MEÐ BRÆKUR“.“ „ÓKEI, HÉR ERU NIÐURSTÖÐURNAR ÚR PRÓFINU YKKAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að snæða saman morgunverð í rúminu um helgar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann AH! ANNAR FÓTURINN Á MÉR ER SOFANDI ISS, ÉG GET HÆKKAÐ UM ÞRJÁ Í VIÐBÓT HVAÐ MEÐ KNÚS, SONUR SÆLL? KANNSKI SEINNA ÉG HELD AÐ AMLÓÐI SÉ EKKERT FYRIR SNERTINGU! KANNSKI VILL HANN BARA EKKI SNERTA GRÍSAFEITI! hesta þegar ég var 17 ára, en eftir það tók leiklistin yfir og ég hætti líka í handbolta á þeim tíma. Ég á ekki hesta núna en ég hef farið í hesta- ferðalög með Gunnari Gunnsteins- syni vini mínum og Hilmi Snæ og fleirum sem eru með hesta. Ég hef góðan aðgang að lánshestum hjá vin- um mínum og líka hjá Simma í Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi, en hann er mér sem bróðir. Draumurinn er að eignast aftur hesta og það gæti ræst á næstu árum,“ segir Jóhann og bætir við að fjölskyldan sé frekar virk þegar áhugamál eru annars veg- ar. „Ég stunda reglulega líkamsrækt, lyftingar og fleira, og við erum líka í golfi og förum á skíði á veturna. Ég fylgist vel með íþróttum og synir mínir voru báðir afburðagóðir í hand- bolta og annar einnig í fótbolta. Þeir voru í yngri landsliðum og ég fór í margar ferðir í kringum það. Nýlega fengum við okkur hvolp og það tekur tíma að sinna honum. Ég á líka tvö mótorhjól, annað er ég að dunda við að gera upp en hitt er ferðahjól. Ég tilheyri skemmtilegum hópi sem ferðast um landið á mótorhjólum á sumrin.“ Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Guðrún Kal- dal, f. 16.7. 1970, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnar- innar. Þau búa á Seltjarnarnesi. For- eldrar Guðrúnar eru Jón Kaldal, f. 14.3. 1942, d. 11.2. 2003, bygginga- fræðingur, og Steinunn Kaldal Krist- insdóttir, f. 9.12. 1945. Synir Jóhanns og Guðrúnar eru Jóhann, f. 9.6. 1999, og Krummi, f. 7.1. 2003, báðir nemar. Jóhann Gunnar Jóhannsson Guðlaug Vigfúsdóttir húsfreyja í Hjallanesi, f. á Framnesi, Skeiðum, Árn. Þórður Þórðarson bóndi í Hjallanesi í Landsveit, Rang, f. þar Emelía Sigríður Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík Ingibergur Gunnar Kristinsson netagerðarmaður í Reykjavík, fósturfor: Þorvaldur Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir Guðlaug Svala Ingibergsdóttir húsmóðir í Kópavogi María Guðríður Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. á Brennistöðum, Borgarhr., Mýr. Kristinn Þorkelsson skósmiður í Reykjavík, f. á Fellsenda í Þingvallasveit Kristín Pétursdóttir húsfreyja á Berserkjahrauni, síðast í Reykjavík, f. í Flatey Guðmundur Sigurðsson bóndi á Berserkjahrauni í Helgafellssveit, Snæf., f. á Staðarbakka Guðrún Guðmundsdóttir Ellis húsfreyja í Reykjavík, síðar í Iowa, BNA,maki: Ray Ellis Gísli Gunnar Björnsson bifvélavirki og bílstjóri í Reykjavík Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Skipholti, Hrunamannahr., Árn. Björn Blöndal Jónsson skipstjóri og löggæslumaður í Reykjavík. Einn af stofnendum Sjómannafélags Reykjavíkur, f. á Hausastöðum, Garðahr., Gull. Ætt Jóhanns G. Jóhannssonar Jóhann Gunnar Gíslason vélstjóri í Kópavogi. Hestamaður, íþróttamaður og þjálfari. Gegndi ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum Þorsteinn í Holti í Þistilfirði var mikill fjárræktarmaður og sú fjölskylda og átti hrútinn Pjakk, sem þótti skara fram úr öðrum kynbótahrútum í landinu. Þetta var kveikjan að þessari vísu, sem ég orti þegar við Steingrímur Sig- fússon vorum á þingi saman: Var í Holti hrútur vænn en hann er dauður; Steingrímur er stundum grænn og stundum rauður. Þetta rifjaðist upp þegar ég las limruna „Bæn pólitísku hæn- unnar“ eftir Pál Jónasson bónda í Hlíð á Langanesi: „Og hananú,“ sagði hænan, „ég hafa vil – sprækan og vænan, með eggjandi stél, sem embættar vel, og auðvitað rauðan og grænan.“ Enn yrkir Páll og kallar „Hænu- haus“: Topphæna í tilvistarvanda í taktleysi reynir að standa sína topphænuvakt í topphænudragt og gaggið og vaggið að vanda. Á laugardaginn birtist í Vísna- horni „gömul vísa“. Einar Njáls- son sendi mér þessa athugasemd, sem ég er þakklátur fyrir: „Þakka þér skemmtilegt Vísnahorn sem ég les jafnan mér til ánægju. Í morgun 20.11. 2021 er birt „Göm- ul vísa“ sem ég lærði öðruvísi. Til öryggis fletti ég upp í Þingeyskum ljóðum sem prentuð voru 1948 og gefin út til styrktar byggingu sjúkrahúss á Húsavík. Þar er þessi vísa Steingríms Baldvinssonar bónda í Nesi svohljóðandi á bls. 176“: Meydómurinn mesta þykir hnoss meðan hann er þetta kringum tvítugt. En verður æði mörgum kvalakross, ef kemst hann nokkuð teljandi yfir þrí- tugt. Ingólfur Ómar sendi mér póst: „Mér datt í hug að lauma að þér vísu sem ég tileinka stökunni“: Lifir hróður stuðlastáls stefjagróður þarfur. Vísan góða fim og frjáls fengsæll þjóðararfur. „Síminn minn“ eftir Sigurlín Hermannsdóttur: Á snapp-tjatti snotur ein mynd er í snjallsímann kalla ég fram. Þar er líka tvítið og tinder, tik-tok og instagram. Hann tiltekur fyrir mig tímann og telur mín gönguskref. En stundum ég þrái þó sveitasímann sem samfélagsmiðlavef. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Og hananú sagði hænan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.